Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991 PRIMUSAR OG POTTAR / PR(MU§AR VERÐ FRA 1.600 POTTASETT VERÐ FRA 1.670 MIKIÐ ÚRVAL! Enn meira um veldi stj órnmálaflokkanna -SWAR fRAMÚR SNORRABRAUT 60, SÍMI 12045 eftir Þorvald Gylfason i Samsetning atvinnulífsins í land- inu hefur óhjákvæmilega dregið dám af skipulagi bankakerfisins gegnum tíðina og gerir það enn. Hver ríkisstjómin á eftir annarri hefur að vísu heitið því að stuðla að aukinni fjölbreytni í atvinnulíf- inu. Samt hafa stjórnvöld dregið taum landbúnaðar og sjávarútvegs ljóst og leynt áratugum saman á kostnað annarra atvinnugreina og almennings og beitt bankakerfínu fyrir sig í þessu skyni auk annars. Nafngiftir bankanna segja sína sögu: Iðnaðarbankinn og Verzlun- arbankinn voru stofnaðir á sinni tíð einmitt vegna þess, að fyrirtæki í þessum greinum töldu sig ekki eiga nógu greiðan aðgang að ríkisbönk- unum þrem, sem fyrir voru, en tveir þeirra drógu nöfn sín af forgangsát- vinnuvegunum og bám þau með rentu (Búnaðarbankinn og Útvegs- bankinn). Við þetta bætist, að það er nú fyrst á allra síðustu árum, að fyrir- tæki hafa átt þess kost að afla fyár Sýnishorn úr söluskrá: ★ Stór söluturn í eigin húsnæði. ★ Söluturn. Velta yfir 3 millj. ★ Stór myndbandaleiga á góðum stað. ★ Mikið úrval veitingastaða. ★ Sérverslun með barnaföt. ★ Fataverslun á góðum stað. ★ Stór og þekkt blómabúð. ★ Blóma- og gjafavöruverslun til sölu eða leigu. ★ Nýtískuleg hárgreiðslustofa. Vel staðsett. ★ Sólbaðsstofa. Gott verð. Góð aðstaða. ★ Bókabúð. Ritföng, gjafavörur og umboð. ★ ísbúð. Sú glæsilegasta í borginni. ★ Sportvöruverslun með góðan lager. ★ Hannyrðaverslun. Besti tíminn framundan. ★ Sala og viðgerðir á nýjum og notuðum sjón- vörpum. ★ Ljósritunarstofa með öllum tækjum. ★ Gallerí í'miðborginni. Listrænt starf. ★ Lítil matvöruverslun. Skipti möguleg. ★ Auglýsingaskilti í kjörbúðir. Góð tekjulind. Hafið samband - fultur trúnaður SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. i 21150-2137( \ LÁRUS Þ. VALDIMARSSOW framkvæmdastjóri / KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggilturfasteignasali 1 Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Góð eign f Garðabæ Steinhús ein hæð með tveimur íb. 150 fm og 32 fm einstaklingsíb. m/sérinng. Góður bilsk. (vinnuhúsn. 50 x 2 fm). Nýr sólskáli 40,4 fm. Glæsileg lóð 118 fm. Vel byggð eign og að mestu sem ný. Tilboð óskast í góða íbúð m/bílskúr 3ja herb. suðuríb. 87 fm á 2. hæð á útsýnisstað í Breiðholti. Sólsval- ir. Ágæt sameign. Stór og góður bílsk. 32 fm. Skammt frá „Fjölbraut" í Breiðholti 5 herb. íb. á 3. hæð 103,6 fm í 3ja hæða blokk á útsýnisstað. 4 svefn- herb. Sérþvottaaðst. Sólsvalir. Góð sameign. Fráb. verð. Á 2. hæð i steinhúsi í gamla góða Vesturbænum 2ja herb. íb. Nýl. endurbyggð. Húsnlán kr. 2,6 millj. Laus fljótl. Skammt frá Hótel Sögu Nokkuð endurbætt 3ja herb. íb. á 3. hæð I 4ra hæða blokk. Risherb. m/snyrtingu. Stór og góð geymsla í kj. Laus fljótl. Helst í vesturborginni eða á Nesinu Á söluskrá óskast einbýlishús, raðhús, sérhæðir og góðar íb. 2ja-5 herb. Fjársterkir kaupendur. Margskonar eignaskipti möguleg. Marg- ir bjóða útborgun fyrir rétta eign. • • • Sérhæð óskast við Stóragerði eða nágrenni og 3ja-5 herb. góðar íbúðir miðsvæðis í borginni. ALMENNA FASTEIGNASALÁH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 á verðbréfamarkaði í samkeppni við bankakerfíð, eins og tíðkast í ná- lægum löndum. Fram að því voru bankar og sjóðir eina meiri háttar uppspretta fjármagns til reksturs og uppbyggingar í atvinnulífinu. Þannig hafði ríkisvaldið atvinnuþró- un landsins í hendi sinni í raun og veru. Atvinnulíf þjóðarinnar væri fjölbreyttara en það er nú, hefðu fyrirtæki átt jafnari aðgang að lánsfé og greiðari aðgang að hlut- afé en raun var á. Og lífskjör al- mennings væru betri, því að arðbær fyrirtæki af ýmsu tagi hefðu þá getað náð traustri fótfestu í land- inu, skilað góðum hagnaði og greitt starfsmönnum sínum há laun. Nú er þetta loksins að breytast. Ör vöxtur og viðgangur verðbréfa- viðskipta síðustu ár hefur dregið úr miðstýringarvaldi ríkisins og meðfylgjandi mismunun á peninga- markaðnum. Á verðbréfamarkaðn- um hafa mörg prýðileg atvinnufyr- irtæki, sem komu að luktum dyrum í bönkunum, átt kost á fjármagni til reksturs og framkvæmda. í þessu ljósi ber að skoða tortryggni margra stjómmálamanna gagnvart •verðbréfafyrirtækjum landsins á liðnum árum, en nú hafa báðir ríkis- viðskiptabankarnir þó haslað sér völl á verðbréfamarkaði til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína. II Það er umhugsunarvert í þessu viðfangi, að mikilvægasti atvinnu- vegur heims í krónum talið, ferða- þjónusta, hefur ekki enn náð veru- legum styrk hér á landi, jafnvel þótt náttúmfegurð landsins sé mjög vel til þess fallin að laða erlenda ferðamenn hingað heim. Ein mikil- vægasta ástæðan til þessa er sú, að gengi krónunnar hefur um langt árabil verið skráð með tilliti til hags- muna sjávarútvegsins fyrst og fremst. Við því gengi hafa aðrir atvinnuvegir átt erfítt uppdráttar. Þetta er gömul saga. Við höfum glatað gullnum tækifæmm. Enn bólar þó ekki á því, að þessu verði breytt, enda myndi gengisskráning í fullu samræmi við eðlilegar þarfír þjóðarbúsins í heild skapa óeðlileg- an hagnað í sjávarútvegi við núver- andi aðstæður vegna þess, að út- vegsfyrirtækin fá ennþá ókeypis hráefni úr sjó. Kyrrstaðan í gengis- málum og sjávarútvegsmálum staf- ar meðal annars af því, að iðnaður, verzlun og þjónusta hafa ekki náð þeim styrk á vettvangi stjómmál- anna, sem þarf til að breyta þessu. Þetta er merkilegt í ljósi þess, að yfír 80% þjóðarinnar vinna nú við iðnað, verzlun og þjónustu í víðum skilningi. Dreifður hagur almenn- ings hefur verið borinn fyrir borð. Ójafn atkvæðisréttur eftir búsetu á að sjálfsögðu mikinn þátt í þessu. Stjómmálaflokkarnir bera ábyrgð á þeim ójöfnuði. Og við, fólkið í land- inu, berum ábyrgð á stjómmála- flokkunum - eða hvað? Málið er samt ekki alveg svo einfalt, ef að er gáð. Það er ekki alltaf sann- gjarnt að kenna kjósendum um lé- legt stjórnarfar í lýðræðisríkjum, þótt þeir beri ábyrgð á þeirri ríkis- stjórn, sem situr við völd á hverjum tíma. Það er og á að vera erfitt að breyta stjórnarskrá og öðmm helztu innviðum lýðræðisríkis. En stjómarskráin og innviðirnir mega ekki heldur verða viðskila við yfírvegaðan vilja fólksins og fram- farahug. Þess vegna getur það tek- ið tíma og kostað mikla þolinmæði að koma ýmsum viðurhlutamiklum framfaramálum í höfn, en það hefst á endanum. Lýðræðið tryggir það. Vandinn hér er þó sá, að stjóm- málamenn, sem eru kjömir eftir meingölluðum kosningalögum, hafa breytingar þessara sömu laga í hendi sér. Þessa sjálfheldu verður að qufa með einhveijum hætti. En þetta er ekki allt. Við íslendingar gjöldum þess líka, hversu skammur tími er liðinn, síðan við urðum sjálf- stæð þjóð: lýðveldi okkar er ungt og óþroskað borið saman við langa lýðræðishefð þeirra þjóða í Evrópu og Ameríku, sem við eigum mest samskipti við. ffl Áhrif stjórnvalda og um leið stjómmálaflokka á atvinnulífið birt- ast í ýmsum öðmm myndum. Þess eru mörg dæmi frá liðnum árum, eins og allir vita, að stjómvöld hafi verið kvödd til að þjarga fyrirtækj- um úr ijárhagskröggum með því til dæmis að gangast í ábyrgð fyrir þau eða gefa þeim eftir skuldir. Þessi háttur stjómvalda hefur eflaust dregið úr fyrirhyggju og sjálfsábyrgðartilfínningu í rekstri fyrirtækja og ijárfestingu: fyrir- tækin hafa getað gengið að því vísu í Ijósi reynslunnar, að ríkið kæmi til hjálpar, ef þeim hlekktist á. Sum fyrirtæki hafa átt greiðari aðgang að ríkisvaldinu en önnur. Sum virð- ast beinlínis hafa gert út á þessa greiðvikni. Önnur hafa aldrei átt sér viðreisnar von vegna hlunninda, sem ríkisvaldið skammtaði keppi- nautum þeirra. Þessi mismunun hefur ekki aðeins verið ranglát, heldur hefur hún skekkt undirstöð- ur og innviði atvinnulífsins og dreg- ið úr afkastagetu þess með því móti og skert lífskjör almennings í landinu um leið. Þetta er ekki allt. Stjórnvöld hafa ekki aðeins haft afkomu heilla at- vinnugreina og einstakra fyrirtækja í hendi sér, heldur hafa þau líka mótað starfsumhverfí atvinnulífsins langt umfram það, sem þekkist í nálægum löndum. Samkeppnis- hömlur af ýmsu tagi em til dæmis landlægar hér í ýmsum greinum. Slíkar hömlur birtast næstum alltaf ■ i HAGVIRKI H KLETTUR Til sölu eða leigu er hús Hvaleyrar við höfnina í Hafnarfirði. Við sölu fylgja húsinu hagstæð lán til 10 ára. í húsinu eru m.a. frysti- geymsla, kæligeymslur, stórir vinnslusalir og húsnæði til ýmissa nota. Skrifstofur með sérinng. og útsýni yfir höfnina, gætu leigst sér svo og aðrir hlutar hússins. Upplýsingar gefur Aðalsteinn í síma 53999. Þorvaldur Gylfason „Markaðsbúskapur er ekki takmark í sjálfum sér, heldur tæki til að tryggja velferð almenn- ings og viðunandi þjóð- félagsréttlæti.“ í hærra vöruverði og lakari lífskjör- um almennings en ella. Og þær bitna næstum alltaf á fyrirtækjun- um sjálfum, þegar upp er staðið, því að fyrirtæki sljóvgast án öflugs aðhalds og harðrar og heilbrigðrar samkeppni. Of mikil ríkisafskipti hneigjast iðulega til að slæva skap- andi framtak í rekstri fyrirtækja. Þetta kann að vera hluti skýringar- innar á því, hvers vegna íslenzk fyrirtæki skila yfirleitt mun minni arði en erlend fyrirtæki, eins og dr. Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri hefur bent á, en ýmis- legt annað kemur þó við þessa sögu, til dæmis smæð flestra íslenzkra fyrirtækja á alheimsmælikvarða. Við þessar aðstæður hefur mörg- um stjórnendum fyrirtækja og er- indrekum hagsmunasamtaka lærzt það af reynslunni, að það getur skilað betri árangri að koma ár sinni vel fyrir borð í stjómarráðinu en að eyða tíma, fé og orku í bættan rekstur. Það getur til að mynda borgað sig betur að komast í að- stöðu til að geta fengið stjórnvöld til að hefta innflutning á tilteknum vörum eða veita undanþágu frá opinberum heilbrigðiskröfum en að hagræða í rekstri eða gera hreint. Greiður aðgangur hagsmunasam- taka landbúnaðar og sjávarútvegs að stjórnvöldum Iýsir sér meðal annars í því, að ráðherrar landbún- aðarmála og sjávarútvegsmála hafa oftar en einu sinni valið sér aðstoð- arráðherra úr röðum erindreka hagsmunasamtakanna. Þannig hafa stjómvöld sent fólkinu í land- inu skýr skilaboð þess efnis, að ráðuneytin gæti hagsmuna atvinnu- veganna gagnvart almenningi, en ekki öfugt. Þetta er sannarlega ekki sérís- lenzkt fyrirbrigði, heldur er þetta alþekkt úti í heimi. Til dæmis eru vemleg brögð að þessu í Japan, þar sem fyrirtæki hafa notið verndar ríkisvaldsins gagnvart erlendri samkeppni á kostnað almennings. Japanir hafa þó borið gæfu til þess að skapa skilyrði til frjálsrar og heilbrigðrar samkeppni á milli inn- lendra fyrirtækja á heimamarkaði. Hörð samkeppni inn á við er lykill- inn að þeim árangri, sem Japanir hafa náð í efnahagsmálum á liðnum ámm, þrátt fyrir óhagkvæman haftabúskap út á við. Vandaðar vörur á betra verði Nýborg?# Skútuvogi 4, sími 812470

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/124094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: