Morgunblaðið - 28.07.1991, Side 12

Morgunblaðið - 28.07.1991, Side 12
MORGCNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR .28.VÚLM991 ae Sviðið í Turandot er mik- ilfenglegt eins og sjá má , V,- > í Kristján Jóhannsson og Grace Bumbry í hlutverkum J Kalafs og Turandot í óperu Puccinis. Eftir Sigrúnu Davíðsdóttur BORGIN Veróna á Ítalíu er fræg 4 fyrir ýmislegt. Hún er heima- borg elskendanna frægu, Róm- [ eós og Júlíu, þar er stór og falleg kirkja, San Zeno, með altaristöflu eftir antegna, einn af meisturum endurreisnartímans, og fleiri dýr- gripum og síðast en ekki síst er í miðborginni stórt og mikið hring- leikahús frá upphafi kristins tíam- tals. Síðan á fyrri hluta aldarinnar hefur leikhúsið forna verið notað fyrir óperu- og leiksýningar. Nú hefur óperan í Veróna sýningar þar á hverju sumri. Þegar þýska skáldið Goethe var í Ítalíureisu seint á 18. öld, kom hann auðvitað við í Verónu sérstaklega til að berja hringleikahúsið rómverska augum. Á ferð sinni um borgina sá hann menn að leik í leikhúsi borgarinnar, sem honum þótti nokkuð ófullkomið og spurði með ] stóru upphrópunarmerki í dag- bók sinni, hvers vegna í ósköpun- um þessir leikar væru ekki haldnir í hringleikahúsinu. Auðvitað er það al- veg augljóst og liggur í augum uppi að húsið á að nýta. sumar verða settar upp þrjár óperur í hringleikahúsinu undir berum sumarhimninum í Verónu. Fyrst verður það Rígólettó, sem höktir yfir sviðið, síðan Nabucco og síðast kemur Turandot þar sem Kristján Jóa- hnnsson syngur á móti Grace Bumbry sem Turandot. Turandot er eftir Puccini, hinar tvær eftir Verdi, þessi heittelskuðu ítölsku tón- skáld. Sýningar standa frá júlíbyijun og út ágúst. Verkefnin eru valin og skipulögð með tveggja til þriggja ára fyrirvara, svo það er ekki 1 flanað að neinu. Um þremur vikum fyrir frumsýningu mæta einsöngvar- ar og hljómsveitarstjóri til leiks, ásamt leikstjóra, sem þegar hefur hafið undir- búning, í samvinnu við sviðs- og búningahönnuð og lagt línurnar í samviYmu við aðstoðarleikstjóra. Þegar einsöngvararnir mæta, hefjast æfingarnar. Æft í rúmlega 30 stiga hita Hljómsveit og kór þurfa að æfa öll verkin þijú. Hver ópera hefur sinn stjómanda. Stundum er æft með söngvurum og kór, svo hljóðfæraleikaramir standa í ströngu. Fyrri hluti dags er æft inni, en fljótlega er æft á sjálfu hringleikasviðinu. Þar hefjast æfingar þó ekki fyrr en líður á daginn, því á morgnana er húsið opið fyrir ferðamenn og um miðjan daginn er alltof heitt. [ Veróna er ein af heitustu borgum Ítalíu. Á kvöldin er iðulega um eða yfir [30 gráður. A öðrum æfíngadegi fyrir Turandot var músíkæfing fyrir einsöngvara um morguninn. Frá kl. 11-13 æfði hljómsveitarstjórinn Daniel Nazareth einstaka einsöngvara, ásamt kórstjóranum Aldo Danieli við píanóundirleik, í litlum sal í óperuhúsinu. Niðri í aðalsalnum var hljómsveitin að æfa fyrir Rígólettó. Úti voru 34 gráður, svo það var notalegt að sitja inni í svölu húsinu. Þeg- ar Kristján mætti, var tríóið Ping, Pang og Pong að æfa. Tímur og mandar- íninn voru einnig mættir. Að vörmu spori var Kristján tekinn til við söng- inn. Kórstjórinn sagði fram textann, sem söngvaramir sungu og stjórnand- inn sat á stól með nótumar fyrir framan sig og stjórnaði. Hann stoppaði þá stöku sinnum ti! að árétta hvemig hann vildi hafa sönginn. Lengri frasa hér til að halda í við kórinn, hraðara hér og hægara þar ... Söngvararnir kinkuðu kolli skilningsríkir. Innan skamms mætti sjálf Turandot til leiks, þessi jökulkalda kínverska

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.