Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1991næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1991 Framhaldsskólar á Norðurlandi: Skólamir yfírfullir næsta vetur Ekki hægt að taka við öllum sem sækja um nám á fyrsta ári SKÓLAMEISTARAR og skólastjórar við framhaldsskóla og framhalds- deildir grunnskóla á Norðurlandi hafa að undanförnu þingað um inn- töku nemenda í skólana. Miklu fleiri umsóknir hafa borist skólunum en mögulegt er að verða við. Fáeinir tugir nemenda sem æsktu náms á fyrsta námsári fá ekki skólavist. I flestum skólunum verða nemend- ur fleiri næsta vetur en áður. Enn vantar kennara að sumum skólunum. Óvenjumikil aðsókn er að fram- haldsskólunum á Norðurlandi. Um- sóknir eru mun fleiri en skólarnir ráða við. Þar er hvort tveggja um að ræða húsnæðis- og kennaraskort. Skólameistarar á Akureyri sögðu að þrátt fyrir að boginn væri spenntur til hins ýtrasta væri útilokað að verða við öllum umsóknum um nám á fyrsta ári. Þannig þarf að vísa frá Menntaskólanum á Akureyri um 50 umsækjendum um fyrsta ár og frá Verkmenntaskólanum þarf að vísa að minnsta kosti 30 umsækjendum. Óvíst er hvað verður um þetta fólk, en einhver hluti þess á sókn til skóla í öðrum héruðum og kann að fá skólavist þar. Bernharð Haraldsson skólameist- ari VMA sagði að í skólanum yrðu næsta vetur 1.050 nemendur, en þeir hefðu aldrei verið svo margir. Hann sagði að húsnæðisskortur kæmi í veg fyrir að unnt væri að taka fleiri nemendur, en enn væru ekki risin nema um 60% af húsum skólans. Enn vantar að VMA kenn- ara í rafeindavirkjun og hjúkrunar- fræðum. Tryggvi Gíslason skólamestari MA sagði að þar yrðu næsta vetur fleiri i nemendur en nokkru sinni í dag- skóla, eða alls um 620. Til þess að koma öllu þessu fólki fyrir hefði ver- ið sótt um leyfi til að taka á leigu kennsluhúsnæði í íþróttahöllinni á Akureyri, en skólanum hefur ekki bæst húsnæði síðan 1969. Að Menntaskólanum vantar enn kenn- ara fyrir næst.a vetur, í íslensku, stærðfræði og þýsku. í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki verða nemend- ur næsta vetur um 380, í Framhalds- skólanum á Húsavík um 170, um 85 nemendur í framhaldsnámi á Laug- um og um 50 við framhaldsdeild Dalvíkurskóla. Starfrækt verður framhaldsdeild við Gagnfræðaskól- Eins og fram hefur komið í frétt- um er ætlað að Landsbankinn hlutist til um að reka Álafoss um hríð, a.m.k. fram til áramóta. Enda þótt ekki séu öll kurl komin til grafar í þessu máli er unnið áfram í verk- smiðjum Álafoss á Akureyri eins og ekki hafi í skorist. Kolbeinn Sigur- ann í Ólafsfirði og að sögn Óskars Sigurbjörnssonar er búist við að þar verði a.m.k. 15 nemendur. Við Grunnskólann á Siglufirði verður einnig framhaldsdeild og sagði Hin- rik Aðalsteinsson að allmargar um- sóknir hefðu borist. Að auki væri í ráði að hefja í haust við skólann kennslu á sjúkraliðabraut, en all- margar konur sem ættu ekki heiman- gengt en hefðu lokið undirbúnings- námi sæktu um þetta nám. Ennfrem- ur væri ætlunin að kenna á vélstjórn- ar- eða vélavarðabraut. Þar er um að ræða vélstjómarréttindanám fyrir starfandi vélvirkja. bjömsson formaður starfsmannaráðs sagði í samtali við Morgunblaðið að einhveijir starfsmanna hefðu í óvissu undanfarinna vikna ráðist til starfa hjá öðmm fyrirtækjum og sumir hefðu þegar hafið þar störf. Af þeim sökum þyrfti trúlega að ráða nýja starfsmenn ef halda ætti upp fullri Breyttir atvinnuhættir valda því að fleiri sækja um nám í framhalds- skólum en áður. Um það bil 90 af hundraði 16 ára fólks á Norðurlandi sækir nú um framhaldsnám. í þeim árgangi em um 800 en umsóknir um nám á fyrsta ári em nær 950. Þessi munur stafar af ýmsu, meðal annars vinnslu. Hér væri að vísu ekki um að ræða margar stöður, en nokkrar þó. Kolbeinn sagði að framtíðin væri enn óljós. Tíðindi sem borist hefðu norður af örlögum fyrirtækisins væru sitt á hvað og í kross. Eina stundina ætti að reka fyrirtækið áfram í sem næst óbreyttri mynd en aðra stundina bæmst tíðindi um að loka eigi einhveijum deildum. Ómögulegt sé því að segja nánar til um málið fyrr en berist skýrari og að talsvert er um að nemendur úr öðrum landshlutum sækist eftir námi fyrir norðan, allmargir endurtaka nám á fyrsta ári og enn eru dæmi þess að nemendur geri hlé á námi sínu eftir gmnnskólalok og komi í framhaldsskóla ári síðar. betri svör við þeim spurningum sem brenni á vörum manna. Þetta hljóti og verði að skýrast á allranæstu dögum. Kolbeinn sagði að verkefnastaða fyrirtækisins væri mjög góð, hefði sjaldan verið betri. Ef allt færi að óskum væru næg verkefni langt fram á næsta ár, en það væri háð því að sölusamningar við Rússa stæðu þótt nýr rekstaraaðili stæði að fyrirtæk- inu. Engin ástæða væri til annars en að vona að það stæðist. Alafoss, Akureyri; Óvissa um framtíðina vegna óljósra fregna af stöðu mála VINNA heldur áfram hjá Álafossi á Akureyri. Nokkur óvissa er meðal starfsmanna vegna óljósra upplýsinga um fyrirkomulag og starfsemi við breyttar aðstæður. Verkefnastaða fyrirtækisins er þrátt fyrir allt óvenjugóð. Matreiðslumaður eða vanur/vön eldhússtörfum Ef þú ert samviskusamur, stundvís og heiðar- legur starfskraftur og vanur (vön) elda- mennsku þá viljum við ráða þig í vaktavinnu (12 tíma vaktir). Við erum lítið en stöðugt vaxandi fyrirtæki, sem er vel staðsett í bæn- um. Ef þú hefur áhuga og getur hafið störf fljótlega, sendu þá upplýsingar um sjálfan þig (nafn, heimilsf., kennit., síman. og með- mæli) til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 15. júlí nk. merktar: „Veitingahús-krá - 1218“.. p BORGARSPÍTALINN Speglunareining Hjúkrunarfræðingar - því ekki að breyta til? Nú er tækifæri til að kynnast nýjungum á sviði greiningar og meðferðar sjúkdóma í lungum og meltingarvegi. Fjölbreytt vinna, hentugur vinnutími - aðeins dagvaktir. Laus er til umsóknar 60% staða hjúkrunar- fræðings. Komið, skoðið og ræðum málið. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 696351. Sjúkrahús Skagfirð- inga - Sauðárkróki auglýsir hér með stöðu framkvæmdastjóra sjúkrahúss og heilsugæslu Skagfirðinga lausa til umsóknar. Umsóknar frestur er til 7. ágúst nk. Umsóknir sendist til formanns sjúkrahúss- stjórnar, Jóns E. Friðrikssonar, Háuhlíð 7, Sauðrárkróki. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður. Sauðárkróki, 8.júlí 1991. SæmundurÁ. Hermannsson, framkvæmdastjóri, símar 95-35474 og 95-35270. „Klinik“dama Tannfæknastofa óskar að ráða stundvísan og reglusaman starfskraft til mótttöku og aðstoðarstarfa. Umsóknareyðblöð og nánari upplýsingarfást á skrifstofu okkar til 12. júlí. CtIIÐNT Tónsson RÁÐCJÓF & RÁÐN I N CARþJÓN Ll STA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Auglýsing um lausa stöðu sérfræðings í geð- lækningum til starfa fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Laus er til umsóknar staða sérfræðings í geðlækningum til starfa fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Lækninum er ætl- að að annast umsjón með ósakhæfum af- brotamönnum og jafnframt að sinna geð- læknisþjónustu ífangelsum landsins. Staðan veitist frá og með 1. september nk. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf, sendist ráðu- neytinu á þar til gerðum eyðublöðum sem þar fást fyrir 5. ágúst nk. Nánari upplýsingar um stöðuna veitir ráðu- neytið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 5.júlí 1991. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíðum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 152. tölublað (09.07.1991)
https://timarit.is/issue/124094

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

152. tölublað (09.07.1991)

Aðgerðir: