Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MYNPASOGUR SnNNUDAGUi! 28. JÚLÍ 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þó að hrúturinn eigi í smástímabraki með vini sína, tekur góður vilji og hlýleiki erfiðleikunum langt fram í dag. Rómantíkin er ekki úti- lokuð heldur. Hann fær góðar fréttir í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Félagsstörf nautsins kunna að létta því róðurinn í starfi, en það verður ævinlega að leitast við að greina á milli góðra og slæmra tillagna. Bjármálin lofa góðu. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Tvíburinn ætti að gefa sér rúman tíma til að taka ákvörð- un í mikilvægu máii. Honum verður boðið að taka þátt í hátíðlegri athöfn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hátt settir aðilar eru reiðu- búnir að aðstoða krabbann. Hann ætti að hafa hóf á eyðslu sinni í dag, þar á meðal á notkun greiðslukortsins. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <et Ljóninu verður ef til vill boðið i ferðalag núna. Það tekur mikinn þátt í félagsstarfi og nýtur þess að vera innan um fólk. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Meyjan ætti að vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem henni bjóðast núna. Hún getur þó ient í erfiðleikum með ákveðið verkefni í vinnunni. (23. sept. - 22. október) Ef vogin getur nokkurn tíma haft taumhald á eyðslu sinni, ætti hún að reyna það núna. Samvera með maka, rómantík og afslöppun eru efst á biaði hjá henni. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Gestaboð sem sporðdrekinn stendur fyrir tekst með af- brigðum vel og veitir öllum hlutaðeigandi ánægju. Honum getur þó orðið á að vera einum of hörkulegur við einhvem í fjölskyldunni. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Bogmaðurinn á skemmtilegar og rómantískar stundir í dag. Hann ætti að forðast að láta vanhugsaða athugasemd eyði- leggja stemmninguna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Vinir og peningar fara ekki saman með góðu móti hjá steingeitinni í dag, en henni kann að bjóðast nýtt atvinnu- tækifæri. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Rómantíkin gengur fyrir vin- áttunni hjá vatnsberanum í dag. Hann ætti að ýta frá sér áhyggjum sem tengjast vinn- unni o g njóta þess að vera til. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Fiskurinn fæst við ýmis verk- efni heima fyrir núna og hann hvílir sig og slappar af. Stjörnuspána á aó lesa sem dægradvöl. Spár af pessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS D CTTID urvt I 1 IK taiv/iiv/11 no ictiviivii 1 OIVIIVII Uu JtzlMIVI SMÁFÓLK Veistu hvað við eigum að læra í skólanum í dag? Spurningarmerki... Er það rétt? Kennarinn okkar sagði, að maður ætti aldrei að svara spurningu með spurningu ... BRIDS llmsjón: Guðm. Páll Arnarson Bandarísku spilararnir Meckstorth og Rodwell eru eng- ar mélkisur í sögnum. Þunnar slemmur eru þeirra aðalsmerki, sem einhverra hluta vegna liggja ótrúlega oft til vinnings. Hér er ein, sem kom upp í landsliðs- keppninni sl. vor: Norður gefur: AV á hættu. Norður ♦ ÁK109 ¥ 9842 ♦ - ♦ ÁD1084 Vestur Austur ♦ G873 ♦ D642 ¥763 II ' ¥ KG ♦ 9875 ♦ Á432 + G2 Suður ♦ 5 + K53 VÁD105 ♦ KDG106 + 976 Vestur Norður Auslur Suður - 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 lauf Pass 6 hjörtu! Dobl Pass Pass Pass Kerfi þeirra félaga er Precis- ion þar sem tígulopnunin neitar aðeins 5-spila hálit en segir ekk- ert um tígulinn sem slíkan. Þá koma tvær eðlilegar sagnir og Rodwell í suður krefur síðan í geim með fjórða litnum. Síðan er farið hratt yfir sögu. Rodwell tropmaði tígulníuna í blindum og spilaði hjarta á drottningu. Svínaði svo lauf- drottningu. Hugmyndin var að henda laufí niður í spaðahámann ef drottningin héldi. En austur átti kónginn og trompaði út. Rodwell stakk annan tígul, trompaði sig heim á spaða, tók síðasta trompið og svínaði lauf- gosa. Tólf slagir. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðaskákmótinu í Ham- borg sem lauk í síðustu viku, kom þessi staða upp í skák tveggja ungra og öflugra stórmeistara, Jeroen Piket (2.590), Hollandi, og Curt Hansen (2.600), Dan- mörku, sem hafði svart og átti leik. 24. - Re4!, 25. Dxd5 (25. De2 og 25. Df3 mátti svara með 25, -* Rxf2 og ef 26. Dxf2 þá Be3) 25. - Dxf2+, 26. Khl - Be3 (Hvítur er nú varnarlaus, því 27. Rd3 má svara með 27. — Df3+, 28. Bg2 — Rxg3+!, 29. hxg3 — Dh5+. Lokin urðu þó ennþá fal- legri, - ekta kæfingarmát:) 27. Rg2 — Dgl+! og hvítur gaf vegna mátsins í næsta leik. Sovéski stór- meistarinn Artur Juspov sigraði glæsilega á mótinu í Hamborg, hlaut hvorki meira né minna en ll'/2 v. af 13 mögulegum, sem er stórkostlegur árangur í móti með meðalstig 2.510. Ungi þýski stórmeistarinn Mathias Wahls stóð sig einnig mjög vel, hlaut 10 v. og sömuleiðis Curt Hansen með sinn 9% v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.