Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Smákóngar sjávar- plássanna vilja ekki afsala sér völdum Sameiningarhugmyndir sjávarútvegsfyrirtækja á Snæfellsnesi lagðar á hilluna STÖÐVUN Hraðfrystihúss Ólafsvíkur varð meðal annars kveikjan að auknum umræðum um hagræðingu, endurskipulagningu, sam- einingu fyrirtækja, samvinnu eða sameiningu sveitarfélaga og því hvað sé til ráða þegar einn burðarás atvinnulífsins í sjávar- plássi eins og Ólafsvík lamast. Snæfellingar sem og aðrir lands- menn hafa ákveðnar skoðanir á því á hvern veg skuli brugðist við, og þær skoðanir eru margvíslegar. Einhvem veginn virðist mér þó að Ólafsvíkingar sjálfir vilji sjá eða ráðast í sem minnst- ar breytingar í kjölfar þessa og nánast einblína á að rekstur H.Ó. verði að halda áfram með einum eða öðrum hætti. Þeir hafa risið öndverðir gegn hvers kyns hugmyndum í þá veru að dreifa þeim afla sem unninn hefur verið í H.Ó. á aðrar vinnslu- stöðvar og þar með gegn því að hluti þess starfsfólks sem unnið hefur í H.Ó. sæki vinnu sínu til Hraðfrystihúss Hellissands sem er á Rifi, í sex kílómetra fjarlægð frá Ólafsvík. Morgunblaðið/Júlíus Hvar sem komið var reyndist húsakostur og tækjabúnaður vera miklu meiri en til að fullnægja þeim þörfum sem uppi eru í dag. Staða fiskvinnslufyrirtækja á Snæfellsnesi er mjög misjöfn og hjá flestum eru umtalsverðir örð- ugleikar. Aðalástæða þess að stað- an er ekki sem skyldi, er líklegast sú að samfara minnkandi afla hef- ur hráefnisverð hækkað verulega. I skýrslu um sjávarútveg á Snæ- fellsnesi sem unnin var af Fmni Jónssyni fyrir Héraðsnefnd Snæ- fellinga segir að af rúmlega tutt- ugu fiskvinnslufyrirtækjum á Nes- inu geti einungis um ijórðungur talist standa sæmilega og þaðan af betur. Hjá hinum geti brugðið til beggja vona og í mörgum tilvik- um velti á hvernig til tekst við útvegun stöðugs hráefnis til vinnsl- unnar í nánustu framtíð. Vilji í orði, ekki á borði Skýrsluhöfundur segir að hvar sem komið hafi verið hafi húsa- kostur og tækjabúnaður reynst vera miklu meiri en til að full- nægjaþeim þörfum sem uppi eru í dag. I skýrslunni kemur fram að forsvarsmenn fyrirtækja sem rætt var við hafí lýst þeirri skoðun sinni að fyrirtæki þyrftu að sameinast og það sama þyrftu sveitarfélögin að gera. Skýrsluhöfundi kemur á óvart hversu almennt þetta viðhorf virðist vera. Orðrétt segir hann: „Það verður að segjast sem er að jákvæðni í orði við sameiningu kom mjög á óvart en hafa ber í huga að næsta víst er að viðhorf breyt- ist þegar til kastanna kæmi.“ Samkvæmt minni stuttu vegferð á milli fyrirtækja á Snæfellsnesi hittir skýrsluhöfundur þama nagl- ann á höfuðið: Mörg Ijón eru í veginum áður en til sameiningar getur komið hjá fyrirtækjum, hvort sem er í Grundarfirði, í Ólafsvík eða á Hellissandi og Rifi. Raunar snýst málið í Ólafsvík ekki um það sem ýmsir Ólafsvík- ingar hafa látið í veðri vaka við mig, þ.e. að með lokun H.Ó. sé óbeint verið að taka ákvörðun um að leggja af byggð í Ólafsvík. Málið snýst fremur um það hvort fólkið sem býr í Ólafsvík sé reiðu- búið að leggja örlítið meira af mörkum en það hefur gert hingað til, til þess að búa þar sem það býr. Það þykir ekki mikið hér á höfuðborgarsvæðinu að aka 10 til 20 kílómetra til þess að sækja vinnu. Þeir sem það gera, sækja atvinnu sína með almenningsvögn- um eða á eigin bílum og finnst ekkert tiltökumál. Öðru máli gegnir um Ólafsvík- inga. Ef um það yrði að ræða að H.Ó. opnaði ekki á ný, þá gæti Hraðfrystihús Hellissands aukið við sig í frystingu og tekið við ákveðnum fjölda fiskvinnslufólks úr Ólafsvík, að sögn þeirra feðga á Sandi, Rögnvaldar Ólafssonar og Ólafs Rögnvaldssonar. Þessu fólki yrði ekið þennan sex kíló- metra malbikaða, mjúka spotta til Rifs og aftur heim að vinnudegi loknum. Slíkt er Ólafsvíkingum ekki þóknanlegt. Stutt á vinnustað Röksemdir gegn svona hagræð- ingu og samstarfi fyrirtækja, eins og Margrét Valdimarsdóttir, for- maður bæjarráðs Ólafsvíkur, hafði fram að færa virðast ekki ýkja þungar á metunum þegarjgrannt er skoðað. Margrét segir: „Eg held að það verði aldrei komist hjá því að opna þetta frystihús aftur. Ég vil bara ekki hugsa þá hugsun til enda, hvað verður hér, ef það ger- ist ekki. Vegalengdin sjálf er kannski ekkert stórmál. En það verður að athuga að þetta er svo mikið fullorðið fólk sem hefur unn- ið í Hraðfyrstihúsinu í Ólafsvík alla sína tíð. Það er ekki tilbúið til þess að fara í annað byggðarlag til þess að sækja vinnu. Svo er þetta Iíka örðugt fyrir konur sem eru með börn á leikskóla. Þær hafa getað hlaupið í matar- og kaffítímum til þess að sinna böm- um og útrétta það sem þær þurfa. Það geta þær ekki úti á Rifi. Það má vel vera að það sé skammsýni hjá manni að hugsa svona - ég veit það ekki.“ Raunar tel ég að sama megi segja um röksemdir fyrsta þing- manns kjördæmisins, Sturlu Böð- varssonar, sem sagði: „Ef það ætti að fara að keyra fólk úr Ól- afsvík út á Hellissand og Rif hvem einasta dag, þó að þetta séu ekki nema 6 og 8 kílómetrar, þá hygg ég að mörgum þessara hundrað starfsmanna yxi slíkur háttur í augum. Kannski er einn aðalkost- urinn við það að búa úti á landi, sá að hafa stutt á vinnustaðinn, stutt á barnaheimilið, stutt í skól- ann. Þetta em kostir sem vega kannski að einhveiju leyti upp að það er dýrara að búa hérna. Ef fólk þarf að sitja í rútu á morgn- ana á leið til vinnu og aftur heim, þá verður þetta ósköp keimlíkt því að búa á höfðuborgarsvæðinu og stór hluti aðdráttarafls þess að búa í svona litlum bæ úti á landi hverf- ur.“ Ég spurði Sturlu hvort að sú geysilega fjárfesting sem felst í bættum samgöngum, þar sem veg- urinn á milli Ólafsvíkur og Rifs er talandi dæmi, sé að hans mati rétt- lætanleg ef ekki megi nota vegar- spottann dýra og góða til þess að sækja atvinnu - hvort þetta eigi að mati heimamanna eingöngu að vera sparileið til þess að skreppa í bíó eða kaffí til kunningjanna. „Það er nú kannski ekki hægt að stilla þessu svona upp. Hellis- sandur og Rif þurfa ekkert að vera inn í þessari mynd, nema einfald- lega af þeirri ástæðu að þar em fyrirtæki sem eru kannski nægi- lega öflug til þess að geta hjálpar- laust tekið við auknum afla í vinnslu. í Ólafsvík em einnig fyrir- tæki sem geta bætt við sig í salt- fiskverkun, þó þau séu ekki í fryst- ingu: Það era Bakki, Hrói og Enni. Ég held því að þegar er verið að tala um hagræðingu í sjávarútvegi vestast á Nesinu, þá sé hagræðing- armöguleikinn mestur innan 01- afsvíkur. Það er engin hagræðing fólgin í því að fara að gefa fólkinu í Ólafsvík tækifæri til þess að vinna úti á Hellissandi, vegna þess að Hraðfrystihúsinu í Olafsvík hafi verið lokað. Mesta hagræðingin er fólgin í því að sameina ákveðin fyrirtæki sem em í Ólafsvík og opna Hraðfrystihúsið í Ólafsvík á ný, sem öflugt fískvinnslu- og út- gerðarfyrirtæki, byggt á slíkum sameiningargranni. “ Óeðlileg fjölgun fyrirtækja Þessi orð Sturlu leiða aftur hug- ann að spurningunni hvernig standi á mikilli fjölgun fískverkun- arstöðva í Ólafsvík á skömmum tíma - margir segja að fjölgun fyrirtækja í fiskverkun í Ólafsvík hafi verið óeðlilega mikil. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ég aflaði mér liggur höfuðskýringin í því að á tímabili skilaði fiskvinnsl- an miklum hagnaði. Menn sem áttu báta og stóðu í báta- og trillu- útgerð sáu þennan hagnað og vildu hlutdeild í honum. Því fór hver trillukarlinn á fætur öðrum út í eigin fiskverkun. En í dag er öldin önnur - fiskvinnslufyrirtækin, stór og smá beijast í bökkum, og því er aftur raunhæft að ræða samein- ingu og samruna fyrirtækja. Landsbankinn hefur óskað eftir opinberri rannsókn á sölum H.Ó. á fjóram bátum til Tungufells. Landsbankinn heldur því fram að stofnuð hafí verið málamyndafélög um rekstur skipa fyrirtækisins þegar hilla tók undir gjaldþrot H.Ó. og bátarnir verið seldir á of lágu verði. Ég hef upplýsingar um að stjómendur Landsbankans hyggist enga áhættu taka hvað varðar málefni þrotabús H.Ó. og ætli alls ekki að koma nálægt því að standa með nokkram hætti að opnun frystihússins á nýjan leik. Beinar skuldir H.Ó. við Landsbankann, fyrir utan afurðalán, nema 190 milljónum króna. Bankinn telur að hann tapi þessum 190 milljónum króna á lánaviðskiptum sínum við H.Ó., en sú tala geti lækkað um nálægt 50 milljónir króna, verði bátunum skilað inn í þrotabúið, eins og bankinn gerir kröfu um. Ólafsvíkurbær, Verkalýðsfélag- ið Jökull, Tungufell og Utver hf., sem er að hluta til í eigu sömu manna og H.Ó. og Tungufell, hafa stofnað hlutafélag. Þetta hlutafé- lag heimamanna hefur óskað eftir því að taka á leigu rekstur H.Ó. eða kaupa þrotabúið, með því skil- yrði að allir bátamir fjórir, sem voru í eigu H.Ó. og styrrinn hefur staðið um á milli Lnadsbankans og Tungufells, og togarinn Már í eigu Útvers, leggi upp hjá frysti- húsinu. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans segir að ekki líti vel út með leigu til hlutafé- lagsins, vegna óskar bankans um opinbera rannsókn. Nú fyrir helgina ákvað Lands- bankinn að skipa nefnd til þess að gera úttekt á stöðu fiskvinnslu og útgerðar á svæðinu og verður út- tektin unnin af tveimur fulltrúum Landsbankans og tveimur fulltrú- um Byggðastofnunar. Landsbank- inn hyggst síðan taka afstöðu til málefnis H.Ó. og óskar heima- manna um leigu á rekstrinum á grandvelli þeirra tillagna sem frá þessari fjögurra manna nefnd munu koma. í Ólafsvík hafa einnig verið uppi hugmyndir um að stofna á rústum Hraðfrystihúss Ólafsvíkur eitt öflugt sjávarútvegs- og fisk- vinnslufyrirtæki með þátttöku fyr- irtækja eins og Bakka og Hróa í Ólafsvík, ásamt með H.Ó. en næsta ólíklegt er að slíkar hugmyndir nái fram að ganga, ef marka má sam- töl mín við forsvarsmenn þessara fyrirtækja. Vilja ráða áfram Kristján Guðmundsson saltfísk- verkandi á Rifi um áratuga skeið hefur afskaplega traust jarðsam- band að mínu mati, þegar hann ræðir um rekstraramhverfi sjávar- útvegsfyrirtækja: „Sameining strandar iðulega á því að þeir sem eiga húsin og reka vilja fá að ráða áfram einhvers staðar. Sameining fyrirtækja felur það í sér, eðli málsins samkvæmt, að stjórnend- um fækkar. Því eru það stjórnend- urnir sjálfir sem iðulega koma í veg fyrir slíka hagræðingu. Það skiptir engu máli fyrir fólkið sem starfar við fiskvinnslu, hver er stjómandi fyrirtækisins. Það sem skiptir máli fyrir fólkið er að hag- ræðing sé eins mikil og kostur er í því fyrirtæki sem það starfar við, því aðeins þannig geta kjör starfs- manna batnað.“ Kristján telur að í þessum efnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/124094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: