Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991
Frá ferðanef nd
Fundur um sumarferðir Fáks verður í fé-
lagsheimilinu fimmtudaginn 11. júlí næst-
komandi kl. 21.00. Þeir, sem ætla í versl-
unarmannahelgarferð félagsins, greiði
staðfestingargjald á fundinum.
Ferðanefnd.
Afmæliskveðja:
Ólafur Jónsson,
Hafnarfirði
Tilkynning frá
Sölu varnarliðseigna
Skrifstofa vor og verzlanir verða lokaðarfrá 15. júlí
til 15. ágúst vegna sumarleyfa.
Sala varnarliðseigna.
Ólafur Jónsson, fyrrverandi
umdæmistemplar, er áttræður í
dag. Hann er Vestfirðingur að ætt
og uppruna, fæddur á Auðkúlu við
Arnarfjörð. Foreldrar hans voru
Jón Bjarni Matthíasson, bóndi og
skipstjóri, fæddur 1876, sonur
Matthíasar Ásgeirssonar bónda á
Baulhúsum, Jónssonar prests á
Hrafnseyri. Jón Bjarni kvæntist
3. mars 1900 Guðmundu Maríu
.Gísladóttur ljósmóður, fæddri á
Auðkúlu 1878, dáinni 1966, dóttur
Gísla Ólafssonar bónda á Auðkúlu
og konu hans Guðrúnar Ólafsdótt-
ur.
Jón Bjarni var skipstjóri á skút-
um og útvegsbóndi á Auðkúlu.
Hann var og smiður góður. Jón
varð bráðkvaddur 1929.
Systkinahópur Ólafs Jónssonar
var stór en í dag eru aðeins fjögur
þeirra á lífi.
Á kreppuárunum fluttist Ólafur
til Hafnarfjarðar. Þar vann hann
almenna verkamannavinnu. Síðan
réðst hann í trésmíði til Jóhannes-
ar Reykdals. Frá Jóhannesi fór
Ólafur til bróður síns, Páls, á tré-
smíðaverkstæði hans í Kópavogi.
Eftir að það brann gerðist Ólafur
starfsmaður Pósts og síma í Hafn-
arfirði. Fljótlega eftir að Ólafur
fluttist til Hafnarfjarðar sogaðist
hann inn í verkalýðspólitík. 1937
var hann kosinn í stjóm Hlífar og
þar sat hann í 15 ár, þar af formað-
ur í tvö ár. Á þessum árum voru
mikil átök í Hlíf milli Alþýðuflokks-
manna annrsvegar og sósíalista og
Sjálfstæðismanna hinsvegar. Ólaf-
ur fylgdi róttækum að málum.
CETELCO bílasími
Innifalið í veröú kapUir, bUaloJlnet
ogfestingfyrir tnóðurstöð.
Afborgunarverð kr. 91-523 nuvsk.
y
CETELCO burðarsími
Innifalið í veröi: rafhlaða
(6 amerpst.), loftnet á móðurstöð
og tengi fyrir sígarettukveikjara
til tengingar i bíL
Afborgunarverð kr. 102.000 nuvsk.
Verilffikkun
ó (etelco
farsimum
CETELCO farsíminn frá Pósti og síma hefur lækkað
í verði frá framleiðanda og kostar nú aðeins 86.947 kr.
stgr./m.vsk. (bílasími) og 96.900 kr. stgr./m.vsk.
(burðarsími).
CETELCO burðarsíminn hefur 6 amperstunda rafhlöðu
sem dugar í allt að 10 klst. (miðað við 10% notkun og
90% í bið á lægri sendiorku). Þú getur því tekið CETELCO
burðarsímann með þér nánast hvert sem er. íslenskar
leiðbeiningar eru á skjá símans og honum fylgir notenda-
handbók á íslensku.
Komdu í söludeildir Pósts og síma og tryggðu
þér CETELCO farsíma á lækkuðu verði.
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeildir í Kirkjustræti, Kringlunni, Ármúla 27
og á póst- og símstöðvum um land allt
öll verð eru miðuð við gengi 25. júní 1991
Er ég j)á kominn að þeim þætti
í starfi Ólafs, sem ég þekki best:
bindindis- og æskulýðsstarfí. í
þrettán ár var Ólafur umdæmis-
templar fyrir Umdæmisstúku Suð-
urlands. I áratugi var hann leið-
andi maður í stúkunni Daníelsher
og gæslumaður barnastúkunnar
Kærieiksbandsins er hann enn.
Síðast en ekki síst er Ólafur á
vissan hátt faðir Bindindismótsins
í Galtalækjarskógi. í mörg sumur
hélt Ólafur til í skóginum við bygg-
ingar, skógrækt eða annan undir-
búning að starfí bindindismanna
þar. Sannast sagna þekki ég engan
sem á eins óeigingjaman hátt hef-
ur helgað sig fegurra mannlífi.
Á þessum tímamótum koma
margar myndir upp í hugann: út-
breiðsluferðir með þeim Kristni
Vilhjálmssyni, bamastúkufundir
hér og þar um landið ellegar ógley-
manlegar stundir á heimili hans.
Stundum vom tiltektir Ólafs
grínagtugar. í tilefni af talsverðum
átökum í góðtemplarareglunni
1980 hafði Ólafi borist til eyrna
að þekktur templari hefði sagt eft-
ir kjör stórtemplars að flestir nán-
ustu samstarfsmenn hans væm
kommúnistar. Þegar þessi maður
rakst inn til Ólafs skömmu síðar
- hvað sér hann þá blasa við sér
í stofunni? Nyfægða styttu af fé-
laga Stalín sem Olafur hafði fund-
ið einhvers staðar í geymslu og
fundist tilvalið að viðra.
Ólafur gat líka verið hvass, hver
sem í hlut átti þegar réttlætiskennd
hans var misboðið og menn hlust-
uðu á hann og tóku mark á ábend-
ingum hans.
Víðar hefur Ólafur komið við
sögu: á gamals aldri var honum
boðið að leika í kvikmyndum og
þar er hann eftirminnilegur og
virðulegur með sitt hvíta skegg og
miklu barta.
Lasleiki Ólafs hamlar því að við
vinir hans getum haldið honum
veislu í dag, eins og til stóð, en
sú stund kemur síðar.
Hilmar Jónsson
Ólafur Jónsson, fýrrverandi
póstmaður í Hafnarfírði, er áttræð-
ur í dag. Leiðir okkar lágu fyrst
saman upp úr 1960, skömmu eftir
að ég gerðist félagi í stúkunni Vík
í Keflavík. Ólafur hafði þá um
langt skeið verið í forystuliði góð-
templara í Hafnarfírði og um 1960
var hann kjörinn umdæmistemplar
í Umdæmisstúkunni nr. 1 sem nær
yfír Suður- og Vesturland. Ég
hafði heyrt hans að góðu getið,
en fyrst sá ég hann er hann kom,
ásamt framkvæmdanefnd sinni, í
heimsókn til okkar í Keflavík, og
sátu þau fund með okkur í stúk-
unni Vík.
Eins og venja er við slíkar heim-
sóknir var Ólafi umdæmistemplar
boðið að taka við fundarstjóm og
stjórna inntöku nýrra félaga, sem
fram fór á þeim fundi.
Þetta gerði Ólafur af þeirri hlýju
alvöru og tignarlegu reisn, sem
ekki gleymist. Ég fylgdist hug-
fanginn með og fannst ég þama
lifa þá stund, sem væri í sannleika
„helguð af himinsins náð“. Marga
stúkufundi hefi ég setið síðan, og
oft verið viðstaddur innsetningu
nýrra félaga, en aldrei orðið jafn
djúpt snortinn og í þetta sinn. Hjá
Ölafi fór saman ást hans og traust
á þeim málstað, sem hann var full-
trúi fyrir, og ljúfmannleg hlýja, en
um leið einörð festa, sem eru svo
einkennandi eiginleikar í fari hans.
Ég fann, að þarna var sannur
góðtemplar á ferð, góðtemplar af
lífí og sál.
Ég var svo lánsamur, eftir þenn-
an fyrsta fund, að eignast Ólaf
Jónsson að vini. Og sú vinátta
hefír eflst og styrkst í miklu og
góðu samstarfi allt til þessa dags.
Ólafur er Vestfirðingur að upp-
runa, ættaður úr Arnarfírði. For-
eldrar hans voru hjónin Jón Bjami
Matthíasson, bóndi og skipstjóri
frá Baulhúsum í Arnardal, og Guð-
munda María Gísladóttir, ljósmóðir
frá Auðkúlu í sömu sveit. Matt-
hías, faðir Jóns var bóndi á Baul-
húsum, sonur Jóns Ásgeirssonar
prests á Hrafnseyri. María konan