Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI 1991 39 hans var dóttir Gísla Ólafssonar bónda á Auðkúlu og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur. Þau hjónin eignuðust 9 börn. Af þeim létust 4 í æsku en hin 5 .komust til fullorð- insára. Ólafur var sá 6. í aldursröð systkina sinna. Hann mun vera fæddur á Auðkúlu, en þangað fluttust foreldrar hans árið sem hann fæddist. Á lífi eru, auk Ól- afs, Matthea Kristín Pedersen, búsett í Garðabæ, Guðrún, býr í Hafnarfirði, og Páll Marinó, bú- settur á Selfossi. Gísli Guðni var skipstjóri. Hann er látinn fyrir fá- einum árum. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Auðkúlu. Faðir hans varð bráðkvaddur 15. janúar 1929. Skömmu eftir það fluttist fjölskyld- an til Þingeyrar, en hafði þar að- eins stutta viðdvöl og flutti til Hafnarfjarðar árið 1931. í Hafnarfirði hefír Ólafur átt heima upp frá því. Þar stundaði hann trésmíðar um langt árabil af miklum dugnaði, enda frábær hag- leiksmaður, velvirkur, samvisku- samur og snyrtimenni svo af ber. Síðari starfsár sín var hann svo póstmaður í Hafnarfirði. Ólafur er ókvæntur og barnlaus. En segja má, að allir þeir sem minni máttar eru, séu bömin hans. Samúð hans og umhyggja hefír einkum beinst að þeim sem minna mega sín í lífsbaráttunni, og ég hygg, að hún sé sem töluð út úr hjarta hans þessi fagra og alkunna vísa: Alla þá sem eymdir þjá er yndi að hugga, og lýsa þeim, sem ljósið þrá, en lifa í skugga. Þessa hugsjón mannkærleikans sýndi Ólafur í verki. Hann starfaði mikið í Verkamannafélaginu Hlíf um árabil og vann þar gott starf af framúrskarandi fórnfýsi og óeig- ingimi. Árið 1937 var hann kosinn í stjóm Hlífar og átti þar sæti um langt skeið og gegndi oft formanns- störfum. Þá helgaði hann, eins og áður er að vikið. Góðtemplarastörf- um. Þá helgaði hann, eins og áður er af vikið, Góðtemplarareglunni ómældan hluta af frítíma sínum. Þar var hann eldhuginn mikli, sem aldrei lét neitt tækifæri ónotað, ef það gat orðið Reglunni til gagns og heilla. Hann var einn af upphafsmönn- um bindindismótanna, sem haldin era um verslunarmannahelgina, fyrst í Húsafelli, en frá 1967 í Galtalæk. í undirbúningi og upp- byggingu þeirra móta á hann áreið- anlega fleiri stundir, fleiri spor og fleiri handtök en flestir aðrir, þó að ýmsir hafi þar lagt mikið af mörkum. I Sumarheimilisnefnd templara var hann formaður um árabil og umdæmistemplar á annan áratug. Þá hefir hann verið mjög virkur í starfi og stofnun barnastúkna og tvö kjörtímabil átti hann sæti í framkvæmdanefnd Stórstúku ís- lands. Á heimaslóðum í Hafnarfirði hef- ur Ólafur lengi verið í forystusveit hafnfirskra templara. Hann er fé- lagi í stúkunni Daníelsher og gegndi þar lengi embætti æðsta templars. I mörg ár hafði hann litla íbúð á efri hæð Góðtemplarahússins í Sumartón- leikar í Sel- fosskirkju Hafnarfirði og hafði alla umsjá með því. Þar var vel um allt séð og vel yfír öllu vakað. Síðustu ár hefir Ólafur verið umboðsmaður alþjóða- tempiars. Óiafur er mjög vel kunnur í lög- um og reglum Góðtemplara og hef- ir glögga yfírsýn yfir allt starf regl- unnar, bæði í fortíð og nútíð. Það er því gott að leita til hans, bæði um ýmsar upplýsingar og fá úr- skurði hans um aðsteðjandi vanda- mál. Þar er ekki komið að tómum kofunum og aldrei farið í geitarhús að leita ullar. Og enn logar hug- sjónaeldurinn í hjarta hans, leiftar í augum hans og sindrar af orðum hans. í nafni Góðtemplarareglunnar þakka ég Ólafi Jónssyni allt það sem hann hefír unnið og lagt af mörkum henni til hags og heilla. Ef reglan eignast jafningja hans á komandi tíð, þá er bjart yfir fram- tíðarvegferð hennar. Það er afmælisósk íslenskra Góð- templara Ólafi Jónssyni til handa. Sjálfur þakka ég Olafí af alhug vináttu og tryggð á liðnum áram, óska honum allra heilla og bið þess, að enn megi Góðtemplarareglan fá að nærast á hugsjónum hans og njóta þekkingar hans og hollráða á ókomnun dögum og árum. Ólafur er að heiman í dag. Björn Jónsson ÁRMANN Helgason klarinettu- leikari og David Knowles píanó- leikari koma fram á tónleikum í Selfosskirkju miðvikudaginn 10. júlí kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk eftir Rossini, Schu- mann, Saint-Saens, Alban Berg og"Stravinsky. Einnig leika þeir félagar íslensk þjóðlög í útsetn- ingu Þorkels Sigurbjörnssonar. Ármann Helgason hóf tónlist- arnám í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar þar sem Sigurður I. Snorra- son var aðalkennari hans. Seinna stundaði hann nám í Tónlistarskó- lanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan með einleikara- og blásara- kennarapróf árið 1988. Vora kenn- arar hans þar Sigurður I. Snorra- son og Einar Jóhannesson. Ár- mann fór þá utan til náms í Royal Northem College of Music, Manc- hester, þar sem hann naut leið- sagnar Álan Hackar og lauk þaðan Postgraduate Diploma in Musical Performance and Advaned studies Ármann Helgason, klarinettu- leikari. 1989. Nú stundar hann nám hjá John McCaw í London og leikur auk þess með kammerhljómsveit- inni Salomon Ensemble. Ármann hefur tekið þátt í námskeiðum í Frakklandi, Hollandi og Englandi, m.a. hjá Walter Boeykens og Jack Brymer. David Knowles er fæddur 1958 David Knowles, píanóleikari. í Bath á Englandi. Hann stundaði framhaldsnám í Royal Northem College of Music, Manchester þar sem aðalkennarar hans voru Una Bradbury og John Wilson. Hann fluttist til Islands árið 1982 og hefur síðan komið fram sem undir- leikari með fjölda einsöngvara og hljóðfæraleikara. ▲ ▲ ▲ i ▲ ▲ ▲ ▲ ▲ ▲ 5%'sto.afsl. 4 - 5 manna tjöld JSl'SSl JALDASYNING TJALDVAGNAR og allt í útileguna: Tjöld, svefnpokar, himnar, gönguskór, allur útilegufatnaður, stólar, grill, borð, sólskýli og margt margt fleira. OPIÐ ALLAR HELGAR í SUMAR tfTTTl SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjaslóð 7 • Grandagarði* Örfirisey • Reykjavík • S. 621 780 Vatnsheldir með útöndun u m h e I g i n a

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/124094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: