Morgunblaðið - 16.07.1991, Page 44
Símabilanir halda áfram:
Sérfræð-
-ingar
ráðþrota
MIÐBÆJARSTÖÐ Pósts og
síma varð tvisvar sinnum sam-
bandslaus í gær. Sérfræðingar
L.M. Ericsson-fyrirtækisins
standa enn ráðþrota gagnvart
bilunum í stöðinni.
Að sögn Thors Eggertssonar
hjá Pósti og síma voru sænsku
sérfræðingarnir í símstöðinni þeg-
ar hún bilaði í gær. Það hjálpaði
þeim þó lítið til að finna bilunina.
jAnnars vegar varð sambandslaust
” við tjölda síma í miðbænum frá
klukkan 14.48 til kl. 15.30 og svo
aftur í stundarfjórðung um kl. 18.
Thor segir að enn sé allt á huldu
um hvort þama sé á ferðinni hug-
búnaðarvilla eða bilun í vélbúnaði.
Aðspurður hvort hugsanlega væri
um tölvuveiru að ræða sagði Thor
að það væri afar ólíklégt, vegna
þess að fjöldi símstöðva um allt
land gengi fyrir sama forriti og
miðbæjarstöðin.
Útlendur fáni á íslensku skipi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Torkennilegir fánar á íslenskum kaupskipum er ekki lengur óalgeng sjón, því af rúmlega 40 kaupskip-
um, sem íslendingar eiga eða reka, siglir tæpur helmingur undir íslenskum fána. Hin skipin eru skráð
í ýmsum löndum, svo sem á Kýpur, Möltu, Panama eða Antigua og Barbuda. Á þessari mynd sést
leiguskip Eimskipafélagsins, Mánafoss, í Reykjavíkurhöfn og á því blaktir fáni Antigua og Barbuda,
sem er eyríki í Vestur-Indíum.
Handknattleikur:
Sigurður
Sveinsson
til Selfoss
SIGURÐUR Sveinsson, hand-
knattleiksmaður, ákvað í að gær
að ganga til liðs við 1. deildarlið
Selfyssinga og leika með því
næsta vetur. I gær voru síðustu
forvöð að skipta um félag fyrir
næsta vetur og var mikið um
félagaskipti.
Meðal félagaskipta má nefna að
Stefán Kristjánsson skipti úr FH i
KA á Akureyri, Gunnar Gunnars-
son, sem lék í Svíþjóð, verður með
Víkingi, Sigtryggur Albertsson,
markvörður úr Gróttu, fór í Fram
og Helgi Bragason úr ÍBV í Víking.
Einar Þorvarðarson þjálfar lið
Selfýssinga næsta vetur og því
bætast tveir landsliðsmenn í lið
þeirra.
Sjá frétt á forsíðu íþróttablaðs.
1.000 manna varalið bandaríska hersins væntanlegt:
Fyrstu heræfingamar utan
vamarsvæðisins í Keflavík
SJÖTTA reglulega varnaræfing
Atlantshafsbandalagsins á Is-
l^landi, Norðurvíkingur 91, verð-
Fuglafræðing-
ur gripinn við
gluggagægjur
ÞÝZKUR fuglafræðingur var
handtekinn aðfaranótt laugar-
dags þar sem hann var að gægj-
ast á glugga í háhýsunum við
Hátún. Maðurinn var lítt mæltur
á íslenzku og ekki er á hreinu
hvort hann taldi athæfi sitt til
fuglaskoðunar.
Maðurinn var staðinn að verki
eftir að kvartanir höfðu borizt frá
íbúum. Fyrir skömmu hafði lögregl-
an afskipti af erlendum fuglafræð-
ingi, sem lagði stund á gluggagægj-
ur, en ekki liggur ljóst fyrir hvort
um sama mann er að ræða.
ur haldin hér á landi 30. júli - 7.
ágúst nk. 1.000 manna varalið
bandaríska hersins verður flutt
til landsins til að taka þátt í
æfingunum, sem fara fram á
varnarsvæðinu í Keflavík en
einnig í fyrsta skipti utan þess,
við ratsjárstöðvarnar á Stokk-
nesi, Gunnólfsvíkurfjalli og
Bolafjalli. Einnig verða æfingar
á æfingarsvæði björgunarsveita
hersins í uppsveitum Árnes-
sýslu.
Það 1.000 manna varalið sem
hingað verður flutt frá Pennsyl-
vaníu í Bandaríkjunum gegnir her-
þjónustu í einn mánuð á ári og
hefur það sérverkefni að veija Is-
land á ófriðar- og hættutímum,
samkvæmt upplýsingum Varnar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins. Um er að ræða 17% þess
landherafla og 10% alls þess her-
afla sem ráðgert er að staðsettur
yrði á landinu á slíkum tímum.
Um 600 manns munu fást við
stjórnstöðvaræfingar en um 400
Trékyllisvík:
Hundaþvottur í sundlaug
Trékyllisvík.
MENN í Norðurfirði urðu varir
við bifreið frá Reykjavík, með
hjón, þrjú börn og tvo hunda
innanborðs sem voru hér á ferða-
Iagi, fimmtudaginn 11. júlí s.l.
í sjálfu sér telst slíkt ekki til
tíðinda og að sjálfsögðu eru allir
velkomnir hingað í sveitina, en held-
ur fór að síga í brúnir heimamanna
er fólkið hafði baðað hunda sína i
sundlauginni við Krossnes.
Er þeim tilrriælum beint til fólks
að það gæti hreinlætis og baði
hunda sína frekar í baðkarinu
heima hjá sér.
Þess má geta að sundlaugin hef-
ur verið hreinsuð svo að fólki er
aftur óhætt að fara í sund.
- V. Hansen.
við hinar verklegu landvarnaræf-
ingar.
í tengslum við æfingarnar verð-
ur gengist fyrir hreinsun þeirri á
ummerkjum um ratsjárstöðina á
Bolafjalli, sem greint hefur verið
frá í Morgunblaðinu. Ólafur Ragn-
ar Grímsson, alþingismaður, hefur
ritað utanrikisráðherra bréf þar
sem hann segir ámælisvert að
leggja í svo umfangsmiklar heræf-
ingar á landinu á sama tíma og
afvopnun og samdráttur í herafla
einkenni þróun í okkar heimshluta
og að kynna hefði átt utanríkis-
málanefnd málið sérstaklega. Ól-
afur Ragnar sagði við Morgun-
blaðið að hann teldi ákveðna
stefnubreytingu felast í því að
útvíkka æfingarnar þannig að þær
færu fram í öllum landshlutum.
Sjá nánar á miðopnu.
Spariklædd
sauðkind
slapp úr
afmælisboði
LÖGREGLAN elti uppi sauð-
kind, sem spókaði sig í
Skerjafirðinum síðastliðið
föstudagskvöld, að því er
virtist í leit að bithaga. Sér-
staka athygli vakti að ærin
var spariklædd, með rauða
slaufu um hálsinn.
Við eftirgrennslan lögreglu
kom í ljós að ærin hafði sloppið
úr afmælisboði í hverfinu.
Hafði hún verið ætluð sem gjöf
handa barni, en líkaði ekki vist-
in og strauk úr samkvæminu.
Kindinni var komið í umsjá
vörzlumanns sauðkinda á höf-
uðborgarsvæðinu, sem kom
henni í haga á Mosfellsheiði,
en hún mun ættuð úr Þingvalla-
sveit.
Skattrannsóknardeild um Stöð 2:
Söluskattskyld velta
vantalinum 157 millj.
SAMKVÆMT áliti skattrann-
sóknardeildar ríkisskattstjóra
var söluskattskyld velta Stöðvar
2 vantalin um 157 milljónir árin
1986, 1987 og 1988. Af því nem-
ur vangoldinn söluskattur um
30 milljónum króna.
Skýrt var frá þessu í fréttum
Stöðvar 2 í -gærkvöldi. Þar kom
fram að álitsgerð skattrannsókn-
ardeildar hefði borist Stöð 2 í
síðustu viku, en rannsókn málsins
hófst í október 1988. Var óskað
eftir athugasemdum fyrirtækisins
við álitsgerðina.
Mestur hluti þeirrar fjárhæðar-
innar sem um er að ræða, 112
milljónir eða 85 milljónir að við-
bættum söluskatti, varðar svo-
nefnda kostun á dagskrárgerð og
bvort líta eigi á hana sem sölu-
skattskylda auglýsingu eða ekki.
Páll Magnússon forstjóri Is-
lenska útvarpsfélagsins sagði í
fréttum Stöðvar 2, að forráða-
menn Stöðvarinnar hefðu á sínum
tíma ekki litið svo á að greiða
bæri söluskatt af kostun á inn-
lendri dagskrárgerð og það væri
raunar álit félagsins enn þann dag
í dag. Skattayfirvöld virtust hins
vegar vera á öðru máli hvað þetta
varðaði og þá væri ekki annað
eftir en fá úrskurð til þess bærra
yfirvalda hvort er rétt.
Fram kom að ekki hefði verið
deilt um þessi mál síðan virðis-
aukaskattur var tekinn upp.
Um það sem á vantar sagði
Páll, að aðallega væri um að ræða
vöruskipti, sem skattayfirvöld
teldu að hefðu verið bókfærð á of
lágu verði og þar af leiðandi
greiddir of lágir skattar. Páll sagði
aðspurður að ef um saknæmt at-
hæfi væri að ræða í því sambandi
væri það ekki á vegum þeirra sem
ættu, eða stjómuðu fyrirtækinu
nú, heldur yrðu aðrir að svara
fyrir það.
Jóhann J. Ólafsson stjórnarfor-
maður Stöðvar 2, sagði við Morg-
unblaðið, að þetta væri ekki mál
þeirrar stjórnar sem nú stýrði fyr-
irtækinu og vísaði á forstjóra þess.
Ekki náðist í Pál* Magnússon í
gærkvöldi.