Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 4
ERLEIMT 4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991 | i Fundur Bush og Gorbatsjovs: Efnahagsmálin Moskvubúum ofar í huga en leiðtogafundur Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgunblaðsins. UNDIRBÚNINGUR fyrir fund þeirra Míkhaíis Gorbatsjovs, forseta Sovétríkjanna, og George Bush Bandaríkjaforseta er í fullum gangi hér í Moskvu. I gær var verið að fægja rúður, helluleggja og mal- bika við fyrirhugaða blaðamannamiðstöð í Metsdúna Rodnaja-hótel- inu. Meðal Moskvubúa ríkir hins vegar ekkert leiðtogaæði, á borð við það sem greip íslendinga þegar Gorbatsjov og Reagan hittust í INNLENT Viðkvæm staða í EES samningum Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðehrra segir að takist ekki samningar milli EFTA og EB um Evrópskt efnahagssvæði fyrir næstu mánaðamót verði áform um það lögð á hilluna. Uffe Elle- mann-Jensen utanríkisráðherra Danmerkur, sem var í opinberri heimsókn hér á landi í vikunni til viðræðna við Jón Baldvin segir að semjist ekki fyrir 1. ágúst náist samningar síðar. Hann segir Dani styðja k'röfu EFTA-ríkjanna um frjálsan markaðsaðgang allra sjáv- arafurða að Evrópumarkaði en upplýsingar frá embættismönnum Evrópubandalagsins höfðu bent til hins gagnstæða. Burger King hættir við íslenskan þorsk Bandaríska veitingahúsakeðjan Burger King hefur í hyggju að hætta að kaupa íslenskan þorsk af Iceland Seafood í lok ágúst vegna hás verðs á þorski miðað við verð á Alaska-ufsa. Könnun sem fyrirtækið hefur gert sýnir að við- skiptavinir Burger King gera engar athugasemdir þegar þeim er borinn Alaska-ufsi í stað íslensks þorsks. Burger King er stærsti kaupandi unninna afurða Iceland Seafood. Mulroney millilenti Brian Mulroney forsætisráð- herra Kanada, hafði ásamt fjöl- skyldu sinnu um klukkustundar viðdvöl á Keflavíkurflugvelli á mið- vikudag og átti þá viðræður við Davíð Oddsson forsætisráð- herra. ERLENT Sovéskir kommúnist- ar falli frá marxisma Miðstjórnar- fundur Sov- éska kommún- istaflokksins var haldinn á fimmtudag og föstudag. Þar lagði Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti fram tillögur um breytta stefnuskrá fiokksins þar sem gert er ráð fyrir því að hann nálgist jafnaðarstefnuna. í setn- ingarræðu sinni neitaði Gorbatsj- ov hins vegar að að þetta þýddi fráhvarf frá sósíalisma heldur væri verið að snúa baki við hinum hráa marx-Ienínisma. Miðstjóm- armennirnir tóku vel í tillögur forsetans, en fyrirfram var búist við andstöðu harðlínumanna. írakar hunsuðu lokafrestinn Að sögn Bandaríkja- stjórnar hafði Saddam Hus- sein íraksfor- seti ekki lagt fram fullnægj- andi upplýs- ingar um kjamorkuvinnslu í írak áður en frestur sá sem öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna veitti honum rann út á fímmtudag. Bandaríkin höfðu hótað hernaðaraðgerðum ef upplýsingarnar bærust ekki fyrir þann tíma, en drógu nokkuð í land með það og sögðu að ekki myndi ráðist í tafarlausar aðgerð- ir. Þrír slösuðust í flugslysi Þrír menn slösuðust, enginn þeirra lífshættulega, er lítil einka- flugvél brotlenti skömmu eftir flug- tak skammt frá flugvelinum við Mývatn síðdegis á fímmtudag. Að sögn sjónvarvotts drapst á hreyfli vélarinnar skömmu eftir flugtakið. Stefnt að álverssamningum 12. ágúst Stefnt er að undirritun sam- komulags um byggingu og rekstur nýrrar álbræðslu á Keilisnesi í Reykjavík þann 12. ágúst næst- komandi. Van der Ros, fram- kvæmdastjór Hoogovens, hol- lenska álfyrirtækisins, segist telja ólíklegt að nokkuð óvænt geti kom- ið upp sem fresti undirritun sam- komulagsins. Lánskjaravísitala afnumin? Einar Oddur Kristjánsson, for- maður VSÍ, segir að tímabært sé að afnema lánskjaravísitölu í kjölf- ar skynsamlegra kjarasamninga í haust sem tryggi áframhaldandi stöðugleika 'þjóðfélaginu. Davið Oddsson forsætisráðherra segir að náist að tryggja stöðugleika til lengri tíma í samningum séu vísi- tölur og vísitölubinding ekki heilag- ar kýr. Örn Friðriksson formað- ur Máls- og skipasmóiðasam- bands íslaands segir nauðsynlegt að afnema sjálfvirkni milli launa og lánskjaravísitölu en síðustu sex mánuði hefur lánskjaravísitalan hækkað um 10,6% miðað við heilt ár en framfræðsluvísitalan um 8,9%. S-Afríkustjórn studdi Inkatha og andstæðinga SWAPO Um síðustu helgi komst upp að S-Afríkustjóm hafði stutt Ink- atha-frelsisflokk Zúlúmanna fjár- hagslega um nokkurra ára skeið, en Inkatha er einn helsti andstæð- ingur Afríska þjóðarráðsins. Einn- ig kom í ljós að stjórnin hafði veitt sjö flokkum í Namibíu fjár- hagsaðstoð til að koma í veg fyr- ir að SWAPO-hreyfíngin, sem barðist lengi fyrir sjálfstæði landsins frá S-Afríku, kæmist til valda. Nokkrir ráðherrar í ríkis- stjóminni era viðriðnir málið og lagt hefur verið hart að þeim að segja af sér. Auknar líkur á friðarráðstefnu Israelar sögðust á miðvikudag vera bjartsýnir um að brátt yrði efnt til ráðstefnu um frið milii Arabaríkjanna og Israels, en enn var deilt um hvetjir verða fulltrú- ar Palestínumanna. Á fímmtudag gerðu Bandaríkjamenn þó samn- ing við ísraela um að engir Pal- estínumenn frá Austur-Jerúsalem verði þar. Enn barist í Jugóslavíu I síðustu viku féllu um 40 manns í bardögum milli Serba og Króata í Júgóslavíu. Ekki virðist friður á næsta leiti og leiðtogar lýðveld- anna ásaka hverjir aðra hatramm- lega um að eiga sök á ástandinu. Jeltsín bannar starfsemi kommúnista Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, bannaði um síðustu helgi starfsemi kommúnista í fyrirtækj- um í landinu. Gorbatsjov tók banninu illa og taldi það auka spennu í Sovétríkjunum. Höfða árið 1986. Sumt fólk, sem blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við á götum Moskvu í gær, vissi ekki einu sinni að fundurinn stæði til. Aðrir sögð- ust ekki hafa mikinn áhuga á hon- um. „Af hveiju ættu þessir karlar að koma mér við?“ sagði einn. „Ég hef bara áhyggjur af efnahags- ástandinu, að hafa i mig og á.“ Háskólastúdent var spurður hvort hann vonaði að Bush til- kynnti að Bandaríkjamenn ætluðu að veita Sovétríkjunum aukna efna- hagsaðstoð. „Það skiptir ekki máli,“ sagði hann. „Auðlindirnar eru í okkar eigin landi. Ég hef enga trú á amerískri hjálp, við verðum að nýta auðlindimar sjálf." Ung stúlka sagði að hún teldi fundinn engu máli skipta fyrir efna- hag Sovétríkjanna, en hins vegar væri hann gagnlegur fyrir öryggi þeirra, af því að þar ætti að skrifa undir samning um fækkun kjarna- vopna. „Það er gott ef það á að fækka vopnunum, en ég hef samt meiri áhuga á að eitthvað gerist sem bætir efnahaginn," sagði hún. George Bush mun koma til Moskvu seint á mánudagskvöld og búa á Spatov-setrinu, embættisbú- stað bandaríska sendiherrans. Á þriðjudag mun hann fara út á með- al almennings í Moskvu. Á miðviku- daginn fundar Bush með sovézkum kaupsýslumönnum og síðar um daginn verður START-samningur- inn um fækkun langdrægra kjarna- vopna undirritaður í Vladímírskíj- salnum í Kreml. 1. ágúst lýkur Bush heimsókn sinni eftir stutta heimsókn til Kiev í Úkraínu. Ráðstefnan um Miðausturlönd: Fyrsta skrefið stigið á þymum stráðum vegi ÖLL sólarmerki benda til að innan nokkurra mánaða takist að ná þvi langþráða markmiði að samningaráðstefna verði haldin um framtíðarskipan mála í Miðausturlöndum. Yitz- ak Shamir, forsætisráðherra ísraels, hefur kúvent og dregist á að samþyklqa aðild ísraels að slikri ráðstefnu þó svo að hún verði haldin undir hand- leiðslu Sameinuðu þjóðanna. Shamir hefur verið ófús til þess þar sem hann óttast að ísraelar verði á slíkri ráðstefnu beittir þvingunum og neyddir til að afsala sér hluta hernámssvæð- anna. Það sem réð úrslitum að Shamir varð að fallast á þát- töku er vafalaust að Sýrlend- ingar kváðu upp úr með það á dögunum að þeir væru til í tusk- ið og þar með var Shamir nátt- úrlega ekki stætt á að halda þvergirðingslegri afstöðu sinni til streitu. En samt skyldu menn vera gætilega bjartsýnir, það eiga eftir að koma upp mörg atriði sem menn greinir á um og sumir sér- fræðingar spá því að ísraelar muni ekki hika við að draga sig út úr hugsanlegum viðræðum ef þeim fínnst að ekki sé nægilegt tillit tekið til vilja þeirra. Það hef- ur nú valdið gremju í ísrael að Farouk A1 Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands, hefur lýst yfír að hann hafí verið fullvissaður um það af Bandaríkjamönnum - trú- lega James Baker - að þeir muni setja á oddinn að ísraelar skili herteknu svæðunum. Þetta hefur hleypt illu blóði í ísraelska ráða- menn og ekki séð fyrir endann á hvort þeir koma með mótleik. A1 Shara hefur gegnt mikil- vægu hlut- verki síðustu mánuði þegar Baker hefur verið á Mið- austurlanda- ferðum sínum. Sumir staðhæfa að hann eigi hvað drýgstan þátt í að Assad forseti ákvað að ganga til leiks. Það hefur þótt ámælisvert að ísraelar krefjast neitunarvalds um hvaða fulltrúar Palestínumanna verði á ráðstefnunni. Vegna veikr- ar stöðu PLO - Frelsissamtaka Palestínu - eftir Flóastríð er ekki trúlegt að þeir komi til greina sem fulltrúar. Það ætti að gera ísrael- Yitzak_ Shamir, forsætisráð- herra ísraels. Farouk A1 Shara, utanríkisráð- herra Sýrlands. um hugarhægra en þeir hafa jafn- an séð rautt og raglast við tilhugs- unina eina um að opinber fulltrúi PLO sæti slíka ráðstefnu. En þá hafa ísraelar sett fram aðra kröfu; Palestínumenn í Austur-Jerúsal- em fái ekki að senda fulltrúa. Þar með mundu tveir áberandi og virt- ir Palestínumenn, Faisal Husseini og Hanan Ashrawi, ekki fá að tala þeirra máli. Þau hafa meðal annars rætt við James Baker ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna í ferðum hans til Jerúsalem. Þau hafa verið ötulir baráttumenn Palestínumanna á herteknu svæð- unum. Engin vafí er á því að þau eru meðal snjöllustu talsmanna þeirra. Allir BAKSVIÐ Eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur vita að bæði hafa tengsl við PLO eins og raunar á við um þorra Palestín- umanna á hemámssvæð- um ísraela. Shamir forsætisráð- herra og David Levy utanríkisráð- herra hafa sagt að fulltrúar Pa- lestínumanna á ráðstefnunni verði að hljóta blessun ísraelsku stjóm- arinnar og skuli þeir lýsa yfír að þeir vilji búa í sátt og samlyndi við ísraela. Það hafa raunar bæði Husseini og Ashrawi gert marg- sinnis þó það komi fyrir lítið. Yitzak Shamir hefur frá því hann hófst til valda stöðugt hamr- að á því að hann væri mótfallinn öllum tilslökunum og hann hefur aldrei ljáð máls á því að semja um að Palestínumenn eigi að fá þó ekki væri nema brot af landi sínu aftur. Það hefur ráðið ferð og stefnu Shamirs að honum þyk- ir ísraelar eigi með réttu tilkall til Vesturbakkans og það hafí verið hluti þeirrar gjafar sem guð gaf gyðingum hér forðum. Sham- ir hefur væntanlega aldrei trúað því að hann þyrfti að setjast að samningaborði um málið. ísra- elskir harðlínumenn og haukar töldu að PLO féllust aldrei á að viðurkenna ísrael og afneita hryðjuverkum. Þar af leiðandi kæmi ekki upp sú staða að ísrael- ar yrðu að raeða við þá. Eftir að PLO kvaðst viðurkenna tilverurétt ísraels fyrir tveimur árum svör- uðu ísraelskir ráðamenn með því að segja að þetta væri brella og orðum PLO væri ekki treystandi. Og þar við sat. Shamir átti þó varla margra kosta völ eftir að Sýrlendingar samþykktu áætlun Bandaríkj- anna. ísraelska þjóðin hefur beðið um frið í 43 ár og því var óhugs- andi annað en stjórnin sýndi lit. Og það blasa við mörg ljón á veg- inum sem kann að liggja til sæm- andi framtíðarskipunar mála í heimshlutanum. En fyrsta skrefíð hefur þó verið stigið. lHHdiiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.