Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 26
26. morgunblaðib ATV)NMA(RftW/gMé;4tTO<TW i ^ m.mu Kennarar í Egilsstaðaskóla eru 270 nemendur í 1.-10. bekk og sérdeild. Góður starfsandi er meðal kennara og góð starfsaðstaða. í skólanum er verið að vinna að tveimur þróunarverkefn- um, annað í 9.-10. bekk og hitt í sérdeild. Okkur vantar 2-3 kennara til að starfa með okkur næsta vetur: Almennan kennara, íþróttakennara, sérkennara - þroskaþjálfa. Húsnæði á staðnum. Flutningsstyrkur. Upplýsingar í síma 97-11632, Helgi. Framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagið Víkingur, aðalstjórn, hyggst ráða framkvæmdastjóra. Starfssvið: Umsjón með rekstri nýrrar íþrótta- og félagsmiðstöðvar í Fossvogi auk annarra starfa í þágu félagsins. Starfstími: Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst en eigi síðar en 1. sept- ember nk. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Framkvæmdastjóri - 9801“ fyrir 30. júlí nk. Góð aukavinna Bókaforlagið Vaka-Helgafell óskar að ráða áhugasamt fólk til að annast lifandi kynningar- og sölustarf er tengist klúbbum þeim, er fyrirtækið rekur. Hér er um að ræða verkefni, sem unnin eru utan venjulegs vinnutíma og fer kynningin fram í síma. Þetta er því tilvalin aukavinna. Þeir, sem hug hafa á þessu viðfangsefni, eru beðnir að hafa samband við Helgu Þóru í síma 688300 á mánudag og þriðjudag milli kl. 13 og 17 eða koma í skrifstofur okkar í Síðumúla 6. Hér er aðeins um örfá störf að ræða og því best að láta heyra frá sér sem fyrst! VAK4C HELGAFELL ’ry>’ ~ fafewí úíQáýx Síðumúla 6 * simi 688300 gSði -gæðanna vegna! Vegna mikils annríkis vantar Goða hf. nú þegar aðstoðarfólk til starfa í kjötiðnaðarstöð á Laugalæk 2a. Þau fimm störf, sem um er að ræða, eru tímabundin, en sennilega gætu þrjú þeirra orðið framtíðarstörf. Áhersla er lögð á hraða og nákvæmni í störfum. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Skriflegar umsóknir sendist inn sem fyrst. Starfsmannaþjónusta Sambandsins, 5. hæð, Sambandshúsinu, Kirkjusandi. Æskulýðsstarf Fella- og Hólakirkja auglýsir eftir starfsmanni til að annast barna- og æskulýðsstarf kirkj- unnar. Skilyrði er reynsla af æskulýðsstarfi og þekking á undirstöðuatriðum kristinnar trúar. Einnig er uppeldismenntun æskileg. Umsóknir sendist til Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, 111 Reykjavík. Sóknarnefndir Fella- og Hólabrekkusókna. LANDMÆUNGAR ÍSLANDS Ljósmyndari Starfsmaður óskast til Ijósmyndavinnu. Þarf að geta hafið störf strax. Um er að ræða tímabundið starf. Nánari upplýsingar í síma 91-681611. Landmælingar íslands, Laugavegi 178, Reykjavík. Verslunarstarf Fyrirtæki okkar vill ráða starfsmann til af- greiðslustarfa í heimilistækjadeild sem fyrst. Starfið felur í sér kynningu og afgreiðslu heimilistækja. Við leitum að röskum og glaðlyndum starfs- krafti, sem hefur ánægju af því að veita þjón- ustu og sinna viðskiptavinum. Þeir, sem áhuga hafa á þessu starfi, eru vin- samlega beðnir að senda okkur eiginhandar- umsókn með upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, ásamt meðmælum, fyrir 6. ágúst nk. í póshólf 519, 121 Reykjavík. SMUH& — NORLAND Pósthólf 519, 121 Reykjavík Verslunarstörf HAGKAUP óskar að ráða starfsfólk i eftirtal- in störf í verslun fyrirtækisins í Njarðvík: Deildarstjóri kassadeildar Starfið felst í yfirumsjón með afgreiðsluköss- um, starfsmannahaldi, uppgjöri og ýmis kon- ar skýrslugerð. Þá sér kassadeildarstjóri einnig um skrifstofu verslunarinnar, er gjald- keri og sér um launaútreikning. Vinnutími 9-18 mánudaga til föstudaga og annan hvorn laugardag kl. 10-14. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af skrifstofustörfum og einnig reynslu af stjórn- un. Tölvuskráning Starfið felst í tölvuskráningu á pöntunum o.fl. Starfið er hlutastarf eftir hádegi. Upplýsingar um störfin veitir Guðni Grétars- son, verslunarstjóri HAGKAUPS í Njarðvík, í síma 92-13655 eða 92-14655. Umsóknum skal skilað til starfsmannahalds HAGKAUPS, Skeifunni 15, Reykjavík, eða til verslunarstjóra HAGKAUPS í Njarðvík, fyrir 2. ágúst nk. Farið verður með allar umsókn- ir sem trúnaðarmál og öllum svarað. HAGKAUP Kranamaður Kranamenn óskast á byggingakrana og bíikrana. Umsóknir skai senda til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 31. júlí, merktar: „Kranamenn - 7279“. Frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar Tvær kennarastöður eru lausar. Kennslugreinar m.a. raungreinar, danska og kennsla yngri barna. Aðstaða í skólanum er góð, bæði húsnæði og kennslutæki. Útvegum ódýrt leiguhúsnæði og leikskólapláss ertil staðar. Flutningsstyrkurverðurgreiddur. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 97-51159, og formaður skólanefndar í vs. 97-51240 eða hs. 97-51248. Skólanefnd. LANDSPITALINN Öldrunarlækninga- deild Landspítalans óskar eftir að ráða sjúkraliða: 1. í 80% starf, allar vaktir. 2. [ 50% starf á fastar næturvaktir. 3. í 50-60% starf, eingöngu kl. 8.00-13.00. 4. í 100% starf, allar vaktir. 5. í 50% starf, eingöngu kl. 17.00-21.00. Einnig vantar okkur hjúkrunarfræðinga í 40-100% starf á morgun- og kvöldvaktir. Upplýsingar veitir Guðrún Karlsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma 602266 eða 601000. Laus sförf Við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra eru laus til umsóknar eftirfarandi störf: 1. Kennarastaða í stærðfræði og eðlisfræði. 2. Kennarastaða í jarðfræði og landafræði. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst nk. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 95-35488 eða 95-35854. Skólameistari. Óskum að ráða starfskraft á lager í verslun okkar í Kringlunni 7, Reykjavík Ef þú ert duglegur og ábyggilegur aðili, sem hefur áhuga á að vinna í skemmtilegu og jákvæðu umhverfi, ert á aldrinum 20 til 40 ára og getur hafið störf strax, skaltu koma í verslun okkar í Kringlunni 7 á mánudag eða þriðjudag milli kl. 13.00 og 18.00 og hafa samband við Bjarna eða Svan. I® Kringlunni 7, Reykjavík, sími 686650.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.