Morgunblaðið - 28.07.1991, Síða 32

Morgunblaðið - 28.07.1991, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991 Ottó J. Gunnlaugs- son - Minning Fæddur 24. júní 1922 Dáinn 20. maí 1991 Þann 27. maí sl. var til moldar borinn góður vinur minn í áratugi, Ottó J. Gunnlaugsson, listmálari. Mér datt síst í hug, þegar ég hitti „Kunstnerinn“ eins og við kunn- ingjarnir kölluðum hann ávallt á förnum vegi vel upplagðan að vanda á sinni venjulegu heilsubótargöngu sem hann taldi allra meina bót. Hann var áhugasamur um heilnæmt lífemi, eins og margir vita. Ekki kom mér í hug að það væri í síðasta sinn sem við hittumst hérna megin grafar en vissi þó að hannhefði ekki gengið heill til skógar undanfarið. Það voru fagnaðarfundir. Við höfðum ekki sést lengi. Ottó bauð mér uppá kaffi á „Prikinu" en þar kom hann oft. Við ræddum um heima og geima, liðna daga. Ottó saknaði góðs vinar okkar, Bjarna Stefánssonar, form- listamanns, sem nýlátinn var, en Bjarni, Ottó og listaglerslíparinn Halldór Halldórsson drukku kaffi saman reglulega í áratugi. Þetta var mikið rask á lífsstíl viðkvæms vana- manns, eins og Ottó var. Á eftirstríðsárunum fóru margir ungir menn eitthvað utan til náms, til að forframast, kynna sér nýjung- ar, sjá eitthvað annað. Ottó var einn þeirra. Hann lagði leið sína til Dan- merkur og lærði sælgætisgerð í Kaupmannahöfn og vann þar um tíma við iðn sína. Þegar heim kom vann hann meðal annars í Ópal og Síríus og Nóa. Á sumrin hagaði Ottó gjarnan vinnu sinni þannig að hann fengi nokkurt svigrúm til að sinna áhugamáli sínu, málaralistinni, og vann þá allskonar útivinnu m.a. við byggingar sér til viðurværis. Þegar áraði vel keypti hann sér stundum bíl sem hann keyrði í um nágrennið, skoðaði listadýrð íslenskrar náttúru, fegurðin sem honum þótti tilkomu- mest. Hann hafði oft trönurnar með sér til vonar og vara ef hann skyldi fá inspiration. Ottó kynnti sér líka málaralist í Danmörku. Það má mik- ið vera ef hann hefur ekki sest á Akademíuna a.m.k. um tíma. Ottó fór til Englands 1952-3, gagngert til myndlistarnáms við Kensington School of Art í London. Ottó fór einnig allnokkrar skoðunar- og kynnisferðir til annarra Ianda en þeirra sem þegar er getið. Hann fór nokkrum sinnum til Osló og ekki síst háborgar listanna, París, Mekka allra listmálara. Þar grandskoðaði Ottó söfn hinna miklu listmálara, og stóð augliti til auglitis við list þeirra Aug- uste Renoir, J.C.B. Corot, Paul Céz- anne, E.D. Monet, Eugéne Delacroix og marga fleiri, sem hann hafði að- eins þekkt af bók áður. Sérstaklega þessi ferð hafði mikil áhrif á Ottó, og hann vitnaði oft til hennar, og taldi þessa upplifun sína vera eitt mesta og besta ef ekki fegursta ævintýri sem lífíð hefði veitt honum. Hann bjó að þessu alla ævi. Eg kynntist Ottó fyrst þegar hann stundaði söngnám hjá Birgi heitnum Halldórssyni, tenór, sem var nýkom- inn frá Ameríku þar sem hann hafði stundað söngnám hjá hinum heims- fræga franska bassa, Leon Rothier, sem söng á sinni tíð á öllum bestu og frægustu óperuhúsum veraldar og inn á grammófónplötur m.a. með Caruso. Birgir þótti frábær og vel mennt- aður söngvari og söngkennari meðan hans naut við. Þarna sótti Ottó söngtíma og hann var rómantískur í þessu eins og málaralistinni. Ottó hafði einkum áhuga á „Canzone söng“ en hann sjálfur hafði háa og ljósa baritonrödd sem passaði vel í svoleiðis söng. Ottó kunni líka all- nokkuð af íslenskum melodíum og ítölskum smálögum og Canzonum sem hann söng sér til ánægju og gleði. Seinna sótti Ottó söngtíma til Sigurðar Skagfield, óperusöngvara, sem var nýkominn heim eftir áratuga útiveru við óperu- og konsertsöng um alla Evrópu, Noreg, Þýskaland, Póiland og víðar. Hann söng í öllum stórborgum þessara landa og í Ameríku um árabil. Skagfield var eins og allir vita einn af örfáum stór- söngvurum íslendinga. Hann var mjög vel menntaður, stórbrotinn, frá- bær og árangursríkur söngkennari. Ottó var ekki að þessu til að verða óperusöngvari. Hann gerði þetta sér til ánægju og gleði og líka til að kynnast þessari göfugu listgrein og fá þá lífsfyllingu sem hún veitti og kynnast þessum miklu listamönnum í persónu. Ottó sótti konserta með okkur hinum og hann fann hvernig söngvurum gekk og hvemig þeim leið, vegna kunnáttu sinnar í söng- listinni. Hann var vandlátur með söng, hann hafnaði alfarið þessu lit- lausa og veimiltítulega dúlli sem ver- ið hefur á boðstólum undanfarið. Hann gat ekki vanist því. Eg minnist þess, að á árum fyrr komu oft erlendir söngvarar hingað til lands, sumir til tónleikahalds, aðr- t Litli drengurinn okkar og bróðir, HALLDÓR HJARTARSON, Frostafold 26, lést í sjúkrahúsi í London 19. júlí. Jarðsett var í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Guðrún Loftsdóttir, Hjörtur Steindórsson, Steindór Hjartarson. t Útför eiginmanns míns, föður og vinar, JÓNASAR KRISTINS HÓLM, Álfaskeiði 72, Hafnarfirði, ferfram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júlí kl. 15.00 síðdegis. Blóm og kransar er vinsamlega afþakkir, en þeir sem vilja minn- ast hans, eru beðnir að láta Slysavarnafélag ísland njóta þess. Hrafnhildur Sigurðardóttir, Herbert J. Hólm, Björk Rögnvaldsdóttir, Ragnar Jónsson. LEGSTEINAR MOSfllK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 LÍUÍ 4.L2Í -SL&MJUtM ir til að heimsækja íslenska vini sína og kunningja og sungu þá sumir þeirra konserta. Eg vil minnast sér- staklega eins þeirra sem varð okkur sérstaklega minnisstæður fyrir glæsilegan söng og framkomu. Það var ítalski Scala óperusöngvarinn, Leonida Bellon, tenór, sem hafði meðal annars sungið óp. Andrea Chenier í La Scala óperunni í Mílanó undir stjóm höfundarins Umberto Giordano. Hér var aldeilis kominn söngvari sem uppfyllti vel flestar óskir okkar um kvaliteit. Hann var glæsilegur maður hið ytra. Hann hafði tilþrifa og litríka vel þjálfaða og fókusaða hljómmikla söngrödd með intelligent musikalitet. „Kunstn- erinn“ varð fyrir slíkum áhrifum að hann hrópaði hvað eftir annað, bravó, bravó. Við hinir gerðum slíkt hið sama. Við vorum búnir að því áður en við vissum af, við vorum dasaðir af hrifningu allir saman. Við fórum á ca. 6 eða 7 konserta með Leonida Bellons. Ég man eftir því sérstaklega að á einhveijum seinasta konsert Bellons, þar gaf hann hvert auka da capo lagið af öðru canzonur og ar- íur. Skúli Hansen tannlæknir, sem var tíður gestur á konserta, sagði mér að Bellon hefði verið farinn að taka eftir okkur á konsertunum, en Skúli sagði honum að við værum aðdáendur, sem Bellon þótti mikið til um. Bellon kom fram, eftir allt da capioið, stóð augnablik á senunni og leit beint á okkur augnablik, brosti og smánikkaði til okkar og sagði stundarhátt, „Gratzie" gaf svo dr. Urbadschich merki og söng „Un di all ’azzurro spacio“ einhveija glæsilegustu tenór aríu sem skrifuð hefur verið úr óp. Andrea Chenier, með slíkum bravúra glæsileik og til- þrifum, að hvorki ég né nokkur félag- anna hafði í nokkurn annan tíma heyrt það betur gert. Ottó sótti einnig söngtíma til hins víðkunna ítalska óperusöngvara, Primo Montanari, tenór, sem kenndi söng hér á landi um tíma. Ég hef séð mynd af þeim tveim á gangi nið- ur við Tjörn eitt sumarkvöld, og fór vel á með þeim, eins og að líkum lætur. Ottó kom oft til Ásmundar í Gramminu, aðal plötudílir safnar- anna, að hitta vini sína og kunningja í hinu fræga kaffi þar. Ottó átti alln- okkuð af góðum söngplötum sem hann spilaði sér og öðrum til ómældr- ar ánægju. Ég kom oftar sem einu sinni í stúdíóið í Hlíðunum. Á trönum var ófullgert málverk. Fallegar skút- ur sem voru að sigla inn í miðnætur- sólinni. Við fengum okkur nokkur staup af múnkalíkjör, sem Ottó þótti sérlega gott. Stemmningin var ágæt. Ottó spilaði nú nokkrar glæsilegar óperuaríur okkur til mikillar ánægju. Kunstnerinn, spurði mig hvernig mér fýndist^ myndin sem hann var að mála? Ég sagði að mér fyndist hún góð, en skútumar all sérkennilegar. Já, það er nú það, það er ekki nema von að þú skiljir það ekki. Þetta eru franskar Gólettur frá Bretagne, svar- aði Kunstnerinn til skýringar. Ottó setti nú uppáhalds lag sitt um þessar mundir á fóninn, sungið af hinum mikla ítalska bariton, Gino Bechi, og tók sjálfur undir við raust. Con te, Soli soli nella notte, eftir Bixio, það var gaman að þessu. Ég átti afmæli nokkrum mánuðum seinna, Ottó mætti í hátíðarskapi og rausnarlegur að vanda, með stórt málverk sem hann skenkti mér í tilefni dags- ins . . . skúturnar frá Bretagne, sigl- andi inn í miðnætursólinni, og þær hafa glatt auga mitt og annarra síðan. Eins og áður er sagt, hafði Ottó mikla ánægju af tónlist, mest þó sönglist og mjög ólíkum söngvurum t.d. ítölsku bariton söngvurunum heimsfrægu, Gino Bechi og Tito Gobbi, sem voru ekki bara óperu- söngvarar heldur og frábærir „Chanzone" söngvarar, sem Ottó lagði mikið upp úr og tenórunum frægu, Giuseppe di Stefano frá Sikil- ey og ekki minnst Tino Rossi frá Korsíku, og Primo Montanri, vini hans sem hann átti einnig plötur með. Af íslenskum söngvurum hafði Ottó mikið álit á Einari Kristjánssyni sem óperusöngvara, þótti hann bæði skýr 'og ljóðrænn söngvari. Einnig þótti honum mikið koma til Eggerts Stefánssonar söngvara og ekki minnst hinn hástemmdi póetíski sans hans. Af íslenskum sönglögum hreifst Ottó mest af hinum gullfal- legu melódíum þjóðarskálds Islend- inga, Sigvalda Kaldalóns, Tosti ís- lands, sem skrifaði melódíur sem ganga inn í hvert einasta íslenska hjarta. Ottó var afskaplega heimakær ef hann fór eitthvað umtalsvert í burtu. Fékk hann heimþrá, og leið ekki vel fyrr en heim var komið. Ottó bjó alla ævi á bernskuheimili sínu. + Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, EVU KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Mánagötu 5, Reykjavík, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 29. júlí kl. 13.30. Óskar Páll Ágústsson, Ágúst Óskarsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Anna Lilja Kjartansdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Geoffrey Shelton og barnabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, ömmu og vinkonu, GUÐBJARGAR INGU ÁSTGEIRSDÓTTUR, Gnoðarvogi 18. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 12-A Landspítalanum. Arndís Árnadóttir og börn, Ástgeir Kristjánsson, Kristján Sigurðsson og börn og systkini hinnar látnu. Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf ____________um gerð og val legsteina._________ I! S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMUVB3I 48‘SlMI 76677 - --■ ■■ ■ ■■ ■■■■■■■■ ■ ' : ■ ■■.. - '.v Lengst af við Lynghagann með móð- ur sinni og Karli bróður sínum og undi sér þar vel. Það var mjög kært með þeim mæðginum. Þarna lifði Ottó áhyggjulausu lífi, virtur og verndaður í faðmi ijölskyldunnar. Þar mætti hann mestum skilningi á listabraut sinni. Þar var hann líka hvattur mest og varð afkastamestur og ijöibreyttastur á listaferli sínum. Þarna á Lynghaganum var Ottó al- sæll með hlutskipti sitt í lífinu og tilverunni. Þarna var honum sinnt og þar leið honum best. Heimili hans var rétt við Ægisíðuna, þar sem hann um árabil fékk sér göngutúra. Hann var heillaður af Ægisíðunni. Hið fagra útsýni, kvöldsólarlagið fagra og margbreytilega sem heillaði hann. Fuglalífið, trillukarlamir, Ijaran, gömlu húsin, umhverfíð, ilm- urinn. Þegar gott var veður átti Ottó það til að fá sér sundsprett þama á Ægisströnd. Sumar af myndum Ott- ós vom fallegar sólarlags- og sjáv- arsíðumyndir og er mér ekki grun- laust um að hann hafí fengið sumar hugljómanir sínar einmitt við Ægisíðuna fjölfögra. Ottó var tilfinningamaður og tók mjög nærri sér þegar móðir hans lést. Hún var honum svo kær og var honum svo vel innan handar. Hún var honum allt. Hann varð ekki sam- ur maður á eftir. Ottó var ókvæntur og barnlaus, en barnavinur hinn mesti. Það reyndu bömin mín þegar þau voru lítil, og heimsóttu Kúnstn- erinn í vinnuna til þess að láta hann vita að bijóstsykurinn væri sko í lagi. Listamaðurinn kunni aldeilis að meta hrósið og útleysti þau með glaðning, eins og hans var von og vísa. Öll framkoma Ottós og lífstíll ein- kenndust af heiðarleik og kurteisi. Hann tranaði sér ekki fram. Hann mátti ekki vamm sitt vita, og var hið mesta snyrtimenni. Ottó helt nokkrar einkasýningar á verkum sínum, sem var ágætlega tekið og fengu lofsamlegar umsagn- ir. Ottó hefði mátt hafa haft sig mun meira í frammi með sýningar. Það var ástæða til, þar átti hann erindi. Hann tók einnig þátt í nokkrum sam- sýningum sem fengu lofsamlegar umsagnir. Mér er minnisstæð fyrsta málverkasýningin sem ég sá með myndum Ottós í Bogasalnum, sem vakti mikla athygli. Allar myndirnar seldust. Meistarinn mikli Jóhannes Kjarval kom á sýninguna og fékk sérstakan áhuga á einni mynd sem hann skoðaði lengi. Hvar er listamað- urinn? Hvar er listamaðurinn? spurði hann með sinni kunnu sterku rödd. Ottó hafði brugðið sér frá augnablik, en var nú á hraðferð til Kjarvals, sem tók undir handlegg hans og leiddi hann um gólfið, ræddi málin og þótti mótífið stórgott og hrósaði Ottó fyr- ir myndina. Kúnstnerinn var að sjálf- sögðu þakklátur hinum mikla meist- ara fyrir auðsýndan og óvæntan heiður. Mótífið sem Kjarval þótti svona gott var gamla rauða húsið með háa strompinum sérkennilega seni stóð við Ægisíðuna um árabil en er nú rústin ein. Kúnstnerinn hafði kvöld eitt farið út á horn með trönurnar og málað rauða húsið svona listilega í kvöldsólardýrð Ægisíðunnar. Ottó var afskaplega skemmtilegur maður og alveg ómissandi þegar eitt- hvað skemmtilegt var á ferðinni, enda kærkominn gestur hjá okkur Maddý þegar eitthvað var um að vera, og var hann hrókur alls fagnað- BLÓM SEGJA ALIT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.