Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 15
leikana á sviði með nýju sniði. Sýningin eins og hún blasir við áhorfendum er aðeins toppurinn á ísjakanum. Það sem áhorfendur sjá ekki, er allt þetta sem ég hef nefnt og miklu fleira til. Hingað til hafa uppsetningamar á hringieikasviðinu verið með afar hefðbundnu sniði og það er engin tilviljun að svo er. Það er ekki eingöngu vegna þess að það hefur verið lögð rækt við íhaldssemi í þessum efnum, heldur emm við niðurnjörvaðir af þeim aðstæðum, sem við búum við. Aðstæðum, sem vonandi er hægt að breyta í ýmsu, með góðum vilja og útsjónarsemi. Fyrir mér er það ekki aðalatriðið að Nabucco Assýríukóngur spígspori um sviðið klæddur eins og fornkóng- ur eða eins og Saddam Hussein. Sýningarnar í Veróna verða ekki nútímalegar með svo einföldum brell- um. Það þarf að færa allt þetta, sem ekki sést, í nútímalegra horf. Þá fyrst er hægt að fara að hugsa til þess að setja annan svip á sjálfa sýning- una og freista nýrra leiða í uppsetn- ingum á hringleikasviðinu." Sæti fyrir sautján þúsund áhorfendur Hvernig gengur að koma sjálfri tónlistinni til skila af sviði hringleika- hússins og til sautján þúsund áhorf- enda? „Hljómburðurinn af sviðinu er góður, raunar ótrúlega góður, enda era hringleikahúsin fræg fyrir góðan hljómburð af sviðinu. Rómvetjar höfðu þá hönnun fullkomlega á valdi sínu. Hins vegar hugsuðu þeir ekki fyrir hljómsveitargryfjunni, sem veldur reyndar ýmsum vandamálum. Gryfjan er nógu stór, en við vildum geta hagrætt henni öðruvísi til að bæta hljóminn. Næst áhorfenda- svæðinu er hún afmörkuð með stein- steyptum múr, sem við vildum losna við. Múrinn er augljóslega ekki frá tímum Rómveija, heldur síðari tíma viðbót og því ætti að mega rífa hann. Það er því miður ekki hægt, því þá skemmast rómverskar leifar, sem múrinn er steyptur á. Þar með er útséð um að múrinn verður ekki hreyfður. Við höfum reynt að bæta gryfjuna með öðrum ráðum. Það er nýbúið að setja harðar plötur á vegg gryfjunnar, sem snýr að áhorfendum, svo hann varpi hljómnum betur frá sér. í gryfjunni er tvöfalt trégólf, sem á að gefa betri hljóm fyrir lágu tón- ana. Þetta er það sem við sjáum að við getum gert í bili til að bæta hljóm- sveitarhljóminn. kom mér á óvart, hve auðvelt það reyndist. En mér er sagt að vanda- málið sé helst veðrið, til dæmis ef það er rigningarúði í loftinu eða mjög rakt. Og svo eru flugur á sveimi og þær geta truflað." Og Kristján kann vel við hitann og kvartar ekki yfir að svitna. „Maður atast þá bara minna utan í fólk, þegar allir eru rennsveittir ...“ I sumarhitanum þennan dag í Verónu virðist veturinn langt und- an, en Kristján veit auðvitað þegar hvað þá verður við að glíma. Hann syngur í Verónu næsta vetur, fer með óperunni þar í söngferðalag til Tókýó og syngur aftur í hringleika- húsinu næsta sumar. Einnijg syngur hann í Flórens og Tórínó. A útisvið- inu í rómversku rústunum í Terme di Caracalla í Róm syngur hann næsta sumar. Af öðrum stöðum, utan Ítalíu, má nefna að hann syng- ur einnig í Madrid, Bordeaux og Washington. En tvennt gleður hann kannski mest. „Ég á að syngja í Genóva í haust, þegar óperuhúsið þar verður opnað með sýningu á II Trovatore, eftir að hafa verið gert upp. Það er mikill heiður fyrir mig sem útlending að fá að syngja við þetta tækifæri. Einnig á ég að syngja í Luisa Miller á fyrstu sýn- ingu starfsársins í Parma, sem er sömuleiðis sérstakt fyrir mig sem útlending. Ég veit ekki um neinn annan útlending, sem syngur jafn víða hér og ég geri nú næsta vet- ur.“ Og Kristján hefur þegar tekið fram dagbókina fyrir 1995, þegar hann á að syngja bæði í Chicago Lyric Opera og í óperunni í San Francisico. En þessa dagana er það Veróna... ^QRGlfflgLAHH), SUþjNUDAGUR JRLÍ Fyrir hljómsveitarstjórann krefst það heilmikillar samhæfíngar að koma tónlistinni áheyrilega til skila. Sviðið er svo stórt að kórinn kemur alltaf of seint inn í sönginn, án þess að það sé honum að kenna. Það eyk- ur enn á að kórinn er ekki alltaf all- ur á sama stað, heldur er honum oft skipt upp í tvo eða fleiri hópa, sem standa sinn á hveijum staðnum á sviðinu. Stjómandinn verður að hafa næma tilfínningu fyrir þessu, gefa kómum merki um að syngja töluvert fyrr en hann á að byija og svo fram- vegis. Með fimmtíu strengjaleikara dugir ekki að þeir hljómi fallega á æfingum innan dyra. Staccatoið, hoppandi og vel aðskildir tónar, verð- ur að vera rækikga ýkt, til að það komist til skila út til áhorfenda sem staccato, en ekki sem fimmtíu tónar í hrærigraut. Þetta og margt fleira verður stjórnandinn að vera meðvit- aður um. Hvað varðar listrænt gildi sýning- arinnar í hringleikahúsinu, þá geri ég mér grein fyrir að hingað koma ekki tónlistarsérfræðingar til að hlusta eftir einstökum smáatriðum í tónlistinni. Sérhvert óperuhús hefur sinn sérstaka karakter, sín sérstöku einkenni og sína köllun. Ég ímynda mér ekki að nokkur beri okkur sam- an við stað eins og Glyndebourne. Hringleikahúsið hér er víðfrægt og dregur að sér ferðamenn, sem marg- ir hveijir hafa ekki neinn sérstakan áhuga á óperam, en koma á sumar- sýningu í Veróna til að upplifa það I Það er margt sem áhorf- endurekki órar fyrir, segir Lor- enzo Ferr- ero, listrænn stjórnandi óperunnar í Verónu sem þeir hafa heyrt af. Fyrir marga áhorfendur eru sýningamar fyrstu kynnin af óperum. Ég væri ánægður ef 10 eða 20% þeirra fengju varanleg- an óperuáhuga. Með því móti stuðl- um við að því að útbreiða óperuá- huga og það er meðal annars okkar köllun hér á hringleikasviðinu í Ver- ónu. Svo má ekki gleyma að sviðið hentar sumum óperam betur en öðr- um. Puccini lifði að sjá óperar fluttar hér og gat haft sviðið í huga í síðustu óperam sínum eins og Turandot. Óperar, sem voru skrifaðar með stór hús eins og Parísaróperuna og óper- una í Sankti Pétursborg hæfa sviðinu hér, óperar eins og Aida og Nabucco. Svo era sumar óperar, sem henta sviðinu, eins og óperar Meinu, en ekki áhorfendum, eins og óperar Meyerbeers. Við verðum að taka til- lit til að í hringleikahúsinu era sæti fyrir sautján þúsund manns, sem helst þurfa að vera setin í hverri sýningu. Það eru ekki allar stóróper- ur, sem hafa slíkt aðdráttarafl." Tónskáld í læri við óperuhúsið Nú ert þú svo nýtekinn við að verkefni þessa starfsárs og þess næsta era þegar ákveðin. En hver eru þín óskaverkefni — og hvað með samtímatónlist við óperana í Verónu? „Ein af þeim óperam, sem ég vildi sjá setta upp hér er Norma, eftir Bellini. Hún var oft flutt hér áður fyrr og var mjög vinsæl. Norma var eitt af stjörnuhlutverkum Mariu Call- as og eftir að hún leið, fannst víst mörgum að engin gæti komið í henn- ar stað. En þetta er af og frá. Með allri virðingu fyrir Callas, þá hefur óperan verið flutt bæði fyrir og eftir hennar tíma. Mig langar að setja Normu upp sumarið 1993. Þá ætla ég að fínna þijár eða fleiri söngkon- ur og láta þær spreyta sig á hlutverk- inu. Norma býður líka upp á marg- víslega sviðsetningu. Ég hef leik- stjóra í huga, en það mál er ófrá- gengið. A veturna er lögð rækt við sam- tímatónlist, bæði á hausttónleikum og eins hefur yfírleitt verið flutt óp- era eftir samtímatónskáld annað hvert ár. Ég hef áhuga á að beita mér fyrir að fá að ráða tónskáld að húsinu til ákveðins tíma í senn og þá með samningu ópera í huga. Þetta tíðkast víða og mér fínnst hugmynd- in góð. Þetta getur vonandi orðið frá og með 1993. Ég vildi að tónskáldið fylgdist með öllu starfi óperannar, bæði því listræna og eins tæknilegu hliðinni, svo hann kynntist rækilega öllum innviðum óperaflutnings. Tón- skáld eins og Verdi, Donizetti og Puccini þekktu allt varðandi rekstur óperahúsa og það gerði þeim kleift að velja bestu leiðimar, þegar þeir sömdu óperur sínar. Fæst nútímatón- skáld þekkja til þessara mála og virð- ast oft velja verstu leiðimar. Samtímaóperur eru oftast skrifaðar fyrir stórar hljómsveitir, svo orðin drukkna í flutningi. Þær era sýndar með brambolti og blaðaskrifum, en síðan ekki söguna meir. Það eru undantekningar, en þær eru ekki margar.“ Þú hefur varla mikinn tíma til tónsmíða sem stendur. Hvað er það sem fékk þig til að taka við þessu starfi? „Ég vona að eftir nokkra mánuði verði ég búinn að ná nógu góðum tökum á starfinu, til að ég geti sinnt tónsmíðum meðfram. Eins og ég nefndi áðan, þá er það óhemju lær- dómsríkt fyrir óperatónskáld að starfa við rekstur óperahúss. Fyrir mig sem tónskáld er það sannarlega ekki tímasóun að vinna hér. Ég læri á allt kerfíð í kringum óperuupp- færslur. Þess vegna er starfíð hér mér líka kennsla í tónsmíðum." Hjá BMW er allt lagt í sölurnar til að fullnægja kröfum þeirra sem ekkert láta sér nægja nema þaö fullkomnasta á markaönum_hverju sinni. Viö látum aöra hafa oröiö: SH DV 18/11 "89: "Þar sem Benz 200-300E var í fyrra situr 5 lína BMW í ár meö yfirgnæfandi meirihluta, eöa 62% allra þátttakenda" (könnun Auto Motor und sport). ÞJ Mbl. 20/1 "90: "Fimman, einn best heppnaöi bíll síöari ára". GS Mbl. 5/5 "90: "Aksturseiginleikar þessa bíls eru stórkostlegir. Þaö er tilfinning, sem verður að telja sér á parti aö aka honum". SH DV 30/6 "90: "Bíll í háum gæðaflokki; þetta er einn af þeim bílum sem hafa persónuleika og viröuleika. Góö og notaleg öryggiskennd aö sitja í bílnum". Þyngdarhlutfall er jafnt á fram- og afturás, semskilar betri aksturseiginleikum viö íslenskar aöstæöur. Reynsluakstur færir þig í allan sannleikann um þaö sem þig hefur alltaf grunaö: BMW er engum líkur. BMW 520i er með 6 strokka, 24 ventla, 150 hestafla vél sem húin er tölvustýringu Bílaumboðið hf 75 ára Krókhálsi I - 110 Reykjavík - Sími: 686633 1 9 1 6-1991 Fyrir þá sem eiga BMW er sérhver bílferð tilhlökkunarefni BMW 5 línan er fyrir kröfuharða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.