Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991
13
mö.
r"y/tlljSfjpfilipj!.' r
■
þurfí að breyta hugsunarhætti
fólksins og það verði að gera það
með hörku. „Það verður bara að
leyfa þessum fyrirtækjum að fara
á hausinn," segir Kristján, „það
er ekkert annað sem hægt er að
gera. Það er ekki hægt að réttlæta
það að vera með illa rekin fyrir-
tæki á framfæri hins opinbera ár
eftir ár. Ula rekin fyrirtæki í sjáv-
arútvegi, sem stöðugt fá aðstoð í
gegnum sjóðakerfið eyðileggja vel
rekin fyrirtæki, því þau fyrirtæki
standast ekki stöðuga styrkja- og
sjóðasamkeppni. Það koma alltaf
einhveijir nýir inn í útgerð og fisk-
vinnslu og við því er ekkert að
segja, en þeir verða bara að standa
sig og lögmál markaðarins að
gilda,“ segir Kristján.
Togstreita um aflann
Ólafur Kristjánsson sem var yf-
irverkstjóri Hraðfrystihúss Ól-
afsvíkur og annar aðaleigandinn
telur að útilokað sé annað en H.Ó.
verði gangsett á ný. Hann og fleiri
Ólafsvíkingar telja að Hraðfrysti-
hús Hellissands sé ekki í stakk
búið að taka við allri þeirri starf-
semi sem farið hefur fram í H.Ó.
Benda þeir sérstaklega á beina-
mjölsverksmiðjuna og ísframleiðsl-
una.auk þess sem frystiklefamir
í H.Ó. yrðu að nýtast áfram, þótt
vinnslan færi ekki af stað aftur.
Þá benda þeir á að Hraðfrystihús
Hellissands hafí ekki karfavél og
því sé enginn karfí unninn þar eins
og í H.Ó.
Talsmenn þess að gjaldþrót H.Ó.
verði notað til þess að auka hag-
ræðingu í öðrum fýrirtækjum og
auka vinnslumagn og afköst ann-
arra vinnslustöðva segja á hinn
bóginn að ekkert sé því til fýrir-
stöðu að flytja karfavélina til Hell-
issands, beinamjölsverksmiðjan.
verði áfram rekin sem sjálfstæð
rekstrareining, ísframleiðsluna
megi bjóða út og einnig beitingar-
aðstöðu þá sem H.Ó. hefur leigt
smærri útgerðaraðilum í Ólafsvík.
Telja þeir staðhæfíngar Ólafsvík-
inga í þá veru að voðinn sé vís,
ef H.Ó. opni ekki á nýjan leik orð-
um auknar.
Sameining á hilluna
En það er víðar á Nesinu en
vestast á því sem sameining fyrir-
tækja og aukin samvinna hefur
verið til umræðu. í Grundarfírði
má segja að séu þijú burðarfyrir-
tæki í útgerð og fiskvinnslu í dag.
Það er Fiskverkun Soffaníasar
Cecilssonar, Sæfang hf. í eigu
Guðmundar Runólfssonar og
Hraðfrystihús Grundarfjarðar,
sem er Sambandsfrystihús sem
Sambandið hefur í gegnum tíðina
haldið gangandi, oft á brauðfótum,
með miklum tilkostnaði.
Hraðfrystihúsið á Grundarfírði
hefur fjórum sinnum orðið gjald-
þrota. Nú síðast fékk frystihúsið
mikla fýrirgreiðslu úr Hlutafjár-
sjóði og Atvinnutryggingasjóði í
stjómartíð Steingríms Hermanns-
sonar, auk þess sem fýrirtækið
fékk skuldbreytingar til þess að
lækka greiðslubyrðina. Atli Viðar
Jónsson framkvæmdastjóri Hrað-
frystihúss Grundarfjarðar telur að
sú endurskipulagning og bætt fjár-
hagsstaða fyrirtækisins sem náðist
við þetta hafí komið fyrirtækinu á
réttan kjöl - „vonandi til frambúð-
ar,“ sagði Atli Viðar.
Ætti allt heila klabbið
Fyrirtæki Soffaníasar hefur
jafnan staðið mjög vel og gerir
enn. Hann sagði mér, þegar ég
hitti hann á Grundárfírði, að hann
hefði aldrei komið inn í sameining-
arviðræður fyrirtækja á Grundar-
fírði af neinni alvöm. Guðmundur
Malmquist, forstjóri Byggðastofn-
unar, hefði þó komið að máli við
sig í fyrra, áður en viðræður um
sameiningu Sæfangs og Hrað-
frystihúss Grundarfjarðar hófust
fyrir alvöru og spurt hvort hann
hefði áhuga á slíku. „Ég sagði
honum að það væri ekkert því til
fyrirstöðu. En staðreyndin er sú
að Árni Benediktsson getur fyrir
hönd Sambandsins aldrei hugsað
sér að ég komi nálægt neinu héma,
þannig að af þeim sökum er Hrað-
frystihúsið ekki til viðræðu um
slíkt.“
Soffanías segir að ef fyrirtækin
þijú í Gmndarfírði legðu saman,
þá yrði útkoman sú að hann ætti
öll fyrirtækin. „Ég er með skuld-
laust fyrirtæki, sem er álíka verð-
mikið eða heldur verðmeira en
hvort hinna um sig. Ef ég legði
mitt fyrirtæki inn í slíka samein-
ingu og skuldir yrðu annars vegar
og eignir hins vegar, þá ætti ég
einfaldlega allt heila klabbið,“ seg-
ir Soffanías, og bætir því við að
þess vegna sé kannski ekki að
furða að áhugi Guðmundar Run-
ólfssonar og sona hans sjö á slíkri
^meiningu sé jafntakmarkaður og
áhugi Sambandsfrystihússins. Því
við slíka sameiningu yrðu völd og
áhrif Soffaníasar ótvíræð en hinna
lítil sem engin.
Soffanías segist hafa haft þær
hugmyndir um sameiningu þessara
þriggja fyrirtælq'a að ein tegund
yrði unnin í hverri vinnslustöð.
Yfír þessu yrðu þrír verkstjórar, í
staðinn fyrir niu nú, einn í hveiju
húsi og yfír öllu fyrirtækinu væri
einn framkvæmdastjóri. Bílstjórar
væm tveir í staðinn fyrir sex. Soff-
anías segir að Guðmundur
Malmquist hafi á sínum tíma sagt
við sig að bara í þessum hagræð-
ingarhugmyndum fælist 15 til 20
milljóna króna spamaður á árs-
grundvelli og slíkar hugmyndir
væru svo miklu fleiri.
„Þetta er mikil hagræðing í orði,
en ekki á borði. Hér er ekkert
gert vegna þess að hinir vilja ekki
ganga til samstarfs við mig, sem
þeir kalla gjarnan bæði afturhald
og auðvald," segir Soffanías.
Vildu eignast 60%
Tveir synir Guðmundar Runólfs-
sonar í Gmndarfírði, þeir Smári
og Svanur, hafa helst verið í for-
svari fyrir fyrirtækjum Guðmund-
ar, Sæfangi hf. og Guðmundi Run-
ólfssyni hf. sem munu sameinast
í eitt fyrirtæki með haustinu. Þeir
segja að sameiningarviðræðurnar
við Hraðfrystihús Gmndarfjarðar
í fyrra hafí strandað á því að þau
markmið sem þeir hafí sett sér um
60% eignaraðild sameinaðs fyrir-
tækis hafi ekki náðst. Samkvæmt
mati Byggðastofnunar era fyrir-
tækin talin jafnverðmæt.
Smári og Svanur hjá Sæfangi
og Atli Viðar hjá Hraðfrystihúsi
Grundaríjarðar segja að þótt ekki
hafí orðið af sameiningu sé um
umtalsverða samvinnu í hagræð-
ingarskyni að ræða milli fyrirtækj-
anna. Atli Viðar segir að við sam-
einingu fyrirtækjanna væri hægt
að losa nýtt fyrirtæki við allmiklar
eignir. Hann kveðst líta þannig á
að þótt sameiningarhugmyndir í
fyrra hafi verið lagðar á hilluna,
þá þurfí það ekki að gilda um alla
framtíð.
Raunar stæði Guðmundur Run-
ólfsson allt öðm vísi og mun betur
að vígi, ef hann hefði ekki farið út
í laxeldi. Sælax, laxeldisfyrirtæki
Guðmundar, varð gjaldþrota og
tapaði fyrirtækið um 100 milljón-
um króna á því ævintýri, sem varð
að martröð áður en yfir lauk. Þetta
staðfesta þeir Smári og Svanur
sem var í forsvari fyrir Sælax.
„Samningsstaða okkar í samein-
ingarviðræðunum hefði auðvitað
verið allt önnur, ef ekki hefði farið
eins og fór með laxeldið,“ segir
Smári.
Ekki er einvörðungu við heima-
menn að sakast, þegar sameining-
artilraunir hafa farið út um þúfur.
Stórir hagsmunaaðilar sem em í
viðskiptum við sjávarútvegsfyrir-
tækin koma þar einnig við sögu.
Þannig verður málið mun flóknara
þegar frystihús sem hyggja á sam-
einingu skipta við mismunandi
olíufélög, mismunandi sölusamtök
(S.H. og S.I.S.), mismunandi
skipafélög og mismunandi trygg-
ingafélög. Þá hefst togstreita
hinna stóru um viðskiptin, þar sem
enginn vill missa spón úr aski
sínum.
Sorglegt en satt - smákóngar
sjávarútvegsplássanna og hags-
munaaðilar á höfuðborgarsvæðinu
virðast koma í veg fyrir að ráðist
sé í sameiningu fyrirtækja, þó að
hagræðing og sparnaður sé aug-
ljós. Það er ótrúlegt að ný, stærri,
sérhæfðari rekstrareining, með
færri stjórnendum, minni yfírbygg-
ingu og aukinni afkastagetu geti
ekki orðið að vemleika. Vemleika
sem myndi færa öllum starfsmönn-
um og eigendum það sem allir em
alltaf að sækjast eftir - bætt
lífskjör.
HEIL EÐA HÁLF
HÆSTi VmiNCUIt
HAPPAÞRENNA HÁSKÓLANS
ARGUS/SiA