Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 17
ræmis við það, sem verður á öðrum aflaheimildum.“ Skattlagning á útgerðina leysir engan ágreining Getur bætt staða útgerðar í framtíðinni þýtt einhveija greiðslu fyrir veiðiheimildir? „Ég hef ekki séð að skattlagning leysi neitt af ágreiningsefnunumj né geri fiskveiðistjórnun virkari. I lögum um stjórn fiskveiða er kveð- ið á um að þau skuli endurskoðuð fyrir árslok 1992. í samkomulagi núverandi stjórnarflokka er gert ráð fyrir því að uppfylla þetta laga- ákvæði og leggja í það verulega vinnu. Það er skýrt kveðið á um það í lögunum að vega eigi og meta alla kosti, sem eru fyrir hendi. Ég mun leggja á það áherzlu að svo verði gert, þannig að menn hafi góða úttekt á þessum kostum og geti borið þá saman. Umræðan um fiskveiðistjómun getur því orð- ið markvissari, þegar þessu starfi lýkur. Ef menn ætla að vinna það vel, tekur það langan tíma, um það bil eitt og hálft ár, eins og ráð er fyrir gert í lögunum. Það er því kannski ekki tímabært að vera að eyða allt of miklu púðri í þessa umræðu nú, þegar endurskoðunar- starfið er að hefjast. Það verður nægur tími til þess síðar.“ Veiðileyfagjald er ekki á dagskrá „Ég er ekki búinn að skipa nefnd til að fara yfir þessi mál. Það hef- ur verið ákveðinn ágreiningur milli stjórnarflokkanna hvernig það skuli gert. Ég hef því lagt fram tvær hugmyndir til málamiðlunar í því efni og vænti þess að fá við- brögð frá samstarfsflokki okkar mjög fljótlega svo þetta starf geti hafizt. Ég tel mjög brýnt að það dragist ekki úr hömlu og vona að menn geti að minnsta kosti náð saman um vinnutilhögun og hvern- ig afla beri upplýsinga þó flokkam- ir hafi ólík stefnumið í farteskinu frá landsfundum sínum.“ Ertu einangraður í stjóminni hvað varðar afstöðuna til veiði- leyfagjalds? „Það hefur einfaldlega ekki far- ið fram nein umræða innan ríkis- stjórnarinnar svo heitið geti um þetta mál, enda er það ekki á dag- skrá hennar. Á dagskrá er að hefja endurskoðun og fyrst að henni lok- inni geta menn farið að bera sam- an þá kosti, sem fyrir hendi eru. Endurskoðunarstarfið verður um- ræðugrundvöllur og ég bendi mönnum á að anda rólega þar til hann liggur fyrir. Þeir huldumenn, sem hafa verið að tala um þetta, eru annaðhvort að tala gegn betri vitund eða þeir koma einhvers staðar annars staðar að en úr ríkis- stjórninni." Kostnaður ríkissjóðs vegna sjávarútvegsins 0,9% af heildarútgjöldum Er hægt að tengja gjaldtöku af sjávarútveginum við afkomu ríkis- sjóðs? „Það eru einfaldlega tvö óskyld mál og ekki á nokkurn hátt hægt að blanda þeim saman. Sjávarút- vegurinn hefur lengi greitt að tals- verðu leyti fyrir opinbera þjónustu á sínu sviði. Fyrir nokkmm árum var verulega dregið úr starfsemi Ríkismats sjávarafurða og atvinn- ugreinin tók í raun stóran hluta af þeirri starfsemi yfir til sín. Það var einkavæðing í gæðaeftirliti. Sjávarútvegurinn borgar um helm- ing af kostnaði við veiðieftirlit og hann borgar rúmlega 40% af kostnaði við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Ég hef verið að vinna að hugmyndum um það hér í ráðuneytinu að hægt væri að nýta aflaheimildir Hagræðing- arsjóðs til að standa undir hluta af kostnaðinum við Hafrannsókna- stofnun. Heildarkostnaður ríkis- sjóðs af allri yfirstjórn sjávarút- vegsmála, eftirliti og rannsóknum er um 0,9% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Það verður því ekki sagt að þessi veigamesta atvinnugrein landsins sé þung á fóðrum, enda ftlOROUNBLAUiD ■ á hún ekki að vera það og eðli málsins samkvæmt hlýtur hún að taka þátt í því að greiða fyrir beina þjónustu, sem hún fær á vegum ríkisins með sama hætti og aðrir í þjóðfélaginu." Skortir skýr markmið „Sjávarútvegurinn hefur aldrei fengið tækifæri til að byggja upp eiginfjárstöðuna. Lengi vel var gengið alltaf skráð miðað við að afkoman í sjávarútvegi stæði á núlli. Áföllin, sem komu svo yfir, urðu til þess að eiginfjárstaðan íýrnaði og menn fengu svo aldrei tækifæri, þegar betur áraði, til að byggja upp aftur. Sú hagræðing, sem nú þarf að eiga sér stað, verð- ur að leiða til þess að sjávarútveg- urinn geti byggt upp sterka eigin- fjárstöðu, þannig að hann geti staðið á eigin fótum og geti af sjálfsdáðum ráðið við lægðirnar. Það fer ekki á milli mála að leggja þarf mikla rækt við mótun fiskvinnslustefnu. Við verðum að setja okkur skýr markmið. Vilja menn sætta sig við stöðvun eða hningun eða ætla menn að setja sér það mark að vinna afurðirnar í ríkari mæli hér heima, skapa meiri verðmæti og auka atvinnu? Ég held að það sé nauðsynlegt að menn setji sér há markmið og mjög veigamikill þáttur í því er að tryggja okkur hindrunarlausan aðgang inn á Evrópumarkaðinn. Þróun fiskvinnslunnar er mikið undir því komin hvort við náum markmiðum okkar í samn- ingunum við EB. Því hefur verið lýst yfír af hálfu ríkis- stjómarinnar að gagn- kvæmur fisk- veiðisamn- ingur við EB komi til greina til að auðvelda þá samnings- gerð. Fyrri ríkisstjórn var tilbúin til slíkra samn- inga og af hálfu núver- andi ríkis- stjórnar var ekki talin ástæða til að breyta um af- stöðu í því efni. Við vor- um reiðubún- ir að gera mjög tak- markaðan samning í þessu efni, en það hefur valdið mikl- um vonbrigð- um hve Evr- ópubanda- lagið hefur tregðast við að viður- kenna þá nið- urstöðu, sem menn töldu sig vera búnir að ná á Lúxem- borgarfundinum í vor, en vonandi rætist úr því.“ Vandinn ekki leystur með fé frá hinu opinbera Koma til greina einhveijar milli- færslur eða opinbert fé til að milda áfall sjávarútvegsins af skertum veiðiheimildum? „Ég er þeirrar skoðunar, að menn hafi farið rangt að haustið 1988. Menn áttu þá að horfast í augu við vandann eins og hann blasti raunverulega við. Um það náðist ekki pólitísk samstaða og menn fóru út í millifærsluaðgerðir .með stofnun Atvinnutrygginga- sjóðs útflutningsgreina og Hlutafj- ársjóðs. Það hefur komið berlega á daginn nú, að þær aðgerðir fólu fyrst og fremst í sér frestun vand- ans. Því þurfa menn að glíma við hann nú. Sú ríkisstjórn, sem tók við þarna um haustið, var að kaupa sér frið og tíma með peningum skattborgaranna án þess að leysa nokkurn vanda. Frá mínum bæjar- dyrum séð er fráleitt að endurtaka það ævintýri. Það er fiskvinnslunni ekki til góðs nema síður sé. Vita- skuld verða menn að takast á við það innan atvinnugreinarinnar, að það verður að framleiða vörurnar með sem minnstum tilkostnaði. Það eru engir betur í stakk búnir til að takast á við það, en þeir, sem fyrirtækjunum stjóma. Þeir verða að vita við hvaða almennu rekstr- arskilyrði þeir búa og taka ákvarð- anir í samræmi við þau. Menn eiga engar kröfur á ríkis- sjóð, þó rekstur fyrirtækjanna gangi illa. Hins vegar hafa opinber afskipti stundum leitt til þess að ákvarðarnir stjómenda fyrirtækja hafa ekki verið í nægilegu sam- ræmi við almennar kröfur um hag- ræðingu. Á vissan hátt hefur rækjuiðnaðurinn orðið fyrir tekj- utapi vegna opinberra ákvarðana fyrir nokkram árum, en fyrirtækin hafa líka stundað yfírboð á hráefni og ekki farið gætilega í fjárfesting- um. Vandinn verður ekki leystur með beinum afskiptum eða fé frá hinu opinbera. Það er hvergi frekar en í sjávarútvegi, sem mikil ríkisaf- skipti em óæskileg. Hvergi ættu menn að hafa betri skilyrði til að standa á eigin fótum en í sjávarút- vegi. Því hlýtur það að vera megin- markmið í atvinnustefnu þessarar ríkisstjórnar að sjávarútveginum verði sköpuð skilyrði til að standa á eigin fótum án opin- berra af- skipta.“ Aukin hagr^eðing stærsta verkefnið „Á næstu ámm þarf sjávarútvegur- inn að takast á við mörg stór verkefni. Hið stærsta er að ná fram meiri hagræðingu. Við erum enn að sækja tak- markaðan afla á of mörgum fiskiskipum og fískveiði- stjómin þarf að skila meiri árangri í ha- græðingu. Á vissan hátt má segja að við höfum ekki fengið full- nægjandi reynslu á afla- markskerfíð, því þar til um síðustu áramót voru menn með svo marg- brotið kerfi, þar sem bæði var stuðzt við aflamark og sóknarmark og fleiri þætti, sem gerðu það að verkum að þess var varla að vænta að sett markmið næðust. Þar skipti líka máli að löggjöfin var tímabundin og at- vinnugreinin gat því ekki treyst því að búa við sömu aðstæður til lengri tíma. Því skutu menn því á frest að takast á við verkefni fram- tíðarinnar. Nú er löggjöfin miklu skýrari, sem miðar að því að at- vinnugreinin sjálf takist á við ha- græðinguna. Ég vil ekki að skatt- greiðendur þurfi að kosta úreld- ingu fiskiskipa. Sjávarútvegurinn á að kosta það sjálfur, og það er megin kosturinn við núverandi kerfi, þó það sé ekki gallalaust, að það felur í sér hvata fyrir út- gerðina að takast á við þessi verk- efni á eigin kostnað og eigin ábyrgð án pólitískrar forskriftar og án þátttöku skattborganna." Fiskvinnslufyrir- tækjum mun fækka „Fiskvinnslan þarf síðan að búa við þau skilyrði, að við getum unn- ið meiri afla hér heima. Það er engum vafa undirorpið, að á þeim væng þurfa menn líka að takast á við hagræðingu af svipuðu tagi og útgerðin. Fiskvinnslufyrirtækjum mun fækka og það skiptir síðan miklu máli að við náum settum markmiðum hvað varðar tollfijáls- an aðgang inn á Evrópumarkaðinn og sköpum skilyrði fyrir framtaks- sama menn í þessari atvinnugrein að byggja upp aukna úrvinnslu og breyta hráefni í neytendavöm. Þetta sé ég sem stóru markmiðin á næstu árum. Ég vona að um næstu aldamót höfum við hér kraftmikinn fiskiskipaflota af hæf- ilegri stærð miðað við afraksturs- getu fískistofnanna og vaxandi fullvinnslu sjávarafurða. Það er fmmskilyrði að atvinnugreinin geti búið við öryggi og verði ekki í stöð- ugri óvissu um það eftir hvaða meginstefnu sé verið að vinna. Hlaupi menn á fárra ára fresti úr einu stjórnkerfi í annað, er vonlítið að árangur náist. Þess vegna skipt- ir nú höfuðmáli að skapa hér ákveðna og fasta umgjörð um þessa þróun. Almenningur á mjög mikið undir því að hagræðing náist í útgerð og fískvinnslu. Það er ekki hægt að tryggja fólki betur, að það njóti arðsins af auðlindinni en að þessi hagræðing verði að veruleika." Hef ekki áhyggjur af stærð fyrirtækja Óttast menn ekki kvótakónga eða byggðaröskun? „Byggðin í landinu hefur verið að þróast og breytast alla þessa öld og hún mun halda áfram að þróast. Að minni hyggju skiptir það miklu að á landsbyggðinni vaxi sterkir byggðakjarnar með alhliða atvinnulífi og þjónustu. Það er forsenda þess að okkur takist að halda eðlilegu jafnvægi milli landsbyggðarinnar og þéttbýlisins við Faxaflóa. Ég er alveg sann- færður um, að sú þróun, sem við sjáum fyrir okkur í sjávarútvegi getur styrkt byggðaþróun af þessu tagi. Ég hef ekki áhyggjur af því að hér rísi upp sterk og öflug fisk- vinnslu- og útgerðarfyrirtæki. Það fer að mínu mati illa sáman aða |f gera hvort tveggja í senn að kreij- ast meiri hagræðingar og samruna fyrirtækja til þess að ná meiru út úr fjárfestingunni og mæla svo um leið gegn stórum og öflugum fyrir- tækjum í sjávarútvegi. Það ber vott um yfirborðsmennsku eða annarleg sjónarmið. Ég hef talið eðlilegt að fyrirtækjum, sem ráða yfir kvóta, sem fer yfir eitthvert tiltekið mark, sé gert skylt að upp- fylla ákveðin skilyrði; þar sé til dæmis um að ræða hlutafélag, sem sé öllum opið og engar hömlur á sölu hlutabréfa. Ég er þeirrar skoð- unar að eðlilegt sé að setja einhver slík viðmiðunarmörk. Mér þótti miður að hugmyndir mínar um þetta efni náðu ekki fram að ganga á síðasta landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Við endurskoðun fisk- veiðistefnunnar þurfa menn að huga að þessu.“ Traust fiskvinnsla nauðsynleg í sjálfu sér er stjórn á útflutningi á ferskum físki óæskileg, en það, sem gert hefur verið með því að takmarka slíkan útflutning, hefur miðað að því að tryggja aukið jafnvægi milli veiða og vinnslu. Það em langtíma hagsmunir að byggja hér upp trausta fiskvinnslu og tapa henni ekki niður vegna skammtíma hagsmuna í útflutningi á óunnum físki. Meðan Evrópubandalagið viðheldur styrkjastefnu sinni fara viðskipti við það ekki fram á jafnréttisgrundvelli og við getum ekki látið Evrópubandalagið brjóta niður íslenzka fiskvinnslu. Ég legg á það mikla áherzlu að okkur takist að skjóta sterkari stoðum undir fískvinnsluna, en staða hennar er á ýmsan hátt veikari en útgerðar og því tel ég eðlilegt að útflutningur á óunnum físki verði ennþá takmarkaður, þar til hægt er að segja að eðlilegt jafnvægi ríki milli veiða og vinnslu. Útgerðarmenn eiga vitaskuld ekki fiskinn í sjónum, en hagmunir þjóð- arinnar em bezt tryggðir með því, að þeir sem sækja hann í sjóinn séu ekki of margir og að sem mest af honum verði unnið hér heima til að auka útflutningsvirði hans og byggja upp sem flest at- vinnutækifæri. Þetta eru grand- vallarviðhorfin að baki þeirri fisk- veiðistefnu, sem nú er fylgt,“ segir Þorsteinn Pálsson. UTSAIA - UTSALA ÚTSALAN HEFST Á MORGUN (ðmmm IAUGAVEG/40 AÐEINS ÞAÐ BESTA Hvort sem um nýsmíði eða endurnýjun er að ræða. 7\ ELDHÚSINNRÉTTINGAR BAÐINNRÉTTINGAR SKÁPAINNRÉTTINGAR HARÐVIÐARVAL HF. , ^ KRÓKHÁLSl 4 R. Sími 671010 ELDHUS f Veiðileyfa- gjald ekki o dagskrá nú, heldur undirbún- ingurað endurskoð- un laganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.