Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991
17
Landsmót hesta-
manna 1994:
Stjórn Fáks
ræðir viðbrögð
í næstu viku
VIÐBRÖGÐ Hestamannafélagsins
Fáks í Reykjavík við þeirri
ákvörðun stjórnar Landssam-
bands hestamanna að næsta lands-
mót verði haldið á Gaddstaðaflöt-
um, en ekki í Víðidal, bíða næsta
stjórnarfundar Fáksmanna. En
fyrir fund stjórnar LH, sem ákvað
sl. föstudag að mótið verði haldið
á Gaddstaðaflötum við Hellu,
höfðu Fáksmenn gefið í skyn, að
þeir myndu segja sig úr LH ef
þeir fengju ekki landsmótið 1994.
Að sögn Guðlaugar Steingríms-
dóttur, varaformanns Fáks, er mál-
ið í biðstöðu hjá félaginu til næsta
stjórnarfundar, sem ekki verður
boðað til fyrr en í næstu viku vegna
sumarleyfa. Guðlaug sagðí að e.t.v.
yrði boðaður sérstakur félagsfund-
ur til þess að ákveða hvernig bregð-
ast ætti við þessari ákvörðun stjórn-
ar LH en svo gæti líka farið að
ekki yrði tekin ákvörðun í málinu
fyrr en á aðalfundi Fáks í febrúar
á næsta ári.
Dr. Manfred Wörner
Manfred
Wömer í
heimsókn
DR. Manfred Wörner, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO), kemur í opin-
bera heimsókn til íslands 11. júlí
næstkomandi í boði Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanríkis-
ráðherra.
Wörner dvelst hérlendis dagana
11.-14. júlí og verður meðal annars
ræðumaður á fundi, sem Samtök
um vestræna samvinnu (SVS) og
Varðberg gangast fyrir. Fundurinn
verður haldinn föstudaginn 12. júlí
kl. 16.30 í Súlnasal Hótels Sögu.
Umræðuefni Wörners verður
„framtíð NATO“.
Fundurinn er opinn félagsmönn-
um í SVS og Varðbergi og gestum
þeirra.
íslenska bridsliðið:
Lenti í 6. sæti
ÍSLENSKA liðið á Norður-
landameistaramóti 25 ára og
yngri í brids í Finnlandi hafnaði
í 6. sæti eftir að hafa tapað
12-18 í síðustu umferð gegn
B-liði Dana. Fram að því átti
liðið möguleika á 3. sæti á mót-
inu.
Úrslitin urðu þau að A-lið Svía
varð í 1. sæti með 179 stig, í 2.
sæti varð A-lið Noregs með 161
stig, í 3. sæti varð A-lið Dana
með 159 stig, í 4. sæti varð A-lið
Finna með 147,5 stig, í 5. sæti
varð B-lið Dana með 147 stig og
í 6. sæti íslendingar með 138,5
stig. í 7. sæti varð B-liði Noregs
með 112 stig, í 8. sæti B-lið Svía
með 104 stig og í 9. sæti B-lið
Finna með 70 stig.
Enn rýrt í Elliðaánum
Enn getur veiðin ekki talist góð
í Elliðaánum, en um miðjan laug-
ardaginn voru komnir 85 laxar á
land. Rigningin á dögunum
hleypti örlitlu lífi í veiðina
smátíma, þannig veiddust 13 lax-
ar í ánum 1. júlí og 8 stykki 3.
júlí. Annars hefur þetta bara ver-
ið kropp og dagveiðin þetta frá
engum laxi upp í svona fjóra, en
fyrir nokkru var farið að veiða á
sex stangir í ánum á dag. Vatnið
er mjög lítið í ánni og hefur verið
mjög heitt, mest náð 17 stigum
og er lítil hreyfing á laxi við slík
skilyrði. Þó er nokkuð af fiski í
ánum, 442 höfðu skráð sig í teljar-;
anri við rafstöðina á laugardaginn
og einhver slatti var einnig talinn
vera af fiski fyrir neðan hann.
Þetta er yfirleitt smálax, 3 til 6
pund, örfáir 9 punda fiskar teljast
„boltar", en einn er lang stærstur
til þessa, 12 punda lax. Mest veið-
ist á flugu um þessar mundir og
helst smáar, 8 til 12. Hairy Mary
hefur verið áberandi góð sam-
kvæmt veiðibók, en hún er líka
mikið reynd.
, Morgunblaðið/hb
Veiðimaður tekst a við lax í Kerfossi í Alftá á Mýrum. Hún er mjög vatnslítil þessa dagana og
stendur það veiði fyrir þrifum.
Talsvert af fiski í Flóku
Veiðimenn sem luku tveggja
daga veiði í Flóku í Borgarfirði á
hádegi á laugardag fengu 6 laxa
á þijár stangir og voru þá komn-
ir 30 laxar á land úr ánni. Um-
ræddir veiðimenn fengu allt að 9
punda fiska, en stærst í sumar
var 14 punda lax sem veiddist
strax í opnuninni, en þann fisk
dró Ingvar Ingvarsson á Múla-
stöðum, sjálfur formaður veiðifé-
lagsins. Veiðimenn sáu talsvert
af laxi í ánni, en hann var tregur
að taka í hitanum og sólarblíð-
unni. Nokkrir laxanna voru grálú-
sugir þannig að einhver laxa-
gengd er þrátt fyrir afleit skilyrði
til slíks. Þá telst það til tíðinda,
að veiðst hefur lax, reyndar tveir,
í efstu veiðistöðum, merktum nr.
40, en lítið er að hafa ofar í ánni.
Lítið að hafa enn í Leirvogsá
Eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst hafa milli 5 og 10
laxar veiðst í Leirvogsá það sem
af er. Nokkrir regnbogasilungar
hafa einnig tekið andvörpin, en
veiðimönnum þykir sá fengur lítt
spennandi enda flóttafiskar úr
eldiskvíum. Afar Íítið vatn er í
Leirvogsá og hefur auðvitað sitt
að segja.
~gg-
_ 'Abu
Garcia
ULTRA
CAST
DESIGN
...°gþú kastar lengra
Veiðimaðuritin
BIFREWAH S LAHDBÚHAÐARVÉLAR HF.
Armtíla 13108 fíeylja.ík símar081300031230
FJALLABÍLL Á
Lada Sport er ódýr 4 manna ferðabíll sem treysta
má á jafnt sumar sem vetur. Aldrifið og læsta drifið
gera bílinn mjög öruggan og stöðugan í akstri.
Hann er með 1600 cnf vél og er fáanlegur bæði
með fjögurra og fimm gíra skiptingu.
Farangursrými má stækka með því að velta fram
aftursæti. Lada Sport er fjallabíllinn í ár.
3 LADA SPORT
FÍNU VERÐI