Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991 15 Kveðjuorð: Gísli Jónsson Gísli Jónsson frá Eystri-Loftstöð- um í Flóa er látinn. Gísli er eftirminnilegur maður, hann var afburðamaður að afli, snerpu og hreysti, hann minnti á kappa íslendingasagna. Gísli var besti og tryggasti vinur mannsins míns, mín og fjölskyldu minnar, ávallt til reiðu ef við þurft- um aðstoðar við. Slík vinátta er ekki nógu algeng. Ég þakka hana nú eins og ávallt. Vinátta við Gísla hófst með hest- amennsku okkar hjóna, svo einnig í gegnum músíkína. Gísli var sér- lega músíkalskur, byijaði ungur að læra að spila á orgel og píanó hjá íjölskyldu mannsins míns í „Hus- inu“ á Eyrarbakka. Svo mikill var áhuginn hjá ungum dreng, að hann lét það ekki hindra sig, að ganga vikulega frá Loftstöðum út á Eyrar- bakka í spilatíma um 10 km vega- lengd. Síðar lærði hann að spila á orgel hjá Páli ísólfssyni. Sem ungur maður eignaðist Gísli harmonikku og náði mikilli leikni í að spila á hana. Hann var um árabil vinsæll skemmtikraftur og spilaði fyrir dansi á böllum, aðallega fyrir aust- an fjall. Gísli var stór og karlmann- legur, hendurnar frekar stórar og var gaman og aðdáunarvert að sjá og heyra leikni hans við nótnaborð- ið. Síðar fór hann til Roberts Abra- hams Ottóssonar til að læra kór- stjóm. Varð organisti og kórstjóri í tugi ára við Brautarholtskirkju á Kjalamesi. Gísli átti heima á Kjalar- nesi meiri hluta ævi sinnar og var forstjóri á Amarholtshæli. Þau hjón, hann og Ema Gunnarsdóttir, byggðu sér fallegt hús á landi þeirra á Kjalarnesi, nefndu þau húsið Kirkjuland. Þangað var gott að koma. Það var alltaf mikið líf og fjör í Gísla, var hann með eindæmum snöggur til allra verka. Það var bæði grín og alvara í því þegar við Ragnar maðurinn minn sáum hann vinna að einhveiju, svona verklega og snökkt, að við kölluðum hann „snarsnúning". Svo varþað eitt sinn í vetur þegar ég heimsótti þau hjón að hann segir við mig: „Nú sérðu ekki „snarsnúning“.“ Þótt heilsunni hefði hrakað var það sami geislandi Gísli. Trygglyndi hans var einstakt, þótt við umgengjumst ekki eins mikið og áður, þá brást það aldrei að á Þorláksmessu kom hann með blóm til okkar og svo til mín eftir að ég var orðin ekkja. En um síð- ustu jól hringdi hann og sagðist ekki treysta sér út áð keyra. þess að eiga dagsstund með sínum nánustu. Síðustu lífdaga sína fékk hún einnig að eiga á sínu kæra heimili í faðmi eiginmanns og dætra með hjálp heimahlynningar Krabb- ameinsfélags íslands. Að leiðarlokum þakka ég ást- kærri tengdamóður minni fyrir samfylgdina. Ég veit að hún hefur átt góða heimkomu til Guðs okkar allra. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Áslaugar. Magnús Þ. Magnússon Ég get ekki hætt við minningar mínar um elskulegan vin án þess að segja frá hve einstakur hesta- maður hann var. I útreiðartúrum var hreint ótrúlegt hvað Gísli, mað- ur á miðjum aldri, gat gert. Hann lék sér að því er hann hafði tvo til reiðar, að hleypa þeim og henda sér á bak hestinum sem hann hafði í taumi. Áður hafði hann komið taumnum fyrir og allt þetta var gert á fullri ferð. Eitt sinn fór Gísli með okkur Ragnari i bíltúr austur á Eyrar- bakka og Loftstaði. Voru þeir að rifja upp fyrri tíma og fólk sem bjó á Eyrarbakka, svo var haldið út á Loftstaði og er við keyrðum frá Eyrarbakka, þá er sjógarður mikill á þeirri leið, en Gísli var verkstjóri við hleðslu hans. Sums staðar var gijótið farið að hrinja og veggurinn að aflagast. Bað þá Gísli um að bíllinn væri stöðvaður, fór út og byijaði að lagfæra og raða steinun- um á ný, var auðséð að þar var réttur maður á réttum stað, hann var svo fljótur að sjá hvar hver steinn átti að vera. Þetta var eftir- minnileg ferð. Bæði Gísli og Ragnar ungir og fullir af lífsorku og gleði. Minningarnar eru svo margar, en ég verð að geyma hinar með mér, guð blessi þær. Ég trúi því að þeir vinirnir Gísli og Ragnar hitt- ist hinum megin og taki þá saman sprett um víðan völl. Hafi Gísli þökk fyrir allt. Elsku Erna og fjölskylda, guð blessi ykkur og styrki. Jónína Vigdis Schram BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Alvöru amerískur glæsivagn með 3.0 L V-6 vél, fjögurra þrepa sjálf- skiptingu, framhjöladrifi og meira til, fyrir aðeins kr. 1.576.000,- CHRYSLER A.merískir bílar eru ekki settir í flokk með mörgum öðrum bflum. Þeir eru þekktir sem tákn um öryggi, gæði, þægindi og endingu. Þar sem þessir kostir fara saman að sönnu, er sjaldnast um annað að ræða en dýra bfla. Okkur er því ánægja að kynna Chrysler Saratoga; bfll sem stenst allar þær kröfur sem gerðar eru til amerískra bfla. Fyrir 1.576.000,- erum við ekki að bjóða einfalda snauða útgáfu af bílnum, heldur ríkulega útbúinn glæsivagn. Kraft- Kynnstu veglegum glæsivagni á viðráðan SPARNEYTIN 3.0 L V - 6 V E L mikil en spameytin 3.0 L V-6 vél, aflstýri, rafdrifnar rúður og útispeglar, fjögurra þrepa sjálfskipting, samlæsing hurða, framhjóladrif, diskhemlar bæði framan og aftan, mengunarvöm o.fl. Bfllinn er auk þess sér- lega rúmgóður, fallega innréttaður, með stóm farangursrými og glæsilegur í útliti. JÖFUR HF. NÝBÝLAVEGI 2. SlMI 42600 legu verði - kynnstu Chrysler Saratoga. Ultiii

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/124094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: