Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991 Sala fullvirðisréttar á ríkisjörðum: Reglumar vom bændum kunnar og engin athugasemd hefur borist segir Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra HALLDÓR Blöndal landbúnaðarráðherra segir að starfsreglur um sölu fullvirðisréttar í sauðfjárframleiðslu hafi verið vel kunnar bænda- samtökunum áður en þær öðluðust gildi og hafi formaður Stéttarsam- bands bænda meðal annars farið um landið með skrifstofustjóra ráðu- neytisins og þeir kynnt reglurnar fyrir stjórnum búnaðarsambanda og ráðunautum. „Þetta mál hefur ekki verið tekið upp við mig með einum eða neinum hætti af Stéttarsambandinu síðan,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær. Reglurnar hafa verið gagnrýndar, meðal annars af sr. Halldóri Gunnarssyni, fyrir að fullvirðisrétturinn tilheyri jarðareiganda, en ekki ábúanda. „Embættismenn sem sitja á ríkisjörðum eiga að sjálfsögðu ekki kall til þeirra gæða sem jörðunum fylgja eftir að þeir eru horfnir á braut,“ sagði ráðherra um þá gagnrýni. Halldór Blöndal sagði, að í ábúðar- „Það eru líka skýr ákvæði í lögum lögum sé kveðið skýrt á um það um að ábúandi skuli skila jörðinni hver sé réttur ábúenda á ríkisjörðum. Ef maður hafi búið í 10 ár á jörð- inni hafi hann rétt til að kaupa jörð- ina eftir ákveðnum reglum. Ef hann kjósi að hverfa á brott áður en sá tími er liðinn, séu skipaðir sérstakir úttektarmenn lögum samkvæmt og ábúanda greitt andvirði þeirrar eign- araukningar sem orðið hafi á þeim tíma sem hann hefur setið jörðina. jafngóðri. Ef til dæmis malartekja er í ríkisjörð, þá fæ ég ekki séð að ábúandi eigi að fá þær tekjur, því að hann yrði þá skuldbundinn að skila mölinni á nýjan leik áður en hann hyrfi á brott. Eins er um það ef ákveðinn framleiðsluréttur hvílir á ríkisjörð, og ábúandi hverfur á brott, þá hefur hann ekki heimild til þess að ráðstafa þeim rétti þangað sem honum sýnist, heldur er sá rétt- ur eign ríkisins. Sá er minn skilning- ur,“ sagði ráðherra. „Þær reglur sem gilda um upp- kaup á fullvirðisrétti og ég fékk til yfirlestrar og samþykktar, voru samdar og samþykktar af fram- kvæmdanefnd búvörusamnings, en I þeirri nefnd voru Guðmundur Sig- þórsson skrifstofustjóri landbúnaðar- ráðuneytisins, Þórhallur Arason skrifstofustjóri fjármálaráðuneytis- ins, Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda og Hákon Sigurgrímsson framkvæmdastjóri Stéttarsambandsins. Þeim var vel kunnugt um að mín afstaða væri sú sem ég hef hér lýst. Þeir kusu að vísu að bera ekki ábyrgð á starfsregl- unum, sem ég skil ósköp vel og hef út 'af fyrir sig ekkert við að athuga, ég hlýt að sjálfsögðu að bera ábyrgð- ina að síðustu. y En þeim var vel kunnugt um þetta og formaður Stéttarsambandsins fór um landið með Guðmundi Sigþórs- syni og þeir kynntu þessar starfsregl- ur fyrir stjómum búnaðarsambanda og ráðunautum. Þetta mál hefur ekki verið tekið upp við mig með einum eða neinum hætti af Stéttar- sambandinu síðan og embættismenn sem sitja á ríkisjörðum eiga að sjálf- sögðu ekki kall til þeirra gæða sem jörðunum fylgja eftir að þeir eru horfnir á braut,“ sagði Halldór. Hann kvaðst vera reiðubúinn til að ræða þessi mál við stjóm Stéttar- sambands bænda ef hún svo kysi, „en hef ekki fengið tilefni til þess að kalla hana sérstaklega á minn fund út af þessu máli, vegna þess að mér finnst þessar blaðafregnir sem ég hef lesið um þessi mál vera heldur óljósar og ekki nógu afger- andi til þess að ég sjái ástæðu til að gera þeim það ónæði sem slíkum fundahöldum fylgir," sagði Halldór Blöndal. Varnarliðið: Fækkaðum 6 orrustu- flugvélar ÁKVEÐIÐ hefur verið að fækka F-15 orrustuflugvélum í 57. orr- ustuflugvélasveit bandaríska flughersins sem staðsett er á Keflavíkurflugvelli. Fækkað verður um 6 orrustuflugvélar, úr 18 í 12, snemma á næsta ári. Flugvélarnar 6 fara til Banda- ríkjanna. Á Keflavíkurflugvelli verða eftir fækkunina jafnmarg- ar orrustuflugvélar og voru fram að árinu 1985. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að ástæðan fyrir þessari fækkun sé fyrst og fremst niður- skurður á útgjöldum til vamarmála í Bandaríkjunum í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum. Fækkun- in mun ekki hafa áhrif á getu vamarliðsins til að fylgjast með umferð herflugvéla umhverfis ís- land enda hefur dregið úr henni á undanfömum tveimur ámm. Þá em F-15 ormstuflugvélamar sem stað- settar em á Keflavíkurflugvelli mun fullkomnari en F-4 Phantom, sem þær leystu af hólmi. Fækkunin hefur engjn áhrif á fjölda íslenskra starfsmanna er starfa hjá vamarliðinu. Þeir tæp- lega 60 Bandaríkjamenn sem hverfa af landi brott vegna fækkun- arinnar verða leystir af hólmi af svipuðum fjölda Bandaríkjamanna er starfa munu við hinar nýju þyrl- ur flugbjörgunarsveitarinnar, sem teknar verða í notkun hér á landi innan skamms. Par sveipað þjóðfánanutn LÖGREGLAN í Reykjavík hafði á aðfaranótt sunnudags afskipti af ungu pari, sem gekk um götur sveipað í íslenzka fánann. Fáninn var tekinn af fólkinu og því veitt alvarleg áminning. Samkvæmt fánalögum ber að sýna þjóðfánanum virðingu og stranglega er bannað að sýna hon- um nokkra vanvirðu, svo sem að láta hann snerta jörð, þegar verið er að draga hann að húni. AIls ekki er ætlazt til að fáninn sé notaður sem yfirhöfn. Egilsstaðamaraþon: Keppti í hjólastól og varð í öðru sæti ARNAR Klemensson, rúmlega tvítugur fatlaður íþróttamaðiu- frá Seyð- isfirði, náði öðru sæti í Egilsstaðamaraþoninu sem þreytt var á sunnu- daginn. Araar var 2 klukkustundir, 59 mínútur 04,31 sekúndur að fara kílómetrana 42 í hjólastólnum sínum, eða rúmum tveimur mínútum lengur en sigurvegarinn. Arnar er með klofinn hrygg frá mitti og niður en hefur ekki látið það aftra sér frá því að stunda íþróttir. Hann sagði í samtali við Morgunblað- ið að þetta væri í fyrsta sinn sem hann tæki þátt í maraþoni. „Þétta var ekki erfitt, nema hvað ég var orðinn ansi þreyttur í öxlunum. Ég tók þessu frekar rólega allan tímann en tók slðan ágætis endasprett,“ sagði Amar. Hann sagði að hlaupa- leiðinni hefði verið breytt til þess að hann gæti tekið þátt í hlaupinu, þannig að öll leiðin var á malbiki. Arnar æfir 100, 200, 400 og 800 metra hlaup I hjólastólnum sínum en hefur aldrei æft sérstaklega fyrir maraþon. í fyrra fór hann yfir Fjarð- arheiðina á fjórum klukkustundum og þykir það vel af sér vikið í hjóla- stól. Tími Amars verður að teljast góð- ur þó svo þeir sem æfa maraþon í hjólastólum séu famir að ná ótrúlega miklum hraða í stólunum og þeir bestu ná svipuðum tíma og fullfrísk- ir maraþonhlauparar. Sjá frásögn af Egilsstaðamara- þoninu í Iþróttablaðinu B3. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Egill Örn Rafnsson, Haukur Sigurbjörn Magnússon og Viðar Örn Pálsson við þýskt veðurdufl. ísafjörður: Heyrðu hviss og hlupu til rétt áður en duflið sprakk faáfirðL „VIÐ heyrðum eitthvert hviss og hlupum til að skoða, en rétt áður en við komumst alla leið sprakk duflið með reyk og eld- glæringum,“ sögðu þeir Egill Öm Rafnsson, Viðar Öm Pálsson og Haukur Magnússon, sem em 9 og 10 ára og vom að veiða í höfninni rétt þjá þýsku veðurdufli þegar það sprakk. „Við hlupum svo eins og bijálaðir upp á Sjómannastofu til mömmu og sögðum henni að hringja í 000. Við vorum alveg rosaleg hræddir,“ sagði Haukur, en foreldrar hans reka Sjómannastof- una við höfnina í um 100 metra fjarlægð frá duflinu. Drengimir horfðu á duflið springa við afgreiðsludyr Ríkis- skipa um tíu leytið á laugardags- kvöld. Varðskip kom með duflið til Ísaíjarðar aðfaranótt föstu- dags en það fannst rekið á fjörur vestur á fjörðum. Ekki er vitað um fleiri slík dufl sem hafa sprungið. Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar komu vestur á sunnudag og tóku duflið í sund- ur,_ í gær. var ekki ljóst hvað hafði valdið sprengingunni, en um 10 af 40 rafhlöðum í tumi duflsins sprungu. MikiII reykur komst í vöru- skemmu Ríkisskipa og þar sem sérfræðingar voru ekki væntan- iegir til ísafjarðar fyrr en í dag, þriðjudag, til að úrskurða um hugsanlegan skaða í matvælum hefur ekki verið hægt að afgreiða vömr úr Sambandsskipi sem hér losaði á laugardag. - Úlfar GUNNAR Ásgeirsson stórkaup- maður lést á sjúkrahúsi í Reykjavík á sunnudag eftir lang- varandi veikindi. Hann fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 7. júní 1917, og var einn níu bama hjón- anna Ásgeirs Guðnasonar, kaup- manns og útgerðarmanns á Flat- eyri, og Jensínu Eiríksdóttur. Gunnar brautskráðist frá Verslun- arskóla íslands 1936 og var starfs- maður verslunarfyrirtækja í Reykjavík til 1940. Þá varð hann forstjóri og meðeigandi I heildversl- uninni Sveinn Bjömsson og Ásgeirs- son en árið 1960 stofnaði hann fyrir- tækið Gunnar Ásgeirsson hf. og rak það og síðar einnig Velti hf. til árs- ins 1989 er hann seldi fyrirtækið. Gunnar Ásgeirsson sat í allmörg ár í stjóm og framkvæmdastjórn Verslunarráðs íslands og í skóla- nefnd Verslunarskólans, en þar kenndi hann vörufræði frá 1947— 1954 og samdi kennslubók í þeim fræðum. Hann var formaður Félags bifreiðainnflytjenda og formaður Bif- reiða- og landbúnaðarvéla fyrstu árin eftir stofnun. Gunnar sat í stjóm Oddfellowstúkunnar Ingólfs 1955— 1957 og var formaður Lionsklúbbsins Ægis 1960—1961. Þá var hann umdæmisstjóri Lions 1976—1977 og gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðar- stöðum, m.a. fyrir samtök kaupsýslu- manna. Gunnar Ásgeirsson stórkaupmaður látínn Gunnar Ásgeirson lét sér mjög annt um málefni Sólheima í Grímsnesi og á liðnu ári var honum fyrstum manna veittur heiðurstitill- inn heimilisvinur vegna starfa sinna í þágu Sólheima. Gunnar Ásgeirsson kvæntist árið 1939 eftirlifandi eiginkonu sinni, Valgerði Stefánsdóttur. Þau eignuð- ust sex böm og lifa fímm þeirra föð- ur sinn. Bifhjólaöku- menn teknir á ofsahraða LÖGREGLAN á Akranesi stöðvaði ofsaakstur vélhjóla- kappa á þjóðveginum við bæinn um síðastliðna helgi. Hjóliö mældist á 173 kíló- metra hraða, en hámarks- hraði á veginum er 90 km á klukkustund, og var ökumað- urinn því á hartnær tvöföld- um hámarkshraða. Lögreglan á Akranesi segir að hjá því embætti sé þetta mesti hraði, sem ökutæki hefur mælzt á um langt skeið. Tveir menn voru á hjólinu. Lögreglan í Kópavogi greip vélhjólaökumann á 135 kíló- metra hraða á Hafnarfjarðar- vegi síðastliðinn föstudag. Dag- inn eftir var annar tekinn á 123 km hraða á sömu slóðum. Há- markshraði á Hafnarfjarðar- vegi er 70 km á klukkustund. Bifhjólamenn héldu mót á Skógum um helgina. Að sögn lögreglu voru talsverð brögð að því að kvartað var undan akst- urslagi þeirra á leiðinni milli höfuðborgarinnar og Skóga og sér lögreglan ástæðu til að beina þeim tilmælum til bif- hjólamanna að virða hámarks- hraðann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.