Morgunblaðið - 16.07.1991, Síða 25

Morgunblaðið - 16.07.1991, Síða 25
25 MORGÚNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 1991 ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1. júlí 1991 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) .................. 12.123 'A hjónalífeyrir ...................................... 10.911 Fulltekjutrygging .................................... 26.320 Heimilisuppbót ........................................ 8.947 Sérstök heimilisuppbót ................................ 6.154 Barnalífeyrir v/ 1 barns ................................ 7.425 Meðlagv/1 barns ......................................... 7.425 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.653 Mæðralaun/feðralaun v/2ja barna ........................ 12.191 Mæðralaun/feðralaun v/3ja barnaeðafleiri ............... 21.623 Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða ......................... 15.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða ....................... 11.389 Fullur ekkjulífeyrir .................................«. 12.123 Dánarbæturí8ár(v/slysa) ............................... 15.190 Fæðingarstyrkur ........................................ 24.671 Vasapeningar vistmanna ..................................10.000 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga .........................10.000 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar ............................ 1.034,00 Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 517,40 Sjúkradagpeningarfyrirhvertbarnáframfæri ............... 140,40 Slysadagpeningareinstaklings ........................... 654,60 Slysadagpeningarfyrirhvertbarn áframfæri ............... 140,40 18% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í júlí, er inni í upphæð- um tekjutryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbót- ar. FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 15. júlí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 91,00 85,00 87,23 4,979 434.402 Þorskur(óst) 96,00 96,00 96,00 0,537 51.552 Ýsa 128,00 50,00 106,81 14,355 1.533.345 Smárþorskur 67,00 67,00 67,00 0,310 20.770 Karfi 37,00 35,00 36,35 13,749 449.711 Ufsi 60,00 60,00 60,00 0,712 42.720 Steinbítur 53,00 53,00 53,00 0,840 44.520 Smáufsi 50,00 50,00 50,00 0,657 32.850 Langa 60,00 50,00 52,14 2,086 108.762 Lúða 280,00 215,00 236,51 1,198 283.335 Koli 75,00 75,00 75,00 0,045 3.375 Keila 37,00 37,00 37,00 0,570 21.109 Samtals 76,84 40,044 3.076.951 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur (sl.) 91,00 47,00 81,46 50.101 4.081.141 Þorskur smár 75,00 75,00 75,00 3,682 276.150 Ýsa (sl.) 134,00 50,00 103,82 7,929 823.154 Karfi 36,00 35,00 35,41 4,489 158.939 Ufsi 61,00 59,00 60,14 31,563 1.898.097 Steinbítur 50,00 50,00 50,00 0,276 13.800 Langa 50,00 50,00 50,00 0,330 16.500 Lúða 315,00 245,00 280,63 0,527 147.890 Skarkoli 85,00 84,00 84,67 0,160 13.547 Sólkoli 50,00 50,00 50,00 0,099 4.950 Skata 95,00 95,00 95,00 0,060 5.700 Lýsa 24,00 24,00 24,00 0,050 1.200 Kinnar 90,00 80,00 84,55 0,055 4.650 Langlúra 10,00 10,00 10,00 0,046 460 Blandað 35,00 35,00 35,00 0,202 7.070 Undirmál 68,00 67,00 67,01 2,286 153.190 Samtals 74,66 101,735 7.595.038 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 92,00 50,00 84,75 38,847 3.292.316 Ýsa 119,00 79,00 101,39 24,998 2.534.631 Blandaö 24,00 24,00 24,00 0,308 7.416 Hlýri/Steinb. 56,00 56,00 56,00 0,387 21.672 Koli 70,00 70,00 70,00 0,844 59.080 Blálanga 62,00 58,00 60,90 0,734 44.700 Náskata 5,00 5,00 5,00 0,035 175 Langa 52,00 35,00 47,16 0,137 6.461 Undirmál 55,00 52,00 53,75 0,144 7.740 Sólkoli 67,00 67,00 67,00 0,012 804 Skötuselur 445,00 165,00 407,77 0,173 70.545 Skata 84,00 83,00 83,94 0,266 22.328 Steinbítur 57,00 54,00 55,95 0,560 31.330 Karfi 37,00 27,00 34,24 12,698 434.815 Keila 44,00 43,00 43,50 4,004 174.198 Lúða 355,00 90,00 206,09 0,997 105.475 Ufsi 60,00 50,00 55,91 18,363 1.026.757 Samtals 76,71 103,511 7.940.443 Selt var úr Sveini Jónssyni, Ágústi Guðmundssyni, Stafnesi, Keflvíkingi og fl. A morgun verður selt úr dagróðrabátum og Þuríði Halldórsdóttur. FISKMARKAÐURINN í ÞORLÁKSHÖFN. Þorskur (sl.) 113,00 82,00 95,83 3,091 296.218 Þorskur smár 65,00 65,00 65,00 0,162 10.530 Ýsa (sl.) 116,00 64,00 103,52 2,588 267,962 Karfi 32,00 32,00 32,00 0,413 13.216 Ufsi 60,00 60,00 60,00 1,360 81.600 Steinbítur 42,00 42,00 42,00 0,748 31.416 Langa 80,00 20,00 66,26 2,192 145.240 Lúða 290,00 290,00 290,00 0,039 11.310 Skarkoli 74,00 73,00 73,57 3,688 271.338 Keila 28,00 20,00 27,16 0,554 15.048 Skata 97,00 97,00 97,00 0,428 41.516 Samtals 77,66 15,263 1.185.394 Helgi Ass Grétarsson í 2. sæti Varsjá, frá Andra Grétarssyni fréttaritara Morgunbladsins. ÍSLENDINGAR fengu ein verð- laun á heimsmeistarainóti barna í Varsjá í Póllandi. I elleftu og síðustu umferð í opn- um flokki 14 ára og yngri gerði Helgi Áss Grétarsson jafntefli við Pólveijann Bartlomiej Macajeja með svörtu. Teflt var uppskiptaafbrigði spænska leiksins. Skákin var í jafn- vægi allan tímann nema á einum tímapunkti, í tímahraki átti Helgi möguleika á að snúa á Pólveijann. Helgi gerði einnig jafntefli í bið- skák sinni úr tíundu umferð við Dao Thein Hai og fékk því átta vinninga og silfrið. Kaminski frá Póllandi varð heims- meistari með 9 l/i vinning og Macajeja fékk 7 'h vinning og brons- ið. Þátttakendur í Helga flokki voru 50 frá yfir 40 þjóðum. í opnum flokki 12 ára og yngri gerði Jón Viktor Gunnarsson jafn- tefli við Indverj- ann Das Dipanjan með hvítu. Tefld var Sikileyjai-vörn. Jón Viktor fékk 51/’ vinning og lenti í 19 sæti, af 43 keppendum. Efstur varð Dualibe, Brasilíu, með Helgi Áss Grétarsson. 9'/2 vinning, annar Leko, Ungveija- landi, einnig með 9'/2 vinning og lakari stigatölu. í þriðja sæti var Berescu, Rúmeníu, með 8 vinninga. í opnum flokki 10 ára og yngri gerði Bergsteinn Einarsson jafntefli við Adrian Leroy frá Frakklandi með svörtu. Tefldur var enskur leikur. Bergsteinn fékk 6 'h vinning og lenti í 12 sæti af 36 keppendum. Heimsmeistari varð Leroy með 8 lh vinning, annar Vallejo, Spáni með 8 og þriðji Ganguly, Indlandi með 8. í stúlknaflokki 14 ára og yngri sigraði Pepten, Rúmeníu. í stúlkna- flokki 12 ára og yngri sigraði Blimka, Póllandi, og í stúlknaflokki 10 ára og yngri sigraði Voicu, Rúm- eníu. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 12.-15. júlí. Mjög mikill manníjöldi var í miðbænnum aðfaranótt laugar- dags. Talsverð ölvun var meðal fólks, en allt fór tiltölulega frið- samlega fram. > Fjórir ungir ökumenn voru sviptir ökuréttindum sínum aðfara- nótt Iaugardags. Þeir höfðu orðið uppvísir að því að aka á yfir 100 km hraða á götum borgarinar. Aðfaranótt laugardags handt- óku lögreglumenn í miðbænum mann, sem hafði veist þar að öðr- um. Mennirnir þekktust frá fyrri tíð, en gamalt ágreiningsmál gerði það að verkum að annar sló til hins. Kunningi þess bætti síðan um betur með þeim áfleiðingum að einhveijir áverkar hlutust af. Á föstudag var 17 ára drengur handtekinn í banka á Seltjarnar- nesi. Hann hafði reynt að fram- selja þar ávísun úr hefti reiknings, sem stofnaður hafði verið í öðrum banka daginn áður, en síðan verið gengið rösklega fram í að ávísa á. Á laugardagsnótt voru tveir tæplega þrítugir menn handteknir á Grettisgötu eftir að þeir höfðu reynt að komast þar inn í bíla. Eftir handtökuna viðurkenndu þeir að hafa verið að leita sér að bíl til þess komast á honum leiðar sinnar. Bíleigendur á þessum slóð- um höfðu gert mönnnunum erfitt fyrir með því að hafa bíla sína læsta og komu þannig í veg fyrir að einveijum þeirra yrði stolið þessa nótt. Tvítugur maður var handtekinn á laugardagsmorgun. Hann hafði áður brotið rúðu í bíl við Klapp- arstíg. Eftir handtökuna kom í ljós að hann hafði einnig brotið 6 rúð- ur í barnaheimili við Njálsgötu. Maðurinn átti erfitt með að gefa skýringu á háttarlagi sínu. Á föstudag tóku lögreglumenn u.þ.b. 30 metra langt laxanet upp úr Reykjavíkurhöfn. Netið hafði verið strengt á miili báts við loðnu- mjölsbryggjuna og olíuskips við olíubryggjuna. Enginn vildi kannst við að vera eigandi eða umráða- maður netsins. Svo virðist sem mikil laxagengd sé í höfninni um þessar mundir. Þijú umferðarslys urðu á föstu- dag og föstudagsnótt. Um miðjan dag slösuðust tveir ökumenn og fjórir farþegar í árekstri tveggja bíla á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar. Um kvöldið slasaðist ökumaður og tveir farþegar í árekstri tveggja bíla á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu og undir morgún á laugardag slösuðust tveir öku- menn í árekstri tveggja bíla á gat- namótum Laugavegs og Vitastígs. Samtals gistu 26 fangageymslur lögreglunnar aðfaranótt laugar- dags og sunnudags. Þurfti að vísa málum fjögurra tl dómara að morgni. I öllum tilvikum var um að ræða fólk, sem ekki kunni sér hóf undir áhrifuín áfengis og sýndi af sé ósæmilegt hátterni gagnvart lögreglumönnum, sem þurftu að hafa af því afskipti. Hveiju og einu var gert að greiða kr. 6.000 til lúkningar málum sínum. Tvö umferðarslys urðu á laugar- dag og aðfaranótt sunnudags. Rétt fyrir kl. 20.00 'laugardagskvöld meiddist ökumaður bifhjóls er hann missti vald á hjólinu í gryfj- unum í Áslandi og um nóttina meiddist gangandi vegfarandi þeg- ar hann lenti fyrir biflijóli á gatna- mótum Hafnarstrætis og Pósthússtrætis. Á sunnudagsmorgun var kvart- að yfir lélegum umferðarmerking- um framkvæmda við gatnamót Kringlumýrarbrautar od Lauga- vegs. Verktakanum var gert að færa þær til að betra horfs. Um kl. 18.00 á laugárdag var tilkynnt um að jeppabifreið væri föst í fjöruborðinu við Grandagarð rétt hjá olíubryggjunni og flæddi að henni. Þegar lögreglan kom á staðinn var eigandinn ásamt vini sínum í óðaangist að reyna að draga jeppann upp með öðrum slík- um. Lítið sást í jeppann nema topp- urinn. Eftir góða stund tókst að ná honum á þurrt og flytja á brot með vörubíl. Eigandinn hafði verið að prófa tryllitækið í fjörunni. Áðfaranótt sunnudags handtók lögreglan tvo drengi. 17 og 19 ára, á Laufásvegi. Drengirnir höfðu reynt að komast þar inn í bíla og báru pappakassa, fullan af alls kyns dóti, á milli sín. Þeir viðurkenndu að hafa stolið dótinu úr bílum, sem þeir höfðu fundið ólæsta við Laufásveg og víðar. Slökkviliðsmenn þurftu að fara inn um glugga á mannlausri íbúð við Sólheima á sunnudag, en mik- inn reyk lagði frá íbúðinni. Reykur- inn kom frá potti, sem gleymst hafði á eldavélahellu og kveikt var á. Aðfaranótt laugardags veittust nokkrir unglingar að manni, sem var á leið heim til sín í Fella- hverfi. Einn drengjanna sparkaði í manninn með þeim afleiðingum að hann féll við og reyndi drengur- inn þá að sparka í höfuð manns- ins. Einn drengjanna tók sig þá út úr hópnum og kom manninum til aðstoðar, en annars er sýnt að illa hefði getað farið. Maðurinn átti ekkert sökótt við drengina og ekki er vitað til þess að hann hafi þekkt þá á nokkurn hátt. Vitni að atburðinum hafa gefið sig fram og er því vitað hver og hvetjir voru þarna að verki. Á sunnudag kom upp eldur í fiskimjölsverksmiðjuniii Faxamjöli við Köllunarklettsveg. Eldur var í mjöli og logaði glatt. Starfsmanni tókst að slökkva eldinn, en slökkvi- liðið þurfti til að ljúka við verkið. Flytja þurfti starfsmanninn á slysadeild Borgarspítalans vegna hugsanlegrar reykeitrunar. Á sunnudagskvöld var tilkynnt um mann í vandræðum á bát utan við Gróttu. Lögreglumenn fóru á vettvang og kom þá í ljós að vél bátsins hafði stöðvast vegna elds- neytisstíflu. Stíflan var losuð og hægt var að koma vél bátsins í gang. Um kvöldið var tilkynnt um reyk frá bát við Eiðisvík. Slökkviliðið fór á vettvang. Ekki reyndist um eld að ræða heldur hafði vél báts- ins ofhitnað með fyrrgreindum af- leiðingum. Tilraunir til íkveikju TILRAUNIR voru gerðar til að kveikja í tveim trillum á Húsavík. aðfaranótt sl. sunnudags, en skemmdir urðu óverulegar. Um klukkan 3 aðfaranótt sunnu- dags, urðu vegfarendur varir við reyk frá slippnum í Naustafjöru. Höfðu þar verið dregnar undir á Húsavík kinnung 7 tonna trillu, sem var í slippnum, netadræsur og fleira rusl og eldur að borinn, sem þó var ekki orðinn mikill, þá að var komið. Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu tíu vikur, 3. maí - 12. júlí, dollarar hvert tonn Þeim, sem fyrst að komu, tókst að slökkva eldinn með því að bera sand að honum og með slökkvitæki, sem þau fundu í nálægum bát. Lítils- háttar skemmdir urðu á kinnungn- um. Stúlka, sem að slökkvistarfinu vann, brenndist lítillega. Á sunnudag varð eigandi trillu, sem hann átti í höfninni, var við að hellt hafði verið úr 25 lítra olíubrúsa víðsvegar um trilluna, í trillunni log- aði á lítilli kabyssu í lúkar, svo lán var að olían náði ekki til hennar. Þarna leikur sterkur grunur á að tilraun hafi verið gerð til íkveikju. (Fréttarilari)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.