Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ 'SUNNUDAGUE 28. JÚLÍ 1991 pnnsessa, sem steypir biðlum sínum óhikað í dauðann. Grace Bumbry hefur sungið alls staðar á móti öll- um, sem eitthvert nafn hafa innan söngsins. Það er þó ekkert jökulkalt við bandarísku blökkukonuna, þegar hún sest undir söngnum, brosir og kyssir í allar áttir. Á eftir henni fylgja tveir blökkumenn, landar hennar, eldri maður og svo ungur undirleikari hennar í opinni galla- skyrtu, síðbuxum og kúrekastígvél- um með stáltá, sem stingur í stúf við léttan sumarklæðnað annarra. Nú bætist rödd hennar við og þá fer nú að syngja og kveða við, þegar þessar miklu raddir, sem eiga eftir að fylla hlustir sautján þúsund áhorfenda af sviði hringleikahússins, hljóma í litlum salnum og hreinsa úr hveiju skúmaskoti hans. Píanóið er rétt eins og daufur gítar undir söngnum og reyndar kvartar Bumbry yfir að heyra illa í píanóinu. Þegar kemur að einni aríu hennar, stendur hún upp og syngur við píanóið. Það dregur að lokum æfingarinn- ar, Bumbry er búin með sinn skammt þennan morguninn og býr sig til að fara, þegar stjórnandinn mælist til að Kalaf taki aríuna sína. Þá hættir Bumbry við við að fara, en sest til að heyra þennan væntanlega ofjarl sinn syngja. Kristján tekur sér stöðu við píanóið og rennir glæsilega í gegnum aríuna. Bumbry kinkar við- urkennandi kolli til fylgdarmanna sinna undir söngnum og á eftir arí- unni fylgja viðurkenningarhróp og köll meðsöngvara Kristjáns. „Það eru til söngvarar, sem stinga sér alltaf á kaf“ Klukkan er orðin 13, listamennim- ir fara hver í sína áttina til að hitt- ast aftur á æfingu með leikstjóranum og fleirum kl. 15.30. Þá er æft í aflöngum sal, sem venjulega er not- aður sem æfingasalur ballettsins, svo gólfið er gúmmíklætt og annar lang- veggurinn er klæddur speglum. Á hinum em gluggar með ógegnsæju gleri. Einsöngvararnir sitja í kringum borð, ásamt leikstjóranum Giuseppe Montaldo. í kring em aðstoðarleik- stjórarnir tveir, ung stúlka og eldri maður, fylgdarmenn Bumbry og nokkrir ungir, hávaxnir og vasklegir menn úr kómum, sem eiga að hand- taka Líu, ambáttina, sem bjargar Kalaf úr klípu með lífi sínu. Þeir eiga að læra að handtaka hana í anda leikstjórans og sýningarinnar í heild. Leikstjórinn útskýrir tilfinningar persónanna hverrar til annarrar, samband þeirra og hvemig eigi að túlka þessi atriði. Síðan taka söngv- ararnir stólana og færa sig út á gólf- ið, fyrir framan myndbandstæki. Þar er brugðið upp myndum úr sýningu á Turandot, sem Montaldo leikstýrði fyrir nokkrum árum. Athyglin beinist að upphafi 3. þáttar. Montaldo skýr- ir og útskýrir hvað heppnist söngvur- unum vel í túlkun sinni og hvað megi betur fara. „Beinið höndunum upp. Það em til söngvarar sem stinga sér alltaf á kaf.“ Montaldo hristir höfuðið, það verkar illa. Og svo Líu ... „Puccini er ástafanginn af henni. Hann hefur nostrað við hlutverk hennar, gætt það fegurð. Réttu hend- urnar fram, dragðu þær upp að and- litinu, ekki upp og til hliðar. Það verkar ekki rétt.“ Eftir þessa sýnikennslu er gert stutt hlé, sem þátttakendur nota ýmist til að sækja sér vatn eða slaka á. Svo hefst æfingin aftur og að þessu sinni fara söngvararnir út á gólfið og æfa staðsetningar og hreyf- ingar, en aðeins sungið til mála- mynda. Bumbry, sem hefur Turandot sem einn af sínum meginrullum, fær að sitja og horfa á, en þarf ekki að sprikla með. Ping, Parig og Pong tipla fram hvað eftir annað til að krefja Kalaf nafns, sem spyr hvað eftir annað hvað þeir vilji sér. Líu er líka dregin óspart inn af hávöxnu mönnunum, neitar að segja til nafns Kalafs, syngur um ástina, þrífur sverð úr slíðrum eins varðmannsins og rekur sig í gegn, Kalaf til undrun- ar og skelfingar. Og allt þetta er endurtekið aftur og aftur, því alltaf sér Montaldo eitthvað, sem má fara betur. Að lokum þykir honum þó nóg að gert í þessari lotu, klukkan orðin hálf sex og kominn tími til að gera hlé, áður en kvöldæfingin á sviði hringleikahússins hefst. Öllum er sagt að mæta kl. 18, svo hléð ætlar ekki að verða langt. Þegar einsöngv- ararnir tínast að á tilsettum tíma, hefur áætlunin breyst. Æfingin á ekki að hefjast fyrr en kl. 19, það þykir enn of heitt til að æða um sviðinu. Hitinn er enn rúmlega 30 gráður, en sólin er um það bil að hverfa bak við stóra og hvíta skýja- bólstra. Kristján hvílir sig á nálægum bar ásamt Giuseppe Riva, ítölskum barítónsöngvara, sem syngur hlut- verk mandarínsins. Umræðuefnið er meðal annars Ítalía og fjölbreytileiki landsins. Svo verður kiukkan 19 og æfingin kallar. „Hvílíkt pútnahús“ í hringleikahúsinu er múgur og margmenni, rúmlega 200 manns, einsöngvarar, kór, dansarar, tækni- menn og aðstoðarfólk. Á miðju áhorf- endasvæðinu er borð með hátalara fyrir Montaldo. Við hljómsveitar- gryfjuna er píanóið og við hlið píanó- leikarans situr kórstjórinn og annar aðstoðarleikstjórinn. Montaldo geng- ur um sviðið og talar við einstaka hópa úr kómum. Dansararnir sitja á áhorfendasvæðinu, tala saman og teygja úr sér. Að lokum gengur leik- stjórinn ti! sætis. Annar aðstoðarleik- stjórinn kallar kórhópana saman á sviðið í hátalara. Hinn aðstoðarleik- stjórinn er þama einnig og bæði reka þau kórinn fram og til baka á svið- inu, baðandi út höndum eins og þeg- ar fé er rekið saman. Ping, Pong og Pang koma tiplandi yfir sviðið að Kristjáni. Það er ekki. sungið, en einsöngvararnir reka upp lauslegar rokur til að koma textanum áfram. Kristján prófar þó aðeins nokkra tóna í þetta fyrsta skipti sitt á sviðinu í Verónu. Áðaláherslan er lögð á að ná hreyfingum og staðsetn- ingum réttum. Svo kemur að inn- göngu Turandot, sem stígur niður af himnesku hásæti sínu. Bumbry brá reyndar fyrir baksviðs, en hún þarf ekki að feta upp og niður háar tröppurnar í hitanum. Staðgengill sér um það. „Principessa divina" syngur Ping — og niður kemur rauðhærður og skeggjaður karlmaður. Kristján kippir sér ekki upp við það frekar en aðrir og allir tipla um stjarfir af hrifningu yfír guðdómlegri fegurð Turandot. Svona gengur þetta fram og aftur, kórinn er hrakinn til og frá og loksins fer að eygja í samræmi í þeim tveimur hópum, sem eiga að birtast samtímis beggja vegna himnastigans, þar sem Turandot kemur niður. Kl. 21 kallar Montaldo að æfíng- unni sé lokið. „Þvílíkt pútnahús," segir hann og á við að allt hafi verið í óreiðu, en sökin sé ekki hans, allt stefni í rétta átt og hann þakkar fyrir æfínguna. Dansaramir taka pjönkur sínar saman, og það kom aldrei að þeim í þetta skiptið. Kórinn tínist út, menn kveðjast en aðrir tínast inn. Nú er að hefjast hljóm- sveitaræfingin, sem á að standa til miðnættis. Þá æfír hljómsveitin með á sjálfu hringleikasviðinu. Eftir að hafa hlustað á hljómsveit- arstjórann segja söngvurunum til um meira hér og minna þar, horft á leik- stjórann segja til um hendur upp og niður og þennan og hinn svipinn, séð hlaupin út og suður á sviðinu og kórinn liðast um, er erfitt að ímynda sér að eftir 2Vi viku verði allir búnir að leggja á minnið allt, sem þeim. hefur verið sagt þennan daginn og. verður sagt næstu dagana. Og heill dagur í byijun 3. þáttar. Hvað þá. með allt hitt! Kórinn þarf að komasti í takt, bæði í tónlist og hreyfingum, • einsöngvarar að fínna sinn stað og sinn tón, einhvem veginn þarf hljóm-i sveitin að renna inn í þetta allt og; hljómsveitarstjórinn að ná til allsi þessa fólks. Baka til og í kring hreyf-i ast ósýnilegir tæknimenn. Um 350i manns á og við sviðið þurfa að finna þann samhljóm, sem Puccini setti á. blað. Svo kemur að sýningunni ... Fyrir; sjónum áhorfandans rennur allt- áfram fyrirhafnarlaust og himnesk tónlistin ber hann í annan heim. Þá’ hvarflar ekki að honum að fyrirhafn- arleysið hefur orðið til með ærinni fyrirhöfn ... ÚTSALAN FYRRAMÁLIÐ í KRINGLUNNI SÍMI 68 90 17 EINNIG ÚTSÖLU- MARKAÐURí VERSLUNINNI Á LAUGA- VEGINUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.