Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991
ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar
1. júlí 1991 Mánaðargreiðslur
Elli / örorkulífeyrir (grunnlffeyrir) .................. 12.123
'A hjónalífeyrir ...................................... 10.911
Full tekjutrygging ..................................... 26.320
Heimilisuppbót .......................................... 8.947
SérstöL heimilisuppbót .................................. 6.154
Barnalífeyrir v/1 barns ................................. 7.425
Meðlag v/1 barns ........................................ 7.425
Mæðralaun/feðralaun v/ 1 barns ...........................4.653
Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna ....................... 12.191
Mæðralaun/feðralaun v/3ja barna eðafleiri .............. 21.623
Ekkjubætur/ekkilsbæturömánaða .......................... 15.190
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ....................... 11.389
Fullurekkjulífeyrir .................................... 12.123
Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) ............................ 15.190
Fæðingarstyrkur ....................................... 24.671
Vasapeningarvistmanna ...................................10.000
Vasapeningar v/sjúkratrygginga ........................ 10.000
Daggreiðslur
Fullirfæðingardagpeningar ............................ 1.034,00
Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 517,40
Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 140,40
Slysadagpeningareinstaklings ........................... 654,60
Slysadagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ................ 140,40
18% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í júlí, er inni í upphæð-
um tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbót-
ar.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
8. júlí.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 86,50 80,50 84,26 21,369 1.800.482
Þorskur (st J 98,00 96,00 96,47 2,236 215.746
Ýsa 129,00 89,00 101,51 22,681 2.302.272
Skötuselur 70,00 70,00 70,00 0,014 980
Smáýsa 30,00 30,00 30,00 0,059 1.770
Smáufsi _ 52,00 52,00 52,00 1,754 91.182
Smáþorskur 69,00 45,00 56,27 0,384 21.578
Keila 29,00 29,00 29,00 0,334 9.686
Ufsi 57,00 56,00 56,10 17,136 961.376
Skötubörð 160,00 160,00 160,00 0,007 1.120
Skata 80,00 80,00 80,00 0,033 2.640
Lýsa 20,00 20,00 20,00 0,023 450
Lúða 350,00 200,00 264,90 0,193 51.125
Koli 78,00 70,00 77,16 1,307 100.850
Steinbítur 50,00 50,00 50,00 0.972 48.575
Langa 50,00 50,00 50,00 0,442 22.100
Karfi 28,00 26,00 27,88 11,704 326.360
Samtals 73,88 80,646 5.958.292
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur (sl.) 87,00 50,00 80,32 54,830 4.403.731
Ýsa (sl.) 130,00 53,00 78,25 15,364 1.202.205
Blandað 10,00 10,00 10,00 0,125 1.250
Karfi 28,00 21,00 26,38 83,373 2.194.252
Keila 20,00 20,00 20,00 0,137 2.740
Langa 20,00 5,00 6,69 1,259 8.425
Lúða 355,00 120,00 309,47 0,720 222.815
Lýsa 6,00 6,00 6,00 0,029 174
Ofugkjafta 24,00 24,00 24,00 0,019 456
Rauðmagi 19,00 19,00 6,00 0,006 114
Saltfiskur 120,00 90,00 100,00 0,150 15.000
Skata 90,00 90,00 90,00 0,069 6.210
Skarkoli 57,00 31,00 42,35 2,637 111.675
Skötuselur 155,00 155,00 155,00 0,058 8.990
Sólkoli 43,00 43,00 43,00 0,120 5.160
Steinbítur 50,00 20,00 21,33 1,560 33.270
Tindabykkja 8,00 8,00 8,00 0,023 184
Ufsi 57,00 35,00 55,81 42,558 2.375.356
Undirmál 70,00 41,00 43,34 4,377 189.694
Samtals —' 51,98 207,414 10.781.702
FISKMARKAÐUR SUÐURIMESJA hf.
Þorskur 99,00 25,00 88,78 39,635 3.518.943
Ýsa 99,00 67,00 91,77 14,878 1.365.365
Undirmál 30,00 30,00 30,00 0,349 10.470
Steinbítur 35,00 33,00 34,79 1,023 35.591
Blálanga 20,00 20,00 20,00 0,048 960
Skötuselur 425,00 155,00 191,54 0,485 92.9454
Langa 54,00 20,00 52,89 1,459 77.161
Skata 87,00 83,00 84,90 0,099 8.405
Karfi 36,00 26,00 28,82 72,961 2.102.381
Ufsi 60,00 5,00 57,48 22,019 1.265.577
Hlýri/Steinbítur 44,00 44,00 . 44,00 0,051 2.244
Sólkoli 59,00 49,00 56,66 0,124 7.026
Skarkoli 70,00 67,00 69,07 0,719 49.658
Lúða 395,00 100,00 335,90 0,312 104.968
Blá & langa 20,00 20,00 20,00 0,086 1.720
Samtals 56,04 154,248 8.643.414
Selt var úr Hauki GK, Stafnesi, dagróðrabátum og humarbátum.
FISKMARKAÐURIIMN I ÞORLÁKSHÖFN.
Þorskur (sl.) 52,00 77,00 60,89 6,894 509.656
Ýsa (sl.) 74,00 74,00 74,00 1,020 75.480
Karfi 31,00 30,00 30,65 9,966 305.263
Keila 20,00 20,00 20,00 0,024 480
Langa 80,00 80,00 ' 80,00 1,107 88.560
Lúða 160,00 160,00 160,00 0,029 4.640
Skötuselur 157,00 157,00 157,00 0,634 165.000
Steinbítur 40,00 40,00 40,00 0,198 7.920
Ufsi 56,00 54,00 55,23 10,945 504.484
Samtals 58,60 30,000 1.759.498
UR DAGBOK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
5. til 8. júlí
Þrátt fyrir talsvert annríki má
segja að helgin hafí verið tiltölulega
átakalítil. Vegna góða veðursins
leitaði fjöldi manns út fyrir borgar-
mörkin, en þeir sem eftir urðu
nutu þess á heimaslóðum. Mikil
umferð var á þjóðvegunum í ná-
grenni borgarinnar síðdegis á
föstudag og síðdegis á sunnudag,
en hún var að mestu óhappalaus.
Um kl. 19.20 á sunnudagskvöld
var tilkynnt um bílveltu á Vestur-
landsvegi við Brynjudalsá. Öku-
maður og farþegi voru fluttir á
sjúkrahúsið á Akranesi. Meiðsli eru
talin hafa verið minniháttar. í borg-
inni var tilkynnt um 20 árekstra
og fimm umferðarslys um helgina.
Um miðjan dag á föstudag varð
gangandi vegfarandi fyrir bifreið á
Sæbraut gegnt DAS. Skömmu
síðar meiddist ökumaður í árekstri
tveggja bifreiða á Hringbraut við
Birkimel. Á laugardagskvöld
meiddist ökumaður þegar óskráðri
bifreið var ekið á vegg húss við
Skútuvog og síðdegis á sunnudag
meiddust tveir ökumenn í árekstri
þriggja bifreia á gatnamótum
Hringbrautar og Njarðargötu. í
öllum framangreindum tilvikum
var um minniháttar meiðsli að
ræða.
68 ökumenn voru kærðir fyrir
of hraðan akstur. Þar af voru tveir
sviptir ökuréttindum til bráða-
birgða. Alls voru 160 ökumenn
kærðir fyrir ýmis umferðarlagabrot
um helgina, auk þeirra 18 sem
stöðvaðir voru grunaðir um að hafa
ekið undir áhrifum áfengis. í einu
tilvikinu voru fjögur böm í bifreið-
inni ásamt ökumanni og í öðru til-
viki reyndi ökumaður, kvenmaður,
að komast undan lögi-eglunni, en
var stöðvaður skömmu síðar.
Um 40 gistu fangageymslur lög-
reglunnar, en helmingur þeirra er
„fastir“ dvalargestir, þ.e. menn
sem ekki eiga annars staðar höfði
sinu að halla.
Næturvaktin aðfaranótt laugar-
dags var afar tíðindalítil hjá lög-
reglumönnum. Nokkur mannfjöldi
var í miðborginni, en lögreglan
þurfti ekki að hafa teljandi af-
skipti af honum. Þó var þrisvar til-
kynnt um slasað fólk eftir átök. í
öllum tilvikum þurfti að flytja við-
komandi á slysadeild. Þegar minna
er um útköll hefur lögreglan meiri
tíma til þess að sinna eftirliti, enda
kemur það glögglega fram í fram-
angreindum ijölda umferðarlaga-
brota og tiltöluiega fáum innbrot-
um og öðrum slíkum tilvikum.
Skömmu eftir miðnætti á föstu-
dag veittust þrjú ungmenni að
hjónum sem voru á göngu að heim-
ili sínu í Grafarvogi og heimtuðu
að þau útveguðu þeim áfengi. Ung-
mennin veittu hjónunum eftirför
að heimili þeirra og grýttu húsið
þegar þau vildi ekki verða við kröf-
unum. Skemmdir urðu m.a. á dyra-
umbúnaði hússins.
Á föstudag var glussa dælt í
sjóinn af skipi sem lá við Holta-
bakka. Talsverð mengun varð af
tiltækinu, en talið er að um mistök
starfsmanns hafi verið að ræða.
Sem dæmi um rólegheitin á einni
vaktinni og takmarkalausa aðstoð-
arlund lögreglumanna gáfu þeir sér
tíma til þess að skipta um ljósa-
peru fyrir aldraða konu, sem setið
hafði með vasaljós um stund við
að blanda sér að nýju í vínglas sitt,
en árangurslaust. Gamla konan var
lögreglumönnunum ákaflega þakk-
lát, svo þakklát að lögreglumenn-
irnir áttu í erfíðleikum með að fá
sig til þess að yfirgefa staðinn að
aðstoð lokinni.
Svo virðist sem sumir ökumenn
þekki ekki yfírborðsmerkingar
gatna. Aðrir vita að ör, sem vísar
beint áfram, táknar að aka eigi
beint áfram, en ör, sem vísar til
vinstri, táknar að aka eigi þar til
vinstri. Þetta virðist flestum ein-
falt, en öðrum ótrúlega flókið.
Helgi Jóhannsson, formaður Félags ferðaskrifstofa:
Gagnrýni Verðlagsráðs
á auglýsingar óréttmæt
HELGI Jóhannsson, formaður Félags ferðaskrifstofa og framkvæmda-
stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, segir að gagnrýni Verðlagsráðs á
auglýsingar ferðaskrifstofanna sé óréttmæt og vísar henni á bug.
Gagnrýnin eigi aðeins við einn ferðaþjónustuaðila, ferðaskrifstofuna
Flugferðir/Sólarflug, hvað varði það gengi sem miðað er við í auglýs-
ingum hennar. Aðrar ferðaskrifstofur miði við gengi frá því í sumar
í auglýsingum sínum. „Ég skil ekki af hveiju Verðlagsstjóri er að taka
okkur fyrir núna og beina þessu til ferðskrifstofanna, þegar hann er
búinn að leyfa flugfélögunum að auglýsa verð án flugvaaallarsktts í
öll þessi ár.“
Hann sagði að gagnrýni Verðlags-
ráðs ætti við rök að styðjast hvað
varðaði auglýsingar um verð á ferð-
um miðað við gengi frá því í vetur.
í júlímánuði væri ekki rétt að miða
við gengi frá þvf í febrúar. Hins veg-
ar væri merkilegt að Verðlagsráð
væri einnig að gagnrýna að flugvall-
arskattur og annað væri ekki inn í
auglýstum verðum, því það hefði við-
gengist hér í 15 ár og öll fargjöld í
verðskrám Flugleiða væru án flug-
vallaskatts. Ef þetta væri svona al-
variegj: mál, því í ósköpunum hefði
ekki verið gerð athugasemd við þessa
verðlagningu Flugleiða fyrir löngu.
Helgi sagði að það væri mjög erf-
itt að hafa flugvallaskattinn inn í
verðum vegna þess að hann væri
mismunandi eftir því hvort um börn
eða fullorðna væri að ræða. Sama
gilti um forfalltryggingu, hún væri
mismunandi eftir greiðslumáta og
því erfitt að hafa hana innifalda í
verðum. „Ástæðan fyrir því að við
höfum ekki haft flugvallarskatt og
þessi gjöld inn í verðunum er að það
hefur aldrei verið gert og þau eru
breytileg eftir ferðum. í sumum ferð-
um er engin forfallatrygging, í öðrum
tilfellum er hún lægri ef greitt er
með ákveðnum greiðslukortum,"
sagði Helgi.
Hins vegar hvað gengi varðaði
sagði hann þá miðuðu ferðakrifstof-
urnar ekki við gengi frá í vetur nema
Flugferðir/Sólarflug. Það væri óeðli-
legt að miða í auglýsingum nú við
meðalgengi 1. febrúaar. Hjá Sam-
vinnuferðum væri verð ferða reiknað
Ferðaskrifstofan Flugferð-
ir/Sólai-flug auglýsir ferðir til
Kaupmannahafnar og London
miðað við gengi 1. febrúar. Verðið
til Kaupmannahafnar er á bilinu
15.800 til 18.900 krónur og verðið
til London á bilinu 14.700 til
18.900 krónur eftir því hvenær
sumars flogið er. Guðni Þórðar-
son, forstjóri, segir að verðið mið-
upp mánaðarlega miðað við gengis-
breytingar, nema breytingin væri
meiri en 5%, þá væri breytingin gerð
strax.
Helgi sagði að hann skildi vel þá
óánægju sem komið hefði fram hjá
fólki með þessar verðbreytingar á
flugi til Kaupmannahafnar og Lon-
don frá því sem auglýst væri. For-
ráðamenn stéttarfélagannaa væru
mjög óánægðir með þessa þróun, því
þegar stéttarfélögin hefðu verið að
selja sínar ferðir í apríl hefði uppgef-
ið verið til Kaupmannahafnar verið
19.800 krónur. Það verð hefði staðið
óbreytt, en stéttarfélögin hefðu skil-
að inn ónotuðum sætum vegna þessa
ódýrara fargjalds, sem nú kæmi í
ljós að væri dýrara og það skapaði
auðvitað óánægju.
að við gengi nú, ef maður væri
að fljúga út í vikunni, væri 18.759
krónur til London og 19.314 krón-
ur til Kaupmannahafnar fyrir ut-
an forfallatryggingu og flugvalla-
skatt. Forfallatrygging er 1.100
krónur og flugvallarskattur að
meðtöldu innritunargjaldi á
Keflavíkurflugvelli, sem lagt er á
leiguflug, 2.000 krónur.
F erðaskrif stofan Flugferðir/Sólarflug:
Dollar hefur hækkað um
16% en ferðir um 11%
Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 26. apríl - 5. júlí, dollarar hvert tonn
Guðni sagði að þessi hækkun far-
gjaldanna stafaði af mikilli hækkun
Bandaríkjadollars en hann hefði
hækkað úr 54 krónurn í vetur í rúm-
ar 63 krónur eða um rúm 16%. Flug-
félögin miðuðu fargjöld sin við doll-
ar. Verð á ferðum til London og
Kaupmannahafnar hefði hins vegar
verið hækkað um 11% og ferðaskrif-
stofan þannig gengið á tekjur sínar
til að halda hækkunum í lágmarki.
Guðni sagði að lægstu auglýstu
gjöldin giltu fyrir ferðir í maí og
september. Þannig er fargjald til
London í september sem var 14.700
krónur nú 16.317 krónur ef það
væri greitt í dag.