Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 152. tbl. 79. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. JULI 1991 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Irakar veita SÞ upp- lýsingar um kjarn- orkutiiraunir sínar Washington, Bagdad, Sameinuöu þjóðunum. Reuter. SADDAM Hussein Iraksforseti hefur sent Sameinuðu þjóðunum og Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni í Vín bréf þar sem er að finna Iista yfir kjarnaefni og kjarnorkubúnað í eigu íraka. Sögðu sérfræðingar að á listanum væri að finna upplýsingar um átta kjarnorkuver í grennd við Bagdad. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að ekkert í bréfi Saddams drægi úr þörfmni á ferðum eftirlitsmanna til íraks. Hann sagði að með bréfínu hefðu þó írak- ar loks viðurkennt að þeir stunduðu tilraunir sem hefðu kjarnavopna- framleiðslu að markmiði. Eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóð- Frakkland; Hertar aðgerð- ir g“egTi inn- flytjendum París. Reuter. EDITH Cresson, forsætisráð- herra Frakklands, lýsti því yfir í gær að ríkisstjórn hennar hygðist herða mjög aðgerðir gegn ólöglegum innflytjend- um. Cresson sagði einungis 35% þeirra sem vísað væri úr landi yfirgefa Frakkland þar sem samkvæmt lögum væri ekki hægt að þvinga flugfélög í áætlunarflugi til að fljúga með þessa farþega. Cresson að til greina kæmi að nota herflugvélar en það væri ekki sú lausn sem hún kysi heist. Þá væri einnig vel skiljanlegt að flugmenn kærðu sig ekki um svona farþega í áætlunarflugi þar sem þeir væru oft í miklu upp- námi. „Það verður notað annað kerfi,“ sagði forsætisráðherrann og sagði koma til greina að taka sérstakar vélar á leigu. „Leigu- flug er í hugum flestra þegar fólk flýgur á ódýran hátt í sum- arfrí. Þessar flugferðir verða ókeypis og það er ekki verið að senda menn í frí.“ anna í Irak var í gær einnig afhent- ur listi yfir kjarnorkutilraunir íraka. Dimitri Perrieos, yfireftirlitsmaður, sagði íraka halda því fram að sá listi væri tæmandi. Kæmi m.a. fram að í gangi væru þrjú rannsóknarverk- efni sem miðuðu að því að auðga úran en það er hægt að nota við framleiðslu kjarnavopna. Fyrir hálfum mánuði komu írakar þrisvar í veg fyrir, að SÞ-nefndin gæti unnið sín störf og einu sinni var skotið að henni. Vildi hún þá fá að kanna nánar 60 bíla lest en grun- ur lék á, að með henni væri verið að flytja burt tæki sem nota má til að auðga úran. Reuter. Starfsmenn Rauða krossins í Króatíu fjarlægja lík fallins hermanns úr Þjóðvarðliði Króatíu í bænum Tenje við landamæri Serbíu og Króatíu. Alls féllu þar fimm í átökum í gær. Hafa samtals 62 menn látið lífið í bardögunum í Júgóslaviu. Friðaráætlun samþykkt í Júgóslavíu fyrir tiistilli EB; Samkomulagið jafngild- ir uppgjöf fyrir Slóveníu segir forseti slóvenska þingsins Ljubjjana, Zagreb, Washington. Reuter. FRANCE Bucar, forseti slóvenska þingsins, sagði í gær friðaráætlun þá, sem leiðtogar Júgóslavíu og lýðveldanna Slóveníu og Króatíu urðu ásáttir um á sunnudags- kvöld, fyrir tilstilli Evrópubanda- lagsins, nánast jafngilda uppgjöf fyrir Slóveníu. Það ylli einnig mikilli óvissu að enginn vissi hvort Júgóslavíuher væri í raun enn undir sljórn forseta Júgóslavíu. Bucar sagði slóvenska þingmenn og almenning hafa mjög skiptar skoðanir á samkomulaginu. Sló- venska þingið verður að sam- þykkja friðaráætlunina og er mál- ið á dagskrá þingsins á miðviku- daginn. I áætluninni felst m.a. að Slóvenía og Króatía fallast á að ganga ekki lengra í átt til sjálfstæðis næstu þijá mánuðina. Þá fengu heimavarnarlið Slóveníu og Júgóslavíuher frest til klukkan tíu í gærkvöldi til að kalla hersveitir til búða sinna eða heim. Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu, sagð- Hættulegur leikur Hin árlega San Fermin-hátíð, sem haldin er í bænum Pamplona á Spáni, stenduryfirþessadagana. Eitt helsta „skemmtiaðriði“ hátíð- arinnar, felst í því að á hveijum morgni er nautum hleypt út á göturnar á meðal almennings. Fólk á þá oft fótum sínum fjör að launa og ekki sleppa allir jafn vel. Á myndinni hefur nauti tekist að stanga 23 ára gamlan Svía, Torly Urban að nafni, í ofanvert lærið. Hann sat fastur í nokkrar sekúndur og var fluttur lífshættu- lega slasaður á sjúkrahús. Sama naut stangaði síðan 24 ára norska stúlku, Anne Carling Ruan, en hún er ekki talin eins alvarlega slösuð o g Svíinn. Reuter ist í gær telja að með samkomulag- inu hefði borgarstyijöld verið afstýrt. Milan Kucan, forseti Slóveníu, sagði í gær að friðaráætlunin hefði ákveðna kosti í för með sér fyrir Slóveníu en að hann gæti ekkert fullyrt um hvort þingið myndi sam- þykkja hana eður ei. Sjálfur væri hann mjög ánægður. „Þetta er meira en við áttum von á. Þetta er fyrsta skrefið að alþjóðlegri viðurkenn- ingu,“ sagði hann við blaðamenn. Sime Djodan, vamarmálaráðherra Króatíu, lagði í gær áherslu á að það ákvæði friðaráætlunarinnar, að her- sveitir drægju sig til baka til her- búða, ætti við um Króatíu jafnt sem Slóveníu. Hann sagðist samt ekki telja líklegt að Júgóslavíuher drægi sig til baka. „Leiðtogar hersins hafna öllum þessum samkomulagsatrið- um,“ sagði Djodan á blaðamanna- fundi. „Eg óttast að þeir muni ekki standa við neitt samkomulag.“ Margaret Tutwiler, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, lýsti í gær yfir ánægju sinni með þá ákvörðun Evrópubandalagsins frá því á föstudag að banna vopnasölu til Júgóslavíu og stöðva efnahagsað- stoð við landið. Sagði Tutwiler að Bandaríkjamenn hygðust einnig banna alla vopnasölu til Júgóslavíu og stöðva mest alla aðstoð þangað. Þetta er fyrst og fremst táknræn ákvörðun þar sem vopnasala Banda- ríkjamanna til Júgóslavíu er lítil sem engin. Sjá nánar fréttir á bls. 18. Bush vill fund með Gorbatsjov í júlí Washington. Rcutcr. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að háttsettir embættis- menn frá Bandaríkjunum og Sovétríkjunum myndu koma saman síðar í vikunni til að freista þess að jafna ágreining þeirra í samningaviðræð- unura um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna þannig að hægt yrði að efna til leiðtogafundar í lok mánaðarins. „Við höfum nægan tíma til að leysa þetta mál og efna til fundar í lok júlí,“ sagði Bush á blaðamanna- fundi í Hvíta húsinu. Embættismenn í Hvíta húsinu sögðu að James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, myndi ræða við sovéska sendinefnd undir forystu Alexanders Bessmertnykhs, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, í Washing- ton á fimmtudag og föstudag til að freista þess að ná samkomulagi um fækkun larigdrægra vopna. Bush sagði að þessar viðræður myndu ráða úrslitum um hvort hann færi til fundar við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta í Moskvu. Það yrði ijórði fundur þeirra frá því Bush varð forseti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/124094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: