Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JUU 1991
• 29
Steinunn Auðuns-
dóttir — Minning
Fædd 24. mars 1902
Dáin 29. júní 1991
Með fáeinum orðum vil ég minn-
ast Steinunnar tengdaömmu
minnar og þakka fyrir þær stundir
sem ég átti með henni.
Á tólf ára afmælisdegi sonar
mins kvaddi hún þennan heim 89
ára að aldri. Aldrei kom ég svo til
hennar að ekki var dekkað veislu-
borð fyrir mig. Móttökurnar voru
þannig að ég fylltist gleði og krafti
því Steinunn bjó yfir slíkum dugn-
aði og glæsileik að aðdáunarvert
var. Oft sátum við saman og trúðum
hvor annarri fyrir leyndarmálum
og alltaf gat ég leitað til hennar
með vandamálin mín og þegar ég
kvaddi voru engin vandamál til
lengur.
Eg kveð og þakka henni fyrir
elskusemi og umhyggju fyrir mér
og mínum auk innilegrar vináttu.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(H. Andrésd.)
Brynja Dagbjartsdóttir
Enn er höggvið skarð í stóra
systkinahópinn frá Eystri-Dalbæ,
hún Steinunn er búið að fá hvíld
eftir mjög stranga sjúkrahúsvist.
Tæplega ár er liðið síðan Auðunn
elstur alsystkina hennar var kvaddur
frá Prestbakkakirkju á Síðu.
Meðal fyrstu æskuminninga okk-
ar austan úr Landbroti eru heim-
sóknir okkar að Dalbæ, til afa og
Agnesar, sem voru foreldrar Stein-
unnar. Á veggnum í stofunni þeirra
blasti ávallt við okkur mynd af glæsi-
legum brúðhjónum í gylítum ramma,
það voru þau Steinunn Auðunsdóttir
og Elías Högnason.
Þessi fallegu hjón nutu þó ekki
langra samvista hér á jörð, því Elías
lést rúmlega fertugur að aldri, svo
unga konan stóð ein uppi með sex
börn á aldrinum fimm til þréttán
ára. Það var erfitt í þá daga fyrir
stórar fjölskyldur að afla nauðsynja
og koma upp stórum bamahóp en
ekki gafst Steinunn upp. Sannarlega
má kalla það kraftaverk hvernig hún
hélt hópnum sínum saman og kom
þessum mannvænlegu börnum upp
með miklum glæsibrag.
Alltaf hélt hún reisn sinni og glæs-
ileik og sást aldrei öðruvísi en fal-
lega og smekklega klædd þótt hún
hafí vafalaust velt hverri krónu
margsinnis fyrir sér á ámm áður
meðan hún hafði fyrir mörgum að
sjá. Eftirtektarvert var hvað börnin
hennar voru vel og snyrtilega búin
svo auðséð var að þar fóru saman
smekkvísi og hagsýni. Börn Stein-
unnar komu til sumardvalar í sveit-
ina og urðu góðir leikfélagar okkar.
Alltaf gat Steinunn tekið á móti
ættingjum og vinum sem til hennar
leituðu margir um langan veg austan
úr Landbroti, alltaf gat hún hýst
næturgesti, þótt húsakynni væru
þröng, alltaf gaf hún sér tíma til
að vitja sjúkra, þótt vinnudagur
hennar væri langur, en slíkur var
kærleikurinn og umhyggjusemin
fyrir ættingjum og vinum að leitun
mun vera að öðru eins.
Ofarlega í hugum okkar er þakk-
læti til hennar fyrir þá nærgætni
og hjálp, sem hún veitti föður okkar
þegar hann lá á sjúkrahúsi heilt
sumar á sínum yngri árum, langt
frá sinni fjölskyldu, svo og vökunæt-
urnar tveimur áratugum síðar þegar
hann var að heyja sitt síðasta stríð.
Það er fyrir svo ótal margt að
þakka þegar litið er til baka, en
Steinunn bað aldrei um þakklæti,
henni var svo eðlilegt að vera ávallt
veitandi, og eftir að um fór að hægj-
ast hjá henni gerði hún sér far um
að viðhalda ættartengslum á margv-
íslegan hátt eins og með heimboðum
og heimsóknum, og höfum við systk-
inin ekki farið varhluta af gestrisni
hennar bæði fyrr og síðar.
Stór er hópur afkomenda Stein-
unnar sem ól upp börnin sín sex,
ekkja frá því þau voru á unga aldri.
Barnabörnum og barnabamabörn-
um sinnti hún mikið og vel enda
hafa þau greinilega alla tíð verið
elsk að ömmu sinni á Bústaðavegi.
Guð blessi ykkur öll og leiði Stein-
unni frænku á sínum vegum.
Plöf og Guðlaug
Þórarinsdætur.
í dag fer fram frá Bústaðakirkju
útför Steinunnar Auðunsdóttur, Bú-
staðavegi 89 hér í Reykjavík. Hún
andaðist á Borgarspítalanum 29.
júní sl. og var það langþráð hvíld
eftir margra vikna miklar þjáningar.
Steinunn Auðunsdóttir fæddist í
Eystri-Dalbæ í Landbroti, Vestur-
Skaftafellssýslu, 24. mars 1902 og
voru foreldrar hennar Agnes Þor-
láksdóttir og Auðunn Þórarinsson,
ábúendur þar. Auðunn Þórarinsson
eignaðist 13 börn og var mjög kært
með þeim systkinum öllum. Nú era
þau öll látin nema Margrét, búsett
í Reykjavík og Sigurður í Hvera-
gerði.
Steinunn ólst upp hjá foreldrum
sínum í Dalbæ, en fluttist tæplega
tvítug að aldri til Reykjavíkur. Hér
stundaði hún hússtjómarnám og
vann í húsum, en sumarið 1923 gift-
ist hún Elíasi Högnasyni, verkstjóra,
ættuðum úr Mýrdal í Vestur Skafta-
fellssýslu. Þau eignuðust 7 böm,
eitt barnið andaðist nokkurra daga
gamalt en móður sína lifa: Ragnhild-
ur, Jón, Valgerður Auður, Höskuld-
ur, Guðrún og Hilmar, öll búsett á
höfuðborgarsvæðinu nema Hilmar
sem býr í Svíþjóð ásamt stórri fjöl-
skyldu. Afkomendur Steinunnar
munu nú vera um'60 talsins.
Elías Högnason féll frá í nóvem-
ber 1936. Steinunn stóð þá uppi
ekkja, 34 ára að aldri með 6 börn,
það elsta tæpra 13 ára að aldri og
hið yngsta 5 ára. Aldrei heyrði ég
frænku mína kvarta eða tala um að
þetta hefðu verið erfiðir tímar og
engin voru þá mæðraiaunin eða aðr-
ir opinberir styrkir. Börnin voru í
sveit á sumrin. Það var hún þakklát
fyrir og það veitti henni styrk að
vita að í frændgarði þeirra hjóna
beggja átti hún góða að, ef með
þyrfti. Eftir lát Elíasar hóf Steinunn
störf hjá Sláturfélagi Suðurlands og
vann þar um tíma, einnig vann hún
við skúringar utan venjulegs vinn-
utíma og hafði þá stúlku heima. Síð-
ar vann hún lengi í fatageymslunni
í Oddfellow-húsinu og munu margir
eldri Reykvíkingar minnast hennar
þaðan. Systkinin voru dugleg, fóru
snemma að vinna og lögðu sitt til
heimilisins. Þau minnast nú móður
sinnar með virðingu og þökk og það
gerum við öll frændfólkið hennar
sem kynntumst henni náið.
Steinunn Auðunsdóttir var ein-
stök kona á margan hátt, glæsileg
og alltaf vel til höfð. Þó var það
hennar góða hjartalag og umhyggja
fýrir öðrum sem fyrst og fremst ein-
kenndi hana. Allt þar til erfið veik-
indi vörnuðu henni máls hélt hún
uppteknum hætti_ að leita frétta af
frændfólki sínu. Ég var svo lánsöm
að eiga með henni ógleymanlega
kveðjustund í júní sl., þá var aðeins
stund milli stríða. Þótt henni væri
þungt og efitt um mál, spurði hún
um litlu frænkuna sem fór í hjarta-
aðgerð og fleira smáfólk og bað fyr-
ir kveðjur í sveitina okkar. Minni
hennar var óskert og áhuginn á því
sem hún taldi til bóta hreint ótrúleg-
ur. Við ræddum landsins gagn og
nauðsynjar og m.a. tölvunám sem
henni fannst að hlyti að vera gaman
að stunda. Svo fijór var hugur þess-
arar 89 ára gömlu konu, sem beið
sins dánardægurs, samt var hún
sátt við að kveðja og talaði um að
hún hefði átt góða ævi.
Við brottför Steinunnar Auðuns-
dóttur er mér efst í huga þökk fyrir
umhyggju hennar og kærleika,
rausn og skörungsskap. Börnum
hennar og öðrum aðstandendum
Minning:
Anna Katrín Sig-
urðardóttir
Fædd 2. desember 1900
Dáin 30. júní 1991
Langri og farsælli ævi er lokið.
Anna Katrín og Sigurrós dóttir
hennar heimsóttu okkur mæðgurn-
ar sl. haust. Og það var svo gaman
að fá þær í heimsókn, því forlögin
höfðu hagað því svo til, að mörg
ár höfðu Iiðið, þar á milli, sem við
höfðum ekki sézt. Anna Katrín hélt
öllu sínu andlega atgervi, en hún
hafði alltaf verið einstaklega hlý
og prúð kona, eiginlega mjög hlé-
dræg, sem fyldist samt vel með
samtíð sinni og þeim málum, sem
efst voru á baugi og hafði sína
skoðun á mönnum og málefnum.
Anna fæddist að Gröf í Skaga-
firði, dóttir hjónanna Margrétar
Guðmundsdóttur og Sigurðar Jóns-
sonar, sem ekki voru ábúendur á
jörðinni. Hún fluttist ásamt foreldr-
um sínum og systkinum mjög ung
til Reykjavíkur, þar sem hið þung-
bæra hlutskipti þessarar íjölskyldu
varð, eins og svo margra annarra
á þessum tímum, að tvístrast vegna
fátæktar. Anna var næstyngst, en
yngst var Lilja, eldri voru Sigmund-
ur, Siguijón, Margrét og Guðmund-
ur, sem var elztur. Þau eru nú öll
látin. Anna ólst því upp hjá Önnu
Guðmundsdóttur, móðursystur
sinni og Eyþóri eiginmanni hennar
í Eyþórsbæ, sem stóð við Bergstað-
astræti, þar sem sennilega er núme-
rið 26 í dag.
Árið 1928 þann 15. september
giftist Anna Einari Jónssyni mag-
ister í þýzku frá Kaupmannahafn-
arháskóla, fæddum 27. maí 1890 á
Skerðingsstöðum í Reykhólasveit,
sonur Jóns Einars Jónssonar stúd-
ents frá Ingunnarstöðum í Geiradal
og Herdísar Andrésdóttur konu
hans, skáldkonu, Andréssonar for-
manns í Miðbæ í Flatey og Breiða-
fírði, en Einar var ömmubróðir
minn. Hann var kennari í þýzku eða
prófdómi við flestar æðri mennta-
stofnanir í Reykjavíkur á þeim tíma,
en þýzkukennari við Sjómannaskól-
ann í Reykjavík til dánardags. Þau
bjuggu lengi að Ásvallagötu 12,
sem var í næsta nágrenni við þáver-
andi heimili mitt.
Ég man vel eftir heimboðum
þeirra hjóna á Ásvallagötuna, hve
hlýtt og notalegt var að heimsækja
þau, hve veitingar voru góðar og
heimilið fallegt, enda Anna ákaf-
lega myndarleg húsmóðir og hús-
ráðendur fjarskalega skemmtilegir.
sendi ég og fjölskylda mín einlægar
samúðarkveðjur.
Sem kona hún lifði í trú og tryggð
það tregándi sorg skal gjalda.
Við ævinnar lok ber ást og dyggð
sinn ávöxtinn þúsundfalda
og ljós þeirra skín í hjartans hryggð
svo hátt yfir myrkrið kalda.
(Ein. Ben.)
Blessuð sé minning Steinunnar
Auðunsdóttur.
Ólöf Jónsdóttir
Með nokkrum orðum langar mig
til að minnast Steinunnar Auðuns-
dóttur sem lést þann 29. fyrra
mánaðar. Kynni okkar hófust síð-
astliðinn vetur en urðu því miður
alltof skammvinn. En þau sönnuðu
það fyrir mér, eins og ég hafði
heyrt um hana sagt áður, að þarna
færi manneskja sem væri bæði heil-
steypt, heiðarleg og réttlát.
Kynni okkar hófust með þeim
hætti að ég hóf að starfa í Reykja-
vík um síðustu áramót. Þá vantaði
mig tilfinnanlega herbergi f borg-
inni. Móðir mín hafði leigt herbergi
hjá henni fyrir um aldarfjórðungi
síðan og því leituðum við til Stein-
unnar. Og þetta sama herbergi stóð
mér opið og þar hreiðraði ég um
mig. Það var gott að vera í forstofu-
herberginu á Bústaðavegi 89.
Steinunn var fædd 24. mars 1902
að Eystri Dalbæ í Vestur-Skafta-
fellssýslu og voru foreldrar hennar
Auðunn Þorarinsson og Agnes Þor-
láksdóttir. I foreldrahúsum var hún
fram yfir tvítugt en þá settist hún
að í Reykjavík og bjó þar alla tíð
upp frá því. Hún giftist Elíasi Högn-
asyni frá Sólheimakoti í Mýrdal,
langafabróður þess sem þetta skrif-
ar, og þau áttu saman sex. böm.
Elías lést langt um aldur fram árið
1936, og þá stóð Steinunn ein uppi
með sex börn, það elsta um ferm-
ingaraldur. Það hefur verið erfitt
hlutskipti fyrir unga konu að þurfa
að sjá svo stómm barnahóp far-
boða, ekki síst á þeim erfiðu tímum
Það var því mikið áfall fyrir alla,
ekki sízt fyrir föður minn, þegar
Einar féll frá, langt fyrir aldur fram
20. okt. 1947 aðeins 57 ára gamall.
Einari og Önnu varð ekki bama
auðið en voru ákaflega barngóð og
fyllti Sigurrós, f. 12. apríl 1918,
dóttir Önnu, sem varð kjördóttir
Einars, það skarð í hjónabandinu.
Hún giftist Brandi Jónssyni skóla-
stjóra Heyrnleysingjaskólans og
brautryðjenda í þeim fræðum, ætt-
uðum frá Kollafjarðamesi í Strand-
asýslu. Þau eignuðust 3 dætur, sem
allar eru giftar og búsettar eru í
Reykjavík, Vestmannaeyjum og
Svíþjóð og em börn þeirra systra
7. Brandur lézt árið 1982.
Hér er góð og vönduð kona
kvödd. Ég minnist hennar með hlýju
og þakka henni tryggð og vináttu
í gegnum árin. Blessuð sé minning
hennar.
Elín K. Thorarensen
sem ríktu um þær mundir. En henni
tókst að koma öllum bömunum sex
til manns og nokkurra mennta.
Kannski er það lýsandi dæmi um
hvernig Steinunn var. Hún lét ekki
bugast þó stormurinn væri í fangið
en hélt áfram af raunsæi og dugn-
aði.
Mér þótti það líka eftirtektarvert
hve hún var barn tveggja tíma. Hún
var bæði aldamótabarnið, sem séð
hafði ísland rísa úr örbirgð til auðs,
en um leið barn nútímans. Hún var
skrafhreifin um það sem var á döf-
inni hveiju sinni og virtist sníða sér
stakk eftir vexti tíðarandans. Og
náið fylgdist hún með öllum ætt-
ingjum og vinum og hvað þeir væm
að fást við.
Með þessum fáu orðum kveð ég
Steinunni og votta um leið hennar
nánustu ættingjum samúð mína.
Minningin um góða könu á eftir að
styrkja þau, og raunar alla sem
hana þekktu, í næstu framtíð.
Sigurður Bogi Sævarsson,
Selfossi.
Föðuramma mín, Steinunn Auð-
unsdóttir, lést á Borgarspítalanum
þ. 29. júní sl. Ég og systkini mín
og fjölskyldur okkar viljum þakka
ömmu góða samfylgd.
Við vorum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eiga okkar annað heimili
hjá henni á Bústaðaveginum, þar
sem við erum búsett í Svíþjóð.
Margoft heimsótti hún okkur í
Stokkhólmi, og var það alltaf mikið
tilhlökkunarefni fyrir okkur öll að
vita af komu hennar. Af fyrirhug-
aðri heimsókn hennar hingað í vor
varð aldrei, þar er ferðalag annars
eðlis átti fyrir henni að liggja.
Löngum og erilsömum æviferli
er lokið.
Blessuð sé minning hennar.
Steinunn Rósa Hilmarsdóttir,
systkini og fjölskvldur.
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI48. SIMI 76677
Blómastofa
fíiðfinns
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sfmi 31099
Opið ötl kvöid
tii id. 22,- einnig um heigar.
Skreytingar við öli tilefni.
Gjafavörur.
§S@8œks© Graníl s/(?
HELLUHRAUNI 14 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 652707
OP/Ð Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10-3