Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 31
3 Meðan við lifum, verðum við stundum fyrir því láni að kynnast fólki sem við getum lært af; mann- eskjum sem gera lífið þolanlegra og betra. Þóra Sveinsdóttir var slík mann- eskja. Hún kaus ávallt að horfa á þær lausnir sem gáfust hveiju sinni, mætti þrenginum með yfirvegun og var einatt áhugasöm um velferð annarra. Hún var í senn jákvæð og fómfús. Það er einmitt fólk með þessa eiginleika sem skilur eftir sig stærstu skörðin, sárustu eftirsjána. Ég var svo lánsamur að kynnast þeim hjónum Hákoni Hákonarsyni og Þóru Sveinsdóttur fyrir hartnær áratug. Bæði urðu þau vinir og samstarfsmenn. Þóra innti störf sín af hendi með samviskusemi og prúðmennsku í stormasömum erli blaðaútgáfunnar, fyrst við Helgar- póstinn og síðar við Alþýðublaðið og Pressuna. Hún sá um innheimtu og tengsl við söluaðila og með fág- aðri og íhugulli framkomu var hún mikilvæg lífæð milli blaðanna og lesenda þeirra. Það er ekki tekið út með sæld- inni að vera framkvæmdastjóri pen- ingasnauðra og stundum umdeildra blaða; þá reynir oft og iðulega á þol og útsjónarsemi stjórnandans. Ég dáðist ósjaldan að því, hve vel og dyggilega Þóra stóð við hlið eig- inmannsins þegar öll sund virtust lokuð. Því hraðari og miskunnar- lausari sem atburðarásin varð, þeim mun rólegri og yfirvegaðri varð Þóra. Hún tók öllum erfiðleikum með jafnaðargeði og vissu; lausnin var handan við hornið. Hún tók veikindum sínum með sama æðruleysinu og þolgæðinu. Arum saman barðist óhrædd og óbuguð við vágestinn sem hægt og sígandi náði undirtökunum í hinni ójöfnu h'fsglímu. Þóra missti aldrei móðinn, hana brast aldrei kjark og hún glataði ekki eitt andartak áttum; brosti og heilsaði hlýlega og viðhélt sínu já- kvæða yfirbragði. Hún tók því sem að höndum bar með fullri ró og stillingu. Slíkar manneskjur sigra í raun dauðann og gera hann ásættanlegri fyrir okkur hin sem eftir lifum. Við Jóhanna vottum Hákoni, börnunum og öðrum aðstandendum Þóru Sveinsdóttur okkar dýpstu hluttekningu. Ingólfur Margeirsson Mig langar til að minnast í ör- fáum orðum frænku minnar Þóru Sveinsdóttur sem lést langt um ald- ur fram aðfaranótt 2. júlí. Tóta var aðeins 39 ára gömul þegar hún lést eftir löng, erfið veikindi. Hlátur hennar og gleði speglaði jákvætt hugarfar hennar og hefur það ör- ugglega hjálpað henni og fjölskyldu hennar í gegnum þessi erfiðu veik- indi. Aldrei kvartaði hún þó oft væri hún mjög veik, hennar hugsun var ávallt um aðra. í veikindum sínum naut hún mikils stuðnings frá fjölskyldu og eiginmanni sínum, Hákoni Hákonarsyni. Tóta var alin upp hjá ömmu og afa á Þverá í JSyjafirði og hittumst við þar á hveiju sumri sem böm og áttum þar margar góðar stund- ir. Það er því með þungum trega sem ég_kveð frænku mína hinstu kveðju. Ég og fjölskylda mín vottum Hákoni og börnum, Guðrúnu og aðstandendum hennar einlægar og djúpar samúðarkveðjur. Jónsi Á miðju sumri, í blómanum, slokknar lífsljós Þóru. Skarð er fyr- ir skildi að svo ung kona skuli fall- in frá langt um aldur fram. Ég átti þess kost að kynnast henni, hennar ágæta fólki, manni og börnum. Ég mun sakna hennar, tryggðar henn- ar, rausnar og kímni, Geislamir stafa frá sumarsól sigrandi, gleðjandi um jarðarból, ylgjöfum blessunar búnir. Náttúran öll er í hátíðahjúp, hljómbylgja lífsins svo sterk, svo djúp, laðar fram lífsþrá og vonir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991 31 En hér gildir einungis þögnin þung þó það sé dapurt að fólna svo ung, brosið skal byija inni þrána. Frá ástvinum sorgum og böli sé bægt með brosinu þessu, á meðan er hægt, svo - guð þerrar grátþrungna brána. (Steinunn Þorgilsdóttir, úr ljóðabókinni „Úr handraðanum") Á sorgarstundu votta ég að- standendum Þóru dýpstu samúð mína. Blessuð sé minning Þóru Sveinsdóttur. Magnús Ástvaldsson Það er með djúpri sorg og sökn- uði sem við sitjum hér og skrifdm þessi kveðjuorð um mágkonu, svil- konu og góða vinkonu okkar Þóru. En minninguna um yndislega konu eigum við öll. Hinn 2. júlí sl. lést Þóra eftir nærri sjö ára erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm, aðeins 39 ára að aldri. Hún gekkst undir ótal upp- skurði en alltaf bar hún harm sinn í hljóði. Hún bar veikindi sín af ein- stöku æðruleysi og aldrei kvartaði hún. Alltaf var umhyggjan fyrir öðrum í fyrirrúmi. Eiginmaður Þóru var Hákon Hákonarson og áttu þau saman einn son Ólaf Hauk, 11 ára. Dóttir Þóru, Guðrún eignaðist stúlku sem skírð var í höfuðið á ömmu sinni og þótti Þóru mjög vænt um nöfnu sína. Son Hákonar af fyrra hjónabandi Gunn- ar, sem ólst upp á heimili þeirra hjóna frá unga aldri reyndist Þóra afar vel. Þóra var mikil húsmóðir og lagði mikinn metnað í að halda heimili sínu fallegu. Þau hjónin voru annál- uð fyrir gestrisni og myndarskap og var þar ætíð gestkvæmt. Þóra var samviskusöm og dugleg til allra verka sem hún tók að sér og alltaf var gott að koma til þeirra og finna hlýjuna sem þar var. Samskipti okkar hjónanna við Hákon og Þóru hafa alla tíð verið mikil og góð bæði í leik og í starfi. Margar ferðir fórum við saman í fríum bæði innanlands og utan og er erfítt að hugsa sér ferðalög án Þóru. Hún hafði einstaklega gott skap og alltaf var hún jákvæð og hvers manns hugljúfi. Við þökkum Þóru fyrir allar stundirnar og megi minningin um góða konu lifa lengi. Hákoni, Ólafi, Gunnari, Guðrúnu Erlu og Kjartani, móður hennar og bræðrum viljum við votta okkar dýpstu samúð í þeirra mikla sökn- uði. Blessuð sé minning hennar. Margt er það, og margt er það sem minningamar vekur og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Lilja og Sigþór. Fleiri greinar um Þóru Sveins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KARL FRIÐRIK DAVÍÐSSON, Látraseli 7, Reykjavík, lést á heimili sínu 6. júlí. Elín Brynjólfsdóttir, Anna Lfna Karisdóttir, Jónas Hermannnsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KARL BJÖRNSSON seglasaumari, Faxabraut 69, Kelfavík, lést í Landspítalanum að morgni 7. júlí. Ingunn Sigríður Sigurjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR ijósmóöir, Fellsmúla 22, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala 6. júlí. Fyrir hönd barna og annarra aðstandenda, Hulda Þoriáksdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KRISTINN GUÐMUNDSSON frá Flatey á Breiðafirði, Sólheimum 27, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 10.30. Gerður Gestsdóttir, Oddný Jónsdóttir, Gestur K. Jónsson, Valgerður Ólafsdóttir, Ragnar Jónsson, Sigrún Sólmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRAKEMP, Ljárskógum 26, sem lést 30. júní sl. veröur jarðsungin frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 10. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á MS-félagið. Elsa Kemp, Ólafur Ólafsson, Lúðvík Kemp, Bára Kemp, Magnús Axelsson og barnabörn. ^ + Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Tjaldanesi 3, Garðabæ, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Alúðarþakkir til starfsfólks Heilsugæslu Garðabæjarog Hrafnistu, Hafnarfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurlaug Kristjánsdóttir, Jón Sveinsson, Kristján Jónsson, Sveinbjörg Guðmarsdóttir, Inga Sveinbjörg Jónsdóttir, Jóna Fríður Jónsdóttir, Þorsteinn Ingi HJónsson, Sigurður Magnús Jónsson, Svala Rún Jónsdóttir, Guðmundur Óli Reynisson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR, Presthúsabraut 22, Akranesi, áður húsfreyja á Lundi, Þverárhlíð, er andaðist þann 2. júlí í Sjúkrahúsi Akraness, verður jarðsungin frá Akraneskirkju 10. júlí kl. 14.00. Þorvaldur Þorkelsson, Torfhildur Þorvaldsdóttir, Ragnar Guðmundsson, Arndís Þorvaldsdóttir, Sæbjörn Eggertsson, Valborg Þorvaldsdóttir, Hörður Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför móður okkar og tengdamóður, GRÉTU JÓELSDÓTTUR SKAFTFELL, Dalbraut 18, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á Barna- uppeldissjóð Thorvaldsensfélagsins. Fyrir hönd barna okkar og barnabarna, Þorgeir Skaftfell, Sigríður Skaftfell, Bergur Þorleifsson. + Þökkum af alhug öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför JÓNS H. GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi skólastjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæslu Landspítalans. Sigríður M. Jóhannesdóttir og börn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJÖRLEIFS MAGNÚSSONAR fv. bæjarfógetafulltrúa, Siglufirði. Herdís Hjörleifsdóttir, Magnús Þ. Hjörleifsson, Jóhanna Hjörleifsdóttir, Þorkell Hjörleifsson, Edda Hjörleifsdóttir, Guðrún Hjörleifsdóttir, Kristín Hjörleifsdóttir, Stefán Ólafsson, Giovanna Hjörleifsson, Geir Pétursson, Stefanía Vigfúsdóttir, Viktor Már Gestsson, Páll E. Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Afgreiðsla, skrifstofur og ritstjórn Alþýðublaðsins og Pressunar verða lokaðar milli kl. 10.00-13.00 í dag vegna útfarar ÞÓRU SVEINSDÓTTUR. Blað hf. Lokað Vegna útfarar SVERRIS BERNHÖFTS, stórkaup- manns, verður fyrirtækið aðeins opið til hádegis í dag, þriðjudaginn 9. júlí. Barr, Höfðabakka 3.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/124094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: