Morgunblaðið - 16.07.1991, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1991
Ounninn fiskur til Færeyja:
Bjóðast til að af-
nema verðbætur
Færeyska landsstjórnin hefur sent íslenskum stjórnvöldum bréf,
þar sem hún býðst til að falla frá verðbótum á óunninn fisk sem
íslensk fiskiskip landa í Færeyjum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segist meta þessi viðbrögð, en þetta sé ekki samningsatr-
iði milli íslendinga og Færeyinga og Færeyingar verði sjálfir að
taka sinar ákvarðanir í þessu efni.
Að sögn Þorsteins Pálssonar einfaldlega andvígir slíkum styrkj-
stingur færeyska landsstjómin upp
á ýmsum leiðum í bréfinu til að
takmarka verðbæturnar, binda þær
við ákveðnar tegundir eða fella þær
algerlega niður. Þessar verðbætur
nema um 14 krónum á kíló af óunn-
um fiski.
„í sjálfu sér er það ekki neitt til
samninga okkar í milli. Þeir verða
einfaldlega að taka sínar ákvarðan-
ir og við okkar; við getum ekkert
samið við þá um mismunandi mikla
ríkisstyrki til fiskvinnslu. Við erum
um enda eru þeir andsnúnir hags-
munum íslenskrar fiskvinnslu,"
sagði Þorsteinn.
Tilboð Færeyinga kemur vegna
harða viðbragða sjávarútvegsráð-
herra við fréttum af áðurnefndum
verðbótum en hann gaf í skyn að
veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri
landhelgi kynnu að verða endur-
skoðaðar. Ekkert er minnst á þess-
ar veiðiheimildir í bréfi Færeyinga,
að sögn sjávarútvegsráðherra.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Einar Ólafs-
son íLækjar-
hvammi látinn
EINAR Ólafsson, bóndi í Lækjar-
hvammi, lézt í Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi aðfaranótt mánu-
dags, 95 ára að aldri. Einar sat
meðal annars í borgarstjórn
Reykjavíkur 1940-1944. ,,
Einar var fæddur að Flekkudal
í Kjósarhreppi 1. maí 1896, sonur
Ólafs Einarssonar og Sigríðar
Guðnadóttur. Hann bjó í Lækjar-
hvammi við Reykjavík 1926-66 og
rak einnig bú í Bæ í Kjós 1939-71.
Hann starfaði hjá Framleiðsluráði
landbúnaðarins frá 1966.
Einar var meðal annars formaður
Ungmennafélagsins Drengs 1920-
1922, formaður jarðræktarfélags
Reykjavíkur um áratugaskeið og í
stjórn Búnaðarfélags íslands og
Mjólkursamlags Kjalarnesþings um
langan tíma. I öllum þessum félög-
um var hann heiðursfélagi. Einar
sat auk þess lengi í stjórn Osta-
og smjörsölunnar, Stéttarsambands
bænda og fleiri félaga.
Banaslys í
Þórsmörk
NÍTJÁN ára gamall maður lézt
í Þórsmörk aðfaranótt laugar-
dags er hann hrapaði í gjá. Hann
hét Barði Páll Óskarsson, til
heimilis að Túngötu 50 á Eyrar-
bakka.
Talið er að slysið hafi orðið und-
ir morgun á laugardag og maðurinn
látizt samstundis. Hann fannst eftir
hádegi á laugardag.
Barði heitinn var ókvæntur og
barnlaus.
Grétar Guðmundsson með ávaxtafernur á Svíþjóðarmarkað.
Mjólkurbú Flóamanna:
1,2 milljónir mjónuferna með
ávaxtasafa á markað í Svíþióð
Kona Einars var Berta Ágústa
Sveinsdóttir, sem lézt árið 1968.
Dóttir þeirra er Þórunn.
Selfossi.
í MJÓLKURBÚI Flóamanna er
þessa dagana unnið af kappi
við að pakka ávaxtasafa í 1,2
milljónir mjónuferna fyrir
sænskt fyrirtæki, Falken AB.
MBF hefur tæpan mánuð til að
skila þessu verki sem það fékk
eftir útboð.
Það var fyrir rúmu ári að MBF
pakkaði ávaxtasafa fyrir sænska
fyrirtækið Falken, vegna mark-
aðssetningar á vörunni í Svíþjóð.
Vörunni var mjög vel tekið og
fyrirtækið setti upp eigin pökkun-
arvélar sömu gerðar og eru í
MBF. Sú pökkun sem nú er fram-
kvæmd í MBF er til þess að
mæta því umframmagni sem Fal-
ken í Svíþjóð getur ekki annað.
Þessi pökkun var boðin út og MBF
hreppti hnossið.
„Þetta er góð búbót fyrir okkur
og bætir nýtinguna á tækjunum
auk þess sem þetta er ein leið til
útflutnings á íslensku vatni. Þetta
sýnir einnig að það eru ýmsir
möguleikar til ef menn vita hveij-
ir af öðrum milli landa,“ sagði
Birgir Guðmundsson mjólkurbú-
stjóri.
Þeim 1,2 milljónum mjónuferna
sem pakkað verður í MBF á að
skila á 28 dögum og hefur vinnu-
dagurinn í pökkunarsalnum verið
lengdur á meðan unnið er við
þetta pökkunarverkefni.
Sig. Jóns.
Heilbrigðisráðherra um gjaldtöku í heilbrigðisþjónustu:
Gjaldtaka verður að mið-
ast við gjaldþol greiðenda
í heilbrigðisráðuneytinu er nú
verið að kanna leiðir til að ná
markmiðum ríkisstjórnarinnar
um niðurskurð á fjárlagahallan-
um. Sighvatur Björgvinsson, heil-
brigðisráðherra, segir að meðal
þeirra leiða sem verið sé að skoða
sé gjaldtaka af þeim sjúklingum
sem hafi bolmagn til að greiða
fyrir þjónustuna.
Sighvatur sagði í samtali við
Morgunblaðið að tekjur vantaði fyrir
'A til 'h af útgjöldum ríkisins, það
væri sá vandi sem við væri að glíma
í ríkisfjármálum. „Þegar menn eru
að tala um 20 milljarða þá eru menn
ekki að tala um neina hagræðingu
né aðhald í ríkisrekstri, það eru
menn að tala um þegar hallinn er
tveir milljarðar," sagði Sighvatur.
Hann sagði að nú væri verið að
ræða um hina dýru þjónustuliði ríkis-
ins, sem væru tilfærslur til einstakl-
inga, heimila og samtaka, almanna-
tryggingamar, niðurgreiðslur á
landbúnaðarvörur og styrkir til at-
vinnulífsins. Síðan væru það hin
dýru rekstrarviðfangsefni ríkissjóðs,
menntamál, félagsmál og heilbrigð-
ismál.
Þýsku skátamir skyldu
hertir við mannraunir
ÞÝSKU skátamir tveir sem
saknað var á Héraði em komnir
fram. Þeir reyndust hafa hafst
við í tjaldi sínu rétt innan við
Egilsstaði.
Drengirnir fóru ásamt fímm fé-
lögum sínum upp á Fljótsdalsheiði
á mánudaginn var og ætluðu að
ganga úr Fljótsdal yfír í Hrafn-
kelsdal. Tveir þeirra yfirgáfu fé-
laga sina á heiðinni og var um tíma
íhugað að hefja leit að þeim.
Að sögn Úlfars Jónssonar lög-
regluvarðstjóra á Egilsstöðum
taldi lögreglan þar aldrei ástæðu
til að óttast að ráði um drengina.
Olíubílstjóri hefði tekið upp tvo
pilta sem svöruðu til lýsingar á
þeim og ekið þeim niður að Egils-
stöðum. Það hefði því ekki verið
nein ástæða til að hefja víðtæka
leit að þeim á heiðinni.
Þessir þýsku drengir eru félagar
í þýskum skátaflokki frá Hamborg.
Hópurinn kallar sig Pfardfinder-
bund Nord. Foringi þeirra hér var
Alexander Pusch, nítján ára að
aldri. Yngsti drengurinn í hópnum
var aðeins tólf ára, þrír voru fjórt-
án ára gamlir, einn sextán ára og
einn átján ára. Það voru tveir þeir
elstu af óbreyttum í hópnum sem
yfirgáfu foringja sinn og félaga á
heiðinni.
Úlfar Jónsson segir að foringi
drengjanna hafi haft undir höndum
undirskrifað leyfi foreldra drengj-
anna um að fara með þá til Is-
lands. Tilgangur ferðarinnar hafí
að því er virðist hafa verið sá einn
að herða þá við einhvers konar
mannraunir. Sagði Úlfar að sér
þætti það furðulegt að foreldrar
skyldu veita svo ungum manni sem
Alexander Pusch væri, skilyrðis-
laust leyfí til að fara með böm sín
um óbyggðir íslands.
Drengirnir munu ætlá að fara
burtu af landinu með Norrænu á
fimmtudaginn kemur.
Eiður Guðnason, umhverfisráð-
herra, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að mál þetta væri að hans
mati hið furðulegasta. Hann
kvaðst ekki hafa íhugað neinar
aðgerðir til þess að koma í veg
fyrir að svona atburðir endurtækju
sig enda væri erfitt að ná til ferða-
manna á hálendinu með lögum.
„Þegar menn eru að tala um 20
milljarða eru menn að tala um
þetta,“ sagði Sighvátur. „Vandinn
er sá að þá þjónustu sem þjóðin vill
fá vill hún ekki borga fyrir. Það er
út af fyrir sig allt í lagi að fresta
einhveijum hluta af reikningnum um
skamman tíma til einhverrar
framtíðar sem enginn veit hver verð-
ur. Það höfum við gert undanfarin
ár, en þegar um svona miklar fjár-
hæðir er orðið að ræða dugir það
ekki lengur. Lækningin við því er
ekki nema ein. Sú kynslóð sem nýt-
ur þjónustunnar verður að greiða
hana. Hún getur ekki ávísað svona
háum reikningum á framtíðina. Ann-
að hvort verður hún að vera án ein-
hvers hluta þjónustunnar sem hún
fær eða hún verður að greiða fyrir
hana og það er það sem við erum
að leita að. Hún vill ekki greiða fyr-
ir hana í sköttum og þá er ekki
nema um tvennt að ræða. Hvers
geta menn verið án í þjónustunni
og eru menn þá reiðubúnir að greiða
fyrir það sem þeir fá? Þá verður
gjaldtakan auðvitað að miðast við
gjaldþol þeirra sem greiða. Það er
ástæðulaust að ríkið við þessar að-
stæður sé að láta í té ókeypis þjón-
ustu til fólks sem getur greitt fyrir
hana. Það sem þarf hins vegar að
veija er fólkið sem ekki getur greitt
fyrir þjónustuna sem það þarf að fá
og það er ekki hægt að veija það
fólk nema að þeir borgi sem geta
greitt. Svo einfalt er það.“
Aðspurður sagði hann að það yrði
að taka á öðrum þáttum í útgjöldum
ríkisins jafnframt, eins og trygg-
ingakerfí atvinnurekstrarins, en þar
væri landbúnaðurinn fremstur í röð-
inni. Sama gilti um gjaldtöku fyrir
veiðileyfí, ekki stæði á Alþýðu-
flokknum að fara í það. „Þetta verð-
ur allt að fylgjast að. Menn fara
ekki í erfiðar ráðstafanir í heilbrigð-
is-, félags- og menntamálum upp á
það að menn haldi áfram að ríkis-
reka landbúnað og menn haldi áfram
að horfa upp á það að útgerðarmenn
velti milljörðum í viðskiptum síii á
milli með almannaeigu.“
Birtir til á Suður-
og Vesturlandi
GERT er ráð fyrir lítilli breytingu
á veðrinu norðan- og austaniands
næstu daga en sunnan- og vestan-
lands verður veður bjartara þegar
líður á vikuna. Hiti verður á bilinu
9-11 stig norðanlands en 10-17
stig sunnanlands.
Á Norðurlandi, frá Húnaflóa og
austur á firði, er gert ráð fyrir skýj-
uðu veðri og lítilsháttar rigningu og
súld á köflum. Á Suður- og Vestur-
landi verður skýjað á köflum og
hætt við síðdegisskúrum í uppsveit-
um og inni á hálendi.
Þegar líður á vikuna er gert ráð
fyrir eindregnari norðaustanátt og
Lim»tn»»n vnrít’i ----