Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991 A OTRULEGU VERÐI! Nú fá íslenskir feröalangar annaö frábært tækifæri til aö láta Ítalíudrauma sína rætast á ódýran og eftirminnilegan hátt. I vikuferö til Italíu færöu fullkomna blöndu af spennandi haustverslun, vönduðum skoðunarferðum og þægilegri sólarlandaferð, svo ekki sé minnst á gómsætan ítalskan mat upp á hvern dag. Gist er í góöum íbúðum í Riccione og Portoverde, íslenskir fararstjórar eru alltaf til taks og þú nýtur ævintýrisins frá fyrsta til síðasta dags. ítalska hausttískan er komin í verslanir og tískuborgin Rimini laðar þessa dagana að sér eftirvæntingarfulla kaupendur hvaðanæva að úr heiminum. Feneyjar og Florens eru heimsóttar í ógleymanlegum skoðunarferðum og strendur Adríahafsins eru í sínu besta formi þannig að þar sem verslun og ferðalögum sleppir tekur mjúkur sandurinn og letilífið við. Og þegar lága verðið bætist við þá er varla hægt að hugsa sér blönduna betri. fwey/or, Flórens y '6- september Verð (6 í íbÚÓ) Verd m/ðoð við v,. 27.455 Innifalið: Flug, íbúðagisting, akstur til og fró flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Onnur dæmi: 28*785 (41 íboð) Kr. 32*490 9wgi zö. ji (2 í stúdíó) Kvennaferðirnar aftur!! Og kominn tími til! RÓM 9.—16. sept. v nÁ nnLLn rtíAnr n n fr, r r Á rrtn Ln fnrA fll PADK AP Henríetta er að pakka niður og fer sérstaka ferð til PARISAR 28. ógúst og aðra til RÓMAR 9. september. Þetta verður ferð allra tíma, stúlkur, - því dvalið verður í Róm í ótta daga og sjö nætur við vísindastörf og viðskipti og gist ó Hótel Nizza, rétt hjó jórnbrautar- stöðinni og Piazza d. Repubblica. Ykkar bíða því stórkostlegir síðsum- ardagar í Róm, enda vetrartískan komin í verslanir! Verð á mann í fvíbýli 57.800 stgr. Verð á mann í einbýli 64.900 sfgr. Samvinnuferdir - Landsýn Reykjavík: Austurstræti 12. s 91 -691010. Innanlandsferðir. s. 91 -691070. póstfax 91 -27796. telex 2241. Hótel Sögu við Hagatorg. s. 91 -622277, póstfax 91 -623980 Akureyri: Skipagótu 14. s. 96-27200. póstfax 96-27588. telex 2195 Bifreiðastjóra- félagið Frami; Sjaldan skortir leigubíla LEIGUBÍLSTJÓRAR fagna áhuga lögreglustjóra og borgar- stjóra á að leysa þau vandamál sem skapast í miðbænum um helgar. Jafnfram lýsa leigubíl- sljórar furðu sinni á þeim yfirlýs- ingum, að skortur á leigubílum, valdi því m.a. að ástandið I mið- bænum, að næturlagi um helgar, sé eins og það er. í fréttatilkynningu frá Bifreiða- stjórafélaginu Frama segir: „Stað- reyndin er sú að í sumar hefur mjög sjaldan skort leigbíla um helg- ar og hefur verið auðveldara en nokkru sinni fyrr að ná í leigubíl í miðbænum eftir lokun skemmti- staða. Töluvert hefur verið um að leigubílstjórar hafí ekið fólki í mið- borg Reykjavíkur frá úthverfum og nágrannasveitum á milli kl. 3 og 4 á helgarnóttum. Eftirspurn eftir leigubílum fer mikið eftir veðri, þannig að í sumar hefur hún verið óvenju lítil. Fólk gengur meira, vegna þess að tíð hefur verið einstaklega góð. Hins vegar, þegar veður er slæmt, skap- ast stundum vandræðaástand þegar yfir 10.000 manns er hleypt út af skemmtistöðunum á sama tíma. Þetta á sérstaklega við, þegar færð er þung og leigubílar þar af leið- andi lengur í hverri ferð. Þetta er vandamál sem þarf að leysa og vilj- um við leigubílstjórar leggja til, að fulltrúar borgarinnar, lögreglu- stjóra og veitingamanna ásamt leigubílstjórum komi á samstarfs- hóp til að leysa það.“ Patreksfjörður: Elstu borg- ararnir í skemmtiferð Patreksfirði. LIONSMENN og kvenfélags- konur úr Sif buðu elstu borgur- um á Patreksfirði til sinnar ár- legu skemmtiferðar á dögunum. Farið var í tveimur rútubílum frá Torfa Andréssyni í Tálkna- firði. Haldið var í Arnarfjörð og litið heim að Rafnseyri, þar sem veglega var tekið á móti hópnum og allt skoðað sem þar er að sjá. Staldrað var við í Dynjandisvogi, skyggnst um og glaðst yfir góða veðrinu, vestfírskri náttúru, og því að fá að vera til í góðra vina hópi. Konur sem fréttaritari talaði við, létu mikið af veitingunum. Hápunktur þeirra var máltíð í Hótel Flókalundi en þaðan var haldið heim enda dagur að kveldi. Hópur þessi heldur vel saman með heimsóknum og samræðum yfír kaffibolla auk þess sem hann steðjar um götur og torg vetur, sumar, vor og haust. Markmiðið er að sjálfsögðu heilsubót og ekki skemmir að geta skoðað náttúruna gegnum tært og heilnæmt vestf- irskt sjávarloft. - Hilmar VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Iltogiiiiilfrlaftfft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.