Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 169. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS , Morgunblaðið/Árni Sæberg Aftanroði Myndin var tekin í Skálavík vestur nú fyrir skömmu, rétt fyrir miðnætti, og það eru síðustu geislar hnígandi sólar, sem lita dalbotninn og veginn rauðan. Júgóslavía: Astandið stjórnlaust og áskor- unum um vopnahlé ekki sinnt Belgrad. Daily Telegraph, Reuter. ÞÚSUNDIR manna hafa flúið heimili sín í Króatíu vegna átakanna milli króat- ískra þjóðvarðliða og serbneskra skæruliða og er óttast, að þau séu að breytast í hreint borgarastríð milli þjóðanna. Forsætisnefnd Júgóslavíu hvatti í fyrra- kvöld til tafarlauss vopnahlés en síðasta sólarhring hafa 18 manns fallið í átökun- um. Forsætisráðherrar fimm Evrópuríkja auk Júgóslavíu komu í gær saman til fundar í borginni Dubrovnik til að ræða ástandið í landinu. „Geimverur“ reyndust vera laganemar í leik Fjórir laganemar sögðust á föstudag hafa myndað hringi á kornökrum í N-Þýskalandi að næturlagi með því að trampa niður kornið og lemja það með viðarplönkum. N-þýsk sjónvarpsstöð greindi frá því að fjórmenningarnir hefðu viðurkennt að hafa myndað hringi á 10 ökrum, svipaða þeim hringj- um sem hafa myndast á ökrum í Eng- landi. „Við vildum bara sýna fram á að við gætum gert sömu hluti og Eng- lendingar," sagði einn laganemanna. Áður en upp komst um tiltækið hafði svissneski rithöfundurinn Erich von Dániken, sem sérhæfir sig í skrifum um yfirnáttúruleg fyrirbæri, sagst telja ólíklegt að hringirnir væru lendingar- staðir geimskipa en sagðist halda að þeir væru tilraunir geimvera til að komast í samband við jarðarbúa. Sagði af sér eft- ir rifrildi við frú Mitsotakis Ráðherra iðnaðar, orku og tækni í Grikklandi, Stavros Dimas, sagði af sér á föstudag eftir að hafa deilt við eigin- konu forsætisráðherrans, Konstantíns Mitsotakis, í opinberri heimsókn til Sovétrílijanna. Dimas strunsaði út úr grískri móttöku eftir að frú Marika Mitsotakis sagði honum að hann sinnti grískum kaupsýslumönnum, sem í boð- inu voru, ekki nógu vel. Gríski sósíal- istaflokkurinn hefur gefið út yfirlýs- ingu vegna málsins. Þar segir m.a.: „Þegar haft er í huga að níu vensla- menn forsætisráðherrans voru með I för þá er aðdáunarvert að aðeins einn ráðherra skyldi segja af sér!“ Leið sálarkvalir fyrir klippinguna Eric Graham í Flórída stefndi í síðustu viku verslanasamsteypunni J.C. Penney vegna þess að hann segist hafa verið svo illa klipptur á einni af hársnyrti- stofum fyrirtækisins í mars sl. að hann hafi liðið sálarkvalir og þurft að leita sér hjálpar. Hann segist hafa safnað hári í tvö og hálft ár. Þá hafi hann farið á hársnyrtistofuna og beðið um að hárið yrði klippt stutt í hliðunum en ofan á höfðinu átti það að vera sítt og krullað. Útkoman varð þveröfug, eftir urðu aðeins „smánarlegir" 20 cm af hári og varð hann fyrir aðkasti vina sinna fyrir vikið. Hann segist ekki hafa getað notið lífsins vegna þessa. Graham fer fram á 10.000 dali (rúmar 600.000 ÍSK) í skaðabætur. Talsmenn júgóslavneska Rauða krossins sögðu í gær, að um 45.000 manns, aðal- lega Serbar, hefðu flúið frá Króatíu á skömmum tíma en aðeins á einni viku hafa um 70 manns fallið í átökum milli Króata og Serba. Stjórnvöld í Króatíu hafa tilkynnt um ýmsar ráðstafanir vegna „yfirvofandi stríðs“ og þau saka Serba um að hafa hafið sókn gegn bænum Glina, sem er í 30 mílna fjarlægð frá Zagreb, höfuðborg Króatíu. Júgóslavneska fréttastofan Tanjug sagði í gær, að frá því á föstudag hefðu 18 manns fallið, 14 Króatar og fjórir Serb- ar, og lægju lík margra þeirra og ann- arra, sem fallið hefðu síðustu daga, eins og hráviði á ökrum, vegum og í brunnum bílum. Júgóslavneska forsætisnefndin skoraði í fyrrakvöld á Króata og Serba að semja tafarlaust um vopnahlé en því var ekki sinnt og er óttast, að fátt geti nú komið í veg fyrir meiri og alvarlegri átök milli þjóðanna. í fyrrakvöld kröfðust Króatar þess af forsætisnefndinni, að sambandshermenn yrðu kallaðir til búða sinna og í yfirlýsingu Josips Manolics, forsætisráðherra Króatíu, sagði, að yrði það ekki gert væri augljóst, að herinn lyti ekki lengur alríkisstjórn- inni. Jafnframt myndu þá Króatar líta á sambandsherinn sem hernámslið. Forsætisráðherrar fimm Evrópuríkja, Ítalíu, Austurríkis, Ungveijalands, Pól- lands og Tékkóslóvakíu, komu í gær sam- an til fundar með júgóslavneskum starfs- bróður sínum í borginni Dubrovnik í Júgó- slavíu. Var þar rætt um hugsanlega lausn á deilum þjóðanna í landinu en talið er, að litill árangur hafí orðið af viðræðunum. DAGUR í HRINGLEIKAHÚSI Kristján Jóhannsson í Verona 12 Rci'tl viö Þorstein PáLsson sjávariitvegsráöherra Skattgreiðendiir 16 eiga ekki að borga úreldingu fiskiskipa 10 HÉRNA UGGJA MÖGULEIKARNIR Gunnar Stefán Möller um fyrir- tcekjarekstur í Moskvu HEIMTIL BLAÐ c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.