Morgunblaðið - 23.06.1991, Qupperneq 16
Veriur flaki kjarnorkukafbátsins Komsomolets bjargaó
eftir Urði Gunnarsdóttur
Mynd: Sverrir Vilhelmsson
„VIÐ TELJUM öruggast að kjarnorkukafbáturinn verði ekki hreyfð-
ur. Geislun frá honum verður að öllum líkindum lítil á löngum tima
ef hann er látinn liggja á hafsbotni en verði hróflað við honum,
gæti hann brotnað við yfirborðið og þá eykst hættan á geisla-
virkni.“ Svo farast Knut Gussgard orð en kafbáturinn sem hér um
ræðir er sovéskur kafbátur sem sökk 180 km suð-vestur af Bjarna-
rey fyrir rúmum tveimur árum. Hugmyndir Sovétmanna um að lyfta
kafbátinum á næsta ári og flytja hann til Kólaskaga hafa vakið ugg
ýmissa þjóða, þar á meðal Norðmanna en Gussgard er forstöðumað-
ur Kjarnorkueftirlitsstofnunar norska ríksins og var staddur hér á
landi í siðustu viku á fundi forstöðumanna geislavarna og kjarnorku-
eftirlitsstofnana á Norðurlöndum. Um ástand mála á Norðurslóðum,
segir Gussgard að Norðmenn telji mesta hættu stafafrá Kólaskaga.
„Þar er samankomið stærst samansafn geislavirkra efna á hafi og
á landi á einu svæði og það má ekki mikið út af bera til að þar
verði kjarnorkuslys með alvarlegum afleiðingum."
Allt frá því er kafbáturinn Kom-
somolets sökk 7. apríl 1989,
hafa Norðmenn fylgst grannt
með gangi mála. Noregur á ekki
lagalega kröfu á kafbátinn, hann
liggur á alþjóðahafsvæði, utan lög-
sögu og efnahagslögsögu Noregs,
en næst Bjarnarey. Norðmenn hafa
margsinnis beint fyrirspurnum til
Sovétmanna og hafa átt með þeim
fundi. „Þessa aðgerð verður að
undirbúa vel og byggja hana á
mati á öryggisþættinum. Við mun-
um mótmæla því að bátnum verði
lyft, fáum við ekki þær tæknilegu
upplýsingar um kjarnakljúfinn og
einangrun í kringum hann, sem
nauðsynlegar eru. Okkur hafa ekki
borist nein gögn þar að lútandi frá
Sovétmönnum þó að þeir' vinni án
efa sjálfir að slíku mati. Ég er þó
bjartsýnn á við fáum gögnin í hend-
ur.
Tilraunir til að lyfta kafbátinum
árið 1990 strönduðu á því að fjár-
mögnunin var ekki í lagi. Nú er
undirbúningstíminn fram að 1992
einfaldlega of skammur til að lyfta
honum. Þessa skoðun hafa Hollend-
ingar einnig látið í ljós en-þeir yrðu
Rætt við Knut Gussgard,
forstöðumann
Kjarnorkueftirlitsstofnunar
norska ríkisins en hann telur
að verði hróflað við sovéska
kjarnorkukafbátninum við
Bjarnarey, aukist hætta á
geislavirkni.
að öllum líkindum fengnir til verks-
ins,“ segir Gussgard og bætir því
við að Sovétmenn hafi neyðst til
að samþykkja þetta.
Einn af fimm kafbátum
á hafsbotni
Gussgard telur að geislun úr
kjarnorkukafbátnum yrði væntan-
lega undir einu prósenti af geislun-
inni frá Tsjernobyl. „Flakið liggur
á réttum kili en báturinn er
skemmdur á áfturhluta og við
hreyfilinn auk þess sem framhlutinn
er klemmdur saman og lokur hafa
■ Þjððunum í norðri stafar
mest hætta frá
kjarnorkuiðnaði Sovétmanna
á Kálaskaoa.
■ Nú liggja fimm
kjarnorkuknúnir kafbátar á
botni Atlantshafs, brír
sovéskir og tveir
bandarískir og líklegt er að
beir hafi allir kjarnaodda
innanborðs.
■ Tilraunir til að lyfta
kafbátinum árið 1990
strönduðuábvíað
fjármögnunin var ekki í lagi.
NO er undirbúningstíminn
fram að 1992 einfaldlega
of skammur til að lyfta
honum.
opnast. Þetta getur þýtt að hinn
mikli þrýstingur á þessu dýpi getur
rofið einangrun við kjarnakljúfinn
svo að sjór komist að honum og
m'álmurinn tærst. Ef iyfta á kaf-
bátnum, verður því að gera það
eins fljótt og mögulegt er, áður en
málmurinn fer í sundur. En við telj-
um að öruggast sé að láta flakið
liggja, við flutning gæti það brotnað
við yfirborðið og þá er meiri hætta
á geislun. Tíminn vinnur því með
okkur, helmingunartími sesíums er
þrjátíu ár.“
Nú liggja fimm kjarnorkuknúnir
Dreifing
geislavirkni
„Ég tel sennilega öruggast að kafbáturinn verði látinn liggja
á hafsbotni. Geislavirk efni síast þá út í djúpsjó Norðurhafs-
ins, dreifast hægt x honum og það cæki þau áratugi að berast
í djúpsjjo suður Atlantshaf. Tiltölulega ítill hluti geislunarinn-
ar :nyndi herast app í yfirborðslögin með ióðréttri álöndun,"
negir Jón Ólafsson, haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun.
■ón segir að ef farið verði út í
I björgunaraðgerðir og geislun
^ berist í yfirborðslög sjávar,
lendi bún í yfírborðsstraumum og
bærist í suðurátt með Austur-
Grænlandsstraumnum. Geislunin
yrði þá um 2 tii 4 ár að berast
upp að íslenska iandgrunninu.
„Þegar geislavirk efni komast í
sjó, þynnast þau mikið og geislun
yrði trúlega vel undir hættumörk-
um. Við teljum okkur hafa nokkuð
góða hugmynd um dreifíngu
geislavirkni í Norðurhafi, þar sem
mæld iiefur verið geislavirkni
(magn sesíum 137) á þessu svæði
sem aðallega stafar frá Sellafield
á Bretlandi.
Hvað fiskistofna varðar, eru
uppeldisstöðvar loðnunnar norðan
landsíns þar sem mest gætir
geislavirkra efna. Það sama á við
norsk-íslenska síldarstofninn fari
Uppeldis-
stöövar loðnu
Helstu hafstraumar
í Norðurhöfum
Dreifing
geislavirkni
i""1""1.........
Sesíum 137
Mælt í Bq/mz sjávar
rfómfram f
1931-82 ogerástæða
til þess að ætla að geisl-
uninsé svipuð nú.
Hér sökk
kafbáturinn
Astæða geislavirkninnar sem sést hér að afan er aðallega tvíþætt; annars vegar sá geislavirki
íirgangur sem aarst frá endurvinnslustöðinni í Sellafield við írska haf og hins vegar eru leifar
geislavirkni vegna íyarnorkutilrauna stórveldanna fyrir þremur áratugum þegar tilraunasprenging-
ar fóru fram ofanjarðar og geislavirk efni bárust í höfin með úrkomu. Síðarnefnda geislunin er
minnstur hluti þeirrar geislunar sem mælist.
hann að ganga á þessu svæði.
Þorskur og þær tegundir aðrar
sem við nýtum mest, eru á land-
grunninu en loðnan er reyndar ein
helsta fæðutegund þorsksins. Að-
aláhyggjuefnið er að neytendur
erlendis munu tæplega gera
greinarmun á fiskitegundum;
geislamengun, lítil eða mikil, er
vond fyrir markaðinn. Þó að geisl-
unin sé langt undir þeim mörkum
sem sett eru um leyfilegt magn í
matvælum, getur hún haft gífur-
leg áhrif á markaðinn og þá ímynd
sem við höfum skapað okkur.“
■
L.