Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991
Leiðtogar Júgóslavíu samþykkja friðaráætlun EB:
Mesic forseti segir að borg-
arastyrjöld hafí verið afstýrt
Stjórnarerindrekar telja þó bardaga geta brotist út hvenær sem er milli Serba og Króata
Brioni, Belgrad, París. Reuter.
Utanríkisráðherrar þriggja
EB-ríkja á fundi með leiðtogum
Júgóslavíu á sunnudag. Þeir
eru, talið frá vinstri, Joao Pin-
heiro frá Portúgal, van den
Broek frá Hollandi og Jacques
Poos frá Lúxemborg. Van den
Broek sagði við fréttamenn, að
hann væri hóflega bjartsýnn á
árangur og líkti ástandinu í
Júgóslavíu við eldfjall, sem
gæti sprungið þá og þegar.
LEIÐTOGAR Júgóslavíu og lýðveldanna Slóveniu og Króatíu sam-
þykktu á sunnudagskvöld friðaráætlun fyrir tilstilli Evrópubandalags-
ins (EB) eftir sextán klukkustunda samningaviðræður. Stipe Mesic,
forseti Júgóslaviu, sagði í gær að með samkomulaginu hefði borgara-
styijöld verið afstýrt en vestrænir stjórnarerindrekar voru svartsýnir
á að hægt yrði að koma í veg fyrir átök milli Serba og Króata.
„Friður kemst á frá og með degin-
um í dag,“ sagði Stipe Mesic eftir
viðræður leiðtoganna við utanríkis-
ráðherra þriggja EB-ríkja á eyjunni
Brioni á Adríahafi. í samkomulaginu
felst að leiðtogamir skuldbinda sig
til að koma í veg fyrir frekari átök
milli Slóvena og júgóslavneska hers-
ins og hefja síðan víðtækar samn-
ingaviðræður 1. ágúst um framtíð
Júgóslavíu. Samþykkt var málamiðl-
un varðandi landamæri Slóveniu að
Ítalíu, Austurríki og Ungverjalandi,
sem var helsta ágreiningsmálið.
Landamærastöðvar verða undir
stjórn slóvensku lögreglunnar en
lúta hins vegar júgóslavneskum lög-
um. Stjórnvöld í Slóveníu og Júgó-
slavíu skipta með sér tollum og júgó-
slavneski herinn annast eftirlit með
landamærunum næstu þijá mánuði.
Nefnd 30-50 herforingja og embætt-
ismanna frá EB-ríkjum verður falið
að fylgjast með því að staðið verði
við samkomulagið.
Heimavamarlið Slóveníu og júgó-
slavneski herinn fengu jafnframt
frest til klukkan tíu í gærkvöldi að
íslenskum tíma til að láta fanga
lausa, fjarlægja vegatálma og kalla
allar vopnaðar sveitir til búða sinna
eða heim.
Sjálfstæðisyfirlýsingin ekki
afturkölluð
Slóvenar féllust á að ganga ekki
lengra í átt til sjálfstæðis Slóveníu
næstu þijá mánuði. Milan Kucan,
forseti lýðveldisins, sagði að sjálf-
stæðisyfirlýsing slóvenska þingsins
frá 25. júní hefði ekki verið afturköll-
uð. Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdastjómar Evrópubandalags-
ins, sagði að lýðveldi Júgóslavíu
myndu reyna að semja um ríkjasam-
band, sem bygðist á samvinnu sjálf-
stæðra ríkja líkt og EB-ríkin sjálf
stefndu að í framtíðinni. Ef einstök
lýðveldi höfnuðu slíkri samvinnu
myndu þau kalla efnahagskreppu
yfir sig. „Það er því þeim í hag að
vinna saman,“ bætti hann við.
Hans van den Broek, utanríkis-
ráðherra Hollands, sem tók þátt í
viðræðunum í Brioni ásamt starfs-
bræðrum sínum frá Lúxemborg og
Portúgal, kvaðst hóflega bjartsýnn
á að leiðtogum Júgóslavíu tækist að
jafna öll ágreiningsmál sín og
tryggja frið í landinu til langframa.
„Við teljum að við höfum haldið eld-
fy'alli í skefjum sem allir vonuðu að
myndi ekki springa," sagði hann.
„Það kemur þó í ljós síðar hvort
okkur hefur í raun tekist það.“
Friðaráætlunin verður lögð fyrir
þing Slóveníu og forsætisráð Júgó-
slavíu en van den Broek sagði að
fulltrúar þeirra í viðræðunum hefðu
skuldbundið sig til að tryggja að hún
næði fram að ganga.
Leiðtogar Slóveníu og Króatíu
tóku þátt í fundinum í Brioni ásamt
Ante Markovic, forsætisráðherra
Júgóslavíu, Stipe Mesic forseta og
fulltrúum annarra lýðvelda og
tveggja sjálfstjómarhéraða í forsæt-
isráði landsins. Fulltrúi Serbíu fór
af fundinum eftir nokkrar klukku-
stundir en júgóslavneskir embættis-
menn sögðu að það merkti ekki að
Serbar væm andvígir friðaráætlun-
inni.
Enn hætta á átökum milli
Serba og Króata
Bardagar geisuðu milli Serba og
Króata í austurhluta Króatíu í sjö
klukkustundir á sunnudag. Fimm
manns biðu bana og að minnsta
kosti 24 særðust áður en júgóslavn-
eskum skriðdrekasveitum tókst að
stilla til friðar. Slóbodan Milosevic,
forseti Serbíu, varaði við því á laug-
ardag að borgarastyijöld kynni að
. bijótast út ef júgóslavneski herinn
Þýskaland og Austurríki;
Reuter
vemdaði ekki Serba í Króatíu.
Vestrænir stjórnarerindrekar og
fréttaskýrendur í Júgóslavíu fögn-
uðu friðarsamkomulaginu og sögðu
það gefa leiðtogum júgóslavnesku
lýðveldanna svigrúm til að leysa
ágreiningsmál sín. Þeir töldu þó ólík-
legt að hægt yrði að koma í veg
fyrir átök milli Serba og Króata,
stærstu þjóða landsins, sem gætu
brotist út hvenær sem er. „Samkom-
ulagið er aðeins skammgóður vermir
að mínu mati,“ sagði vestrænn
stjórnarerindreki í Belgrad. „í því
felst engin varanleg lausn, sem
gæti komið í veg fyrir bardaga til
langframa."
Israelar neita að
fara frá Líbanon
Jerúsalem, Metulla, Sídon. Reuter.
ISRAELAR hafa neitað að fara frá svokölluðu öryggissvæði á landa-
mærum ísraels og Líbanons meðan erlendir herir séu í Líbanon.
Ríkisstjórn Líbanons segir að Israelum stafi nú ekki lengur ógn af
skæruliðum í Líbanon, þar sem skæruliðar Frelsissveita Palestínu
(PLO) hafi verið hraktir þaðan og vopn þeirra gerð upptæk, og
hefur hvatt rikisstjórn Bandaríkjanna til að fara fram á það við
Israela að þeir og bandamenn þeirra, Suður-libönsku hersveitirnar
(SLA), fari frá öryggissvæðinu. Talsmenn SLA hafa hins vegar bent
á að megnið af vopnum PLO sé í flóttamannabúðum í Líbanon og
enn hafi ekki nema um 10% þeirra verið gerð upptæk.
Segja ekkert hæft í ásök-
unum um útþenslustefnu
Bonn, Vín. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Þýskalandi og
Austurríki vísuðu í gær á bug
ásökunum um að þau hefðu sent
vopn til Slóveníu og Króatiu og
að stuðningur þeirra við sjálf-
stæðisbaráttu lýðveldanna væri
liður í útþenslustefnu.
Veljko Kadijevic, yfirmaður júgó-
slavneska hersins, sagði á laugardag
að aðstoð Þjóðveija og Austurríkis-
manna við Slóvena og Króata mætti
líkja við stuðning þýskra nasista við
leppstjómir fasista í lýðveldunum í
heimsstyijöldinni síðari. Hann sagði
að Þjóðveijar vildu að úr rústum
Júgóslavíu risu nokkur smáríki, sem
myndu sökum smæðar sinnar og
fátæktar leita til Austurríkismanna
og Þjóðveija eftir viðskiptum, efna-
hagsaðstoð og vemd gegn Serbíu.
Hans-Dietrich Genscher, utanrík-
isráðherra Þýskalands, sagði í gær
að slíkar ásakanir væm algjörlega
tilhæfulausar. „Þjóðveijar hafa ekki
gerst sekir um íhlutun í innanríkis-
mál Júgóslavíu,“ sagði hann. „Við
viljum á hinn bóginn stuðla áfram
að því að virðing sé borin fyrir mann-
réttindum, sjálfsákvörðunarrétti
þjóða og réttindum þjóðarbrota."
Genscher hafði beitt sér fyrir því að
Evrópubandalagið viðurkenndi sjálf-
Reuter
Króatískir lögreglumenn fara frá þorpi í austurhluta Króatíu eftir
að harðir bardagar brutust þar út milli Serba og Króata á sunnudag.
stæði Slóveníu og Króatíu ef her
Júgóslavíu gripi til frekari aðgerða
gegn þeim.
Þýsk stjórnvöld vísuðu því einnig
á bug að hafa sent vopn til Júgóslav-
íu og hið sama gerði austurríska
stjórnin. Franz Vranitzky, kanslari
Austurríkis, sagði ekkert hæft í því
að Austurríkismenn hefðu kynt und-
ir sjálfstæðiskröfum Slóvena og Kró-
ata í von um að geta endurreist
heimsveldið Austurríki-Ungveija-
land. Austurríska stjómin hefði hins
vegar kynnt sér sjónarmið allra að-
ila til að reyna að finna lausn á
deilu júgóslavnesku lýðveldanna.
„Við verðum að standa vörð um
öryggi þegna okkar í Norður-ísra-
el. Meðan hryðjuverkamenn eru á
svæðinu og hryðjuverk framin þar
þá munum við halda okkur við ör-
yggislínuna," sagði Yitzhak Shamir
á fundi með fréttamönnum á sunnu-
dag. Þegar hann var spurður hvort
ísraelar færu frá öryggissvæðinu,
sem þeir komu á sjálfir, þegar búið
væri að afvopna palestínska skæru-
liða sagði hann að of snemmt væri
að huga að slíkum möguleika.
Líbanskar hersveitir náðu í síð-
ustu viku á sitt vald síðustu bæki-
stöðvum PLO í Suður-Líbanon og
gerðu talsvert magn vopna upp-
tækt. Aðgerðir þessar voru liður í
áætlunum ríkisstjómar Libanons
um að tryggja völd sín í öllu land-
inu. í framhaldi af þessu er búist
við að ísraelar verði beittir þrýst-
ingi um að yfirgefa svæðið ásamt
bandamönnum sínum.
Forseti Líbanons, Elias Hrawi,
átti, samkvæmt heimildum innan
Líbanonsstjórnar, fund með sendi-
herra Bandaríkjanna í Líbanon,
Ryan Crocker, á laugardag og fór
þá fram á það við hann að Banda-
ríkjastjóm tryggði brotthvarf ísra-
ela frá Líbanon samkvæmt sam-
þykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna nr. 425. Crocker kom sér
undan að svara þegar hann var
spurður um þessa beiðni Líbana en
sagði að Bandaríkjastjórn styddi
aðgerðir líbanskra stjórnvalda til
að tryggja völd sín í landinu.
ísraelar hertóku 15 km breitt
landsvæði í Líbanon árið 1985 til
að veijast árásum skæruliða frá
Líbanon og lýstu því yfir að þeir
myndu fara frá svæðinu þegar þeim
lyki. Síðan hefur orðið breyting á
stefnu þeirra því utanríkisráðherra
Israels, David Levy, sagði að ísrael-
ar færu ekki frá svæðinu fyrr en
allir erlendir herir, þ.á m. sýrlensk-
ir, væru famir frá Líbanon. „Meðan
erlendir herir eru á líbanskri grund
verða Israelar að gera allt sem
nauðsyn krefur til að tryggja ör-
yggi þegna sinna,“ sagði hann.
Israelar, sem ljórum sinnum hafa
farið í stríð við Sýrlendinga, hafa
miklar áhyggjur af vaxandi ítökum
þeirra í Líbanon og fjölda sýr-
Ienskra hermanna í landinu, en þeir
eru um 40.000 talsins.
Yfirmaður SLA sagði í gær að
líbanski herinn yrði að fara inn í
flóttamannabúðir Palestínumanna
og afvopna skæruliða þar. „Ef lí-
banski herinn fer ekki inn í búðirn-
ar og gerir öll vopn PLO upptæk
þá má segja að árangur aðgerðanna
sé enginn,“ sagði Antoine Lahd á
fundi með fréttamönnum. „Ef ekk-
eit verður gert munu hryðjuverka-
menn, hvort sem er héðan eða ann-
ars staðar í heiminum, geta leitað
skjóls í búðunum. Lehd sagði að
líbanski herinn hefði ekki lokið ætl-
unarverki sínu. „Enn hefur ekki
nema innan við tíundi hluta vopna
PLO verið gerður upptækur. Það
verður að fylgja þessu eftir ef að-
gerðirnar eiga að skila einhveijum
árangri,“ sagði Lahd.