Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991 EFNI Utanríkis- málanefnd fundar um Litháen á morgnn BOÐAÐ hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis klukkan níu á mánu dagsmorg- un, til þess meðal annars að ræða um um frekari aðgerðir af hálfu Islendinga í þágu Lithá- en en Alþingi hefur þegar álykt- að fjórum sinnum Litháum til stuðnings. Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður utanríkismálanefndar , sagði i samtali við Morgunblaðið, að meðal annars myndi hann greina frá fundi, sem hann átti nýlega í Þýskalandi ásamt fulltrú- um Finnlands, Danmerkur og Svíþjoðar við Landsbergis forseta Litháens og Riiiitel forseta Eist- lands en þar ítrekaði Landsbergis ósk sína um að íslendingar stigju til fulls það skref að koma á stjóm- málasambandi við Litháen. Einnig verður rætt á fundinum um stöðu viðræðna um Evrópskt efnahagssvæði og heræfingar Atl- antshafsbandalagsins hér á landi í næstu viku. Morgunblaðið/Ingvar Talið er að eldur í geymslu að Skipliolti í fyrrinótt hafi orðið af völdum íkveikju. Eldur í geymslu í Skipholti SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út klukkan 2 í fyrri- nótt að húsi við Skipholt þar sem elds hafði orðið vart í geymslu. Eldurinn reyndist vera lítill og gekk greiðlega að slökkva hann. Það vora íbúar í húsinu sem urðu eldsins varir og vora þeir aldrei í hættu. Eldurinn var að sögn slökkviliðs minniháttar og reykur lítill. Nokkrar skemmdir urðu í húsinu, einkum af völdum reyks. Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða. Hérna liggja möguleik- arnir ►Gunnar Stefán Möller er 22ja ára íslendingur sem rekur fyrir- tæki í Moskvu jafnframt því að stunda nám við Harvard /10 Dagur í hringleikahúsi ► Sigrún Davíðsdóttir var í Veróna og fylgdist með æfingum á Tur- andot, þar sem Kristján Jóhanns- son er í aðalhlutverki /12-15 Skattgreiðendur eiga ekki að borga úreld- ingu fiskiskipa ►Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra í viðtali /16 ►Grunnur að búsetu býsna víða Æðarrækt sækir á eft- ir því sem Árni Snæ- björnsson ráðunautur segir í viðtali /18 BHEIMIU/ FASTEIGNIR ► 1-28 Aðalskipulag Reykjavíkur til 2010 ►Útvega verður lóðir fyrir 10-12 þúsund íbúðir /14 Nefnd til að endurskoða fiskveiðistefnuna: Alþýðuflokkur hafnar for- mennsku ráðuneytisstj óra „Viljum að staðið verði verði við samkomulag flokksformannanna,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins, segir í samtali við Morgunblaðið, að Alþýðuflokkur- inn vilji að staðið verði við það samkomulag sem varð í stjómar- myndunarviðræðum milli hans og Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra, um að endurskoðun laga um stjórn fiskveiða verði fengin nefnd sem skipuð verði þremur fulltrúa frá hvorum flokki auk formanns sem báðir flokkar komi sér saman um og sé ekki fyrirfram bundinn við ákveðin sjónarmið. Flokkurinn hafni bæði Vilhjálmi Egilssyni alþingismanni Sjálfstæðisflokks- ins og Áma Kolbeinssyni ráðu- neytisstjóra Sjávarútvegsráðu- neytisins sem sjávarútegsráð- herra hafi tilnefnt til formennsku í nefndinni. Jón Baldvin vitnar til þess, sem hánn nefnir endurteknar stríðsyfír- lýsingar Þorsteins Pálssonar: „Þess- ar yfirlýsingar hafa verið svo af- dráttarlausar og endurteknar svo oft að við getum ekki skilið þær á annan veg en að sjávarútvegsráð- herra vilji ekkert samkomulag og að hann vilji spilla því samkomulagi sem tókst fyrir stjórnarmyndun," sagði Jón Baldvin. Hann segir end- urteknar og tilefnislausar stríðsyfir- lýsingar Þorsteins ekki þjóna sjáan- lega öðram tilgangi en þeim að spilla stjórnarsamstarfinu og innan Alþýðuflokksins séu þær almennt metnar þannig. TT. „Hingað til hofum við ekki svarað en þolinmæði okkar er að komast í þrot.“ Jón Baldvin sagði augljóst af þessu að Alþýðu- flokkurinn gæti ekki sætt sig við þingmann Sjálfstæðisflokksins, Vil- hjálm Egilsson, sem formann nefndarinnar og eftir endurteknar stríðsyfirlýsingar sjávarútvegsráð- herra gætu þeir heldur ekki sætt sig við að sjávarútvegsráðherra til- nefndi embættismann sinn, Áma Kolbeinsson, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, í for- mennsku nefndarinnar. „Við viljum að staðið verði við þetta samkomulag sem gert var í góðri trú milli forystumanna stjóm- arfokkanna. Við munum standa við okkar hlut og viljum að hinn samn- ingsaðilinn geri það líka.“ Jón Bald- vin sagði að úr því sem komið væri teldi hann betra að gefa sér tíma til að leysa málið en að flana að einhveiju. „En sjávarútvegsráðherra virðist telja það hlutverk sitt að ganga einfaldlega erinda þrengstu sér- hagsmuna og láta sem vind um eyru þjóta meirihlutaskoðun þjóðar- innar sem lögum samkvæmt á fiski- stofnana kringum ísland," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra og formaður Alþýðu- flokksins í samtali við Morgunblað- ið. Álver á Keilisnesi: Hraðamæling Akraneslögreglu ekki viðurkennd í Borgamesi: Kærurnar sendar til ríkissaksóknara YFIRVÖLD á Akranesi ætla að senda tveir kærur, sem sýslumanns- embættið í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu endursendi lögreglunni á Akranesi 22. júlí sl., til ríkissaksóknara. Þessar tvær kærur vegna hraðaksturs voru endursendar á þeim forsendum að Akraneslögregl- an hefði verið komin út fyrir sitt lögsagnarumdæmi. Báðir hinna ákærðu eru Borgfirðingar og hafði annar ökumaðurinn mælst á 173 km hraða á mótorhjóli skammt frá Akranesi. Gísli Björnsson, varðstjóri hjá Akraneslögreglunni, sagði að hraðamælingamar hefðu ekki verið teknar gildar þar sem lögreglan á Akranesi var komin út fyrir lög- sagnaramdæmi sitt. Hann sagði að þegar lögreglumenn tækju menn fyrir hraðakstur rétt utan við lög- sagnarumdæmi sín væra þær mæl- ingar oftast látnar gilda en í þetta skipti hefði það ekki verið gert. Að sögn Gísla sér Akraneslögreglan eingöngu um löggæslu í Akranesbæ en Borgarfjarðarlögreglan á að sinna Akranesafleggjaranum og næsta nágrenni við Akranes. Gísli sagði að Borgarneslögreglan hefði stórt svæði til að fylgjast með sem erfítt væri að komast yfír. Oft er mikill hraðakstur á Akranesafleggj- aranum og fylgist lögreglan á Akra- nesi með fyrir utan bæinn ef kostur er en þá er hún oft komin út úr sínu lögsagnarumdæmi. Óánægju hefur orðið vart innan lögreglunnar á Akranesi að fá ekki að sinna lög- gæslu í næsta nágrenni við bæinn. Rúnar Guðjónsson, sýslumaður og fógeti í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, sagðist reikna með að þessar kærar yrðu afgreiddar. Rúnar sagði að hann væri í sumarfríi og hefði því ekki fylgst með þessu máli. Að sögn Rúnars voru þessar bréfa- skriftir milli fulltrúa hans, Úlfars Lúðvíkssonar, og fulltrúa bæjarfóg- eta á Akranesi, Jóns Vilbergs Guð- jónssonar og var það Úlfar sem endursendi kæramar. Morgunblað- inu tókst ekki að ná tali af Úlfari í gærmorgun. Yfírvöld á Akranesi ætla að senda kærumar til ríkissaksóknara og sagðist Rúnar búast við að ríkis- saksóknari segði fyrir um hvernig málið yrði afgreitt. Starfsleyfi eftir verslun- armannahelgi EIÐUR Guðnason umhverfisráð- herra segir að starfsleyfi fyrir álver á Keilisnesi verði vart til- búið fyrr en eftir rúma viku. Náttúruvemdarráð hefur fjallað um starfsleyfið og á vegum ráðs- ins er nú unnið að ályktun um það. Ráðherra segir að undanfarna daga hafí textinn á starfsleyfinu á íslensku og ensku verið borinn sam- an og væntir þess að leyfið verði frágengið upp úr verslunarmanna- helgi. Heim til Hóla ► Bolli Gústavsson nýskipaður vígslubiskup í Hólastifti er að kveðja Laufásprestakall og heldur nú til Hóla í Hjaltadal. Hann situr fyrir svörum af þessu tilefni /1 Pavarotti á hátindi frægðarinnar ► Söngvarinn ástsæli heldur upp á 30 ára söngafmæli sitt með tón- leikum í Hyde Park í Lundúnum sem sýndir verða hér í beinni út- sendingu á Stöð 2 /4 Fleiri hugsanir, færri orð ►Sagt frá nýlegu málþingi um þjóðskáldið Einar Benediktsson /6 Þy rfti að verða 100 ára ►Rætt við kappsfullu áhugakon- una Petrínu K. Jakobsson /10 Hneyksli setur Bush í vanda ►Hættir forsetinn við tilnefningu Robert Gates í stöðu yfírmanns? /12 Kvikmyndahald undlr Jökli ►Ungir og upprennandi kvik- myndagerðarmenn réðust í loka- verkefni sitt fyrir kvikmyndaskól- ann í London með því að kvik- mynda upp á Snæfellsjökli. Sæ- björn Valdimarsson fylgdist með /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Karlar/Konur 34 Dagbók 8 Útvarp/sjónvarp 36 Leiðari 20 Gárur 39 Helgispjall 20 Mannlífsstr. 6c Reykjavíkurbréf 20 Fjölmiðlar 16c Myndasögur 22 Dægurtónlist 18c Brids 22 Kvikmyndir 19c Stjörnuspá 22 Bíó/dans 22c Skák 22 A fömum vegi 24c Minningar 32 Veivakandi 24c Fólk í fréttum 34 Samsafnið 26c INNLENDAR FE JÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.