Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 18
<tt___. ÆÐARRÆKT MORGUNBLAÐID SÚNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991 Grunnur oð búselu býsnavíða eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur Mióvikudaginn 10. júni bórust almenningi til eyrna sagnir af dularfullum Ijósleitum flekkjum sem rak á land á Ströndum og breyttust i fitugar hvitar klessur. Menn köll- uóu mengunina grút og fljótlega spruttu upp kenningar um uppruna hans. Spakir menn álitu aó hér vœri loksins komió lýsi úr olíuskipi sem sökkt var á striósárunum aórir töluóu um dularfull skip, en enn aórir vitnuóu i aldargamla annála. Spurningum um eóli og orsakir grútsins hefur enn ekki verió svaraó og eflaust eiga háttsettir stjórn- málamenn og visindamenn eftir velta þeim fyrir sér enn um hrió. Vestur á Ströndum þar sem heimamenn hafa unnvörpum komist i blöó og sjónvarp hefur fólk um annaó aó hugsa; nefnilega afleióingar mengunarinnar, sem viróist hafa drepió heilan árgang æóarfugls á stóru svæói. Æóarbændur reyna aó bjarga fuglinum en verkió er torsótt og æóarungar drepast i hrönnum i höndum fósturforeldra sinna. Um þann vanda sem bændur fyrir vestan standa frammi fyrir og æóarrækt almennt var rætt i samtali vió Árna Snæbjörnsson, hlunnindaráóunaut Búnaóarfélags íslands, i vikunni sem leió. Æ RÆTT VIÐ ARNA SNÆBJÖRNSSON HLUNNINDA- RÁÐUNAUT BÚNAÐARFÉLAGS ÍSLANDS ðarrækt hefur ekki verið áberandi í umræðum um landbúnað á ís- landi. Engu að síður hafa íslending- ar flutt út æðardún í 150 ár. „Dúnn- inn hefur alla tíð verið verðmæt verslunarvara og eftirsótt á erlend- um mörkuðum,“ segir Árni þegar forvitnast er um umfang búgreinar- innar. „Ætli láti ekki nærri að á síðasta ári hafi æðardúnn gefið í gjaldeyri eitthvað nálægt 150 millj- ónum króna og er þá rétt að hafa í huga að tilkostnaður við æðardún- inn er nánast hverfandi, mest vinnulaun, en engu sem heitið getur þarf að eyða í stál eða olíu.“ Árni segir að um það bil 420 jarðir séu með eitthvert æðarvarp. „Sumar þessara jarðar eru með afar lítið varp en býsna margar eru með umtalsvert og allmargar með verulegt. Einhveijir bændanna lifa á þessu eingöngu. Ræktunin dreif- ist nokkuð jafnt um landið þó lang öflugustu æðarræktarsvæðin séu Breiðafj'örðurinn og Vestfirðirnir en annars er varp í öllum landshlutum nema í Rangárvallasýslu og lítið er í Vestur-Skaftafellssýslu og fremur lítið í Árnessýslu. Almennt séð má segja að æðar- varp og dúntekja sé grunnurinn að búsetu býsna víða. Þó menn lifi ekki eingöngu á þessu nema á fáum stöðum þá eru tekjurnar það miklar að ef þetta færi gæti grundvöllurinn fýrir búsetu á ákveðnum svæðum brostið. Einnig verður að hafa í huga að þó ekki sé dúntekja á hveij- um bæ þá styrkir hvað annað og ef æðarbóndi situr sína jörð vegna varpsins þá styrkir það nágranna og nágrannabyggð. Þannig að hægt er að færa fyrir því gild rök að dúntekjan sé verulegur þáttur í að viðhalda byggð á vissum svæðum. Þetta á auðvitað einungis við strandlengjuna og sjávaijarðir en ekki inn til dala eða inn til Iandsins. Útþenslumöguleikar Dúntekju hefur verið sinnt í gegnum tíðina en misvel. Við vitum að á tímabilinu 1870 til 1930-1935 Æóarhreióur i bildekki. var dúntekja hér nokkuð stöðug, um það bil 3.500 til 4.000 kíló á ári. Síðan fór þetta að dala og datt niður fyrir 2.000 kíló í útflutning á ári í fjöldamörg ár, eða frá því uppúr 1940 og fram undir 1986. Á sjötta, sjöúnda og áttunda áratugn- um var útflutningurinn í kringum 2.000 kíló. Uppúr 1980 fór útflutn- ingurinn að skríða upp fyrir 2.000 kíló og frá árunum 1986 og 1987 hefur þetta verið að aukast jafnt og þétt. Til dæmis var útflutningur- inn 1987 2.900 kíló, 1988 3.100, 1989 3.200 og 1990 3.100. Eins og heyra má er þetta veruleg aukn- ing frá því sem verið hafði lengi á undan er samt ekki komið upp í það sem var lengst af hér áður fyrr. Við notum gjarnan þessi rök til að benda á að nýta megi dúninn meira. Landið hljóti að bera sömu fram- leiðslu eins og það bar samfleytt frá 1870 til 1930. Því tel ég, og styð meðal annars þessum rökum, að dúntekju megi stunda bæði víðar en nú er, það er að segja á fleiri jörðum, og hana megi auka þar sem hún er fyrir. Þess vegna eru alveg greinilega útþenslumöguleikar í Morgunblaðið/Árni Snæbjömsson þessari grein, á því er ekki nokkur vafi. I samdrætti í öðrum greinum er þetta ljós punktur og menn hafa vissulega lagt aukna áherslu á þetta. Flestallir æóarungar á Ströndum dauóir Ef við víkjum talinu að mengun- arslysinu á Ströndum, sem mér skilst að eigi sér sennilega náttúru- legar orsakir, þá telst mér til að á því svæði séu rúmlega 30.000 full- orðnir æðarfuglar, kannski 37 til 38 þúsund með geldfugli og öllu saman. Ungarnir eru þar af leið- andi nokkrir tugir þúsunda eða að minnsta kosti 50.000 á svæðinu. Þeir hafa trúlega flestir farist í menguninni. Við vitum að töluvert af fullorðnum fugli hefur farist líka en ekki hve mikið enda er útlokað að segja nokkuð um það fyrr en við sjáum hvað skilar sér í varp næsta vor. Erfiðleikarnir við að telja fuglana stafa af því að í fyrsta lagi þá rek- ur ekki alla dauða fugla á land en í öðru lagi þá hirða tófa og minkur fugla sem rekur á ijörur. Þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.