Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991 Danmörk Sterling vill færa út kvíarnar DANSKA flugfélagið Sterling Airways, sem til þessa hefur aðallega stundað leiguflug með farþega til sólarlanda, er nú að ráðgera áætlun- arflug frá Kaupmannahöfn til Oslóar og Stokkhólms. Sterling hefur sótt um leyfi til samgönguráðuneytisins í Kaupmannahöfn til að hefja strax ferðir á þessum flugleiðum, en það leyfi hefur ekki verið veitt. Vísar ráðuneytið til þess að frá og með 1. janúar 1993, eftir aðeins hálft annað ár, verði komið á fullu frjálsræöi í flugi innan markaðs- svæðis Evrópu, svo ástæðulaust sé að veita Sterling undanþágu nú. Talsmenn Sterling eru á öðru máli og benda á að betra sé fyrir félagið að hafa komið sér ve! fyrir á markaðnum áður en erlend flugfé- lög fá að taka upp samkeppni. Sterling hefur verið að tryggja sér aðstöðu bæði í Noregi og í Svíþjóð. Fyrir um tveimur mánuðum keypti félagið hlut í sænska fiugfélaginu Transwede, og fyrir hálfum mánuði keypti Sterling sig einnig inn í norska flugfélagið Norway Airlines. Skotland Skjóttekinn hagnaður orkuveitna BREZKA stjórnin sætti harðri gagnrýni frá fulltrúum stjórnar- andstöðunnar vegna einkavæð- ingar skozku orkuveitnanna ný- lega. Segir Donald Dewar, Skot- landsráðherra í skuggaráðuneyti Verkamannaflokksins, að við sölu hlutabréfa í veitunum hafi yfirvöld gert kaupendum kleift að tryggja sér strax 23% hagnað á kostnað skattgreiðenda. Hlutabréf í Scottish Power og Hydro Electric voru seld á 100 penny við einkavæðinguna, en strax á fyrsta degi hækkuðu þau í kaup- höllum upp í 119-123,5 penny. Gátu því kaupendur hagnazt um allt að 23,5%. Þessi hagnaður er ekkert einsdæmi í einkavæðingu ríkisfyrirtækja, því þegar rafveitur í Englandi og Wales voru einka- væddar gátu nýju eigendurnir selt bréf sín með nærri 70% hagnaði. Á Sterling nú þriðjung hlutabréfa í þvoru þessara félaga. Því er haldið fram að Sterling geti haldið uppi ferðum milli Kaup- mannahafnar og Stokkhólms sem kosti farþegana aðeins um þriðjung þess fargjalds sem nú gildir. „Flugfarseðill fram og til baka milli Stokkhólms og Kaupmanna- hafnar kostar nú 3.520 (danskar) krónur hjá SAS. Við reiknum með að selja samskonar farseðil á um 1.200 krónur," segir Klaus Hoppe, sölustjóri hjá Sterling. Hoppe segir að fargjöld í flugi innan Norðurlanda hafí um margra ára skeið verið í algjöru ósamræmi við fargjöld á~öðrum flugleiðum í Evrópu. Hann bendir á að tveggja vikna orlofsferð til Mallorca á há- annatíma kosti með flugi og gistingu minna en venjulegur flugmiði fram og til baka til Stokkhólms frá Kaup- mannahöfn. Þrátt fyrir þessi kostakjör sem Sterling hyggst bjóða er ekki útlit fyrir að samgönguráðuneytið veiti tilskilið leyfi. Birgit Willumsen skrif- stofustjóri í ráðuneytinu segir að ekki séu í sjónmáli neinar leyfisveit- ingar, enda aðeins rúmt ár þar til flugið verður gefið fijálst. Hún seg- ir að Mærsk hafí einnig sótt um heimild til að halda uppi flugi frá Kaupmannahöfn til Oslóar og Stokk- hólms, en bæði Mærsk og Sterling viti að ráðuneytið sé ekki með nein ný flugleyfí á pijónunum. Torben Andersen blaðafulltrúi Sterling á erfitt með að skilja þessa afstöðu ráðuneytisins og bendir á að Sterling stæði mun betur að vígi ef það fengi að hasla sér völl á þess- um flugleiðum áður en samkeppni við erlend félög hefst eftir hálft ann- að ár. En hann bætir því við að ráðu- neytið hafi ætið litið á það sem sitt hlutverk að vemda SAS. Heimild: Börsen. Upplifðu Bandaríkin og Kanada með SAS! Velkomin til stórkostlegra borga. Besti ferðamátinn er þægilegt flug að hætti SAS. BARNAAFSLATTURINN ER RIFLEGUR A ÞESSUM LEIÐUM EÐA 50%. Haföu samband við söluskrifstofu SAS eða ferða- skrifstofuna þína. ff/ffSAS SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegi 3 Sími 62 22 11

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/124094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: