Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI 1991
25
UTFLUTNINGUR — Samningnrinn um sölu hugbúnaðarins var undirritaður í Frankfurt í síðustu
viku. Fyrir miðju er bankastjóri ESBANK. Honum til vinstri handar eru fulltrúar bankans, en til hægri eru
J. Collins og Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjóri Kreditkorts hf.
Banki í Tyrklandi kaupir
íslenskan hugbúnað
Væntingar um sölu til Austur-Evrópu
HUGBÚN AÐ ARF YRIRTÆKIÐ
Tölvubankinn hf. og Eurocard á
Islandi hafa gert samning um
sölu á liugbúnaði fyrir greiðslu-
kortaþjónustu til ESBANK í
Tyrklandi, sem rekur á fjórða
tug bankaútibúa þar í landi. Sölu-
verð búnaðarins er á annan tug
milljóna króna, að sögn forsvars-
manna fyrirtækjanna.
Kerfið var þróað fyrir Eurocard
á íslandi til nota við útgáfu
greiðslukorta, uppgjör tii fyrir-
tækja, reikningshald korthafa o.fl.
Það er sniðið fyrir IBM AS/400
tölvur. Unnið hefur verið að undir-
Fyrirtæki
Flutningar um Reykja-
víkurhöfn aukast
VORUMAGN sem flutt var um Reykjavíkurhöfn var meira árið 1990
en nokkru sinni fyrr. Um höfnina fóru alls 2.058.150 tonn sem er
3,1% aukning frá árinu á undan og er það í fyrsta sinn sem vöru-
magn á einu ári fer yfir tvær milljónir tonna. Aukning í flutningum
er að hluta til rakinn til aukins inn- og útflutnings og breytinga á
flutningamynstri. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu
Reykjavíkurhafnar fyrir árið 1990.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
var tæpar 49 milljónir sem er um
58% aukning frá árinu á undan en
þá voru óregluleg gjöld um 22
milljónir.
Rekstrartekjur hækkuðu um 17%
frá árinu áður og voru rúmar 538
milljónir sem er að stærstum hluta
gjöld fyrir afnot lands og mann-
virkja. Vöru-, afla- og skipagjöld
eru um 57% tekna og leiga fyrir
fasteignir um 31,5%. Aðrar tekjur
eru að mestu af beinni þjónustu við
skip.
Rekstrargjöld fyrir utan afskrift-
ir og fjármagnsliði voru um 360
milljónir og hækkuðu um 21%. Um
58% rekstrargjalda fara í viðhald
og rekstur mannvirkja, til reksturs
skipaþjónustu fara um 22% en önn-
ur gjöld fara í rekstur skrifstofu,
stjórnun og annan kostnað. Und-
anfarin 10 ár hafa rekstrargjöld að
meðaltali verið um 59% rekstrar-
tekna. Það er nú 67% vegna mikilla
viðhaldsverkefna.
Heildareignir samkvæmt efna-
hagsreikningi eru 6,4 milljarðar og
er stærstur hluti þess land eða 4,2
milljarðar. Eigið fé er rúmir 6 millj-
arðar og skuldir tæpar 260 milljón-
ir.
Nýtt skipurit fyrir Reykjavíkur-
höfn var samþykkt á árinu og var
ráðið í stöður í samræmi við það.
í árslok voru starfsmenn alls 65.
búningi útflutningsins í rúmt ár í
samvinnu við J.Collis, Consulting í
Brussel.
Upphaf sölustarfsins má rekja til
þess að forsvarsmenn Eurocard Int-
ernational kynntust hugbúnaðinum
og vöktu athygli erlendra banka á
honum. í framhaldi af því hafa full-
trúar nokkurra banka komið til
landsins og kynnt sér hugbúnaðinn
nánar. Nú hefur fyrsta kerfíð verið
selt til Tyrklands, eins og áður seg-
ir, og telja forsvarsmenn Tölvu-
bankans góðar horfur á að takast
muni að selja fleiri kerfi, einkum
til Austur-Evrópu, á næstu mánuð-
um. Þannig mun vera í augsýn
samningur við banka í Tékkósló-
vakíu.
Þá hefur Tölvubankinn hf. ásamt
stóru alþjóðlegu tölvu- og hugbún-
aðarfyrirtæki gert sambærilegt til-
boð í Ungveijalandi og eru fulltrúar
tilboðshafa væntanlegir til landsins
síðar í þessum mánuði.
Rit Lögfræðiþjónustunnar hf., Bætur fyrir líkamstjón, er komið út.
Fróðleikur
sem skiptir máli
Á hverju ári verður mikill fjöldi íslendinga fyrir
líkamstjóni vegna slysa - t.d. í umferðinni og við vinnu.
Hver er réttur þessara einstaklinga til að fá tjón sitt bætt?
í þessu riti Lögfræðiþjónustunnar hf. er leitast við
að svara ýmsum spumingum sem vakna þegar
líkams- og heilsutjón verður. I ritið skrifa:
Ólafur Ólafsson landlæknir: Réttur sjúklinga
Jónas Hallgrímsson læknir: Örorkumat vegna slysabóta
Ólafur B. Tltors framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra:
Er orðið tímabært að setja almenn skaðabótalög á íslandi?
Jón E. Þorlákssontryggingafræðingur: Útreikningar vegna líkamstjóna
Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir deildarstjóri hjá Tryggingastofnun
ríkisins: Bætur Tryggingastofnunar við líkamsmeiðsl og heilsutjón
Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn:
Forvarnastarf lögreglunnar
Margrét K. Jónsdóttiryfirfélagsráðgjafi á Grensásdeild
Borgarspítalans: Félagslegar afleiðingar slysa
Ingólfur Hjartarson hrl., William Thomas Möller hdl.,
Kristján Ólafsson hdl., Lára Hansdóttir hdl. og Ingibjörg
Bjarnardóttir hdl., lögmenn hjá Lögfræðiþjónustunni h.f.:
Bótaréttur tjónþola við líkams- og heilsutjón
Ritið er ætlað almenningi og þeim sem um þessi mál fjalla
í daglegu starfi sínu. Það fæst í bókaverslunum.
Íli Lögfræðiþjónustan hf
Engjateigi 9 - Sími 689940
VARMO
SNJÓBRÆÐSLA
REYKIALUNDUR
N Y
U T G Á F A
MSDOS5
Minnisvandræði úr sögunni
|f| Aukib rými meb mun betri nýtingu á minni.
|í| Nýtt útlit á notendaskel meb fljótvirkara valmyndakerfi.
3 Mun betri ritþór, EDIT, einfaldur og þægilegur.
4 Endurbætt forritunarmál, QBasic, í stab GW-Basic.
5 Enn meira öryggi meb skipunum til ab laga diska og endurheimta eyddar skrár.
EINARJ. SKULASON HF
Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 686933