Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991
Þóra Sveinsdótt-
ir - Minning
Fædd 20. apríl 1952
Dáin 2. júií 1991
Er túlípanamir við fánastöngina
vom útspmngnir voru kraftar Þóru
á þrotum. Hún hafði hlakkað til að
sjá þá blómstra að vori er hún setti
þá niður síðastliðið haust, eflaust
vitandi að hveiju stefndi. Ósk henn-
ar rættist og einnig sú ósk að geta
haldið upp á ellefu ára afmæli son-
arins Óla. Þannig var Þóra; hlakk-
aði alltaf til svo margs og gladdist
yfir hvunndeginum, sérhveiju smáu
sem stóm er lífið gaf og hveijum
degi sem hún lifði.
I veikindunum sýndi hún ótrúleg-
an kjark og þrautseigju. Jákvæð
og æðrulaus barðist hún við sjúk-
dóm sinn árum saman. Hún kunni
á lífið, kunni að gleðjast með öðr-
um, spjalla um heima og geima á
góðum degi, yfir limgerðið eða við
borðið úti í garði, alltaf með bros
á vör. Við nágrannarnir erum ríkari
að hafa fengið að kynnast svo
kjarkmikilli og bjartsýnni konu.
Við vottum Hákoni, börnum,
móður og öðrum aðstandendum
innilega samúð okkar.
Anna, Guðmundur og Guðný.
í dag kveðjum við góða vinkonu.
Kynni okkar voru ekki löng, því
miður. Þau vom fyrir tilviljun, ef
hægt er að segja að tilviljun sé til,
fyrir sjö árum er við vorum að
byggja og lóðir okkar lágu saman.
Fluttu Þóra og Hákon fyrr inn í
sitt hús og var heimili þeirra ætíð«
opið fyrir okkur á meðan við voram
að ganga frá okkar húsi. Þá strax
fundum við þá samvinnu og hjálp-
semi sem var svo ríkjandi hjá Þóra,
ef eitthvað vantaði eða bjátaði á
hjá okkur reyndi hún að bjarga því
eftir fremsta megni. Þær stundir
sem við áttum saman í görðunum
em okkur ógleymanlegar. Það em
að vissu leyti forréttindi að hafa
fengið tækifæri til að kynnast slíkri
persónu, því æðraleysi og þeirri
góðmennsku sem hún bjó yfir, og
ekki má gleyma brosinu hennar sem
sagði okkur svo margt. Það var
okkur mikil lífsreynsla að fylgjast
með baráttu hennar við þennan ill-
skeytta sjúkdóm sem hún varð að
lúta í lægra hald fyrir. Hvílíkur
kraftur, hvílíkur lífsvilji. Við þökk-
um Þóru.
Við biðjum algóðan guð að
styrkja og varðveita Hákon og fjöl-
skyldu hans í gegnum þá erfiðu
tíma sem nú em.
Billó og Snorri.
Af hveiju hún? Hún sem alltaf
var svo góð? sagði litla dóttir mín
er ég sagði henni að hún Þóra
væri látin. Og við spyijum líka, en
fáum engin svör. Við vissum að hún
var búin að vera mikið veik og
ganga í gegnum ótrúlegar þjáning-
ar á liðnum árum frá því að þessi
ógnvænlegi sjúkdómur uppgötvað-
ist.
Við kynntumst fyrst fyrir 13
árum, og þegar ákveðið var að hella
sér út í húsbyggingar, kom' ekki
annað til greina en að hafa samflot
og vinna saman. Sótt var um lóðir
í sömu götu, sömu megin og byijað
var að byggja. Samgangur var mik-
ill og góður, Óli og Kittý í sama
bekk og Gunnar og Margrét einnig.
Þetta var yndislegur tími þegar all-
ir voru að koma sér fyrir og átti
Þóra mikinn þátt í að gera samver-
una eins ánægjulega og raun varð á.
Einu tók ég fljótlega eftir hjá
þeim Þóm og Hákoni, það voru allt-
af gestir hjá þeim. Vorum við í
gríni farin að kalla heimili þeirra
„Hótel Funa“. Ég var stundum að
spyija Þóru hvort hún væri ekki
þreytt á þessum sífellda gesta-
gangi. Henni þótti skrýtið að ég
skyldi spyija, því að hún vilda hafa
fólk í kringum sig og var sko aldeil-
is ekki þreytt á fólki sem kom í
heimsókn. Á örskömmum tíma
galdraði hún fram fullt borð af
kræsingum og skipti þá engu hve
margir komu í mat eða kaffi. Enda
var hún höfðingi heim að sækja og
með eindæmum vinamörg. Hún lað-
aði að sér fólk og sérstaklega böm
með sinni hógværu og hjartahlýju
framkomu.
Þegar þau kynntust, Þóra og
Hákon átti hann þijú börn og hún
eina dóttur. Ég hef aldrei, hvorki
fyrr né síðar séð slíkt samband
ganga jafn vel og hjá þeim. Hákon
tók Guðrúnu Erlu eins og sína eig-
in dóttur og Þóra var þeim Helgu,
Gunnari og Hákoni yngri eins og
önnur móðir. Hún passaði upp á
að ekki slitnaði samband þeirra við
föðurfjölskylduna. Reyndar var
Gunnar alveg hjá þeim og var ný-
kominn heim frá Bandaríkjunum
eftir ársdvöl ytra er hún lést. Alltaf
var hún boðin og búin að taka þau
og þegar eitthvað skemmtilegt var
að ske t.d. útilega um verslunar-
mannahelgi í Galtalæk vom öll
börnin og vinir þeirra tekin með og
enginn skilinn eftir. Enginn kvart-
aði þótt það væri þröngt á leiðinni
og allir skemmtu sér konunglega.
Enda var Þóra fyrst og fremst
móðir, þessi góða móðir sem hugg-
ar og verndar börnin sín. Það var
aðdáunarvert að fylgjast með fjöl-
skyldulífinu hjá þeim. Þau vom
samhent í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur. Allir höfðu sitt hlut-
verk á heimilinu, jafnvel Óli minn
sem þá var ekki nema 6-7 ára,
hann hafði skyldum að gegna eins
og aðrir og á hann var hlustað á
fjölskyldufundunum, sem haldnir
voru vikulega.
Ég veit að þau biðu eftir því
börnin þegar Þóra hélt þeim kakó-
veislur á sunnudagsmorgnum. Það
var kakó og kringlur út um allt
eldhús en hún brosti bara sínu fal-
lega brosi og sagði: ég þríf bara
þegar þau em búin.
Það koma svo margar minningar
upp í hugann þegar ég set þessar
línur á blað, og flestar em tengdar
börnunum sem alltaf vom nálæg.
t
Móðir mín,
GUÐRÚN SIGURÞÓRSDÓTTIR,
andaðist á heimili sínu 7. júlí.
Gunnlaugur Kristjánsson.
t
SOFFÍA ALFREÐSDÓTTIR,
lést í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 7. júlí.
Skúli Þórðarson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR,
lést í Landspítalanum laugardaginn 6. júlí.
Jóhannes Konráð Jóhannesson, Hafdís Kjartansdóttir,
Steinþór Örn Óskarsson, Bergþór Smári Óskarsson,
Harald Ragnar Óskarsson, Hjörtur Arnar Óskarsson,
tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, ^
Svalbarði 5,
Hafnarfirði,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt
6. júlí.
Árni Reynir Hálfdanarson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Elskulegureiginmaður minn, faðir, sonur, tengdasonur og bróðir,
ÓLAFUR ÞORSTEINSSON,
Daltúni 29,
Kópavogi,
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans hinn 6. júlí.
Vilhelmína Þorsteinsdóttir,
Auðun Ólafsson, Sæmundur Ólafsson,
Oddrún Ólafsdóttir,
Guðmunda Lilja Ólafsdóttir,
Oddrún Sigurgeirsdóttir, Þorsteinn Auðunsson,
Helga Karlsdóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir.
t
Eiginkona mín, dóttir okkar, móðir, tengdamóðir, amma og systir,
ALDA BJÖRNSDÓTTIR
frá Borgarnesi,
lést 7. júlí sl.
Einar Oddur Kristjánsson,
Björn Hjörtur Guðmundsson, Ágústa Þorkelsdóttir,
Ágústa Einarsdóttir, Ríkharður Harðarson,
Kristján Einarsson,
Hafdís Einarsdóttir,
Jóhanna Birna Einarsdóttir,
Björn Hjörtur Einarsson,
Alexander Jarl Ríkharðsson,
Birgir Björnsson.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐRÚN M. KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlfð laugadaginn 6. júlí.
Erlendur Jónsson,
Kristján Erlendsson,
Valdís J. Erlendsdóttir,
Ævar Þ. Erlendsson,
Þorbjörg Erlendsdóttir.
t
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
ÁSDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hegranesi 24,
Garðabæ,
andaðist að morgni hins 7. júlí.
Jón Guðmundsson,
ArnarÞór Jónsson, GuðmundurTheodór Jónsson,
Sigriður Ásdís Jónsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNAR ÁSGEIRSSON
stórkaupmaður,
Efstaleiti 14,
lést í Landspítalanum að kvöldi 7. júlí.
Valgerður Stefánsdóttir,
Stefán Gunnarsson,
Þórhildur Gunnarsdóttir,
Gunnar Gunnarsson,
Valgerður Gunnarsdóttir,
Árni Gunnarsson,
Agla Marta Marteinsson,
Guðlaug Konráðsdóttir,
Magnús Jónsson,
Stefán Ólafsson,
Elín Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Svo átti hún líka lítinn gimstein,
litla Þóm sem Guðrún Erla á, þótt
manni fyndist hún næstum allt of
ung til að geta verið amma. ■
Eg man þegar þau fluttu inn í
húsið sitt og allt var óklárað eins
og gengur og gerist og hvað hún
var innilega glöð og ánægð yfir
hveijum áfanga. Hún kom oft yfir
til mín og sagði: komdu og sjáðu
hvað það er orðið fínt hjá mér. Hún
samgladdist okkur líka innilega
þegar við fengum eitthvað nýtt í
húsið. Hún var svo glöð og þakklát
yfir því að vera til, eiga yndislegan
eiginmann og elskuleg og mann-
vænleg börn. Ég veit að Hákon
hefur borið hana á höndum sér og
gert hvað hann gat til að lina þján-
ingar hennar, og verið í sambandi
við færastu lækna hérlendis og er-
lendis til að reyna hvort ekki fynd-
ist einhver lækning. En því miður
reyndist svo ekki vera, og á meðan
horfum við upp á góðar konur og
menn hrifsaða frá fjölskyldum
sínum og ástvinum.
Elsku Hákon minn og aðrir ást-
vinir, síðustu mánuðir hafa verið
erfíðir og bið ég góðan Guð að varð-
veita ykkur og styrkja í sorg ykkar
og söknuði. Þið eigið yndislegar
minningar um elskulega eiginkonu,
móður, og dóttur, sem munu ylja
ykkur um hjarta á erfiðum tímum
sem í hönd fara.
Guð blessi Þóm mína, hafði hún
þökk fyrir samfylgdina.
Bogga, Vignir, Margrét
og Kittý.
Fallegt bros, hlýjar kveðjur, já-
kvætt viðhorf er það fyrsta sem
okkur dettur í hug þegar við hugs-
um um Þóru. Ef einhver þurfi á
hjálp'að halda var hún alltaf að
bjóða fram aðstoð, alltaf var svarið;
„ekkert mál, alveg sjálfsagt".
Lífsviðhorf hennar og hluttekning
í gleði og sorg annarra var okkur
sem henni kynntust mikils virði.
Við kynntumst Þóru mjög náið
er við bjuggum saman fjöslkyldum-
ar „undir sama þaki“ í 16 mánuði,
byggðum svo saman og vomm ná-
grannar í 5 ár. Allan þennan tíma
og 2 áram betur háði hún hetjulega
baráttu við krabbamein, meinið sem
hafði betur að lokum. Æðmleysið
sem þessa hæga og rólega kona
hafði var einstakt og til hinstu
stundar var það velferð fjölskyld-
unnar sem hún bar fyrir bijósit.
Það var lærdómsríkt að fylgjast
með hvað þau Þóra og Hákon lögðu
mikla rækt við fjölskyldulífið og
bjuggu bömum sínum gott heimili.
Það er erfitt að kveðja góðan vin
en við erum þakklát fyrir að hafa
kynnst Þóm og eiga .um hana fal-
lega minningu.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(Jónas Hallgr. Ferðalok.)
Þetta erindi úr fallegasta ástar-
ljóði sem ort hefur verið á íslenska
tungu fínnst okkur eiga við þegar
við hugsum um fjölskylduna í Funa-
fold 59.
Elsku Hákon og böm, megi góð-
ur Guð styrkja ykkur og blessa á
þessari erfiðu stundu.
Fjölskyldan Funafold 67.
Hví fólnar jurtin friða Og fellir blóm
svo skjótt? Hvi sveipar bamið blíða
Svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von
og yndi Svo varpað niðu'r í gröf? Hví berst
svo burt í skyndi Hin bezta lífsins gjöf?
(Bjöm Halldórsson frá Laufási.)
„Margar konur hafa sýnt dugnað,
en þú tekur þeim öllum fram!“
Yndisþokkinn er svikull og fríðleikinn
hverfull,
en sú kona, sem óttast Drottin, á hrós skilið.
Gefið henni af ávexti handa hennar,
og verk hennar skulu lofa hana í
borgarhliðunum.
Hvíli elsku Þóra í friði og hafí
þökk fyrir allt og allt. Eiginmanni,
börnum og öðmm aðstandendum
sendum við hugheilar samúðar-
kveðjur.
Haraldur og Anna Gígja.