Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991
39
EFFEMM
FM 95,7
7.00 A-Ö. Steingrímur Ólafsson í morgunsáriö.
Kl. 7.10 Almanak og spakmæli dagsins. Kl. 7.15
íslenskt tónlistarsumar. Kl. 7.20 Veður, flug og
færð. Kl. 7.30 Slegið á þráðinn. Kl. 7.45 Dagbók-
in. Kl. 8.00 Fréttir. Kl. 8.15 Blöðin koma i heim-
sókn. Kl. 8.30 Viðtal dagsins. Kl. 8.45 Slegið á
þráðinn
9.00 Tveir með öllu. Jón Axel Olafsson og Gunn
laugur Helgason. Kl. 10 Fréttir. Kl. 10.30 Hrek-
kjalómafélagið. Kl. 10.45 Kjaftasaga, fyrri hluti.
kl. 11.00 Erlendar fréttir frá fréttastofu. kl. 11.15
Persónuleg mál ber á góma. kl. 11.25 Kjafta-
saga, seinni hluti. kl. 11.35 Hádegisverðarpottur-
inn. kl. 11.55 Jón og Gulli taka lagið.
12.00 Hádegisfréttir. Kl. 12.10 Ivar Guðmundsson.
kl. 12.30 Fyrsta staðreynd dagsins. Kl. 13.30
Staðreynd úr heimi stórstjarnanna. Kl. 14.00
Fréttir. Kl. 14.05 Tónlistin heldur áfram. Kl. 14.30
Þriðja og síðasta staðreynd dagsins kl. 14.40
ívar á lokasprettinum. Siminn fyrir óskalög er
670-957. .
kl. 15.00 íþróttafréttir. Kl. 15.05 Anna Bjork Birgis-
dóttir kl 15.30 Óskalagalínan öllum opin. Sími
670-957. Kl. 16.00 Fréttir. Kl. 16.30 Topplög
áratuganna. Kl.17.00 Fréttayfirlit. Kl. 17.30 Þaegi-
leg siðdegistónlist. Kl. 18.00 Kvöldfréttir. Kl.
18.10 Gullsafnið. Tónlist frá árunum 1955-1975.
19.00 Valgeir Vilhjálmsson.
21.15 Pepsi-kippa kvöldsins.
22.00 Auðun G. Ólafsson á kvöldvakt.
01.00 Darri Ólason á næturvakt.
HUÓÐBYLGJAN
Akureyri
FM 101,8
16.00 Tónlist. Axel Axelsson. Óskalög og afmaelis-
kveðjur í síma 27711.
17.00 ísland í dag. (Frá Bylgjunni). Kl. 17.17 Frétt-
ir frá fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2
18.30 Tónlist.
STJARNAN
FM102/104
7.00 Páll Sævar Guðjónsson.
10.00 Helgi Rúnar Óskarsson.
13.00 Sigurður Ragnarsson. kl. 15 Húslestur Sig-
urðar.
16.00 KlemensArnarson.kl. 18 Gamansögur hlust-
enda.
19.00 Björgúlfur Hafstað.
20.00 Arnar Bjarnason.
00.00 Næturtónlist.
Sjónvarpið:
IMöfnin okkar
I kvöld mun Gísli Jónsson menntaskólakennari fjalla um
01 25 karlmannsnafnið Bjama í þætti sínum um íslensk manna-
“ nöfn. Það er fomnorrænt nafn, dregið af dýrsheitinu björn
sem talið er merkja „hinn brúni“. Hreystihugmynd mun hafa legið
í nafninu enda er björninn sterkur og svipað orð í gamalli ensku
merkir kappi.
Smekkur manna á dýranöfnum er einkar breytilegur; nú er til að
mynda talið óviðeigandi að skíra menn nöfnum á borð við Grís,
Göltur, Hrútur og Kálfur eins og tíðkaðist til foma. Enn þykir hins
vegar gott að heita Bjöm, Hreinn eða Hjörtur. Einnig eru menn
gjaman nefndir Öm, Valur og Hrafn enda þótt ómögulegt þyki að
nefna menn spóa, sendlinga eða hana.
Bjami er ekki eins algengt nafn nú og áður var. Það var þriðja
algengasta karlmannsnafnið þegar fyrsta manntalið var gert árið
1703 en mun nú vera í kringum tuttugasta sætið.
BÓKHOLLAR
HILLUR ÚR BEYKI
OG MAHÓNÍ
AXIS
AXIS HÚSGÖGN hf.
Góðar bækur verðskulda virðulegan
sess bæði heima og á skrifstofunni.
Leitið upplýsinga um stærðir og verð
í verslun okkar, Smiöjuvegi 9.
SMIÐJUVEGI 9
S/MI (9)1 4 35 OO
— þar sem handbragð íslenskra
hagleiksmanna fær að njóta sín.
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Aðgát skal höfð
Vitnisburður hét grípandi
mynd í sjónvarpinu á
sunnudagskvöldi fyrir viku.
Byijaði að horfa á hana af rælni.
Ekki að kynningin drægi að.
Einfaldlega sagt að myndin fjalli
um hjón sem fá þann úrskurð
frá yfirvöldum að þau séu ekki
fær um að ala upp börn sín.
Gott svo langt sem það nær.
Fullur titill „Vitn-
isburður barns“
(Testimony of a
Child) gæfi þó
betur til kynna
um hvað var verið
að fjalla. E.t.v.
greip efnið bara
af því að það
tengdist nýlegri
reynslu með
geymdri aðvömn.
Með aðgát skal
gengið um vitnis-
burð barns.
Óneitanlega hef-
ur þetta geymda
mál ónáðað við
lestur skýrslna
um fjölda barna á
íslandi er orðið
hafi fyrir kyn-
ferðislegu áreiti
og frásagnir af
slíkum tilvikum.
Þær þó alls ekki
dregnar í efa eða
yfirleitt nauðsyn
þess að fá þetta
upp á yfirborðið.
Um þetta snerist
þessi mynd. Hjónin veita því
athygli að drengurinn er eitt-
hvað domm, lystarlaus og ónóg-
ur sjálfum sér, meðan litla telp-
an blaðrar hin kátasta. Kannski
sé rétt að fara með hann til
læknis. Og lækninum dettur í
hug að hann hafi orðið fyrir
kynferðislegu áreiti, kallar til
félagsfræðing og málið er komið
af stað. Bömin em snarlega
fjarlægð - meðan athugun fer
fram. Fleiri og fleiri sérhæfðir
koma að þessari athugun - með
gruninn inni á sér - horfa,
spyrja, fylgjast með. Allt mjög
háttvíst en þrúgandi. Kennarinn
og faðirinn einu karlmennimir í
lífi drengsins finna gmninn.
Samt stendur á fullnægjandi
vitneskju - og á endanum verður
að skila börnunum í rústaða fjöl-
skyldu. Heimilið verður ekki
samt.
Eftir mikla umræðu hér sló
það mig í haust, þegar ung
sænsk kona sagði ábúðarmikil
sem við ókum saman í arabal-
andi. „Hefurðu séð hvernig karl-
menn halda hér hver utan um
annan?" Þegar henni var bent á
að þarna væri ekkert athugavert
við það, þætti sjálfsagt milli
vina. Tortryggilegra ef strákur
héldi utan um stelpu án þess að
þau séu hjón. Hún var nýkomin
úr okkar skandinavíska samfé-
lagi og trúði ekki: „Nei, strák-
arnir leiðast, halda utan um
axlir og mitti hvers annars úti
á götu. Þeir snertast!" Ekki ann-
að að gera en ráðleggja henni
að spyija bara fólkið sem þama
býr hvort vinátta milli stráka sé
ekki sýnd eðlilega með slíku
„athæfi“. Ósjálfrátt fór maður
að velta fyrir sér hvort við hér
norður frá værum orðin svona
tortryggin á vináttuvott og
snertingu að fólk væri orðið
hrætt við slíkt. Getur það verið?
Til dæmis að faðir þori varla að
snerta son sinn - segjum í hugg-
unarskyni að taka utan um axl-
imar á honum og þrýsta honum
að sér svo aðrir sjái, til að láta
hann finna að honum þyki vænt
um hann? Rétt eins og maður
gat séð fyrir sér að yrði eftir lok
myndarinnar á skjánum.
Kannski varð viðbragðið
svona við athugasemd sænsku
konunnar, sem var svo viss um
að öll auðsýnd vináttusnerting
milli karlmanna væri tortryggi-
leg, vegna þess
að í bresku blöð-
unum hafði ein-
mitt verið mikið
urn eitt af þess-
um hræðilegu
mistakamálum
af þessu tagi,
sem gerast öðm
hvetju. Börn
höfðu verið fjar-
lægð úr fjöl-
skyldum, ekki
bara einni held- 1
ur fleimm, á eyj-
um í norðan-
verðu Bretlandi
vegna gmns um
einhverja kyn-
ferðislega sam-
vem. Byggðist á
túlkun fagfólks
á óljósum um-
mælum barna.
Börnin vom
fjarlægð af
heimilum sínum
meðan rannsókn
fór fram. Ekki
tókst þó að fá
botn í málið.
Fólkið sem hafði haldið börnun-
um frá heimilum sínum, eflaust
í góðri trú, var búið að halda
þeim það lengi án fullnægjandi
vitnisburðar að það var komið í
mestu vandræði ef allt reyndist
þetta einn allsheijar misskiln-
ingur. Og komið í vamarstöðu.
Eflaust er ekki heiglum hent að
fínna út úr svona málum, eftir
að gmnur kviknar, jafnvel fyrir
reynt fagfólk. Allir vom komnir
í kreppu. Kröfumar urðu hávær- ,
ari um að bömunum yrði aftur
skilað til síns heima, sem varð
snemma í vor.
Sérstaklega er mér minnis-
stætt viðtal við stálpaðan dreng
eftir að málinu var lokið. Hann
sagði að enginn hefði sagt hon-
um hvað hann ætti að segja. „Ég
var margbúinn að segja þeim
satt,“ sagði hann, „það trúði
mér bara enginn. Þau sögðu það
ekki, aðeins „hugsaðu þig vel
um“ og byijuðu svo aftur daginn
eftir að spyija um það sama.“
Hann hafði sífelldar áhyggjur
af að litli bróðir hans, sem var
annars staðar, stæðist ekki
svona álag. Enginn var vondur'
við þá, síður en svo. En barn í
vitnastúku. Að trúa er erfitt, en
að trúa ekki er ógerlegt, eins
og Victor Hugo orðaði það.
Aðgát skal höfð í nærvem
sálar. Við orð og vantrú sænsku
konunnar tók sú óværa að tmfla
hvort við Norðurlandafólk vær-
um kannski orðin of tortryggin
og hrædd andspænis slíkum
grun. Þau vísindi sem fást við
sálir eru svo ný, ónákvæm og
óömgg. Ætli aðvörun Einars
Benediktssonar eigi ekki við hér
sem oftar:
Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt
aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leynist strengur í bijósti, sem
brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt aupakast,
sem aldrei Vérðtir tekið'tíl báka.