Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991
Minning:
Sverrir Bernhöft
stórkaupmaður
Sverrir Bernhöft móðurbróðir
minn og náinn vinur lést þann 29.
júní síðastliðinn 82 ára að aldri.
Ýmsar minningar koma nú upp í
hugann við fráfall hans. Okkar
kynni urðu mjög náin undanfarin
fjögur ár eftir að eiginkona hans,
Geirþrúður Hildur, lést. Við töluð-
um saman í síma reglulega og
ræddum um lífið og tilveruna. Einn-
ig bauð hann mér út að borða
nokkrum sinnum. Sverrir tengdist
mjög fjölskyldu minni, því að árið
1939 kaupa foreldrar mínir, móðu-
ramma mín Kristín og Sverrir húsið
að Kjartansgötu 6. Þar var bernsku-
heimili mitt. Bjó Sverrir þar í nokk-
ur ár, þar til hann kvæntist. Þá
seldi hann foreldrum mínum sinn
part. Ég veit, að Sverrir átti mestan
þátt í því að húsið var keypt og er
ég honum þakklátur, því að hér í
Norðurmýrinni hefur verið gott að
búa. Ég minnist Sverris sem mjög
gjafmilds manns. Ég minnist þess
í bernsku, þegar ég vann hjá föður
mínum í heildverslun hans í Lækjar-
götu 4, að Sverrir gaf mét oft pen-
inga þegar ég hitti hann, en hann
rak þá heildverslun sína og verslun
Ingibjargar Johnson í sama húsi.
Verslunina stofnaði á sínum tíma
Ingibjörg Johnson, amma Sverris
og langamma mín. Hún var gift
Þorláki Johnson, sem var að ýmsu
leyti brautryðjandi í verslun á síð-
ustu öld og mörgum kunnur. Sverr-
ir gaf mér ekki aðeins peninga held-
ur gáfu Stella og Sverrir mér fyrsta
hjólið, sem ég eignaðist á ævinni.
Var ég þá aðeins fjögurra eða fimm
ára. Frá bemsku eru mér minni-
stæðar stuttar ferðir sem við fórum
í. Til dæmis ferð tií Þingvalla. Einn-
ig man ég eftir stuttri ferð með
Ingu dóttur hans og vinkonu henn-
ar. Stella og Sverrir áttu sumarbú-
stað rétt fyrir ofan Hafnarfjörð. Fór
ég þangað nokkrum sinnum og man
ég sérstaklega eftir afmælisveislu,
sem var haldin þar. Átti Hildur
dóttir þeirra afmæli. Var það mjög
ánægjulegur dagur, sólkskin og
blíða. Að lokum þakka ég Sverri
allt sem hann gerði fyrir mig og
fjölskyldu mína og kveð hann með
trega í huga.
Agnar Ottar Norðfjörð
í dag er til moldar borinn Sverr-
ir Bemhöft stórkaupmaður. Sverrir
var fæddur 31. maí 1909, sonur
þeirra hjóna Vilhelms Bernhöft
tannlæknis og konu hans Kristínar
Bemhöft.
Vilhelm faðir hans var fæddur í
Reykjavík 5. janúar 1869, sonur
hjónanna Vilhelms Georgs Theó-
dórs Bemhöft bakarameistara og
Jóhanne Louise Bemhöft, fædd
Bertelsen, ættuð frá Helsingjaeyri.
Faðir Vilhelms bakarameistara var
Tönnies Daníel Bemhöft, ættaður
af Holtsetalandi, er fluttist til ís-
lands árið 1834 og hóf þá fyrstur
bakaraiðn á íslandi við göngustíg
þann, sem nefndur var Bakarastíg-
ur, en fékk síðar nafnið Banka-
stræti. Brauðgerðarhús hans bar
nafnið Bemhöftsbakarí og standa
húsin enn sunnan við Stjórnarráðs-
húsið og er lóð þeirra nú nefnd
Bemhöftstorfan.
Móðir Sverris, Kristín, var dóttir
Þorláks Ó. Johnson, eins helsta
frumkvöðuis íslenskrar verslunar-
stéttar, en hann var sonur Ólafs
E. Johnsen prófasts á Stað, sonur
Einars Jónssonar borgara í Reykja-
vík, en bróðir Einars var séra Sig-
urður Jónsson, faðir Jóns Sigurðs-
sonar forseta. Móðir Kristínar var
Ingibjörg Bjamadóttir Bjarnasonar
hins ríka á Esjubergi á Kjalamesi,
en hann keypti árið 1874 húseign-
Nýr
bókaflokkur eftir
Margit
Sandemo ^
höfund ísfólksins
ina að Lækjargötu 4 ásamt eigin-
konu sinni Kristínu Bjarnadóttur,
en í því húsi bjuggu þau síðan ásamt
Þorláki og Ingibjörgu dóttur sinni,
er héldu brúðkaup sitt 17. júní
1876. Er halla tók undan fæti í
verslunarrekstri Þorláks vegna van-
heilsu hans á síðasta áratug liðinn-
ar aldar, stofnsetti Ingibjörg kona
hans verslun í húsi fjölskyldunnar
er bar nafn hennar, Verslun Ingi-
bjargar Johnsen. Fórst Ingibjörgu
umsýsia hennar svo vel úr hendi
að henni tókst að halda heimili
þeirra í sama horfí og áður og koma
öllum bömunum til mennta, en 5
af 6 börnum þeirra náðu fullorðins-
aldri. Ingibjörg andaðist í ágúst-
mánuði 1920 og hafði hún þá lifað
mann sinn í rösklega 3 ár.
í lok þessa tímabils, þar sem
m.a. hafði verið tekist á um yfirráð
verslunar á Islandi og verslunin var
að færast úr hendi dansk-íslenskra
selstöðukaupmanna til íslenskrar
verslunarstéttar, tók Sverrir sín
fyrstu spor í næsta nágrenni. við
afa sinn og ömmu.
Foreldrar hans, þau Vilhelm
Bemhöft og Kristín Þorláksdóttir,
höfðu fest ráð sitt í september árið
1900 og fluttu þá í nýtt hús fyrir
sunnan Dómkirkjuna, þá skráð að
Pósthússtræti 14, en ber nú nafnið
Kirkjuhvoll við Kirkjutorg númer
4. Vilhelm hafði þá lokið embættis-
prófi frá Láeknaskólanum 1894, en
nam síðan tannlækningar í Kaup-
mannahöfn á ámnum 1894-1896,
í ágúst 1896 opnaði hann tannlækn-
astofu í Reykjavík, fyrstur íslenskra
tannlækna. Jafnframt stundaði
hann kennslu í tannlækningum við
Læknaskólann frá árinu 1898 og
síðar við Læknadeild Háskóla ís-
lands.
Þau hjónin eignuðust 5 böm,
synina Guido, f. 16. júlí 1901, Gott-
fred, f. 12. janúar 1905, Sverri, f.
31. maí 1909, ogsystumar Jóhönnu
Ingibjörgu, f. 22. mars 1911, og
Kristínu, f. 11. ágúst 1912. Olust
bömin upp í hjarta verðandi borgar
á þeim tíma sem allir Reykvíkingar
þekktu hver til annars. Var til þess
tekið hve mikil eindrægni ríkti inn-
an fjölskyldunnar og systkinahóps-
ins.
Sverrir stundaði verslunarnám,
enda nærtækt, þar sem verslunar-
skóli hafði fyrst verið settur í hús
afa hans á Lækjargötu 4 árið 1890
og Verslunarmannafélag Reykja-
víkur þar stofnað árið 1891. Að
loknu verslunarskólanámi hóf
Sverrir störf sem fulltrúi hjá Jóni
Hermannssyni lögreglustjóra, sem
jafnframt annaðist tollafgreiðslu.
Féll sá hluti starfsins í verkahring
Sverris. Var það góður skóli verð-
andi verslunarmanni, þótt ýmsum
hafi þótt starfið full ábyrgðármikið
svo ungum manni. Taldi Sverrir það
gæfu sína að hafa hafið starfsferil
sinn hjá Jóni, sem reyndist honum
góður húsbóndi, en samhliða starfi
sínu annaðist hann einnig rekstur
Verslunar Ingibjargar Johnsen fyrir
móður sína og systur hennar Sig-
ríði Þorláksdóttur.
Eftir nokkurra ára farsælt starf
þar réðst hann sem skrifstofustjóri
hjá Shell á íslandi, en í byrjun síð-
ari heimsstyijaldar sagði hann
starfi sínu lausu og stofnaði eigið
fyrirtæki, Sverrir Bemhöft heild-
verslun. Þótti þessi ákvörðun hans,
að hverfa frá jafn tryggu starfi og
hefja eigin verslunarrekstur á jafn
viðsjárverðum tímum, hið mesta
óráð, en hugurinn og áræðið var
mikið og á skömmum tíma varð
hann einn umsvifamesti verslunar-
maður landsins. Auk heildverslun-
arinnar stofnaði hann verksmiðjuna
Dúk ásamt Bjama Bjömssyni og
Stjömubúðimar í Reykjavík. Auk
þess tók hann þátt í stofnun fjölda
annarra fyrirtækja, eins og t.d.
Hvals hf. Innflutningsverslunin átti
þó stærsta hluta hugar hans og
stofnaði hann skrifstofu í New
York, til þess að auðvelda aðdrætti
til landsins, er erfiðleikarnir hvað
vörukaup varðar voru hvað mestir
í kjölfar heimsstyijaldarinnar.
Arið 1943 festi Sverrir ráð sitt
og kvæntist Geirþrúði Hildi Bem-
höft ellimálafulltrúa, en hún var
dóttir Jóns Sívertsen, skólastjóra
Verslunarskóla íslands, og Hildar
Helgadóttur Zoega, kaupmanns.
Geirþrúður Hildur lauk guðfræði-
prófí tveim árum síðar, fyrst ís-
lenskra kvenna. Gegndi hún fjölda
trúnaðarstarfa í félags- og stjóm-
málum og sat m.a. á Alþingi á árun-
um 1973-78 sem varaþingmaður
Reykvíkinga. Eignuðust þau fjögur
böm: Hildi, f. 15. júlí 1944, fulltrúa
í danska sendiráðinu, eiginkonu
undirritaðs, Sverri Vilhelm for-
stjóra, f. 29. október 1945, kvæntur
Minning:
Aslaug E. Arna-
dóttir Proppé
Fædd 8. janúar 1919
Dáin 30. júní 1991
Áslaug Elísabet Árnadóttir
Proppé tengdamóðir mín lést hinn
30. júní sl. og langar mig til þess
að minnast hennar með nokkmm
orðum.
Áslaug var dóttir hjónanna Árna
B.P. Helgasonar læknis á Patreks-
firði og Hrefnu Jóhannesdóttur.
Hún fæddist á Kljáströnd við Eyja-
flörð hinn 8. janúar 1919 og var
hún þriðja barn þeirra hjóna. Onnur
börn Áma og Hrefnu voru Hólm-
fríður Sigríður tannsmiður, María
Ingibjörg, sem lést ung, Helgi
Hannes verkfræðingur og Jóhanna
Margrét, öll búsett í Reykjavík.
Áslaug fór ung til Danmerkur og
lærði tannsmíði hjá Elísabetu Jens-
en í Hilleröd. Átti hún kærar minn-
ingar um vem sína hjá Jensenhjón-
unum. Eftir heimkomu til Patreks-
fjarðar giftist hún unnusta sínum
og eftirlifandi eiginmanni Gunnari
Knúti Proppé verslunarmanni fyrir
réttum fimmtíu ámm og áttu þau
þar sitt fyrsta heimili, en þau fluttu
síðar til Reykjavíkur.
Áslaug og Gunnar eignuðust
fjögur böm. Þau em Karl Hugo
læknir í Boston, kvæntur Elínu Jaf-
etsdóttur, Hrefna María hjúkmnar-
fræðingur, gift Magnúsi Þ. Magn-
ússyni, Sigrún Margrét myndmeð-
ferðarfræðingur, gift Ásgeiri R.
Helgasyni og Hildur félagsráðgjafí
í Bodö, gift Leif Erik Larsen.
Bamabömin em orðin ellefu og
fyrstu tvö bamabamabörnin fædd-
ust_ í vor.
Áslaug var ákaflega trúuð kona
og leitandi í trúmálum á sínum
yngri ámm. Hún tók kaþólska trú
eftir að hafa kynnt sér rækilega
kaþólska trúariðkun og viðhorf.
Hún kenndi líka bömunum sínum
að meta og framfylgja kaþólskum
sið og venjum, og eru þau öll kaþ-
Ástu Denise Bernhöft vefnaðar-
kennara, Ingibjörgu hjúkrunar-
fræðing, f. 6. nóvember 1949, gift
Bjarnþóri Aðalsteinssyni, rann-
sóknarlögreglumanni, og Kristínu
Eddu, f. 18. mars 1957, en hana
misstu þau fimm ára gamla úr erfið-
um sjúkdómi. Bamaböm þeirra eru
átta talsins, barnabarnabörn tvö.
Þeim hjónum kynntist ég fyrst
árið 1963. Sverrir var fríður maður
sýnum, þrekvaxinn, en samsvaraði
sér vel. Setti hvelft ennið og ljóst
liðað hárið þekkilega umgjörð um
góðlegt andlit hans. Á þessum ámm
átti hann einkum viðskipti við Eng-
land og fetaði þar í fótspor afa síns
Þorláks, sem var með ailra fyrstu
íslendingum, sem höfðu bein versl-
unarviðskipti við Bretland án milli-
göngu Dana.
Auðsöfnun eða völd vom aldrei
takmark i lifí Sverris á þeim tæpu
þijátíu ámm, sem leiðir okkar lágu
saman. Var hann með gjafmildustu
og greiðviknustu mönnum, sem ég
hef kynnst. Fóm fáir bónleiðir til
búðar, er viðskipti áttu við hann
og þakkaði hann þeim kaupin
hversu smá sem þau vom. Alltaf
gaf hann sér tima til þess að ræða
við viðskiptavini sína um landsins
gagn og nauðsynjar og oftar en
ekki vom viðskiptavinimir leystir
út með gjöfum. Bamgóður var hann
með afbrigðum, gaf bömunum af
tíma sínum og greiddi litlum sölu-
mönnum og blaðburðarfólki ríflega
fyrir þjónustu sína. Ekkert mátti
hann aumt sjá og lét oftar en ekki
viðskiptaskuldir bitna á sjálfum sér
fremur en að ganga hart að við-
skiptavinum sínum ef um greiðslu-
erfiðleika var að ræða. Aldrei heyrði
ég Sverri fara í manngreinarálit
enda mat hann menn eftir mann-
gildi þeirra.
Sverrir var heimakær og lítið
fyrir mannfagnaði og mannfundi
þau ár, sem ég þekkti til hans.
Leið honum best á fögru heimili
sínu í Garðastræti 44, þar sem enn
andaði frá liðnum tíma. Fyrir rúm-
um fjórum árum missti hann ágæta
eiginkonu sína eftir erfið veikindi
hennar og náði hann sér aldrei að
fullu eftir það áfall. Sótti nú að
honum nokkur deyfð, fámáll varð
hann um eigin hagi en þó átti hann
þá ósk heitasta að fá að búa á heim-
ili sínu til dánardægurs. Varð hon-
um að ósk sinni þar sem hann varð
bráðkvaddur á heimili sínu 30. júní
sl.
Með Sverri Bemhöft er genginn
einhver sá ágætasti maður, sem ég
hef komist í kynni við.
Um leið og ég þakka vináttu og
samfylgd þessa göfuga manns, þá
votta ég börnum hans, eftirlifandi
bróður og systur og öðmm nánum
ættingjum og vinum mína dýpstu
samúð því nú er skarð fyrir skildi.
Þórarinn E. Sveinsson
ólsk. Mér er það ákaflega ljúft að
minnast Áslaugar tengdamóður
minnar allt frá því að fundum okk-
ar bar fyrst saman síðsumars fyrir
tæpum þijátíu ámm. Ég minnist
brosins hennar blíða, þegar hún
bauð mig velkomna á heimili þeirra
Gunnars á Gunnarsbraut, tignar-
innar og hlýjunnar, sem geisluðu
af þessari fögm konu. Umhyggja
Áslaugar fyrir börnunum sínum og
mökum þeirra og afkomendum var
takmarkalaus. Ég minnist sending-
anna fyrir jól á fátæklegt náms-
mannaheimili okkar Hrefnu vestan
hafs og austan og gleði barnanna
og okkar. Á þeim ámm voru einu
skautmunir í okkar eigu gjafirnar
frá Áslaugu og Gunnari. En tíminn
leið og aðstæður breyttust og síð-
ustu ár hefur aðeins bæjarleið ski-
lið okkur að og við og börnin okkar
fengið að njóta ríkulega nærveru
hennar og kærleika.
Áslaug átti við vanheilsu að
stríða hin síðari ár og fyrir u.þ.b.
þremur árum greindist hún með
þann sjúkdóm, sem nú hefur orðið
henni að aldurtila. Síðustu mánuð-
ina naut hún hjúkrunar og um-
hyggju á Landakotsspítala og þótti
henni vænt um nálægð kirkjunnar.
En hún gaf aldrei upp vonina um
bata og að geta farið heim til ást-
vina sinna. Á gullbrúðkaupsdegi
þeirra Gunnars fyrir réttum mánuði
var hún flutt heim á Álfhólsveg til