Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 8
MORGlMiiðfe DAGBÓK SUNNUIÍAGÚR 20.' JÚLÍ 1991 e8 0 11^ \ er sunnudagur 28. júlí, 209. dagur ársins 'JT 1991. 9. sd. eftirTrínitatis. Árdegisflóðí Reykjavík kl. 7.25 og síðdegisflóð kl. 19.42, stórstreymi, flóðhæðin 3,78 m. Fjara kl. 1.24 ogkl. 13.26. Sólarupprás í Rvík kl. 4.19 og sólarlag kl. 22.46. Sólin er í hádegisstað í Reykjavík kl. 13.34 ogtunglið er í suðri kl. 2.30. (Alman- ak Háskóla íslands.) Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu. (1. Jóh. 2,17.) ÁRNAÐ HEILLA HJÓNA- BAND. Brúð- hjónin Sóley Ægisdóttir og Bjarni G. Þór- mundsson voru gefin saman í Dóm- kirkjunni. Sr. Hjalti Guð- mundsson framkvæmdi hjónavígsluna. Heimili þeirra er í Ásgarði 20, Rvík. (Ljósm. Nærmynd.) pT/"|ára afmæli. í dag, 28. OU júlí, er fimmtugur Valdimar H. Jóhannesson, Urriðakvísl 18. Rvík. Kona hans er Margrét Gústafsdótt- ir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu í dag, afmælis- daginn, kl. 17-20. pT/"|ára afmæli. í dag, 28. t)U þ-m-, er fimmtugur William Siguijón Tracey, Hlíðarási 3, Mosfellsbæ. Kona hans er Áslaug Valde- marsdóttir. Þau taka á móti gestum á heimili sínu milli kl. 15 og 18 í dag, afmælis- daginn. pT /"kára afmæli. Á morgun, t)U 29. júlí, er fímmtugur Sæmundur Kristinn Klem- ensson, Eyjaholti 6, Garði (áður Skólabraut 12). Kona hans er Þórdís Soffía Ólafs- dóttir, þjónustustjóri í ís- landsbanka-útibúinu í Keflavík. Þau verða að heim- an afmælisdaginn. pT /\ára afmæli. Næstkom- t) \/ andi þriðjudag, 30. júlí, er fímmtugur Páll Guð- mundsson, vélfræðingur, Vesturbergi 104, Rvík. Kona hans er Ásta Jónsdóttir fóstra. Þau taka á móti gest- usm á afmælisdaginn í Skip- holti 70, eftir kl. 19. FRÉTTIR/MANNAMÓT MIÐSUMAR er í dag, 28. júlí, segir Háskóla-almanakið. Um þau tímamót segir í Stjörnufr./Rímfræði á þessa leið: „Samkvæmt fornís- lensku tímatali telst miðsum- ar bera upp á sunnudag í 14. viku sumars, stundum sunnu- dag í 15. viku sumars. Mið- sumar fellur á 23.-29. júli, stundum 30. júlí. Nafnið vísar til þess, að um þetta leyti er venjulega hlýjasti timi ársins. Heyannamánuður telst byija með miðsumarsdegi, en áður fyrr virðist nafnið miðsumar stundum hafa verið notað i víðari merkingu um fyrri hluta heyannamánaðar eða jafnvel allan mánuðinn.“ KÓPAVOGSFUNDURINN 1662 fór fram þennan dag, svonefnd erfðahylling á þing- staðnum í Kópavogi. Þar voru aðalforsvarsmenn íslendinga þeir Arni Oddsson lögmað- ur og Brynjólfur Sveinsson biskup í Skálholti. Fulltrúi konungs Henrik Bjelke höf- uðsmaður. VIÐEY. í dag verður staðar- skoðun í Viðey. Hún hefst um kl. 15.15 eftir messu i Viðeyj- arkirkju. Svona. Eina skeið enn. — Og lofaðu svo Sighvati að heyra plompið ... FRÍMERKI. í fréttatilk. frá Pósti & sima segir að hinn 14. ágúst komi út fjögur frímerki. Tvö þeirra eru_ í frímerkjaseríunni: Merkir ís- lendingar. Eru það frímérki með þeim dr. Páli Isólfssyni tónskáldi (1893-1974) og Ragnari Jónssyni (1904- 1984) — í Smára. Verðgildi 60 og 70 krónur. Báðar eftir málverkum J. Kjarval. Hin frímerkin tvö eru í frímerkja- seríunni: keppnisíþróttir. Er annað þeirra tileinkað golfí. Golfsamband Islands var stofnað sama dag og útgáfu- dagur frímerkisins, 14. ágúst 1942, en fyrsti Golfklúbbur- inn var stofnaður í Reykjavík 1934. Golfklúbbar á landinu eru nú 35 og meðlimafjöldi alls 5.000. Hitt íþróttamerkið er tileinkað glímu, þjóðar- íþróttinni sem stunduð hefur verið frá því á 9. öld. Það var íþróttaþing 1988 sem hafði formlega staðfest að glíman er þjóðaríþrótt Islendinga. Verðgildi merkjanna er 26 krónur hvort merki. ÁLFTAMÝRARSKÓLI. I gær rann út umsóknarfrestur sá sem fræðslustjóri Reykja- víkurumdæmis setti vegna umsókna^ um stöðu skóla- stjóra Álftamýraskóla við Álftamýri í Rvík. Staðan mun verða veitt hinn 1. ágúst nk. samkv. augl. í Lögbirtinga- blaðinu. BARNADEILD Heilsu- vemdarstöðvar Reykjavíkur við Barónsstíg hefur opið hús nk. þriðjudag, kl. 15-16, fyrir foreldra ungra bama. Þá verður fjallað um aðlögun bama að dagvistun. LÆKNAR. í tilk. í Lögbirt- ingablaðinu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu í Lögbirtingi segir að ráðuneytið hafí veitt þessum læknum almennt starfsleyfi til lækninga: Eygló Aradótt- ur cand. med. et chir, Þór- arni H. Þorbergssyni cand. med. et chir, Ara Víði Ax- elssyni cand. med. et chir, Hildi Thors cand. med. et chir, Dóru Lúðvíksdóttur cand. med. et chir og Guð- mundi Pálssyni cand. med. et chir. FÉL. eldri borgara. í dag er opið hús í Risinu kl. 14, frjáls spilamennska og kl. 20 verður lokadansleikur. KÓPAVOGUR. Félagsstarf aldraðra. Orlof á vegum fé- lagsstarfsins á þessu sumri verður dagana 5. ágúst-16. ágúst á Löngumýri í Skaga- firði. Þeir sem sótt hafa um dvöl ætla að hittast á mið- vikudaginn kemur í félags- heimili bæjarins kl. 14. AFLAGRANDI 40, félags- og þjónustumiðstöð 67 ára og eldri. Á morgun, mánudag, útivera kl. 10, róleg ganga og sprett úr spori kl. 11. Fijáls spilamennska kl. 13. HÚ S A VÍ KURFLUG V ÖLL- UR. Samgönguráðuneytið augl. í nýju Lögbirtingablaði MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 25 ÁRUM Hið mikla sundafrek leiðtoga kínverska kommúnista Mao Tse- tungs hefur vakið mikla athygli en frá því var skýrt í Peking 25. júlí að Mao formaður hefði synt 14,4 km leið niður Yangtze-fljótið fyrir skömmu. Hann synti á 65 mínútum þessa leið. Hann er 72ja ára. í Bandaríkjunum hefur verið á það bent að hann hafi að meðaltali synt hverja 100 yarda á 24,6 sek. Besti timi sem náðst hefur á þeirri vegalengd í keppni er 45,6 sek. Þar vestra hafði líka verið bent á að svo virtist sem Mao væri að keppa við teiknimyndahetjuna „Batman“. Kínverska fréttastofan Nýja Kína birti myndir af formann- inum sem teknar voru af honum í sundinu mikla. lausa stöðu flugvallarvarðar á Húsavíkurflugvelli, hjá Flugmálastjórn. Tekið er fram að væntanlegur flug- vallarvörður hafi hið meira- próf bílstjóra og réttindi á þungavinnuvélar. Umsóknar- frestinn setur ráðuneytið til 9. ágúst næstkomandi. ANGLOW Reykjavík, kristi- leg samtök kvenna, halda mánaðarlegan fund sinn í safnaðarheimili Bústaða- kirkju annað kvöld, mánudag kl. 20. í fréttatilk. frá sam- tökunum segir að ræðumaður kvöldsins verði Ásta Júlíus- dóttir, ein af stofnunum sam- takanna og formaður frá upp- hafí. Hún lætur af starfi á fundinum eftir fjögurra ára starf vegna brottfarar af landinu. Einnig talar á fund- inum Lára Vilhjálmsdóttir. LÁRÉTT: — 1 á buxum, 5 stynur, 8 sár, 9 þvottasnúru, 11 blauðan, 14 bekkur, 15 hryggja, 16 alda, 17 tók, 19 skítur, 21 guði, 22 hindraði, 15 verkfæris, 26 kærleikur, 27 gyðja. Fundurinn er opinn öllum konum. Kaffiveitingar. MINNINGARKORT MINNIN GARKORT félags- ins Heilavernd eru seld í Reykjavíkur Apóteki, Vestur- bæjar Apóteki, Langholts Apóteki, Hafnarfjarðar Apó- teki, Blómav. Runna við Hrísateig og í s. 679220. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í gær kom Selfoss að utan og af ströndinni komu Stapafell og KyndiII. í dag eru væntan- legir togararnir Heiðrún, sem fer í slipp og Drangey, sem kemur inn til löndunar. H AFN ARF J ARÐ ARHÖFN: Á morgun er Haukur vænt- anlegur að utan. LOÐRETT; - 2 glöð, 3 háttur, 4 víða yfirhöfnin, 5 rustum, 6 heiður, 7 svelgur, 9 hinkra, 10 ásjónu, 12 flan- aðir, 13 flónið, 18 handleggs, 20 tangi, 21 kvæði, 23 sjór, 24 skítur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: 1 Flóra, 5 salli, 8 ýfing, 9 skort, 11 ágeng, 14 roð, 15 vanta, 16 uglur, 17 rum, 19 máni, 21 auki, 22 ungdóms, 25 arm, 26 aum, 27 tin. LOÐRETT: — 2 lok, 3 rýr, 4 aftrar, 5 snámum, 6 agg, 7 lin, 9 skvampa, 10 ofninum, 12 eflaust, 13 garðinn, 18 undu, 20 in, 21 am, 23 GA, 24 óm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.