Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991 RÆTT VIÐ ÞORSTEIN PÁLSSON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA „ VEIÐILEYFAGJALD eða aðrar breytingar á fiskveiðistjórnuninni eru ekki á dagskrá ríkisstj órnarinnar. Á dagskrá hennar er að skipa nefnd til endurskoðunar núgildandi laga, og þeirri endurskoðun skal lokið fyrir árslok 1992. Að lokinni þessari endurskoðun geta menn svo farið yfir þá kosti, sem eru taldir mögulegir. Endurskoðunarstarfið verður umræðugrundvöllur og ég bendi mönnum á að anda rólega þar til hann ligg- ur fyrir. Þú spyrð um sögusagnir hulduráð- herrans um einangrun mína í málinu innan ríkisstjórnarinnar. Um þann einstæða frétta- flutning segi ég aðeins: Hafi hann verið eitt- hvað annað en uppspuni frá rótum, lýsir hann aðeins veikri málefnastöðu þess, sem ætlaði með þessum hætti að vega að mér,“ segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra. Þorsteinn stendur nú frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að ákveða leyfilegan heildarafla fyrir komandi fiskveiðiár, en fiskifræðingar hafa lagt til minni þorskveiði næstu þijú ár, en verið hefur mörg undan- farin ár. Fyrir Þorsteini liggur einnig að hafa forystu um endurskoðun fiskveiðistefn- unnar, mótun fiskvinnslustefnu og framtíð- arskipan þessara mála. m essar tillögur eru vitaskuld mikið áfall fyrir sjávarútveginn," segir Þorsteinn. „Eg hygg að flestir hafi átt von á því að fram kæmu tillög- ur um verulegan samdrátt, en von- uðust til þess að fá meira svigrúm en þama er gert ráð fyrir. Það hefur komið fram, að tekjutap sjáv- arútvegsins næmi 9 milljörðum króna, ef farið yrði að tillögunum. Það hefur áhrif á allan þjóðarbú- skapinn og kjarasamninga, sem eru að hefjast í haust. Hér er því um að ræða mikið efnahagslegt áfall. Ég neita því ekki að mér finnst þetta vera einhver erfiðasta ákvörðun, sem ég hef staðið frammi fyrir. Tíminn er skammur, kannski sem betur fer, því litlum tilgangi þjónar að eyða allt of löng- um tíma í erfiðar og knýjandi ákvarðanir. Vitaskuld eru niðurstöður fiski- fræðinganna ekki þau nákvæmni vísindi, að nokkur maður haldi því fram, að þeir hafi komizt að óyggj- andi og óhrekjandi niðurstöðu. Aðra haldbetri þekkingu höfum við þó ekki til að styðjast við og það er kjarni málsins. Langtíma hags- munir okkar eru í því fólgnir að byggja fiskistofnana upp. Á hinn bóginn eru svo hinir þröngu efna- hagslegu kostir, sem við búum við í augnablikinu. Það er auðvitað sjálfstætt viðfangsefni með hvaða hætti fiskveiðum er stjórnað, en við þessar aðstæður hlýtur mönn- um að vera ljóst að nýjar álögur verða ekki lagðar á sjávarútveginn. Það vil ég taka fram fyrst þú spyrð sérstaklega um það.“ Kemur til greina að skerða veiði- heimildir Færeyinga frekar en orð- ið er? „Það liggur í augum uppi að veiðiheimildir Færeyinga hljóta að minnsta kosti að skerðast til sam- t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.