Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SÚNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991 35 r MATSEÐILL HAKDROGK HAMBORGARl.................495,- GRÍSASAMLOKA........................ EÍTIRLÆTI ROKKARAMS ....... 990,- HIC KORY- REYK TUR BAR - B - QUE KJÚKLINGUR 990 GOSWWKKIR (CCKE.DIET COKE, SPRITE) 95. ÞÓRSMÖRK Hefur aldrei séð Húsadal eins fallegan og í sumar ÞÓRSMÖRK hefur lengi verið talin einn helsti unaðsreitur á íslandi og hefur aðsókn ferðamanna þangað aukist ár frá ári. Þeir sem leggja leið sína í Mörkina geta valið um fjóra staði þar sem ein- hvers konar gistiaðstaða er fyrir hendi. Sérleyfisfyrirtækið Austur- leið hefur umsjón með Húsadal, Ferðafélag Islands með Langadal, Útivist með Básum og Bandalag íslenskra farfugla sér um Slyppugil. í gróðurverndarskyni verður ekki leyft að tjalda í Húsadal í sumar, en þess í stað er heimilt að tjalda á sérstökum tjaldstæðum í mynni hans. Oskar Siguijónsson, forstjóri Austurleiðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að reynslan af hinu nýja fyrirkomulagi hefði verið góð fram til þessa. „Það varð að draga úr átroðningi í Húsadal með einhveiju móti. í sumar hafa um ellefu þúsund tré verið gróðursett þar og það þarf sérstaklega að vernda þau. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að það hefði átt að tak- marka aðgarjg að Húsadal fyrr en Skógrækt ríkisins, sem hefur yfir- umsjón með svæðinu, taldi ekki þörf á því fyrr en nú. En það er ljóst að með þessu er verið að stíga stórt skref til gróðurvemdar í Þórs- mörk og einnig hefur það mikið að segja að búfénaði hefur verið hald- ið frá svæðinu síðan í fyrrasumar. Snjóléttur vetur ásamt vætusömum maímánuði hafa svo gert það að verkum að Húsadalsskógur lítur einstaklega vel út og ég hef aldrei séð dalinn jafnfallegan og í sum- ar,‘‘ sagði Oskar. Á undanförnum árum hefur Austurleið staðið fyrir mikilli upp- byggingu í mynni Húsadals og má þar nefna gerð tjaldstæða ásamt salernis-, sturtu- og saunaaðstöðu. Einnig hefur fyrirtækið byggt fimm skála sem rúma sjötíu manns í gist- ingu. Aðstoð og eftirlit við ferða- langa er líka í umsjón Austurleiðar og að sögn Óskars er það ærinn starfi og þá sérstaklega um helg- ar.„í fyrra, þegar aðgangur að daln- um var ótakmarkaður, voru um tvö þúsund manns saman komin þar þegar mest var. Það gengur varla að fá svo mikið margmenni á þetta viðkvæma svæði og því hefur fjöld- inn verið takmarkaður við sex hundruð í sumar. Nú skorðast hreinsun og eftirlit nær eingöngu við tjaldstæðin sem eru á flötum í mynni dalsins. Þetta hefur létt starfsmönnum okkar verkin en stærsti ávinningurinn er ef til vill sá að nú nýtur sjálfur dalurinn sín betur. Okkar stefna hefur alltaf verið sú að fólk geti notið náttúr- unnar í Þórsmörk alla daga vikunn- ar í hreinu og snyrtilegu umhverfi. Slíkt kostar mikla vinnu en gerir dvölina margfalt ánægjulegri." Óskar kvíðir nokkuð fyrir versl- unarmannahelginni vegna nýrra reglna um útihátíðir en þar er með- al annars kveðið á um aldurstak- mark og jafnvei vínbann á slíkum hátíðum. „Skipulagðar útihátíðir hafa aldrei verið haldnar í Þórs- mörk og ef regiurnar ná aðeins til þeirra er ég hræddur um að ungl- ingar flykkist í Mörkina um þessa helgi. Þá er verr af stað farið en heima setið með þessum reglum,“ segir Óskar. Krossá, Steinholtsá og Jökulsá hafa löngum reynst Þórsmerkurför- um erfiðir farartálmar. Að sögn Óskars hefur dregið úr því að menn leggi á vanbúnum bílum í þessar ár. Hann vill þó brýna fyrir fólki að það eitt að vera á góðum jeppa dugi ekki. Áður en farið sé yfir, þurfi að afla sér upplýsinga um vöð og aldrei megi fara einbíla. „Við, hjá Austurleið, höfum fúslega gefið fólki upplýsingar um hvar vöðin sé VZterkurog k_/ hagkvæmur auglýsingamiðill! að finna og aðstoðað það yfír. Við viljum frekar leiðbeina fólki þannig en að þurfa að draga það upp síð- ar,“ sagði Óskar að lokum. Óskar Siguijónsson. Þorkell Margir kjósa að dvelja nokkra daga í Þórsmörk og hvíla sig fjarri amstri og hávaða borgarlífsins.(A innfelldu myndinni eru Skálar Austurleiðar í mynni Húsadals.) 25. JÚLÍ mmm \m^J REYICJAVÍK 25. JÚLI Lettgeggjadar gengúbeinur á HARD ROCK undir forrysiu Særúnar Siguröardóitur (ömmu HARD ROCK), gera sér glaóan dag á öskudaginn KARLAR í baði með Aidu! * Eg sat i baði úti undir beru lofti og beið eftir að sýningin hæfist. Þetta var ekkert venju- legt setbaðkar með hitaveitu- vatni heldur rústir hins forna Rómverska bað- húss, Caracalla, sem á sumrin er notað sem leik- svið fyrir óperu- sýningar. Ef ég hefði verið uppi fyrir svona 1600 árum hefði ég sjálfsagt getað setið þarna í leirbaði með álíka fjölda af fólki, núna sat ég á áhorfendapöllunum meðal nokkur þúsunda annarra túr- ista að fara að hlusta á óperuna Aidu. Þetta var auðvitað ævin- týri fyrir venjulega íslenska konu sem stundar ekki aðrar baðferðir að staðaldri en *r’ skreppa í Vesturbæjarlaugina á góðviðrisdögum. í tengslum við sýninguna gengu strætisvagnar og þú steigst um borð á nærliggj- andi torgi og þér var ekið aftur í fornöld á tuttugu mínútum. Eitt af því sem ég tók eftir á.leið- inni að innganginum voru her- menn uppi á bílpalli og mér fannst þetta nú óþarflega ábúð- armikil löggæsla við eina óperu- sýningu. Enda þótt heimsveldi Rómverja hafi hrunið og hinar glæstu fornu byggingar standi >•” - ekki allar enn uppi þá eru Róm- verjar samir við sig þegar kemur að íburðarmiklum uppfærslum og skrautsýningum. Sviðið var hulið okkur áhorfendum þangað til forleikurinn hófst. Þá var slökkt á sterku ljóskösturunum sem beint var að áhorfendum og ljósin voru síðan notuð í stað þess að draga leiktjöld frá og fyrir. í fyrstu átti hljómsveitin í talsverðri samkeppni við engi- spretturnar í nágrenninu við að ná eyrum fólks og þær höfðu betur á stundum. Þær máttu sín hins vegar lítils í lok annars þáttar þegar sviðið var löngu orðið fullt af fólki, aðeins kórinn taldi um 100 manns, við bætt- ust hermenn, þrælar og auðvit- að aðalsöngvararnir og enn hélt fólk áfram að streyma inn á sviðið. Hápunktinum var enn ekki náð enda þótt hestar kæmu inn með hestakerru og fríðu föruneyti. Þá átti eftir að fylla gangana í áhorfendastúkunum með vopnuðum hermönnum með logandi kyndla. Það heyrð- ist aðdáunarkliður frá túristun- um og það lá við að það yrði al- bjart þegar flössin frá myndavél- unum lýstu upp svæðið. Það var löngu gengið alveg fram af kon- unni úr Vesturbæjarlauginni þegar tala þátttakenda var kom- in í um fjögurhundruð manns. Allur hópurinn stóð stoltur og tók við langvinnu lófataki frá túristunum og eins og eftir pönt- un skvetti eitt hrossið upp rass- inum á leið sinni út — og auðvit- að fékk það „númer" góðan hlát- ur. Nei, Rómveijar hafa greini- lega engu gleymt og enn eru þeir alveg salí rólegir í tíðinni. Uppfærslan tók eina íjóra klukkutíma og var í fjórum þátt- um. Hléin urðu því þijú upp á samtals eina klukkustund, sem voru notuð m.a. til að smíða nýja leikmynd og hamarshöggin glumdu á meðan fólkið stóð í biðröð eftir að kaupa sér hress- ingu. í lokin komst ég að þvi að hermennirnir á bílpallinum voru hluti af sýningunni. Þeir höfðu framkallað græna og gula ljósgeislann sem varpað var upp á himinn á víxl yfir sviðinu í hléinu - með handafli. Á hrað- ferð minni heim úr fornöld fór ég að óska þess að ég væri , — sturtukona í Caracalla og gæði -heyFl þá -hlistra i baði! eftir Helgu Thorberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.