Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 33
ar og þakklátur fyrir hvaðeina sem fyrir hann var gert, enda var stutt í glensinn, gamansemina og gleðina hjá honum. En það var jafnlangt í furiosið ef því var að skipta. Ottó hafði nokkurn áhuga á dulrænum efnum og prýða slíkar hugljómanir nokkrar mynda hans. Ottó helt alltof fáar sýningar, það ber öllum saman um. Sannast að segja finnst mér forsjónin skulda Ottó það að efnt verði til sýningar á verkum Ottós Gunnlaugssonar með haustinu til minningar um hinn mæta listamann. Ottó málaði ekki mjög margar myndir um dagana og á síðustu árum málaði hann enga mynd, að skiljanlegum ástæðum, því miður. Ottó bjó áfram á Lynghaganum hjá Karli bróður sínum og naut um- hyggju hans á meðan hann lifði, en Karl lést fyrir örfáum árum. Heilsu- fari Ottós hafði hrakað á undanförn- um árum og fór vemsandi. Hann var hættur allri vinnu fyrir nokkru. Við fráfall Karls leystist heimilið við Lynghagann upp. Við tók öryggis- leysið og óvissan um hvað framundan væri. Ottó mátti muna tímana tvenna. Allt heimilislíf, umhyggja og viðurværi fyrri ára var nú óðum að hverfa, ef ekki horfið. Hann bjó við aðstæður sem hann hafði ekki þekkt áður. í raun voru þær honum ekki samboðnar á nokkum hátt. Það bar á vonleysi, einsemd og særðu stolti. Við sólarlag lífs sín þann 20. maí sl. á fegursta vordegi sem komið hafði á þessu vori hafði Ottó farið óvenju langa og stranga gönguferð, alla leið úr Garðabænum og sennilega ofgert sér á þessari göngu. Honum varð litið til himins út um gluggann þar sem hann bjó og mælti: Mikið em litirnir fallegir í náttúmnni og himin- inn blár og veðrir svo gott. Ég held að ég fái mér annan göngutúr. Þetta voru síðustu orð Ottós í þessu lífi. Himinbláman sá Ottó oft fyrir sér í hillingum, þegar mynd var í sköpun, en að þessu sinni lagði hann upp í gönguna miklu, úr móðu lífsins yfir í blámann fagra þar sem lausn jarð- arlífsins er að fínna og þar sem lita- dýrðin er mest, þar sem stóri kórinn syngur með öllum stórsöngvumnum miklu og kunnugu, og allir mega vera með. Ég vil að lokum þakka Ottó alla vinsemd hans og tryggð við okkur Maddý og fjölskyldu okkar fyrr og síðar, bæði í gleði og sorg. Einnig þær ógleymanlegu skemmtilegu stundir þegar allt lék í lyndi við hin ólíklegustu tækifæri. Ég vildi einnig með þessari síðbúnu kveðju minnast með þakklæti og virðingu þeirra sem sáu um hina fögm útför Ottós, og þá ekki minnst hin stórgóða ræða Sr. Franks M. Halldórssonar sem kom á óvart. Hann þekkti Ottó og hafði unnið með honum í byggingar- vinnu á ámm áður, þegar hann var við nám í Háskólanum. Hann lýsti þessum kynnum sínum skemmtilega. Hin hrífandi fagra músik Sigvalda Kaldalóns var flutt af frábæm lista- fólki, Elísabet Fr. Erlingsdóttir ópemsöngkona, Reynir Jónasson orgelleikari og kór. „Steinninn" vísur eða texti sem Jón Gunnlaugsson læknir, bróðir Ottós orti, var prýddur gullfallegri melodíu Selmu Kalda- lóns, eiginkonu Jóns og mágkonu Ottós, var fagurlega sungin af Elísa- betu Fr. Erlingsdóttur ópemsöng- konu. Okkur er mikil söknuður að Ottó. Minningin lifir um þennan góða dreng, sem öllum var svo kær. Marius Blomstcrberg BLOM SEGJA AILT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Síini 689070. 'ÍÖRlGtSlBÍlðÍÖ ’ IVIHM N 33 Guðmundur Krist- m jánsson, Amarbætí Fæddur 5. mars 1903 Dáinn 15. júní 1991 Guðmundur Kristjánsson bóndi í Arnarbæli í Grímsnesi fæddist í Suðurkoti í sömu sveit, 5. mars 1903. Foreldrar hans voru Kristján Sigurðsson bóndi, bróðir Þórðar Sigurðssonar hins fróða á Tanna- stöðum í Ölfusi og kona hans Guð- rún Jónsdóttir. Kristján flutti að Arnarbæli 1909 ogbjóþartil 1932. Guðmundur stundaði sjó- mennsku á vertíðinni nokkuð áður en hann settist um kyrrt og hóf búskap. Var hann sjálfur þátttak- andi í útgerð við Faxaflóa. Útgerð- in gekk vel þrátt fyrir kreppu og lágt fískverð og högnuðust þeir sem áttu. Guðmundur tók við búi í Arn- arbæli 1932 og bjó þar meðan heils- an entist. Kona Guðmundar var Sigríður Árnadóttir frá Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi. Börn þeirra eru 4. Guðmundur var góður búmaður, sérstaklega var til þess tekið hvað hann hafði góðar nytjar af kúnum. Guðmundur var ekki neinn sérstak- ur þrekmaður en eigi að síður var hann jneð allra afkastamestu mönn- um til verka og öll verk léku í hönd- um hans. í viðræðum var hann bæði rökfastur og málsnjall, og flutti mál sitt þannig að eftirminni- legt var þeim sem á hlýddu. Barn- góður var Guðmundur, og fjölmörg börn dvöldust í Arnarbæli hjá hon- um í hans löngu búskapartíð. Skap- aðist oft ævilöng vinátta milli Guð- mundar og þeirra sem hann hafði mikla ánægju af. Kynni okkar Guðmundar voru eingöngu í sambandi við veiðimál. í Árnessýslu eru margir staðir fagr- Svala S. Auðbjörns- dóttir - Minning' Fædd 17. desember 1939 Dáin 5. júli 1991 Hún amma, Svala Sigríður Auð- björnsdóttir, er dáin. Það er varla hægt að trúa því enn. Hún sem var svo sterk og dugleg og ákveðin í því að koma aftur heim til okkar. Amma Svala var búin að vera í fjórtán mánuði á Brompton-sjúkra- húsinu í London að bíða eftir nýjum lungum og hjarta. Aldrei missti hún amma vonina um að það kæmi nú að henni og æðruleysi hennar var aðdáunarvert. Við barnabörnin vor- um svo heppin að fá tækifæri til þess að heimsækja hana meðan á þessari löngu bið stóð. Við viljum kveðja hana ömmu með þessum fátæklegu orðum og biðjum algóðan guð að styrkja afa Snorra, því harmur hans er mikill og hennar ömmu verður sárt saknað. Gegnum Jesú helgast hjarta í himin upp jeg líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (H.P.) Kveðja frá barnabörnum. + Útför frœnku okkar, KRISTBJARGAR PÁLSDÓTTUR frá Húsavik, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar er vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Ásdís Aðalsteinsdóttir, Helga Sigurgeirsdóttir, Höskuldur Sigurgeirsson, Aðalsteinn Hallgrímsson. Innilegar þakkir sendum við ölllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓHÖNNU MARGRÉTAR ÓSKARSDÓTTUR, Eskihvammi 4, Kópavogi. Pétur Stefánsson, Sigurveig Viðisdóttir, Jóhann Jónsson, Sigríður Rósa Víðisdóttir, Gunnar R. Kristinsson, Anna Aldís Víðisdóttir, l'var Sigurgíslason, Ósk Viðisdóttir, Kristján S. F. Jónsson og barnabörn. + Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar, JÓHÖNNU EINARSDÓTTUR frá Drangsnesi, Torfufelli 23, Reykjavik. Sérstakar þakkir eru færðar hjúkrunarfólki á deild 13D á Lands- spítalanum. Ingunn, Bjarnfríður og Guðbjörg Einarsdætur. ir en þó finnst mér þar hvergi eins fagurt og víða með Hvítá. Þessa fegurð kunni Guðmundur að meta. Hann bjó á einni bestu laxveiðijörð- inni og var bundinn henni óijúfandi böndum. Hvítá rennur skammt fyrir fram- an bæinn í Arnarbæli og er aðstaða til netaveiði þar ágæt. Þessa að- stöðu kunni Guðmundur að nýta. Þegar sótt var að laxveiðihlunnind- um bænda var enginn skeleggari en Guðmundur að veija rétt þeirra. Hann átti til að vera allhvassyrtur og virtist hijúfur á yfirborðinu, en eigi að síður var hann viðkvæmur og sáttfús. Kynni mín af Guðmundi hófust um 1950 er ég fór að sækja aðal- fund Veiðiféiags Árnesinga reglu- lega. Þá voru mikil átök meðal fé- lagsmanna veiðifélagsins. Þessi átök leiddu til þess að nýir menn komu í stjórn félagsins. Einn þeirra manna sem þá komu í stjórnina var Guðmundur í Arnarbæli og var í henni meðan heilsan leyfði. Á efri árum bagaði Guðmund að honum dapraðist sýn svo að hann varð að hætta að aka bíl. Um margra ára skeið sá Guðmundur um klakveiði fyrir veiðifélagið, og um dreifingu seiðanna á vorin. Þó Guðmundur væri veiðimaður var hann fyrst og fremst ræktunar- maður. Hann vissi að ræktunin er undirstaða búskaparins og ræktun + Elskulegur sonur okkar og bróðir, HILMAR ÓLAFSSON, Safamýri 44, áður Bólstaðarhlíð 12, lést af slysförum 24. júlí sl. Halldóra Hilmarsdóttir, Ólafur Jónsson og systkini hins látna. + Móðir mín, HELGA JACOBSEN, Bólstaðarhlíð 9, verður jarðsett frá Háteigskirkju þriðjudaginn 30. júlí kl. 15. Ólafur Eyjólfsson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUNNLAUGUR KRISTJÁNSSON aðstoðarbankastjóri, Kaplaskjólsvegi 67, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heilavernd. Hallgerður Sigurgeirsdóttir, Jón Bragi Gunnlaugsson, Björgvin Gunnlaugsson, Heiða Dögg Jónsdóttir. + Sendum öllum ættingjum og vinum hjartans þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför GUÐNÝJAR JÓNSDÓTTUR, Hverfisgötu 39, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Björn O. Þorleifsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARTHURS SIGURBERGSSONAR, Markarflöt 55, Garðabæ. Lára J. Karlsdóttir, Karl Arthursson, Hafdís Sigurbjörnsdóttir, Oddný Arthursdóttir, Ásgeir Christiansen, Bergur Þór Arthursson, Guðrún Gunnarsdóttir, Ástvaldur J. Arthursson, Elín Viðarsdóttir, Pálmi Arthursson og barnabörn. gripanna, sem breyta gróðri jarðar í afurðir varð að fara saman, sama lögmál hlaut að gilda með laxinn. Hann sá að ef jafnvægi ætti að haldast í laxastofni árinnar yrði ræktin að koma til. Við sem starfað höfum með Guð- mundi í Arnarbæli að veiðimálum urn áratuga skeið munum minnast hans sem hins skelegga baráttu- manns og þökkum honum langt og ánægjulegt samstarf. Jón Guðmundsson, Fjalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.