Morgunblaðið - 28.07.1991, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.07.1991, Qupperneq 10
xeei Liöi .82 íí'JDAauM'/iue araAjanuoíioM ---MOKGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUK 28. JÚLÍ1991 22JA ARA ISLENDINGUR REKUR FYRIRTÆKI I MOSKVU HÉRNA LIGGJA MOGULEIKARNIR Eftir Ara Gísla Bragason HEIMA á íslandi hafði mér verið sagt frá ungum athafna- manni, Gunnari Stefáni Möller, sem starfrækti fyrirtæki í Moskvu sem héti Bisnost. Það fylgdi sögunni að Gunnar Stefán væri að vinna að lokaritgerð við hinn þekkta Har- vard-háskóla í Sovétfræðum. Þegar ég hafði komið mér fyrir í Moskvu hringdi ég í Gunnar Stefán og um kvöldið áttum við kvöldstund á veitingahúsi. Eftir málsverðinn löbbuðum við um Rauðatorgið og ræddum málin. Gunnar Stefán Möller, 22 ára gamall, sonur Þórunnar Wathne og Jakobs Möller, hefur í mörgu að snúast. Við hittumst þó tveimur dögum síðar, nú í kaffistofu og matsal sem hann starfrækir fyrir ameríska stúdenta sem eru við rússn- eskunám í Moskvu á hans vegum. Eftir að okkur hafði verið skenkt kaffi bað ég hann að segja mér hvernig þetta ævintýri hefði hafist. Það má segja að upphafíð að þessu öllu saman hafí verið för mín til Kína 1985. Þangað fór ég til að læra kínversku og hafði mikinn áhuga á landi og þjóð. Það er skemmst frá því að segja að ég varð fyrir vonbrigðum. Bæði var tungumálið erfítt og Kína var svona einum of mikið fyrir mig en ég dvaldi þar í fjóra mánuði. Síðan þegar ég kom heim til foreldra minna í New York var ég spurður hvað ég ætlaði að taka mér næst fyrir hendur eftir að ég hafði lýst von- brigðum mínum með Kína. Ég hugsaði mig um og sagði svo: „Ætli ég fari ekki bara að Iæra rússnesku.“ Þetta var 1985 og Gorbatsjov var að komast til valda. Svo ég keypti mér kennslu- bók í rússnesku og fór að læra málið.“ Hafðirðu komið áður til Sov- étríkjanna? „Eg hafði komið hingað 1980 í stutta heimsókn en kom svo aft- ur núna fyrir fjórum árum og dvaldi þá í mánuð að læra rúss- neskuna. Ef ég tek allt saman þá hef ég verið hérna núna í tvö ár samhliða námi mínu í Harvard." En af hverju þessi áhugi á Sov- étríkjunum? „Eg vildi hreinlega prófa eitt- hvað nýtt. Kína og Sovétríkin voru staðir sem heilluðu mig. Mér fannst ég skynja einhveija mögu- leika. Mig langaði til að prófa.“ Og þú stofnar fyrirtæki? „Já, það var svo fyrir ári síðan að ég stofna fyrirtæki mitt héma, Bisnost. Ég er með ferðaskrif- stofu sem setur saman túra fyrir ferðamenn sem koma hingað. Hér í Sovét er ríkisferðaskrifstofa sem heitir Intourist og ég hef getað boðið ódýrari þjónustu en þeir. Svo er ég með ferðaþjónustu fyrir fólk sem kemur hingað í við- skiptaerindum. Þá sé ég um að útvega alla þá þjónustu sem þörf er á svo sem húsnæði, starfsfólk og í rauninni alla þjónustu. Svo er ég með stúdenta hérna hjá mér núna frá Ameríku og það fyrir- tæki mitt heitir „Russia“ og ég stefni á í framtíðinni að fá stúd- enta frá Evrópu og vonandi Norð- urlöndunum. Það var í marz á þessu ári sem ég setti saman bækling og sendi til skóla víðs vegar um heiminn. Um miðjan apríl var svo skilafrestur þannig að þetta var svona á síðustu stundu hjá mér. Samt tókst mér að fá stúdenta frá mörgum helstu háskólum Ameríku. Það eru 19 nemar hjá mér núna frá Harvard, Stanford og fleiri skólum. Þó að megináherslan sé lögð á rússn- eskunámið þá gefst stúdentunum kostur á að hlýða á fyrirlestra hjá aðilum í pólitíkinni og listafólki sem stendur framarlega í menn- ingarlífínu. Þetta er búinn að vera sérlega ánægjulegur tími.“ Hvað eru margir starfsmenn hjá þér, Gunnar? „Það er voða erfítt ;■<: segja. Margir eru í hlutastarfí og ef ég teldi t.d. lögguna sem gætir stúd- entanna hérna uppi á næstu hæð og ræstingarkonurnar þá eru þetta yfír hundrað manns.“ Rakstu þig á margar dyr. Nú hefur maður heyrt svo mikið um skriffínnskuna í Sovét? „Já, blessaður vertu, en maður vann sig bara í gegnum þetta. Stundum er skriffínnskan svo mikil að maður hreinlega sleppir henni. Sumt af þessu er líka svo út í hött. Þegar ég var að byija og fyrirtækið var í fæðingu rak ég mig á margar lokaðar dyr en þegar ég var kominn yfír þann þröskuld þá var eftirleikurinn auð- veldari. Það er jú staðreynd að allt er að opnast í Sovét núna. Hérna eru möguleikarnir. Ég ætla að halda áfram með mitt fyrir- tæki vegna þess að ég er viss um segir Gunnar Stefán Möller sem jafnframt fyrirtækja- rekstrinum stundar nám við Harvard að eftir svona eitt ár þá verður sprenging hérna og allt opnast. Maður er líka alltaf að kynnast nýjum hliðum á kerfínu. Veistu ég var að hugsa það um daginn að það gæti komið hingað fjár- málasnillingur og ekki vitað neitt í sinn haus.“ Heldurðu þá í framhaldi af þessu að valdatími kommúnista sé að líða undir lok? „Ég held það. Það hefur allt breyst. Mér fannst þetta ekki fyr- ir ári síðan en það er of seint núna að snúa aftur. Kommarnir sitja eingöngu við stjórn núna af því að þeir náðu kosningu á þing- ið. Þegar kosningarnar verða eftir rúm tvö ár þá missa þeir allt sitt fylgi. Kommúnisminn deyr út á næstu þremur árum.“ Hvernig er hljóðið í mönnum sem koma hingað í viðskiptaerind- um? „Það er mjög mismunandi. Sumir eru yfír sig hrifnir og vilja fara út í rekstur strax. Öðrum lízt ekkert á þetta og vilja koma sér heim hið fyrsta, segir Gunnar og hlær. Hvað mig varðar þá ætla ég a.m.k. að starfa hérna í eitt ár í viðbót en auðvitað ríkir mikil óvissa í landinu. En við vonum það besta.“ Er ekki KGB að fylgjast með þér? „Alveg örugglega. Þeir eru ör- ugglega með margar möppur um íslendinginn sem er að læra í Ameríku og rekur Bisnost í Moskvu. FBI kom að heimsækja mig út í New York. Þeir vildu endilega fá að vita hvaða starf- semi væri í gangi.“ Er ekki mikil ásókn og áhugi hér í Sovétríkjunum fyrir öllu vestrænu? „Jú, alveg gífurleg. Svo er svo mikið snobb fyrir ákveðnum vöru- tegundum. Ef þú átt t.d. IBM tölvu þá ertu alveg rosalegur. Síðan er annað sem ég hef rekið mig á í sambandi við mitt fyrir- tæki og það er mikilvægi þess að vera með fín nafnspjöld og annað þvíumlíkt. Það spyija allir „Hvaða fyrirtæki ertu með og hvar vinn- urðu.“ Þetta er alveg sér-rúss- neskt.“ Nú varstu í Ameríku síðastlið- inn vetur í Harvard og samhliða því varstu að reka fyrirtækið hér í Moskvu. Var ekki mikið að gera? „Þetta var mikið stress. Þá gerði maður sér grein fyrir mikil- 'vægi þess að hafa gott starfsfólk. Ég flaug fjórum sinnum til Moskvu í vetur og samtímis því var ég að reyna að standa mig vel í skólanum. En þetta skilaði sér. Fyrirtækið fór að skila hagnaði á síðasta ári.“ Svo eru að skrifa bók? „Já, ég fékk þá hugmynd að senda spumingalista til 400 Rússa og spyr þá hina ólíkustu spurn- inga. Viðhorf til lífsins, viðhorf til stjórnvalda o.s.frv. Ég veit ekki hvar þetta endar því bókin stefnir í að verða um 20 þúsund síður. Ég stend í samningaviðræðum við amerískt útgáfufyrirtæki um að gefa þetta út í Ameríku og auðvit- að er þetta spennandi. Ég hef verið að skrifa greinar í blöð hér í Moskvu um lífið hér og svo aft- ur lífið í Ameríku. Hef gert dálít- ið af því að gera samanburð á löndunum og fjallað um viðhorf mín til ólíkra hluta í iandinu.“ Gunnar Stefán. Mig langar til að spyija þig dæmigerðrar spurn- ingar. Þú ert ekkert á leiðinni heim til íslands? Gunnar hlær. „Véistu, ég hugsa mikið heim og oft Iangar mig til að flytjast heim en það er bara svo mikið að gera. Einu sinni spurði vinur minn sem var í heim- sókn hjá mér hvað ég gerði til að skemmta mér. Ég sagði bara: „Vinn meira,“ segir Gunnar Ste- fán Möller að lokum og skellihlær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.