Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 21
t MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991 ptoingiitttMafeife Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjáld 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Samkeppnisreglur Evrópubandalagsins Inýrri skýrslu Enskilda ráðgjaf- arfyrirtækisins um íslenzka hlutabréfamarkaðinn er hvað eft- ir annað vísað til þeirra starfs- hátta, sem eru að ryðja sér til rúms í Evrópubandalagsríkjunum m.a. að tilhlutan framkvæmda- stjómarinnar í Brussel. Þar er t.d. um að ræða ákveðnar tillögur um svonefnd yfirtökuboð, sem rækilega hefur verið fj'allað um hér í Morgunblaðinu m.a. sl. sunnudag. Framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins er mjög virk í stefnumörkun og tillögugerð ekki einungis að því er varðar starfs- hætti verðbréfamarkaða heldur einnig á öðrum sviðum atvinnu- mála og viðskiptalífs. Eitt af því, sem Evrópubandalagið leggur vaxandi áherzlu á er að tryggja að samkeppni verði við lýði eftir að sapieinaði markaðurinn er orð- inn að veruleika. Ástæðan fyrir því, að framkvæmdastjórn EB telur sérstaka þörf á að gera ráðstafanir til að tryggja sam- keppni er sú, að fyrirtæki stefna að samruna og samstarfi til þess að tryggja sem bezt stöðu sína á hinum nýja stóra markaði Evr- ópuríkjanna. Framkvæmda- stjómin telur hættu á, að þessi þróun leiði til þess, að samkeppni minnki í stað þess að aukast. Fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt í Brussel, að fram- kvæmdastjómin hygðist beita sér sérstaklega til þess að koma í veg fyrir, að stór flugfélög komi minni keppinautum fyrir kattar- nef með því að lækka tímabundið fargjöld, þar til litli keppinautur- inn gefist upp en þá hækki far- gjöldin á ný. Framkvæmdastjórn- inni hafa borizt kvartanir frá smærri flugfélögum, sem saka hin stærri um óeðlilega viðskipta- hætti af þessu tagi. Samkvæmt fréttum frá Bruss- el er það skoðun framkvæmda- stjórnarinnar, að það sé tilgangs- laust að auka frelsi t.d. í flugsam- göngum, sem stefnt er að á næstu misserum, ef stóru flugfélögin vinni jafnframt markvisst að því að fæla smærri fyrirtæki frá sam- keppni við sig. Nýlegur dómur Evrópudómstólsins þess efnis, að það hafi verið ólögmæt aðgerð hjá hollenzku fyrirtæki að selja vörur og þjónustu undir kostnað- arverði til þess að kippa fótunum undan minni keppinaut hefur ýtt undir þessa afstöðu fram- kvæmdastjómar EB. Samkvæmt sérstökum samkeppnisreglum, sem gilda innan EB er fram- kvæmdastjórninni heimilt að sekta fyrirtæki, sem gerist brot- legt við þessar reglur og getur sektin numið allt að tíunda hluta árstekna hins brotlega aðila. ; ; ; Sem dæmi um þau álitamál, sem hér koma við sögu er kvört- un brezka flugfélagsins British Midland, sem telur, að írska flug- félagið Aer Lingus selji fargjöld á milli Dyflinnar og Lundúna á óeðlilega lágu verði til þess að koma höggi á hið brezka fyrir- tæki, sem er í einkaeign en írska fyrirtækið er í ríkiseign og tapar peningum á þessari tilteknu flug- leið. Samningar hafa enn ekki tek- izt um evrópskt efnahagssvæði og enginn veit á þessari stundu, hvort þeir takast. í skýrslu En- skilda kemur hins vegar _fram, að náist þeir samningar og Island verði aðili að evrópsku efnahags- svæði, verði margvísleg fyrirtæ- kjalöggjöf, sem nú er í gildi í Evrópubandalagsríkjunum lög- fest hér. Þótt nú sé ekki vitað, hvort samkeppnisreglur af því tagi, sem hér hafa verið nefndar falla undir þann hatt er það ekki ólíklegt. Þannig getur aðild að evrópska efnahagssvæðinu orðið til þess að hér komi til fram- kvæmda brýnar umbætur á ýms- um sviðum, sem ella hefði ekki náðst samstaða um. Skortur á samkeppni hefur lengi verið eitt helzta vandamálið í okkar litla samfélagi. Sums staðar er mikil samkeppni í við- skiptum, sem hefur leitt til lægra vöruverðs og betri þjónustu við neytendur. Eitt gleggsta dæmið um þetta er matvöruverzlunin á höfuðborgarsvæðinu. Samkeppni þar hefur óumdeilanlega lækkað vöruverð og leitt til bættra lífskjara fyrir almenning. Á öðr- um sviðum er samkeppni afar takmörkuð, svo að ekki sé meira sagt. Þar má nefna bankastarf- semi, tryggingastarfsemi, sam- göngur, útflutningsstarfsemi og margt fleira. Óneitanlega yrði fróðlegt að sjá hvaða áhrif sam- keppnisreglur Evrópubandalags- ins mundu hafa hér á landi, kæmu þær til framkvæmda í einu eða öðru formi. Á undanförnum árum hafa talsmenn atvinnulífsins lagt ríka áherzlu á nauðsyn þess, að aðlaga ýmiss konar löggjöf, sem snertir atvinnulífið löggjöf innan Evr- ópubandalagsins til þess að tryggja atvinnufyrirtækjum hér sömu starfsskilyrði og fyrirtæki innan EB njóta, hvað svo sem líði tengslum okkar við EB. Færi svo, að samningar tækjust ekki um aðild okkar að evrópsku efna- hagssvæði er auðvitað spurning, hvort við ættum ekki þrátt fyrir það að lögfesta ýmis konar starfsreglur, sem varða atvinn- ulífið og gilda í EB-ríkjunum ein- mitt til þess að tryggja sem jöfn- ust rekstrarskilyrði. Listaátak í Hafnarfirði _________Myndlist______________ BragiÁsgeirsson Það hafa stórir hlutir verið að ge- rast í Hafnarfírði og Straumi á und- ángengnum árum svo sem menn hafa rekið sig rækilega á. Þetta er merkilega myndarlegt framtak hér á landi og listahátíðin sem nú stendur yfír er einungis rök- rétt framhald þeirrar þróunar. Fyrst reis menningarmiðstöðin Hafnarborg upp, sem á skömmum tíma hefur náð að veita aðallisthúsum höfuðborgarinnar umtalsverða sam- keppni og getur enn gert betur ef rétt verður haldið á spilunum. Síðan hófst uppbyggingin í Straumi, sem var öðru fremur verk nokkurra hafnf- irskra myndlistarmanna, sem gengu til verks af miklum dugnaði og ósér- hlífni. Nú er svo komið að Hafnarfjarðar- bær hefur á skömmum tíma endur- heimt þá virðingu sem hann hafði á fímmta og sjötta áratugnum, er varla komu þeir heimsþekktu tónlistar- menn til höfuðborgarinnar, að þeir træðu ekki einnig upp í Bæjarbíói í Hafnarfirði, auk þess sem almenn- ingsvagnar til Hafnarfjarðar voru yfirfullir á kvöldin vegna ásóknar Reykvíkinga á úrvals kvikmyndasýn- ingar á sama stað. Þá höfðu byggingarframkvæmdir ekki ennþá umturnað hinu fagra umhverfí bæjarlandsins, en þær miklu framkvæmdir settu lengi ljótan svip á það með byggingarlist, sem féll alls ekki inn í náttúruna né umhverf- ið og var sem fleinn í holdi. En nú hefur fjölmargt verið gert á undanförnum árum til að gefa bænum mannlegri ásýnd og t.d. hafa ýmis gömul og sögufræg hús verið gerð upp og ýmsar lagfæringar gerð- ar á helstu umferðaræðum. Útsýnið yfir höfnina er blasir við er komið er til bæjarins er hið feg- ursta og væntanlega kemur aldrei til framkvæmda, sem skerða það, því það er eitt hið dýrmætasta sem hann á. — Það hefur ekki farið fram hjá neinum að listahátíð er í fullum gangi í Firðinum með höggmyndasýningu nafnkenndra innlendra sem erlendra listamanna, málverkasýningu í Hafn- arborg og sýningu á fjölbreyttum tegundum myndlistar í Sverrissal á jarðhæð. Auk fjölþættra tónlistarvið- burða. Vafalaust sætir sýning rýmisverk- anna mestum tíðindum enda setur hún sterkan og skemmtilegan svip á umhverfið og er einmitt það sem það hefur þarfnast hvað mest, því það er bæði opið og nakið, auk þess sem hvíta gifsverkið er eitthvað svo vand- ræðalegt og einmana í núverandi staðsetningu. Greinarhöfundur hefur verið fjarri viðburðaríkum mánuði á listasviði og það er nokkuð seint sem hann sest • niður til að gera þessum sýningum dálítil skil. En framkvæmdin virðist ekki hafa þurft mikla umfjöllun ef miðað er við mikla athygli og dijúga aðsókn á alla listviðburðina að ég best veit, og jafnvel hafa færri kom- ist að en vildu á suma tónleikana. Ekki er úr vegi að geta þess, að umsvif á veitingahúsum hafa stór- aukist og jafnvel þrefaldast í einu tilvikinu. Menn skulu einmitt beina sjónum að því veigamikla atriði, að óbeinn ágóði af listahátíðum víða í heiminum borgar upp alla styrki frá hinu opin- bera og gríðarleg Ijármagnsvelta er á bak við marga listviðburði. Þeir Gaflarar hljóta að vera stoltir og ánægðir með framvindu mála og væntanlega verður fljótlega farið að undirbúa næstu listahátíð meðan reynslan af þessari er fersk og lif- andi, en það er einmitt það sem gert er erlendis hve langt sem kann ann- ars að vera á milli listahátíðanna. Ýmsir af hinum erlendu gestum eru heimskunnir myndlistarmenn og verk þeirra hafa verið sett upp víða um heim. Kannski er athyglisverðast með þetta framtak, að leiðarljós þess er að forðast miðstýringu nútímans og er það þróun sem á sér víða stað. Listamenn hafa gert uppreisn gegn ofurvaldi markaðsins, nafnkenndra "Tisthúseigenda og forsjárhyggju marxískra listsögufræðinga. Þessum leiðandi öflum hefur hvað eftir annað tekst að dauðhreinsa flest listhús og söfn af lífrænu vaxtarmagni. Þau eiga og enga hlutdeild í þeirri lífrænu þróun sem hefur átt sér stað á undan- gengnum árum og margföldun að- sóknar á hvers konar menningarat- burði. Þessi fijálsu og opnu stefnumörk hafa tekist vel, því það er óþvingaður og léttur blær yfir framkvæmdunum og það skiptir öllu máli, því til hvers- eru listahátíðir ef fólkið kemur ekki? Ekkert ákveðið þema er ríkjandi, heldur er leitast við að hafa fjöl- breytnina sem mesta og nokkra breidd á sýningunum. Þannig eru málararnir fjórir í Hafnarborg gjörólíkir en samt sem áður ríkir ákveðið samræmi í sölun- um, en þó hefðu þeir allt eins mátt vera sex eða átta. Sigurður Örlygsson er sem fyrr á ferðinni með risastór myndverk og Útilistaverkið sem Sebastian frá Mexíkó hefur gert og gefið í Högg- myndagarð Hafnarfjarðar. Timo Solin, Finnlandi. nýtur sín þá best, en nokkuð vill flug- ið daprast þegar hann notar hóflegri stærðir, Guðrún Kristjánsdóttir hefur aldrei verið tærari en í sínum bestu myndum á sýningunni og Sveinn Bjömsson kemur á óvart með óhlut- lægum Iistasinfóníum. Einar Gari- baldi er enn í mótun og málverk hans hafa yfir sér ítalskt yfirbragð. Útisýningin er fjölbreytt og lifandi og hún setur sem fyrr segir mjög skemmtilegan svip á umhverfið. Erf- itt er að fjalla um einstök verk í þess- um listdómi og hér má koma fram, að sýningin stendur allt of stutt yfir, henni lýkur um helgina. En myndirn- ar verða fluttar um set í sérstakan höggmyndagarð og þá verður betra tækifæri til að fjalla um þær. Ber að óska þeim í Firðinum til hamingju með fyrstu listahátíðina, þakka gott verk og þá einkum drif- fjöðrina í framkvæmdunum, Sverri Olafssyni, félögum hans í stjórn lista- hátíðar, svo og bæjarstjóranum Guð- mundi Árna Stefánssyni, sem sýndi skjót og lofsverð viðbrögð er hug- myndin var fyrst reifuð. Barokktónlist Tónlist Jón Ásgeirsson Þau menningarskil, sem eiga sér einkennisnöfn eins og Renaissance, Baroque, Rococco, Classic og Rom- antic eru samofin þjóðfélagsbreyt- ingum þeim er ýmis ríki í Evrópu gengu í gegnum, allt frá 1450 til aldamótanna 1900. Inn í þá þróun blandast viðhorfsbreytingar gagn- vart fyrirbærum eins og menntun, frelsi og mannréttindum svo og, að smám saman var hulunni svipt af ýmsum launhelgum tilfinninganna og að kirkja og aðall misstu alræði sitt varðandi lífsrétt fólks. Þessi þróun hugmynda og kunnáttu er grunnbassinn í tröllslegum darrað- ardansi 20. aldarinnar og eins og það spilverk sögunnar, sem hófst í hægferðugum Renaissance-dansi, hafi nú náð þeim hraða og galsa, er aðeins geti lokið með eigin hruni,' svo sem nú er að koma fram í Evr- ópu nútímans. Ófullnægja og skarkali nútímans hefur knúið menn til að leita sér skjóls í eldri og kyrrlátari list for- tíðarinnar og að því leyti til hefur list nútímans misgengið sig við þarf- ir fólks, í eltingarleik sínum við að vera „up to date“ og fylgja iðukasti tískunnar, í stað þess að vera mót- vægi gegn ærðum hraðanum. Hvort það tekst á okkar tímum, að endurheimta kyrrðina í líf- og listleik mannsins, eða hvort leit okk- ar að henni verði aðeins í formi sumarleyfa og frístunda frá hrað- akstrinum, er óvíst. Það er þó ljóstr að það gamla getur ekki komið í staðinn fyrir það sem er og að nútíminn verður að endurskapa sig og kyrra, áður en hann molnar inn- anfrá og hrynur með miklu glamri. Hvað sem líður gildi eldri listar, er starf þeirra menningarstofnana, er leggja áherslu á flutning eldri tónlistar, mikilvægt framlag í sjálfs- leit mannsins og á fyrstu sumartón- Ieikum í Skálholtskirkju á þessu sumri, var flutt tónlist eftir fjögur barokkskáld, Biber, Geminiani, Telemann og J.S. Bach. Flytjendur voru Musica ad Rhenum, barokk- sveit sem stofnuð hefur verið upp úr Musica Antiqua Köln. Musica ad Rhenum er skipuð frá- bærum tónlistarmönnum en að því leyti til eru þeir þeim heillum horfn- ir, að barokk-kyrrðin hefur vikið fyrir hraða 20. aldarinnar. Það leik- ur enginn vafí á tæknikunnáttu ein- stakra félaga, eins og t.d. flautuleik- arans, Jed Wentz, sem leikur ótrú- Barokksveitin Musica ad Rhenum. lega vel á barokkflautuna sína og með svo fallegum tóni, sem galdrað- ur væri úr ævintýrum og best kom fram í a-moll partítu (BWV 1013) eftir J.S. Bach. Fiðluleikarinn Manf- red Kraemer er frábær og lék mjög vel hermisónötu eftir Biber, þar sem hermt er eftir ýmsum dýrum, auk þess sem inn á milli er fléttuð ágæt tónlist. ítalski konsertinn eftir J.S, Bach er mikið listaverk og var tæknilega vel útfært, en í nútímahraða, af Riko Fukuda. Fukuda er afburða sembalisti hvað snertir leiktækni og lék hún fallega með ýmsar tónlínur, þó heildarmynd verksins glataði nokkru af tign sinni og virðuleika í nútímalegum og ofurhröðum leik hennar. Sellósónata eftir Geminiani var mjög vel leikin af Ballasz Mate en verkið er því miður ekki sérlega skemmtilegt. í síðasta verkinu, sem var konsert eftir Telemann, bættist í hópinn Laura Johnson, er lék aðra fiðlu. Þrátt fyrir frábæran leik og samstillingu, var það mikill hraði, sem rændi verkin nokkru af kyrrð og virðuleik barokktímans, því þrátt fyrir Babel-háar byggingar barokk- manna, var tíminn fyrir þeim sem sjálf eilífðin og líftími manna hæg- ferðugt augnabliks brot af henni. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991 21 Nokkur orð um Palestínu- ráðstefnu SÞ í Helsinki eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur ÞAÐ SEM einna mesta athygli vakti á þriggja daga ráðstefnu evrópskra blaðamanna um Palestínu sem SÞ boðuðu til í Helsinki dagana 3.-5. júní sl. virtist mér vera að fram kom að forysta PLO er reiðubúin að hitta Israela „hvar og hve- nær sem er“ til að hefja undir- búning að ráðstefnu um lausn málsins. í öðru lagi vöktu ánægju ýmsar hugmyndir sem William Quandt frá Brooking- stofuninni í Washington setti fram í lokaorðum t. d. að Bush Bandaríkjaforseti ætti að koma sjálfur til skjalanna í stað þess að beita James Baker jafnan fyrir sig. Ein hugmynd Qandts var sú að Bush og Gorbatsjov ættu að biðja Mú- barak Egyptalandsforseta að bjóða fulltrúum allra deiluað- ila og allra Arabaþjóða til fundar í Kairó. „Ef ísraelar mæta ekki á slíkum fundi er skömmin þeirra," sagði Qu- andt. Til ráðstefnunnar var boðið evrópskum blaðamönnum sem skrifa að staðaldri um Palestínu- málið og Miðausturlönd. Þarna komu saman 60 blaðamenn frá 30 löndum. Ráðstefnustjóri var Vasily Safrounchuk, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna um öryggismál. í ráðstefnuboði var sagt að ræðumenn yrðu m.a. fulltrúar frá PLO, stjórnar-og stjórnarand- stöðu í ísrael, frá Jórdaníu kæmi sérlegur ráðgjafi Husseins Jórd- aníukonungs, fulltrúi yrði frá Sýrlandi og auk þess Anatoly Ivanovich Philyov, aðstoðarstjóri Miðausturlanda og Norður- Afríkudeildar sovéska utanríkis- ráðuneytisins, Simone Veil, fyr- verandi forseti Evrópuþingsins, Mohamed E1 Shafei Abdel Hamid, fyrverandi aðstoðarut- anríkisráðherra Egyptalands, Hanan Mikhail Ashrawi, deildar- forseti listadeildar Bir Zeit há- skólans í Ramallah á Vestur- bakkanum, Fuchang Yang, að- stoðarutanríkisráðherra Kína, Simon Fraser, frá Miðaustur- landadeild breska utanríkisráðu- neytisins ogh William Quandt frá Brookings-stofnuninni í Wash- ington D.C. s Nokkrir frummælendanna. Þetta virtist við fyrstu sýn hin fegursta fylking ræðumanna. Við upphaf ráðstefnunnar þurfti Safrounchuk hins vegar að byija á að greina frá nokkrum breyt- ingum: Likud-flokkurinn í ísrael hafði neitað að senda ræðumann qg þó þeir tveir sem töluðu frá Israel væru hinir áheyrilegustu menn dró allur málflutningur þeirra dám af því að þeir eru í stjórnarandstöðu og mér fannst þetta minnka vægi ráðstefnunn- ar. Að svo mæltu varð aðstoðar- framkvæmdastjórinn að skýra frá því að engir fulltrúar kæmu frá Jórdaníu og Sýrlandi og Sim- one Veil hefði sömuleiðis forfall- ast. Var þá óneitanlega enn ósýnilegri tilgangur með þessari samkundu. Þarna á ég sem sagt fyrst og fremst við fulltrúa frá Likud og Sýrlandi og Jórdaníu. Sovésku og kínversku ræðu- mennirnir fluttu ákaflega staðl- aðar • og innihaldslausar ræður og viku ekki frá texta og komu sér að mestu leyti undan því að svara spurningum sem til þeirra var beint. Fulltrúi PLO Yasir Abedrabbo var skýr og skori- norður og lýsti yfir vilja PLO til að ræða án skilyrða við Israela til undirbúnings frekari viðræð- um. Haim Ramon, þingmaður Verkamannaflokksins og sköru- legur í málflutningi byijaði á að benda okkur á að það væru lög í Israel sem bönnuðu að gyðingar töluðu við PLO-menn og hann ætlaði ekki að gerast lögbijótur og myndi því ekki yrða á PLO- manninn. Hins vegar sagðist hann vilja frið og réttlæti meira að segja til handa öðrum íbúum ísraels en gyðingum. Dr. Hanan Ashrawi prófessor var áheyrileg og snjöll. Hún er ein þeirra sem hitti James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna þegar hann var á Miðausturlandaskokki sínu í vor. Hún er mjög afdráttarlaus í tali og auk þess lék enskan henni á tungu áreynslulausar en hjá öðrum ræðumönnum sem ekki höfðu ensku að móðurmáli. Það var út af fyrir sig fróðlegt að hlýða á umræðurnar sem fóru að vísu fyrsta daginn út í nagg eða tilfinningaraus og hefði ekki þótt tilkomumikið ef kvenfólk hefði staðið fyrir svo hallærisleg- um rökræðum. Það voru allir sammála um að málin væru að sigla í strand. Öllum bar saman um að allir vildu frið. Menn greindi á um leiðir sem fyrr.Nú er ég ekki ráðstefnuvön manneskja en mér þótti umræð- urnar og almennt vinna fulltrúa á ráðstefnunni vera ósköp tak- Hluti ráðstefnugestanna. mörkuð. Það var lítið gert að því að draga áheyrendur inn í um- ræður þó spurningar væru leyfð- ar öðru hveiju og ansi mikið af yfirlýsingum og ræðuhöldum áttu trúlega að hljóma vel en þar flaut með ókjör af sjálfsögðum, margsögðum, margtuggðum tugguni. Fundurinn hófst á mánudags- morgni 3.júní og var það eini dagurinn af þessum þremur sem eitthvað var rætt að gagni. Ann- ars var varla hætta á að ráð- stefnugestir ofreyndu sig, fundir stóðu í 2 klukkutíma seinni dag- ana tvo. Það var kalt í Helsinki þó júnímánuður væri hafinn en annars hefðu menn sjálfsagt not- að tækifærið að skoða sig meira um. Ýmsir reyndir og þekktir evr- ópskir ritstjórar helstu stórblaða voru á ráðstefnunni en þrátt fyr- ir mælsku dr. Hanans sem varð að vísu að nokkrum langdregnum fyrirlestrum þegar á leið, vænt og elskulegt viðmót Vasily Safro- unchuks og rökfestu og góðan málflutning þeirra William Qu- andts og hins ísraelska fulltrúans Elazar Granots frá Maapam flokknum var þetta rýr mál- stefna. Sú hugsun gerði vart við sig öðru hveiju að ég vonaði að alþjóðaráðstefnur sem er svo merkilegt að sækja af því þar vita allir allt væru ívið bitastæð- ari en þessi. Niðurstaðan var að ráðstefnan hefði verið „gagnleg“ og þyrfti að efna til annarrar slíkrar. Ég leyfi mér að setja stórt spurning- armerki við það nema öruggt sé að til hennar kömi þeir sem hafa vald til að segja meira en margir sem þarna mæltu. Einhver stakk upp á að næsta ráðstefna af þessu tagi ætti að vera í Jerúsal- em. „Vel á minnst,“ sagði frú Hanan.„Þá verður PLO að fá að senda fulltrúa. Mun ísraelsstjórn leyfa að Yassir Arafat eða ein- hver annar frá samtökunum komi?“ Og þar sem Shamir for- sætisráðherra hefur sagt að dirf- ist Arafat að koma til Israels eða Jerúsalem verði hann handtekinn og leiddur fyrir rétt - og enginn frá Likud var þarna til að svara, þá endaði ráðstefnan svo sem ekki í neinu. Og mun væntanlega hvorki ýta á né tefja fyrir að Palestínumálið verði leyst. Og punktur. 1 I I i j I I

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/124094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: