Morgunblaðið - 23.06.1991, Side 1
104 SIÐUR B/C
139. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGUR 23. JUNI 1991
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
MIÐBORGINISUMARBLIÐU
Baker fagnað sem þjóð-
lietju í höfuðborg Albaníu
Tirana. Reuter.
JAMES Baker, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, fékk geysigóðar mót-
tökur er hann kom til Albaníu í gær.
400.000 fagnandi Albanir fylltu Skand-
erberg-torg í miðborg Tirana þegar
Baker ávarpaði landsmenn. Sögðu þar-
lendir embættismenn að þetta væri fjöl-
mennasti útifundur í sögu landsins sem
ekki væri skipulagður af stjórnvöldum.
Minnast menn þess vart að bandarískur
utanríkisráðherra hafi fengið slíkar
viðtökurí erlendu ríki.
Hvarvetna meðfram veginum stóð bros-
andi og veifandi fólk þegar Baker ók frá
flugvellinum til höfuðborgarinnar.
Manngrúinn varð sífellt meiri eftir því sem
nær dró Tirana og átti bílalestin í erfiðleik-
um með að aka síðasta spölinn í gegnum
mannhafið.
„Ég hef aldrei séð svo ólýsanlegar mót-
tökur,“ sagði Baker er hann ávarpaði Alb-
ani af palli sem reistur var við hlið styttu
af Skanderberg, þjóðhetju Albana, sem
uppi var á miðöldum. Ráðherrann varð oft
að gera hlé á máli sínu vegna fagnaðar-
hrópa viðstaddra sem margir veifuðu
bandaríska fánanum. „Nærvera ykkar hér
í dag staðfestir hvaða kost þið hafið valið.
Þið hafið kosið frelsi þjóðarinnar, frelsi
fólksins, frelsi hvers og eins.“
Baker er fyrsti bandaríski utanríkisráð-
herrann sem kemur til Albaníu en ríkin
tóku upp stjómmálasamband í mars
síðastliðnum. Á einu af fjölmörgum skilt-
um, sem viðstaddir báru, stóð: „Vertu vel-
kominn Baker. Albanir hafa beðið þín í
50 ár.“ Ráðherrann sagðist flytja Albönum
kveðjur frá bandarísku þjóðinni: „Kveðjan
er: Verið velkomin. Velkomin í samfélag
ftjálsra þjóða sem byggja Evrópu, samein-
aða og fijálsa."
Að ræðunni lokinni tilkynnti Ylli Bufi,
forsætisráðherra Albaníu, að Baker hefði
verið gerður að heiðursborgara í Tirana.
Á meðan Baker er í Albaníu ávarpar
hann þing landsins en í apríl síðastliðnum
fóm fram fyrstu fijálsu þingkosningar í
Albaníu frá stríðslokum. Búist er Við að
Baker tilkynni víðtæka aðstoð Bandaríkja-
manna við að efla lýðræði í Albaníu.
Maxwell naðra
kvödd til vitnis
DAVID Tai, 18 ára gamall New York-
búi, hefur verið ákærður fyrir morð á
þremur Víetnömum úr glæpaflokknum
„Með dauðann að leiðarljósi". Tai neitar
sakargiftum og heldur því fram að
starfsmenn lögreglustöðvar í Chinatown
hafi notað snákinn Maxwell, sem geymd-
ur er í búri á lögreglustöðinni, til að
knýja fram játningu. Lögmaður Tais
hefur farið fram á að snákurinn verði
kvaddur til vitnis í réttarsal og vitnar í
dómsmál frá árinu 1908 er hestur kom
í vitnastúkuna.
Sérlegur ráð-
gjafi forsetans
CARLOS Andres Perez, forseti Venezú-
ela, hefur skipað 12 ára gamlan dreng,
Frederick Calderon að nafni, sérlegan
ráðgjafa í umhverfismálum. Síðasta
fimmtudag í hverjum mánuði rennur
gljáfægð bifreið forsetaembættisins upp
að skóla Fredericks í einu af fátækari
hverfum Caracas. Pilturinn stígur upp í
bifreiðina og heldur á reglulega fundi
sína með forsetanum. Þar leggur hann
fram lista yfir umkvörtunarefni í um-
hverfismálum sem hann hefur safnað
saman undanfarinn mánuð.
Golfið hættu-
legt börnum
GOLF er hættulegra börnum en aðrar
íþróttir. Þetta kemur fram í skýrslu sem
birt var í bresku læknatímariti í gær.
Af 27 tiifellum höfuðáverka, sem börn
höfðu hlotið við íþróttaiðkun og læknar
við Aðalsjúkrahúsið í Newcastle upon
Tyne í Norðaustur-Englandi höfðu með-
höndlað á einu ári, tengdust 11 golfi,
fimm hjólabrettum, flmm fótboita og sex
tilfelli öðrum íþróttum. Höfundar skýrsl-
unnar sögðu golfkylfur geta verið ban-
væn vopn í höndum barna sem lékju sér
með þær eftirlitslaust.
Sovétmönnum
neitað um hæli?
SOVÉSKUR verslunarsendifulltrúi í
Ósló og sovéskur fréttamaður þar í borg
hafa sótt um pólitískt hæli í Noregi og
í Brctlandi. Báðir segjast vera njósnarar
KGB. Talsmaður norska utanríkisráðu-
neytisins sagði ekki víst hvort þeir
fengju hæli. Áður en glasnost kom til
sögunnar í Sovétríkjunum hefði hvaða
sovéskur embættismaður sem er, sem
reynt hefði að flýja, sjálfkrafa fengið
hæli. Þetta væri ekki lengur raunin.
Hvert tilfelli þyrfti að skoða fyrir sig.
STÚDENTSPRÓFIÐ
NÆR EINSKIS VIRÐI
ÁATVINNUMARKAÐI
Leitin að
rauða
Ungliðanum
Ffönsk stjórnmál 20
LINURNAR
SKERPAST
REYKJAVIKUR
14B
Þá eggja menn sig
upp svo um munar