Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 14
m ÓPERUSÝNING ER AÐEINS TOPPURINN Á ÍSJAKANUM Texti og myndir / Sigrún Davíðsdóttir ÞAÐ ER ekkert áhlaupaverk að stjórna óperuhúsi, en þegar þar við bætist að hálft starfsárið er sviðið ekki inni, heldur úti undir berum himni á sviði tvö þúsund ára gamals hringleikahúss, þar sem aðbúnað- urinn var miðaður við þræla, en ekki fijálst fólk og jafnvel stórstjörn- ur, þá flækist flókið starf enn frekar. Þannig er málum háttað í óperunni í Veróna og sá sem sér um listrænan rekstur hennar er Lorenzo Ferrero. ó að aðkomumanni finn- ist allt synda og fljóta hvað skipulag snertir í kringum allt á Ítalíu, þá geta ítalir þó verið býsna formlegir á stundum. Þetta á ekki síst við um Norður-ítali og Ver- ónubúar eru engin undantekning. í daglegu tali er Ferrero ávarpaður „maestro“ Ferrero, meistari Ferrero, sem hljómar annkannalega í eyrum titlalausra íslendinga. Af svo virðu- legum titli mætti álíta að Ferrero væri maður hniginn á efri ár, með virðulegt, grásprengt hár, en svo er öldungis ekki. Hann er ungur og al- veg laus við stífni og formfestu, enda eins gott, því eitt af verkefnum hans er og verður að freista þess að losa um ýmsar hefðir og venjur í kringum óperuna. Ferrero er nýtekinn við sem list- rænn framkvæmdastjóri óperunnar í Verónu, hóf starf í mars sl. Hann er sjálfur tónskáld, hefur getið sér gott orð sem slíkt og hefur meðal annars samið óperur. Reynslu af stjómun hefur hann.einkum fengið af því að stjórna árlegri Puccini- hátíð á Ítalíu. Óperan í Verónu er víðfræg fyrir sumarsýningamar í rómverska hringleikahúsinu. Þama á Bra-torginu í hjarta borg- arinnar stendur þessi glæsilega bygging, ótrúlega vel varðveitt með góðum hljómburði fyrir sönginn. Á vetuma er sýnt í glæsilegu ópem- húsi rétt við þetta sama torg. Rúm- lega 400 tónlistarmenn era fast- ráðnir í hljómsveit hússins og á sumr- in bætast fleiri við. Á haustin eru tónleikar á vegum óperannar. í des- ember hefst vetrarstarfíð, eins og við fleiri ítölsk óperuhús, og stendur fram á vor. Þá era venjulega sýndar fjórar óperur og tveir ballettar. Sum- arsýningamar hefjast í júlíbyijun og standa út ágúst. í sumar era þijár óperar á dagskrá, Rígólettó, Nabucco og Turandot, þar sem Kristján Jó- hannsson syngur hlutverk Kalafs prins, og svo ballett um Rómeó og Julíu, en samkvæmt sögunni vora þessir elskendur einmitt frá Verónu. Gamli og nýi tíminn: Sýningarnar verða ekki nútímalegar þó Nabucco klæðist eins og Saddam Hussein Þeir rómversku verkfræðisnilling- ar, sem hönnuðu hringleikahúsið fyr- ir um tvö hundrað áram óraði vart fyrir hvert hlutverk húsið fengi svo löngu síðar. En þó mannvirkið hafi enst vel, hlýtur ýmislegt að vera umhendis fyrir nútíma óperarekstur í svo fomumannvirki og það fleira en alsælir óperugestir festa auga á. Lorenzo Ferrero tekur undir það. „Hringleikahúsið er friðað og það er stranglega fylgst með öllum fram- kvæmdum varðandi það. Það er hægt að tína ýmislegt til, sem veldur okkur erfiðleikum. Það er hreinasta púsluspil að koma fyrir kór og ein- söngvurum, um tvö hundrað manns, og búningum þeirra að tjaldabaki. Fyrsta sýningin í sumar var Rígól- ettó. Þegar búningamir vora tilbúnir og átti að fara að æfa í þeim, lá við verkfalli kórsins. Þannig er að starfs- fólk saumastofunnar númerar bún- ingana og raðar þeim upp fyrir hveija sýningu. í þetta skipti var kórinn svo óánægður með hvemig merkingunni og uppröðuninni var háttað að formælendur hans hótuðu verkfalli. Þetta hljómar auðvitað eins og hreinasta galskapur, en kórinn hefur ærin rök fyrir viðbrögðum sínum, því búningaröðin skiptir miklu máli fyrir hversu greiðlega gengur að klæðast í þrengslunum á bak við. Það er ekkert smáræðis af búning- um, sem við þurfum að koma fynr baksviðs. í kórnum eru um 180 manns og sumarsýningarnar era þijár, svo þetta era samtals um 540 búningar, að ógleymdum fótabúnaði. Sem stendur er verið að byggja göng bakatil, sem verða notuð fyrir bún- inga og söngvara og það bætir að- stöðuna töluvert. Það era fímmtán starfsmannafé- lög, sem vinna við óperana, kór, sviðsmyndir, saumafólk, ljósamenn og fleiri tæknimenn, svo eitthvað sé nefnt. Á sumrin vinna hér um 1.300 manns. Vinnutími þessara hópa er auðvitað háður reglum verkalýðsfé- laga og það þarf að taka tillit til þess. Eitt af því sem ég vildi breyta, færa til nútímalegra horfs, er æf- ingatíminn. Til þess þarf að breyta vinnutímanum og þá þarf bæði að taka tillit til verkalýðsfélaga og hver áhrif breyttur vinmitími eins hóps hefur á annan. Ég vildi geta breytt æfingunum í áttina við það sem ger- ist í kvikmyndagerð, æfa meira í skemmri tíma. Annað vandamál, sem við er að glíma er sviðsmyndin. Hun hefur hingað til verið byggð úr timbri, þannig að það er byggt ofan á tré- grind, svo úr verður heljarmikið tré- verk. Hugmyndin er að freista þess að nota ál og önnur létt byggingar- efni. Ný sviðsefni opna líka mögu- „ÍTALÍA ER LANDIÐ FYRIR ÞÁ SEM VIUA SYNGJA ÍTALSKA FAGIÐ" ÞEGAR Kristján Jóhannsson kom til söngnáms á Ítalíu fyrir um fimmtán árum, hafði hann í huga að ná tökum á ítalska faginu inn- an söngsins og á það hefur hann lagt höfuðáherslu. En hann ætlaði sér ekki aðeins að ná tökum á ítölskum óperusöng, heldur vildi hann einnig ná því að syngja ítalska fagið á Ítalíu. Um tíma leit það ekki alltof vel út, verkefnin komu greiðar í Þýskalandi, Englandi og Bandaríkjunum, en undanfarin þrjú ár hefur allt gengið að ósk- um á Italíu. Ef litið er yfir hlutverkaskrár ítalskra óperuhúsa, má glöggt sjá að það er ekki auðhlaupið fyrir útlendinga að komast þar að. Það er giska lítið um útlenda söngvara þar. Kristján er þekktur fyrir sterka og kraftmikla rödd og hana kunna ítalir vel að meta. Frá síðasta vetri eru ekki síst eftirminnilegar móttökur, sem Kristján fékk, þegar hann söng í fyrstu framsýningu vetrarins í San Carlo, óperunni í Napólí, við ein- róma lof áheyrenda og blaðagagn- rýnenda. En hvers vegna skipti það Kristján svo miklu máli að syngja einmitt á Ítalíu? „Ítalía er landið fyrir þá, sem vilja syngja ítalska fagið. Það er ekki nóg að syngja bara á ítölsku, heldur þarf maður að lifa og hræ- rast í því andrúmslofti, sem þessi tónlist er sprottin úr. Tónlistin er hluti af ítalskri menningu og til að ná tökum á henni er best að lifa og hrærast hér. Ég vildi sannarlega hvergi annars staðar vera.“ Það þarf vart að taka fram að Kristján lifir lífínu eins og ítalir gera. ítalskan er honum töm, með „eh“ og viðeigandi blótsyrðum á réttum stöðum. Kannski er réttara að tala um áhersluyrði, því íslensk- an er svo undarlega hreinlíft mál að það gefur villandi hugmynd og hljómar ruddalega að tala um blóts- yrði. Og Kristján þekkist sannar- lega ekki úr í hópi þessara nýju samlanda sinna ... eða eins og einn ítali sagði, þá er Kristján ítalskari en ítaiir sjálfir. Aðlögunin greiðir honum kannski einnig leiðina að verkefnunum. Hann hefur ekki að- eins náð tökum á söngnum, heldur því ítalska yfirleitt og það er vart litið á hann sem útlending lengur eða komið fram við hann sem slíkan. Um aðdragandann að söngnum í Veróna segist Kristján ekki kunna aðra skýringu á þátttöku sinni þar Kristján í Iok æfingar á sviðinu í Verónu, ásamt Giuseppe Montaldo leikstjóra. ■ Kristján Jóhannsson tekinn tali milli æfinga dag nokkurn íVeróna en velgengni sína á ítalíu undanfar- in tvö eða þijú ár. Hann söng fyrir í Verónu fyrir fimm árum, en síðan er búið að skipta um alla stjórnend- ur þar, svo vart er það ástæðan. Nú þarf hann ekki lengur að syngja fyrir. Tilboðin streyma að. En hvernig er að syngja á opnu sviði? „Ég varð snortinn, þegar ég reyndi nokkra tóna í fyrsta skiptið sem ég kom á sviðið, því þetta er sérstakur staður. Mér sýnist það vera léttara að syngja hér, ef eitt- hvað er, en í mörgum húsum. Það 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.