Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991 Morgunblaðið/Júlíus A ýmsu getur gengið í rallýkrossi, hér stöðvast einn keppandinn á dekkjavegg sem er einmitt til að taka við og hafa einhverja „stjórn“ á bílnum, þegar ökumaðurinn fer of geyst til að hjólin vilji tolla á brautinni. Rallýkross: 50 kepp- endur í fjör- ugri keppni ÖNNUR rallýkrosskeppni Rallý- krossklúbbsins var haldin á sunnudag á hinni nýju keppnis- braut við Krýsuvíkurveg. Að sögn Birgis Vagnssonar, eins stjórnenda keppninnar, fór hún vel fram og var hart barist um sigur í hinum fjórum flokkum sem keppt var í. Um þrjú þúsund áhorfendur komu að sjá keppn- ina og þær uppákomur sem henni fylgja. A annan tug „óvæntra" uppá- koma varð í keppninni, bílveltur og árekstrar. Sagði Birgir að slíks væri ávalit að vænta í keppni sem þessari, hins vegar væru mjög strangar öryggiskröfur gerðar. Keppt var í fjórum flokkum. í krónubílaflokki, það er flokkí ódýrra bfla (undir 150 þúsund kr.), sigraði Guðmundur Pálsson á Dats- un, annar varð Hermann Halldórs- son á Toyota og þriðji varð Elías1 Pétursson á Skoda. í rallýkrossflokki, fyrir sérbúna keppnisbíla, sigraði Daníel Gunn- arsson á Opel, annar varð Kristján Friðriksson á BMW og í þriðja sæti Kristín Birna Garðarsdóttir á Porsche. I teppáflokki, sem er fyrir stærri bíla eins og ameríska eða til dæm- is Benz, sigraði Ingimar Baldvins- son á Firebird, annar varð Óskar Einarsson á Monte Carlo og þriðji varð Halldór Hauksson á AMC. í opnum flokki, þar sem hvers kyns farartæki á ijórum hjólum geta keppt, sigraði Eiður Baldvins- son á Pepsí Grind, annar varð Rúnar Sigurðsson á Kjúklingi, þriðji varð Ami Grant á Grind ’90. VEÐUR M 0 0 VEÐURHÖRFUR / DAGS 9. JULI YFIRLIT: Austur viö Noreg er 1.020 mb hæð og frá henni liggur hæðarhryggur vestur yfir Tsland. Um 800 km suður af landinu er lægðasvæði, sem þokast austur. Áfram verður hlýtt í veðri. SPÁ Hæg austlæg átt. Þokusúld við suðausturströndina en annars þurrt og víða léttskýjað. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Hæg suðaustlæg átt. Dálítil þokusúld við suðaustur- og austurströndina, en annars léttskýjað víða um land. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. — TÁKN: x Norðan, 4 vindstlg: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjeðrirnar J \ Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttsk^að / / / / / / / Rigning HáKskýjeð / / / * / * <ASkýÍað ' * / * Slydda / * / Alskýjað # # * * * * * Snjókoma * •# # ■J0 Hitastig: 10 gráður á Celsiut • V Skúrir # V Él , = Þoka = Þokumóða Súld oo Mistur 4 Skafrenningur K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM ki 12:00 í gær að fsl. tíma hftl veður Akureyri 15 þokuruðningur Reykjavik 19 mistur Bergen 25 léttskýjað Helsinki 27 léttskýjað Kaupmannahöfn 27 léttskýjað Narssarssuaq 11 skýjað Nuuk 11 léttskýjað Ósló 26 léttskýjað Stokkhólmur 28 léttskýjað Þórshöfn 17 léttskýjað Algarve 30 léttskýjað Amsterdam 22 skýjað Barcelona 26 skýjaö Bertln 31 léttskýjað Chicago 34 léttskýjað Feneyjar 30 heiðskfrt Frankfurt 28 skýjað Glasgow 15 þrumuveður Hamborg 29 hátfskýjað London 18 rigning og súld LosAngeles 24 skýjað Lúxemborg 24 skýjað Madríd 30 léttskýjað Malaga 28 helðskírt Mallorca 28 háKskýjað Montreal 28 skúr NewYork 30 léttskýjað Orlando vantar Parfs 22 rignlngásíð.klst. Madeira 22 hálfskýjað Róm 28 heiðskfrt Vfn 28 léttskýjað Washfngton 37 skýjað Winnipeg 21 léttskýjað Verðlækkun og samdráttur í sölu sjávarafurða: Tími verðhækk- ana er liðinn - segir Benedikt Sveinsson fram- kvæmdastjóri Islenskra sjávarafurða hf. VERÐ á þorskblokk og frystum þorskflökum hefur farið lækkandi að undanförnu á Bandaríkjamarkaði og hefur verð á flökum lækkað um 10-20 sent á undanförnum vikum. Meðalverð á dýrustu flökunum er nú 3,10 dollarar. Verð á þorskblokk féll niður í 2,35-2,40 dollara í mai en er komið í 2,15 dollara, að sögn Magnúsar Gústafssonar, framkvæmdastjóra Coldwater. Benedikt Sveinsson, framkvæmda- stjóri íslenskra sjávarafurða hf., segir að þorskverð sé undir talsverð- um þrýstingi bæði á Bandaríkjamarkaði og í Evrópu. Um 10% verð- lækkun varð á sjófrystum flökum í Bretlandi í lok júní. Þá er deyfð yfir erlendum ferskfiskmörkuðum og verð á niðurleið. I gær fór meðalverð á karfa niður í 50 krónur kílóið i Þýskalandi en meðal- verð á karfa fyrstu fimm mánuði ársins þar var 102 kr. Verð á þorski og ýsu helst áfram lágt í Bretlandi og eru engar breyt- ingar fyrirsjáanlegar. Ástæðan er fyrst og fremst mikið framboð, lítil eftirspum og deyfð á mörkuðum yfir hásumarið. Kílóverð á karfa fór niður í 50 kr. á ferskfiskmörkuðum í Þýska- landi í gær og hefur ekki verið lægra að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar, framkæmdastjóra Aflamiðl- unar. Vilhjálmur sagði að lítill út- flutningur væri til Þýskalands yfir sumarmánuðina en hann kvaðst vona að verðfallið hefði náð botnin- um í gær. Skýringin lægi í miklu framboði. Þá sagði hann að eftirspum hefði verið lítil í Bretlandi um skeið. Meðalverð á þorski á mörkuðum fyrstu fimm mánuði ársins hefði verið 149 kr. kg en það var komið niður í 122 kr. í júní og helst áfram lágt. Kaðst Vilhjálmur þó ekki eiga von á frekari verðlækkunum á þorski og ýsu í Bretlandi. Tími verðhækkana liðinn í Bandaríkjunum hefur verð á þorskblokk farið lækkandi að und- anförnu. „Markaðurinn er undir talsverðum þrýstingi og menn verða að fara mjög varlega. Tími verð- hækkana er liðinn, svo mikið er ljóst, en hvort tími verðlækkana er kominn skal ekkert fullyrt um, en þorskverðið er undir þrýstingi," sagði Benedikt. Hann sagði ástæðu fyrir framleiðendur að fara varlega við hráefniskaup og gera jafnvel ráð fyrir verðlækkun. Sagði hann að ástæðan fælist í háu verði á síðasta ári og í byrjun þessa árs, sem leiddi af sér minni eftirspurn og birgða- söfnun. Enn væri þó of snemmt að segja fyrir um birgastöðuna í haust en haustið væri betri sölutími en hásumarið. Hann sagði að aðrar físktegundir stæðu yfírleitt vel, og ætti það við um ýsu, steinbít og ufsa en nokkur slaki hefði orðið á rækjumörkuðum undanfarið og sala á karfa gengi hægt, enda væru Rússlandssamningarnir ekki lengur fyrir hendi. Því þyrfti að fínna markað fyrir nokkur þúsund tonn af karfa. Neysla hans er lítil í Þýskalandi á þessum árstíma. Verðlækkun á sjófrystum fiski Bjarni Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfiystihúsanna, segir að nú gæti einkum fallandi verðs á sjó- frystum fiski í Bretlandi sem vegna mikils framboðs hefði lækkað að meðaltali um 10% í lok júní. Enn sem komið er ber þó ekki á breyt- ingum á landfrystum afurðum, að sögn hans. „Norðmenn, Grænlend- ingar og Færeyingar stefna allir inn á þennan markað og sumarið er lélegur neyslutími. Það hefur verið stöðug minnkun birgða undanfarin tvö ár og því bregður mönnum í brún þegar salan fer ekki fram úr framleiðslunni og verða hræddir um að verðið haldi ekki,“ sagði Bjarni. Bjarni sagði ekkert bera á verð- lækkunum á meginlandi Evrópu. Taldi hann að lækkandi verð í Bandaríkjunum væri aðeins til marks um hefðbundna deyfð yfír sumartímann. Verðlækkunin væri minni en næmi áhrifum af hækkun dollars. „Ástandið væri slæmt ef framboðið væri að aukast til fram- búðar en það er ekkert sem segir að það sé að gerast. Núna er það spumingin hvort menn treysta sér til að halda í birgðir í nokkrar vik- ur. Ég held að þegar fólk kemur úr sumarfríum muni þetta breytast og ástandið verða skaplegra. Það eru engar hræringar í gangi en markaðurinn er daufur af þessum hefðbundnu ástæðum. Sömu ástæð- ur em fyrir verðlækkun á ferskfisk- mörkuðunum, þar em kaupendur ekki að kaupa til að setja físk inní þessar hefðbundnu ferskfiskdreifí- leiðir. Mætti segja mér að einhveij- ir keyptu fískinn núna til að frysta hann,“ sagði Bjarni. Minni fisksala í sumarleyfum Ólafur Jónsson, hjáíslenskum sjávarafurðum í Hull, sagði að neysla á þorski í Bretlandi hefði minnkað undanfarið. Sala á fryst- um físki á Hull-markaði hefði dreg- ist saman í kjölfar verðhækkana undanfarin misseri og það komi harðast niður á þorskflakasölunni. Hann sagði að þegar svo mikill þrýstingur væri á verðlækkanir verði söluaðilar að vega og meta viðbrögð sín en kvaðst þó ekki reiðubúinn til að láta uppi hver þau verða. Kristján Hjaltason, hjá Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna í Hamborg, sagði að verð á ufsa- og karfaflök- um á markaðinum í Bremerhaven hefði lækkað lítið eitt að undan- fömu. Lækkunin stafí fyrst og fremst af því að sumarleyfi séu að byija hjá Þjóðveijum og fisksala dragist ævinlega saman sumarleyf- ismánuðina. Engu að síður hafi ufsaflök hækkað lítillega á markað- inum í Hamborg. Verðsveiflur á þorski séu ekki nærri eins miklar í Þýskalandi og Bretlandi, enda sé Þýskaland ekki eins afgerandi markaður fyrir þorsk og Bretland. Skaut á bif- reið í olæði UNGLINGSPILTUR skaut á kyrrstæða bifreið og hæfði hjólbarða hennar aðfaranótt sunnudags á Höfn í Horna- firði. Pilturinn var ölvaður og hafði tekið riffil í Ieyfis- leysi. Sézt hafði til piltsins á rölti með riffilinn áður en hann skaut á bílinn. Lögreglan hafði upp á honum og tók hann í sína vörzlu. Eftir að hann hafði sof- ið úr sér, bar hann við yfir- heyrslur að hafa ekki ætlað að meiða neinn. Aðeins hefði verið um fíkt í ölæði að ræða. Ungi maðurinn mun hafa munað óljóst eftir atburðum næturinn- ar.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/124094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: