Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUIWI SUNNÚÐA'GUIi 28. JÚLÍ 1991 KANADA Forsætisráðherrafrú vekur athygli á leiðtogafundi Hér er Mila (t. v.) ásamt Normu Major forsætisráðherrafrú Breta og Barböru Bush forsetafrú Bandaríkjanna. manni sínum við fjölmörg tækifæri. Brian getur notað sömu fötin nokkrum sinnum í röð en vilji Mila viðhalda glæsileik sínum og orð- spori þarf hún ef til vill að skipta um föt oft á dag. Brian lætur sem MYNDLIST Fyrsta einkasýning ungs listmálara Um þessar mundir stendur yfir í FIM-salnum, fyrsta einkasýning Ingu Rósu Loftsdóttur myndlistarmanns. Inga, sem er tæplega þrít- ug að aldri, lauk prófi frá málaradeild Myndlistar- og handiðaskóla Islands árið 1987 og fór síðan til Rotterdam þar sem hún lagði stund á málun og grafík í eitt ár. Eftir það nam hún við hollenska listaskól- ann A.K.I. í tvö ár. > Istuttu samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Inga Rósa að myndirnar á sýningunni væru frá árunum 1988-91. Þær virtust ef til vill vera af ólíkum toga en fyrir henni væru þetta aðeins mismunandi leiðir að sama marki. Verkunum væri ætlað að koma mannbætandi boðskap á framfæri og sagðist Inga Rósa vona að þau hefðu jafn góð áhrif á aðra og þau hefðu á hana sjálfa. Um tildrög þessarar sumarsýn- ingar sagði Inga Rósa að það hefði verið tími til kominn fyrir hana að kynna sig og verk sín. Það vekur athygli að Inga Rósa ritar ekki nafn sitt undir myndirnar og segir hún að vegna þess að myndirnar séu frekar einfaldar, þoli þær ekki undirritun og með því að setja nafn í hornið, væri einungis verið að negla þær niður. Myndimar eru þó merktar á bakhlið. Inga Rósa ætlar ótrauð að halda áfram að mála og á næstunni stefnir hún að því fara utan og stunda „Art therapy" í eitt ár. Síðastliðin miðvikudag höfðu kanadisku forsætisráðherra hjónin, þau Mila og Brian Mulroney, stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Þau notuðu tækifærið til þess að hitta Davíð Oddsson forsætisráðherra og konu hans Ástríði Thorarensen. Mulroney-hjónin komu hingað frá Evrópu þar sem Brian tók þátt í fundi leiðtoga sjö helstu iðnr- íkja heims. Á þeim fundum ber að sjálfsögðu mest á leiðtogum ríkj- anna sjö en einnig vekja eiginkonur þeirra mikla athygli. Meðan eigin- mennirnir sitja langa fundi er kon- unum boðið upp á sérstaka dagskrá með fjölda skoðunarferða og menn- ingarviðburða og fylgjast ljósmynd- arar þá yfirleitt grannt með ferðum þeirra. Meðan á þessari dagskrá stendur er mikið íjallað um það hvaða leiðtogafrúr skara fram úr í glæsileik og klæðaburði og öfugt. Að þessu sinni urðu flestir frétta- menn sammála um að Mila Mulron- ey hefði skotið hinum leiðtogafrún- um ref fyrir rass. Hún er glæsileg kona, ætíð vel klædd og þykir hafa góða framkomu til að bera. Það er hins vegar ekki eingöngu á leiðtog- afundum sem Mila vekur aðdáun og athygli heldur hefur hún einnig heillað Kanadamenn í mörg ár. Hún fæddist reyndar í Serbíu en fluttist til Kanada ung að árum. Þau Brian kynntust þegar hún var aðeins nítj- án ára og hann þijátíu og þriggja. Þrátt fyrir að Mila sé orðinn þijátíu og átta ára gömul, lítur hún mjög vel út og af útlitinu að dæma gæti hún vel verið mun yngri. Mila þykir hafa staðið sig vel sem forsætisráðherrafrú. Hún er staðbýl og reglusöm en því hafa Kanada- menn ekki átt að venjast af sumum forvera hennar. Sem dæmi má nefna að þegar Pierre Trudeau var forsætisráðherra Kanada, vakti kona hans Margaret, mikla athygli fyrir fjörugt líferni á næturklúbbum víða um heim. Kanadamenn vita því hvað það er að hafa forsætisráð- herrafrú sem er iðin við að hneyksla umheiminn og þeir kæra sig ekki um fleiri slíkar. Eina alvarlega gagnrýnin sem hefur komið fram á Milu er að hún þykir óhemju eyðslu- söm. Til þess að tolla í tískunni þarf hún reglulega að klæða sig upp og kaupa ógrynni af fötum frá helstu tískuhúsum heims. Starf for- sætisráðherrafrúar Kanada er mjög erfitt og kemur hún fram með hann kæri sig kollóttan um ásakan- ir þess efnis að Mila sé haldin ein- hverri Imeldu Marcos-áráttu. Samt viðurkennir hann brosandi að hún hafi gaman af því að versla og seg- ir frá því að greiðslukorti Milu hafi eitt sinn verið stolið en hann hafi ekki enn tilkynnt um þjófnaðinn þar sem þjófurinn noti kortið minna en konan sín. Mila Mulroney er ævinlega klædd samkvæmt nýj- ustu tísku. KGA Kanadísku og íslensku forsætisráðherrahjónin í flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Frá vinstri: Mila og Brian Mulroney, Davíð Oddsson og Ástríð- ur Thorarensen. Inga Rósa Loftsdóttir. ''/sr / Einstakt tækifæri til að heimsækja tvær eftirsóttustu heimsborgir Evrópu undir leiðsögn þauikunnugra fararstjóra Dagskrá London: 2/8 Kráar-hopp um kvöldið. 3/8 Morgunferð um Covent Garden þar sem alltaf er mikið um að vera: Fjölskrúðugt götulíf, úrval verslana og veitingahúsa. Kvöldverður og sigling á Thames. 4/8 Hádegisverður (Brunch) í Roof Top sem er afar sérstæður veitingastaður. Sjón er sögu ríkari! 5/8 Frjáls dagur - um kvöldið farið á söngleik. 6/8 Allur dagurinn til frjálsrar ráðstöfunar. Flogið til islands um kvöldið. Verð kr. 36.900 í tvíbýli Brottför 2. ágúst 5 dagar (4 nætur) Innifalið: Flug, gisting og morgunverður, akstur frá og að flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn [ mi i m i«s i li IIIH d — AUSUJRSTRÆTI 17,SIMI: (91 J622011 & 622200 — , , - Dagskrá París: 2/8 Síðdegisflug til Parísar. 3/8 Kynnisferð um París. Kvöldverður og sigling á Signu. 4/8 Listasöfn Parísarborgar. Um kvöldið verður farið á Rauðu Mylluna. 5/8 Frjáls dagur. Sælkerakvöldverður á völdum veitingastað. 6/8 Allur dagurinn til frjálsrar ráðstöfunar. Flogið til íslands um kvöldið. Verð kr. 39.900 í tvíbýti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.