Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991
Eru
þeir að
fá 'ann
■
Skipting fískstofna milli Grænlands og íslands:
„Málið er á emb-
ættismannastig’i ‘ ‘
- segir Kaj Egede, sem fer með sjáv-
arútvegsmál í heimastjórninni
„MÁLIN standa nú þannig, að á síðasta ári hófust viðræður milli
embættismanna frá Grænlandi og Islandi og það er meiningin,
að með þeim verði búið í haginn fyrir formlegar viðræður milli
landanna,“ sagði Kaj Egede, sem fer með sjávarútvegsmál í græn-
lensku heimastjórninni, þegar Morgunblaðið innti hann eftir af-
stöðu Grænlendinga til samninga milli landanna um skiptingu
sameiginlegra fiskstofna.
Eins og fram kom á blaða-
mannafundi Uffe Ellemann-Jens-
ens, utanríkisráðherra Dana í
fyrradag, leggur Evrópubandalag-
ið áherslu á að íslendingar leyfi
fiskiskipum frá EB að landa hér
og fá aðra þjónustu en íslensk
stjórnvöld setja það sem skilyrði,
að fyrst náist samningar við
Grænlendinga um skiptingu sam-
eiginlegra fiskstofna. í viðtali við
Morgunblaðið sagði Kaj Egede,
að hann hefði oft rætt þetta mál
við íslenska ráðamenn enda væri
það augljóslega beggja hagur að
komast að samningum um skyn-
samlega nýtingu þessara stofna.
Þar er aðallega um að ræða karfa,
rækju og loðnu. Hann kvaðst hins
vegar ekki vita nákvæmlega hvað
embættismannaviðræðunum liði
og því ekki geta sagt hvort eða
hvenær formlegar viðræður hæf-
ust.
Orðið gott í Leirvogsá
Veiðin er nú ágæt í Leirvogsá,
á fimmtudagskvöld voru 110 lax-
ar komnir á land og mikill lax
víða í ánni sem hafði tekið vel við
sér í rigningunni. Stærstu fiskam-
ir til þessa eru 9 til 11 punda, en
allur þorrinn af aflanum er 3 til
5 punda lax. Mjög fáir flugulaxar
hafa komið á land, aðeins fjórir á
fimmtudagskvöldið. Menn nota
mikið maðkinn í Leirvogsá.
Hér og þar
Orðabók Háskólans:
Þrjár orðabækur frá fyrri öld-
um endurútgefnar á næstunni
Laxveiðin hefur tekið mikinn
kipp á Suðvestur- og Vestur-
landi eftir að rigna tók og vatn
fór að aukast í ánum. Á næstu
dögum munu berast fregnir frá
einstökum ám, en ljóst er, að
enn sem komið er virðist laxinn
ætla að láta á sér standa fyrir
norðan.
mjög drjúgar að undanförnu.
Selá og Hofsá í Vopnafirði hafa
gefið um það bil 160 laxa hvor
sem er nokkuð gott, því þær byij-
uðu ekki vel að þessu sinni, en
þessi veiði er samt svipuð ef ekki
heldur betri en á sama tíma í
fyrra. í báðar árnar hefur lax
verið að ganga töluvert að und-
anförnu, það er því spuming hvort
þessi hefðbundna Vopnafjarðar-
sveifla verði eða verði ekki þetta
árið.
Um 130 laxar eru komnir á
land úr Stóru Laxá í Hreppum,
flestir, eða tæpir 80 af efsta svæð-
inu. Veiðin hefur dalað töluvert
að undanförnu eftir mjög líflega
byijun og vatn hefur minnkað.
Regnið að undanförnu ætti þó að
stöðva þá þróun. Framundan er
besti tíminn í Stóru Laxá, þ.e.a.s.
haustið og því gæti vel farið svo
að veiðin í ánni verði betri en í
meðalári.
Á hádegi 25. júlí voru komnir
400 laxar á land úr Elliðaánum
og veiðin hafði glæðst nokkuð við
úrfellið. 2.110 laxar höfðu farið
um teljarann og megnið af veið-
inni að undanfömu hefur fengist
á flugu í ofanverðri ánni. Munroe
Killer og Tiel and Blue hafa verið
Kristján Leifsson, 10 ára, með Mariulaxinn sinn og annan til við-
bótar úr Stekknum í Norðurá, þann 23. þessa mánaðar. Kristján
átti eftir að gera gott betur, ná þriðja laxinum áður en heim var
haldið. Með honum á myndinni er yngri bróðir hans Magnús.
Hann segir mjög erfítt að eiga
við minkaveiðarnar héma og telur
ekki unnt að veiða þá alla. Þeir
HJÁ Orðabók Háskólans er nú
unnið að nýrri ritröð er nefnist
Löndunarréttur
fyrir EB - skip:
Ekki stór-
felld hætta
-segir formaður Sjó-
mannasambandsins
ÓSKAR Vigfússon formaður Sjó-
mannasambandsins segist ekki
sjá neina stórfellda hættu fólgna
í því þó að EB-skip fengju hér
löndunarrétt. „En ef um það er
að ræða að íslendingar gangi inn
á einhverjar tillögur um gagn-
kvæman kvóta sem eru Noregi
skírðar þá vil ég hafa vaðið fyrir
neðan mig“, segir Óskar
Óskar segir að það sé spuming
hvort menn séu ekki með óþarfa
hræðslu við það að skip frá Evrópu-
bandalagsríkjunum fái aðgang að
íslenskum höfnum, þeim hafí lengst
af reynst erfitt að vera hér á norður-
slóðum. Eins gæti það komið íslend-
ingum vel að fá aðgang að karfa-
veiði við Grænland.
„í samningaumleitunum eins og
nú standa yfír fylgir oftast böggull
skammrifi", segir Óskar. „Og ég
vil fá að vita fyrir víst hvað er í
farvatninu hjá danska utanríkisráð-
herranum áður en ég tek beina af-
stöðu til þessara yfírlýsinga hans.“
Orðfræðirit fyrri alda og verða
þijár fyrstu bækurnar fræði-
legar útgáfur á þremur göml-
um orðabókum frá 17. og 19.
öld, sem voru upprunalega
unnar af Gunnlaugi Oddssyni,
sr. Birni Halldórssyni og Guð-
mundi Andréssyni.
Verk Gunnlaugs Oddssonar
mun verða fyrsta bókin sem kem-
ur út í hinni nýju ritröð en það
er stefnt að útgáfu í lok þessa árs
að sögn Jóns Hilmars Jónssonar
orðabókarritstjóra. Orðabók
Gunnlaugs nefnist „Orðabók sem
inniheldur flest fágæt, framandi
og vandskilin orð er verða fyrir í
dönskum bókum“ og var hún gef:
in út í Kaupmannahöfn 1819. í
þessari orðabók eru þýdd á
íslensku mörg töku- og aðskotaorð
í dönsku, t.d. úr latínu og grísku.
I nýju útgáfunni verður bætt við
orðaskrá eftir íslensku þýðingar-
orðunum til þess að veita betri
innsýn í íslenska orðaforðann í
bókinni en þýðingarnar þykja bera
vitni um trausta þekkingu Gunn-
laugs á íslenskum orðaforða.
Næsta verkið í ritröðinni kemur
væntanlega út upp úr áramótum
en það er orðabók eftir sr. Bjöm
Halldórsson. Jón Aðalsteinn Jóns-
son, orðabókarritstjóri, sagði að
sr. Bjöm hefði unnið bókina á
ámnum 1770 - 1785 en hún kom
ekki út fyrr en árið 1814. Verk
sr. Bjöms inniheldur um 30.000
íslensk uppsláttarorð með skýring-
um á latínu og dönsku. Sr. Björn
Mikið af mink á
Vatnsley sustr önd
Vogum.
SÆVAR Sigurðsson, minkaveiði-
maður úr Grindavik, hefur veitt
32 minka í Vatnsleysustrandar-
hreppi á þessu ári. Það eru jafn-
margir og voru veiddir á síðasta
ári. Sævar segist vita um mun
fleiri minka og telur þá vera um
20.
halda sig dreift í hreppnum við
ströndina.
Minkar hafa valdið skaða í físk-
eldi og á æðarkolluungum og kríu-
ungum. _ eg
Fijáls aðgangur að markaði gegn löndunarfrelsi:
Hagstætt fyrir íslensk-
an iðnað og þjónustu
- segir Þórleifur Jónsson framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna
„EF Evrópubandalagsríkin eru reiðubúin til að veita fijálsan að-
gang að markaði fyrir sjávarafurðir gegn löndunarfrelsi hér álít
ég að það yrði mjög hagstætt fyrir íslenskan iðnað, verslun og hvers
konar þjónustustarfsemi11, segir Þórleifur Jónsson framkvæmda-
stjóri Landssambands iðnaðarmanna um hugmyndir utanríkisráð-
herra Dana, Uffe Ellemann-Jensens. „Þetta kæmi fiskvinnslunni einn-
ig til góða, því að mörg frystihús vantar oft á tiðum hráefni."
Þórleifur segir að Landssamband
iðnaðarmanna hafí iðulega bent á
að þær hömlur sem séu á löndunum
erlendra fiskiskipa hérlendis séu
löngu úreltar, enda byggi þær á
lögum frá árinu 1922.
Að sögn Þórleifs hafa erlend
fískiskip til þessa þurft að leita sér-
stakra heimilda til þess að sigla inn
í íslenskar hafnir. Þessar takmark-
anir hafa að mati hans valdið því
að erlendar skipakomur eru miklu
færri en ef skipin fengju að landa
hér, og þjónusta við erlend skip því
óveruleg.
Þórleifur segir að því hafí verið
haldið fram að löndunarbannið sé
í gildi til þess að vernda fiski-
stofna, þar sem það gerði erlendum
fiskiskipum erfíðara fyrir að stunda
veiðar rétt utan íslenskrar fiskveiði-
lögsögu. Þórleifur telur þetta ekki
haldbæra röksemd, því að skipin
séu að veiðum á þessum slóðum
þrátt fyrir löndunarbann hér.
skrifaði latnesku orðskýringamar
en dönsku þýðingamar vom unnar
af íslenskum stúdentum í Kaup-
mannahöfn undir stjóm Rasmusar
Rask á árunum 1811 - 1814.
Þriðja orðabókin verður síðan
gefín út á næsta ári að sögn Jörg-
en Pind, forstöðumanns Orðabók-
ar Háskólans, en það er verk er
Guðmundur Andrésson samdi um
miðja 17. öld. Orðabók Guðmund-
ar er ein elsta orðabók um íslenska
tungu en hún var prentuð árið
1683. Einnig hefur varðveist
handrit af orðabókinni og er ýmis-
legt frábragðið í því frá prentuðu
gerðinni. Guðmundur var látinn
þegar orðabókin fór í prentun og
kemur það niður á útgáfunni því
að greinilegt er að mennimir sem
stóðu að útgáfunni höfðu ekki
mikla þekkingu á íslensku máli.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Sævar Sigurðsson minkaveiði-
maður með mink sem hann skaut
í Kúagerði.