Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 19
Suður-Afríka: MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991 19 Afríska þjóðarráðið fékk fullt umboð til samninffa Jóhannesarborg. Reuter. Reuter Fimm féllu og 10 særðust þegar ókunnur maður ruddist í gær inn á bjórkrá í bænum Sebokeng og lét skothríðina dynja á gestunum. Eru svona atburðir næstum daglegt brauð í Suður-Afríku og á tæpu ári hafa meira en 2.000 manns i átökum milli svartra manna. FULLTRUAR mannrettmdasam- taka í Suður-Afríku hafa mót- mælt þeirri ákvörðun stjórnvalda að sleppa úr haldi fjórum hvítum mönnum, sem dæmdir höfðu ver- ið fyrir að myrða svertingja. Forysta Afríska þjóðarráðsins hefur fengið umboð til samninga við ríkissijórnina. Brian Currin, lögfræðingur og fulltrúi suður-afrískra mannrétt- indasamtaka, sagði í gær, að ákvörðunin um að sleppa mönnun- um væri ótrúleg. Kvaðst hann ekk- ert hafa á móti því, að dómar væru mildaðir en það gæti hins vegar ekki gengið að sieppa fjórum morð- ingjum á sama tíma og hundruð pólitískra fanga væru enn í haldi. Suður-Afríkustjóm heldur því raunar fram, að allir pólitískir fang- ar hafi verið látnir lausir en Afríska þjóðarráðið vill fá lausa úr fangelsi um 900 manns, þar á meðal suma, sem dæmdir hafa verið fyrir morð. Er það sett sem skilyrði fyrir samn- ingaviðræðum við F.W. de Klerk, forseta Suður-Afríku. Þingi Afríska þjóðarráðsins lauk um helgina og var þar samþykkt í fyrsta sinn að gefa forystunni um- boð til samninga við stjómvöld. Þá var þess krafist á þinginu, að stjórn- völd kæmu í veg fyrir óöldina í hverfum svartra manna en hún hefur kostað meira en 2.000 manns lífíð á tæpu ári. Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins tóst keyptar, hvort sem er til einkanota eða birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aðalstrœti 6, sími 691150 101 Reykjavík Japan: Verðbréfafyrirtækjum refsað Tókýó. Reuter. JAPANSKA fjármálaráðuneytið skipaði í gær fjórum helstu verð- bréfafyrirtækjunum í Japan að hætta mestallri starfsemi í fjóra daga. Með því vildi ráðuneytið refsa þeim fyrir að hafa hyglað sérstaklega útvöldum hópi við- skiptavina en að auki urðu tvö fyrirtækjanna uppvís að tengslum við glæpamannasamtök. Verulegt verðfall varð í kauphöllinni í Tókýó þegar fréttist af þessu að- gerðum. Ryutaro Hashimoto, Qármálaráð- herra Japans, sagði á blaðamanna- fundi í gær, að frá og með morgun- deginum, 10. júlí, yrðu fyrirtækin fjögur, Nomura Securities Co. Ltd., Nikko Securities Co. Ltd., Daiwa Securities C0. Ltd. og Yamaichi Securities Co. Ltd., að hætta mest- allri starfsemi sinni í fjóra daga. Hafði verið búist við einhveijum ■ NEW YORK - Vaclav Havel, forseti Tékkóslóvakíu, sagði í við- tali við tímaritið Newsweek, sem kom út í gær, að Tékkar myndu ekki reyna að hindra Slóvaka ef þeir vildu segja sig úr tékkneska ríkjasambandinu. „Ef hins vegar hið ólíklega gerðist að þeir ákvæðu að stofna sjálfstætt ríki þá yrði aðskilnaðurinn að fara fram eins og stjómarskráin segir til um,“ sagði Havel. ■ TÓKÝÓ - Stjórnvöld í Norður- Kóreu hótuðu á mánudag að hætta við að leyfa skoðun á kjarnorku- verum ef reynt yrði að beita þau þrýstingi á fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims. Þessi hótun Norður- Kóreumanna hefur vakið ótta ráða- manna í Bandarikjunum, Japan og fleiri löndum um að Norður- Kóreumenn séu að framleiða kjarn- orkuvopn. ■ DRESDEN - Sjöþúsund kenn- umm í þýska sambandslýðveldinu Saxlandi verður sagt upp störfum vegna tengsla þeirra við a-þýsku öryggislögregluna fyrrverandi, Stasi, að sögn embættismanna í gær. Talsmenn menntamálaráðu- neytis Saxlands sagði að þeir hefðu fengið stöðurnar eingöngu vegna tengsla sinna við a-þýska kommún- istaflokkinn eða öryggislögregluna Stasi og væru ekki hæfír til að kenna í lýðræðislegu, sameinuðu Þýskalandi. aðgerðum eftir að upp komst, að fyrirtækin höfðu bætt nokkrum við- skiptavinum sínum tap á fjárfesting- um og Nomura og Nikko höfðu þar að auki lánað næststærstu glæpa- mannasamtökum í Japan verulegt fé. Forseti kauphallarinnar í Tókýó tilkynnti einnig í gær, að fyrirtækin fjögur yrðu sektuð fyrir að hafa brugðist því trausti, sem þarf að vera milli verðbréfafyrirtækja og viðskiptavina þeirra, og yfirvöld í nokkrum japönskum borgum og hér- uðum ákváðu að hætta viðskiptum við fyrrnefnd fyrirtæki. Mest seldu fánastangirnar. Síðasta sending sumarsins á lækkuðu verði. Vegna magninnkaupa og hagstæðrar ;engisþróunar getum við boðið sænsku irmenta fánastangirnar á lækkuðu verði meðan birgðir endast. : -'u"- ’ \ jrmenta fánastangirnar eru mestu seldu tangirnar undanfarin ár, það eru bestu meðmælin. /r* ' , 4 ’'*/ i tangirnar eru afgreiddar með öllum festingum og fylgihlutum. | / Ným fánareglurnar fylgja ókeypis öllum ' fánum og fánastöngum. k ■•■ 1 Lengd. án vsk. með vsk. i 6 mtr. \ 7 mtr. 8 mtr. 21.927- 22.972- 25.140- 27.300- 28.600- 31.300- \;f i v>f Æ á Staðgr. verð gf|dir meðan birgðir endast. Verslun athafnamannsins. Grandagarði -2, Rvík. sími 28855, grænt símanúmer 99-6288. Með samningi við GRAM verksmiðjurnar um sérstakt tímabundið verð ó fjórum vinsælum gerðum, getum við nú um sinn boðið STORLÆKKAÐ VERÐ GRAM KF-26S 199 llr. kælir + 63 Itr. frystir B: 55,0 tm D: 60,1 tm H: M6,5 tm (óður kr. 63.300) nú aðeins 55.700 (slgr. 52.910) GRAM KF-250 172 Itr. kælir + 62 Itr. frystir B: 59,5 tm D: 60,1 tm H: 126,5 - 135,0 (stillanleg) (áður kr. 62.740) nú aðeins 55.200 (sttgr. 52.440 GRAM KF-355 274 Itr. kælir + 62 Itr. frystir B: 59,5 tm D: 60,1 tm H: 166,5 - 175,0 (stillanleg) áður kr. 78.620) nú aðeins 69.400 (stgr. 65.930) GRAM KF-344 195 Itr. kælir + 146 Itr. frystir B: 59,5 tm D: 60,1 tm H: 166,5 - 175,0 ( stillanaleg) (áður kr. 86.350) nú aðeins 75.700 (slgr. 71.910) Góðir greiðsluskilmálar: 5% staðgreiðsluafsláttur (sjá að ofan) og 5% að auki séu keypt 2 stór tæki samtímis (magnafsláttur). VISA, EUR0, og SAMK0RT raðgreiðslur til allt að 12 mánaða, án útborgunar. V. JrQ nix HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 J

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/124094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: