Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991
Ekki veit ég hvaðan hún er
komin, en ferðamanna-
straumurinn á eftir að auk-
ast...
HOGNI HREKKVISI
MANNÚÐ?
Ráðherrann úr ríki sínu og mekt
ræðst á garðinn lágan smælingjanna.
Skyldi hann finna fyrir sinni sekt
í silkidress á leðurstól og lúxusbíl
- á kostnað kjósendanna?
Ég veit ekki betur en það hafi
verið Alþýðuflokkurinn sem mótaði
tryggingakerfið á sínum tíma, og
er miður ef hæstvirtur heilbrigðis-
málaráðherra gerist flokksleri.
Reyndar segir hann í Alþýðublaðinu
3. þ.m.: Ekki níðast á þeim sem
halloka standa. En hveiju á maður
að trúa? Og tek ég hér fáein dæmi:
Calcium-Sandoz: 100 töflur
kosta á núverði kr. 4.287,-. Töflur
þessar eru til varnar úrkölkun sem
oft þjáir aldraða, einkum konur.
Öldruðu fólki er hætt við beinbroti
og ætti hæstvirtum ráðherra að
vera ljóst að ellilífeyrisþegum með
lágar tekjur er um megn að standa
straum af svo háum lyfjakostnaði,
og yrði auðvitað ódýrar til lengdar
að selja töflurnar á vægu verði en
kosta til sjúkrahúslegu.
Svo er og um Asetýlsalisýlsýru
sem verndar bæði sjón og krans-
æðar, en verðið er nú kr. 599,- fyr-
ir 100 töflur, svo að ég tali nú ekki
um Laktúlósum sem er ómissandi
öldruðu fólki með hægðatregðu, en
500 ml kosta nú kr. 1.145,-.
Ekkert þessara lyfja fæst niður-
greitt (skv. bæklingnum) og fleira
er unnt að tína til, svo sem svefn-
lyf, en þau eru mörgum öldruðum
og sjúkun nauðsyn. Hæstvirtur ráð-
herrann þarf ekki að kvíða ellinni
með sín háu eftirlaun. Og hafi hann
áhyggjur af kómandi kynslóðum
væri kannski unnt að auka kostn-
aðarmeðvitund ráðherranna
sjálfra og annarra pótintáta með
því að fækka rándýrum utanlands-
ferðum með fylgdarliði, skattfijáls-
um lúxusbílum og óþörfum veislu-
höldum á kostnað hins stritandi
lýðs. Eða þá að taka kúfinn ofan
af bákninu. Við íslendingar erum
ekki nema rúmar 250 þúsund sálir
en hegðum okkur eins og milljóna-
þjóð.
Kommúnisminn er liðinn undir
lok, en við hefur tekið eins konar
„ameríkanismi" sem færist í vöxt
hér á landi sem annars staðar í
hinum svokallaða fijálsa heimi,
ásamt fylgjandi spillingu og gróða-
fíkn. Hér á landi telst víst enginn
maðúr með mönnum nema hann
geti borist á og slegið um sig með
peningum. Hér á landi er eins og
við stöndum á þröskuldi milli gam-
aldags kommúnisma og frumskógar
hins fijálsa heims, að því komin að
stíga yfir hann. En mér er spurn -
verður sá heimur ekki aðeins fijáls
fyrir þá sem geta olnbogað sig upp
á við? Og mér flýgur í hug óbelisk-
inn í Vígelandsgarðinum í Ósló, þar
sem hver treður annan undir á leið
sinni upp á toppinn. Já, mér er
spurn?
Gréta Sigfúsdóttir
------» ♦ ♦
Það er úti-
vistaraðstaða
í Seljahlíð
Sunnudaginn 7. júní skrifar íbúi
í Seljahverfi velviljaða grein í Vel-
vakanda undir nafninu G.G. sem
snertir aðbúnað dvalarheimilisins í
Seljahlíð. G.G. segist oft fá sér
gönguferð um hverfið og hafi kom-
ist að því að það vanti tilfinnanlega
verustað fyrir aldraða fólkið þar
sem það geti notið samveru og
ánægju úti við er vei viðrar eins
og nú á þessu blíðviðrissumri.
Mér finnst skylt að upplýsa G.G.
um að útivistarpallur er til en sést
ekki frá götunni vegna þess að
hann er umkringdur varnarvegg,
bæði til skjóls og til að veija fólk
fyrir aðgangi og ónæði frá göt-
unni. Starfsfólkið er hugulsamt og
hjálplegt að koma þeim út sem
ekki geta bjargað sér sjálfir. Mér
þykir rétt að þetta komi fram og
þakka um leið G.G. fyrir þá um-
hyggju sem kemur fram á greininni.
íbúi í Seljahlíð
Orð Hannibals
eiga enn við
„Og hvað er þá orðið okkar starf
í sex hundruð sumur? Hver árangur
sjálfstæðisbaráttunnar, ef útlendir
gætu keypt og stofnað hér fyrir-
tæki, útlendur verkalýður í hundr-
aða og þúsundatali boðið hér fram
vinnuafl sitt og útlend_ auðfélög
stefnt stórútgerð sinni á íslandsmið
með sama rétt og íslendingar sjálf-
ir.“
Og enn segir Hannibal Valdi-
marsson um hugsanlega aukaaðild
að Efnahagsbandalagi Evrópu, sem
Alþýðuflokksráðherrann Gylfi Þ.
Gíslason virtist hafa áhuga á að
Island tengdist. „Það er sannfæring
mín, að ísland eigi hvorki að sækja
um fulla aðild, né aukaaðild að
Efnahagsbandalagi Evrópu. — Það
verður ekki aftur tekið, ef gróða-
þyrstu auðmagni Evrópu verður
stefnt á lítt numdar auðlindir ís-
lands. Ég heiti á þjóðina að kynna
sér þetta stærsta mál íslenskra
stjórnmála vandlega — forðast að
láta blekkja sig — heija málið langt
yfir alla flokka og krefjast þess,
að það verði ekki afgreitt, án þess
að þjóðin verði áður spurð annað-
hvort með þjóðaratkvæðagreiðslu,
eða beinum alþingiskosningum,
sem fyrst og fremst snúist um þetta
mál.“
Þetta skrifaði Hannibal Valdi-
marsson í fræðslurit ASÍ í maí
1962. Þessar viðvaranir fyrrv. ráð-
herra og frumkvöðuls íslenskra
verkalýðsmála, gætu fullt eins átt
við í dag, raunar ekki síður.
íslendingar verða að gæta sín
vel þegar þetta bandalag, sem
frægur norskur hagfræðingur kall-
aði á sínum tíma „hið óupplýsta
peningaveldi", og Hannibal vitnar
í, í umræddu ávarpi til íslensku
þjóðarinnar. Bravó, Hannibal.
Jóhannes R. Snorrason
Víkverji skrifar
Fegurð lands okkar í veðri eins
og því, sem var um helgina
og hefur raunar verið undanfarnar
vikur er ólýsanleg. Hver vili fara
frá þessu landi á svona sumri?
Hver getur hugsað sér að fara í
mengun stórborganna frá slíkri
náttúrufegurð? Þetta veður er lík-
lega ein af ástæðunum fyrir því,
að fólk fer minna til útlanda á þessu
sumri en í mörg undanfarin ár.
En afleiðingar þess geta orðið
alvarlegar! Flugleiðir fá færri far-
þega að flytja og ferðaskrifstofur
selja færri ferðir til hinna svonefndu
sólarlanda. Afleiðingin er sú, a'ð
hálfgerð kreppa ríkir í ferðavið-
skiptum að því er varðar íslendinga
sjálfa. Hins vegar eru líflegir flutn-
ingar hjá Flugleiðum yfir Atlants-
hafið og töluvert um erlenda ferða-
menn, sem hingað koma.
XXX
Annars eru sumir þeirra, sem
við ferðamannaiðnað starfa
þeirrar skoðunar, að það sé ekki
bara veðrið, sem haldi Islendingum
heima við. Þeir telja, að tvær aðrar
ástæður geti komið hér við sögu.
Annars vegar mikill bílainnflutning-
ur, sem leiði til þess að fólk eyði
ekki peningum í sumarleyfisferð til
útlanda á þessu ári og hins vegar,
að fólk hafí minni peninga handa
á milli en áður.
Ef það er rétt, að minna sé um
ferðalög til útlanda af síðastnefndu
ástæðunni er það alvarlegt íhugun-
arefni. Nú hefur staðið hér hálfgerð
kreppa frá sumrinu 1988 eða í þtjú
ár. Þá byijaði samdráttur í efna-
hagslífinu, sem leiddi til mikillar
kjaraskerðingar, sem kom fram á
árunum 1989 og 1990. Ef það er
svo, að lítil, sem engin uppsveifla
sé að verða og lítil breyting til hins
betra á kaupmætti launafólks, er
þetta að verða eitt lengsta sam-
dráttartímabil í efnahagsmálum í
manna minnum og þá er efnahags-
vandinn djúpstæðari en menn hafa
ef til vill gert sér grein fyrir.
xxx
Að vísu er mikill bílainnflutning-
ur ekki vísbending um, að
ástandið sé svona slæmt en út af
fyrir sig hefur það ekki verið sund-
urgreint á einn eða annan veg hveij-
ir það eru sem eru að kaupa þessa
bíla. Slík sundurgreining væri nauð-
synleg, ef menn vildu sannfæra
sjálfa sig um, að aukinn bílainn-
flutningur sé til marks um upp-
sveiflu í atvinnulífinu.
Einn af viðmælendum Víkveija
hafði orð á því á dögunum, að lítið
væri um sölu á nýjum íbúðum og
bætti því við, að heilt hverfí í Graf-
arvogi væri óselt. Fasteignamark-
aðurinn er jafnan nokkur mæli-
kvarði á efnahagslífið og ef rétt er
að sala á nýjum íbúðum sé hæg
bendir það í sömu átt og minnk-
andi ferðir landsmanna til útlanda.