Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.07.1991, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1991 21 fWtripiwMijMti Útgefandi Framkvæmdastjóri ' Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálssón. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Vísum bölsým á bug að ríkir svartsýni meðal þjóð- arinnar um framtíðina. Skýrsla Hafrannsóknastofnunar veldur mestu um. Framan af ár- inu var ástæða til að ætla, að það væri að birta til og að við værum á leið upp úr þeim efna- hagslega öldudal, sem við höfum verið í frá miðju ári 1988. Af- koma fjölmargra fyrirtækja var góð á síðasta ári. Stöðugleiki í efnahagsmálum átti þátt í því en ekki síður margvíslegar og ijöl- þættar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum til þess að hagræða í rekstri fyrir- tækja, með sameiningu, niður- skurði útgjalda, nýrri tækni o.s.frv. í kjölfar stjórnarskiptanna hafa hins vegar komið upp á yfir- borðið vandamál í atvinnulífinu, sem vitað var um, en ekki hversu alvarleg þau voru. Þar er um að ræða gjaldþrot Álafoss, auk gjaldþrota annarra fyrirtækja, djúpstæð vandamál í fiskeldi og rekstrarerfiðleikar í rækjuvinnslu svo að eitthvað sé nefnt. Þegar til viðbótar kom skýrsla Hafrann- sóknastofnunar hefur þetta ástand leitt til almennrar svart- sýni og kjarkleysis og vantrúar á framtíðina. Þess vegna er það fagnaðar- efni og tilefni til bjartsýni, að svo virðist sem samningar um bygg- ingu nýs álvers séu á lokastigi. Forstjórar Atlantsálfýrirtækj- anna koma hingað snemma í ágúst til viðræðna við Jón Sig- urðsson, iðnaðarráðherra. Einn af ráðamönnum hollenzka fyrir- tækisins, sem hlut á að máli, sagði í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag, að hann væri bjartsýnn á, að samningar væru að takast. Þá eiga álfyrirtækin eftir að ganga frá fjármögnun framkvæmdanna af sinni hálfu og fá samþykki stjórna fyrirtækj- anna fyrir þessari ijárfestingu og ríkisstjómin á eftir að leggja málið fyrir Alþingi og fá sam- þykki þess. Engu að síður er staða álmálsins nú sú, að full ástæða er til bjartsýni. Verði af þessum samningum og bygging álvers og stórvirkjana hefst á næstu misserum mun það virka eins og vítamínsprauta á allt atvinnulíf í landinu. Fjárfest- ingin í álverinu einu nemur um 60 milljörðum króna. Mikið líf mun kvikna í tengslum við þessar framkvæmdir og nýjar virkjana- framkvæmdir. Þessir samningar einir og út af fyrir sig munu því gjörbreyta viðhorfum hér á næstu ámm. Til viðbótar kemur, að tölu- verður skriður er kominn á margvíslegar hugmyndir um end- urskipulagningu og hagræðingu í sjávarútvegi hvað sem líður umræðum um fiskveiðistefnuna að öðru leyti. Þar má benda á þær hugmyndir, sem sprottið hafa upp í kjölfar gjaldþrots hrað- 'frystihússins í Ólafsvík um end- urskipulagningu sjávarútvegs á Snæfellsnesi, viðræður um sam- einingu sjávarútvegsfyrirtækja á Árborgarsvæðinu og hugmyndir um verulega endurskipulagningu sjávarútvegs og fiskvinnslu í Vestmannaeyjum. Enginn vafí leikur á því, að þjóðin getur hagn- azt um milljarða króna á því að reka útgerð og fiskvinnslu með hagkvæmari hætti en nú er gert. Þetta tvennt, stóraukin hag- ræðing í sjávarútvegi og bygging og rekstur nýs álvers og nýrra stórvirkjana, mun stuðla mjög að nýju vaxtarskeiði í efnahags- og atvinnumálum okkar. Takist samningar um evrópskt efna- hagssvæði nú eða á næstu mán- uðum. mun það líka ýta undir aukna viðskipta- og atvinnustarf- semi. Jafnframt þurfum við að rækta garðinn okkar á öðrum sviðum. Augljóst er, að ferða- þjónusta er að verða atvinnu- grein, sem ástæða er til að hlúa að og margvíslegur iðnaður mundi eiga meiri framtíðarmögu- leika, ef rekstrarskilyrði hans og sjávarútvegs væru jafnari en nú er. Þegar til lengri tíma er litið er því ekki ástæða eða tilefni til þeirrar bölsýni og þess kjarkleys- is, sem einkennir þjóðlífið um þessar mundir. Hins vegar eiga erfiðar horfur næstu mánuði að verða okkur hvatning til þess að takast á við óleyst vandamál eins og ríkisfjármál og margvíslegan annan útgjaldavanda. Það verður ekki gert nema með átökum og að einhvers stað- ar verði komið við hagsmuni og lífskjör. Skoðanir geta verið skiptar um hversu skynsamlega hefur verið haldið á breytingum á aðild ríkisins að lyfjakaupum. Hitt er alveg ljóst, að það verður enginn raunverulegur niður- skurður framkvæmdur á ríkisút- gjöldum, nema dregið verði úr framlögum ríkissjóðs til heil- brigðismála, tryggingakerfisins og skólamála. Það er æskilegt að fram fari málefnalegar um- ræður um, hvernig það verður bezt gert, án stóryrða og sleggju- dóma. Kjarni málsins er sá, að við erum komin að leiðarlokum í viss- um skilningi. Rekstrarvandi sjáv- arútvegsins verður ekki lengur falinn með stórauknum afla. Fjárhagsvandi hins opinbera verður ekki lengur falinn með erlendum lántökum. Lífskjörum verður ekki lengur haldið uppi með sjálfsblekkingu. En við eig- um eftir sem áður mikla mögu- leika í þessu landi og eigum að leggja áherzlu á að nýta þá betur en við höfum gert. Þess vegna eigum við að vísa bölsýni á bug. 1 £0 SKÖP- X \JO «unarverk- ið er ekki nema hálf- karað í höndunum á okkur. Þá fyrst seig á ógæfuhliðina þegar maðurinn tók við verkinu af skapara sínum og sagði, Nú get ég! En það er nú eitthvað annað(!) Smíðagallarnir eru víða augljósir. Alltaf eru háð blóðug stríð einhvers staðar á jörðinni, hvar- vetna er hungur og hörmungar. Sköpunarverkið er einsog hálfkarað hús. Það er í mesta lagi tilbúið undir tréverk. Við stöndum í sköp- unarverkinu miðju. Og hvað blasir svo við? Erum við að byggja úr því efni sem dugar okkur bezt eða er hræran einhvers konar blanda af tízku og hégóma; andlegu plasti? Erum við að byggja gervihús? Eða kannski spilaborg sem hrynur við minnsta blástur. Við höfum að vísu ýmsar ástæður til að vera bjartsýn, framhjá því má ekki líta. En fréttir eru ekki uppörvandi. í norrænni tölfræði- handbók sem Tíminn vitnar til 11. janúar ’91 virðast íslendingar á hraðleið inní Sódómu. Miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir sækjast þeir „miklu fremur eftir skemmtan, en hinar þjóðirnar meira í fróðleik- inn. Aðrir Norðurlandabúar sækja t.d. bókasöfn miklu oftar en „bókaþjóðin mikla“. Hún fer á hinn bóginn 3-5 sinnum oftar í bíó þrátt fýrir 2-3 sinnum meira af bíómyndum og „sáp- um“ í íslenzku sjónvarpi heldur en stöðvum hinna Norðurlandanna“. „...Aðeins um 5% af íslenskri sjón- varpsdagskrá flokkaðist undir fræðsluefni, borið saman við 17% í Noregi, 21 og 23% í Danmörku og Svíþjóð og allt upp í 28% í finnskum sjónvarpsstöðvum. Þar af gáfu íslenskar sjónvarpsstöðvar flokkn- um „menningu“ hlutfallslega tveim- ur til þrisvar sinnum minni tíma en stöðvar í nokkru hinna landanna. Bíómyndir og „seríuþættir" voru aftur á móti helmingur (44%) af sjónvarpsdagskrá hér á landi, borið saman við 20% í Danmörku og að- eins 14-16% í hinum löndunum.“ Og ennfremur segir þar: „Hinar þjóðirnar fá á hinn bóginn miklu fleiri bækur lánaðar í bókasöfnum sínum. Hér á landi voru útlán um 8 bækur á íbúa, en í Danmörku var sama hlutfall 25 bækur á íbúa. Sérlega er áberandi hve hinar þjóð- irnar sækja miklu meira af allskon- ar fróðleik á sín bókasöfn. Hér á landi voru útgefnir bókatitlar um 1230 árið 1987 og hafði þá nær ekkert fjölgað í áratug. Á sama tíma fjölgaði útgefnum titlum á ári um allt að 50% meðal hinna þjóð- anna...“ Hvað segir þetta okkur? Getum við einungis lesið úr þessu að íslenzkt sjónvarp sé miklu lakara en erlent? Að vísu þiggur landinn það sem að honum er rétt. En mundu sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp á þetta efni ef markaðurinn krefðist annars? Hann hlýtur að móta efnið að einhveiju leyti. Og loks: Er einhver ástæða til að reisa borgarbókasafn yfir fólk sem hefur lítinn áhuga á alvörubók- menntum? Hvað þá þjóðarbókhlöðu? Einhvers staðar er pottur brot- inn. Af einhverjum ástæðum er ég að gera mér vonir um hann sé brot- inn í norrænu tölfræðihandbókinni. En ekki þeim íslenzka veruleika sem við bindum allar okkar vonir við og ætti í senn að vera yndi okkar og ævintýri. Það skyldi þó ekki vera við þyrft- um á að halda nýjum spámönnum. Eldhugum. Fjölnismönnum. Einhveijum sem sá til hveitis en ekki illgresis; ræktunarmönnum en ekki kjaftöskum og kverúlöntum. Það er nóg af þeim í fjölmiðlum. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JULI 1991 HEIMSOKN UTANRIK- isráðherra Dana, Uffe Elleman-Jensens, hingað til lands, hefur orðið til þess, að við íslendingar höfum skýrari mynd af því, sem er að gerast í samningaviðræðum aðildarríkja EB og EFTA um stofnun evrópsks efnahags- svæðis en áður. Þegar Jón Baldvin Hanni- balsson, utanrikisráðherra, kom heim á miðvikudag eftir snögga ferð til Brussel, var hann mjög svartsýnn á framhaldið. Augljóst var af ummælum ráðherrans, að hann hafði setið harða og erfiða fundi í Brussel kvöldið áður með ráðamönnum Evrópubandalagsins. Hann lýsti því yfír við komuna til landsins á miðvikudag, að fengist ekki niðurstaða í þessar samninga- viðræður fyrir næstu mánaðamót væri hugmyndin um EES úr sögunni. Jafnframt var ljóst, að ráðherrann hafði fengið óþægilegar upplýsingar í Brussel um af- stöðu helztu vinaþjóða okkar og þá ekki sízt Dana til þessara samninga. Uffe Elleman Jensen hefur bersýnilega í viðræðum við hinn íslenzka starfsbróður sinn mótmælt harðlega sannleiksgildi þess- ara upplýsinga, sem bezt kemur fram í því, að á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra tveggja á föstudag, lýsti Jón Bald- vin því yfir, að hann hefði sannfærzt um, að þessar upplýsingar væru rangar og danski utanríkisráðherrann kvaðst hafa ítrekað afstöðu Dana til málsins við fasta- fulltrúa Dana hjá Evrópubandalaginu þá um morguninn. Þessar sviptingar varðandi afstöðu Dana eru þeim mun athyglisverð- ari, þar sem Jón Baldvin sat fundi í Bruss- el sl. þriðjudagskvöld með sumum æðstu ráðamönnum Evrópubandalagsins. Það segir því nokkra sögu um þá erfiðleika, sem eru samfara samningaviðræðum við bandalagið, að ekki skuli hægt að treysta upplýsingum, sem frá þeim koma um af- stöðu einstakra aðildarríkja EB til samn- ingaviðræðna við EFTA auk þess, sem þeim hinum sömu má vera ljóst og er áreið- anlega Ijóst, hversu viðkvæmar Norður- landaþjóðimar, sem aðild eiga að EFTA, era fyrir upplýsingum, sem gefi til kynna, að Danir séu allt annað en hjálplegir í þessum samningaviðræðum innan dyra hjá Evrópubandalaginu. Danski utanríkisráðherrann er greini- lega ekki sammála mati íslenzka utanríkis- ráðherrans á stöðu málsins, þótt hann fari varlega í að andmæla skoðunum Jóns Baldvins opinberlega meðan hann er hér á landi. Af ummælum hans má ráða, að hann telji þá spennu, sem nú er í þessum viðræðum eðlilega og að ekki sé við öðru að búast á lokastigum alþjóðlegra samn- inga, þar sem 18 ríki eigi hlut að máli. Raunar virðist Uffe Elleman-Jensen þeirr- ar skoðunar, að EFTA-ríkin skilji ekki samningaaðferðir og vinnubrögð Evrópu- bandalagsins og sýnist ekki uppnæmur yfir því, þótt við blasi, að þessar viðræður geti verið að leysast upp. Það viðhorf má ef til vill skilja í ljósi sögu EB síðustu áratugi. Hversu oft hefur ekki virzt, sem bandalagið væri í fullkominni upplausn? Samningafundir milli aðildarríkjanna stóðu oft nætur og daga og virtust raunar standa nætur og daga til þess að knýja menn til samninga, klukkan var stoppuð, ef komið var yfir ákveðin tímamörk o.s. frv. Þá er á það að líta, að samningaviðræð- ur við EFTA-ríkin eru áreiðanlega ekki á blaði meðal mikilvægustu mála hjá Evr- ópubandalaginu. Athyglisvert er, að þau evrópsku dagblöð, sem fjalla reglulega og ítarlega um málefni Evrópubandalagsins minnast sára sjaldan á þessar viðræður og stöðu þeirra. Það á a.m.k. við um dag- blöð og tímarit í Bretlandi og í sumum löndum á meginlandinu. í upplýsingarit- um, sem Evrópubandalagið gefur regulega út um þau mál, sem þar eru efst á baugi hveiju sinni, er lítið fjallað um þessar við- ræður. í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, staðfestir danski utanríkisráð- herrann óbeint, að EES-viðræður séu ekk- REYKJAVÍKURBRÉF ert höfuðmál hjá Evrópubandalaginu. Hann segir, að þær skipti Dani miklu en mikilvægi þeirra sé talið minna, þegar sunnar dregur í Evrópu. Þá er ijóst, að önnur og stærri mál draga að sér athygli Evrópubandalagsins. Þar er annars vegar um að ræða sameiningu Þýzkalands og hins vegar frelsi Austur- Evrópuríkjanna. Þótt Uffe Elleman-Jensen segi það ekki berum orðum fer ekki á milli mála, að sameining Þýzkalands vekur upp blendnar tilfinningar hjá Dönum, sem öðrum Evrópuþjóðum. Danir líta svo á, að stór og voldugur nágranni sé risinn upp í námunda við þá. Afstaða þeirra til þróun- ar mála í Evrópu byggist augljóslega mjög á því mati, að nauðsynlegt sé að tengja sameinað Þýzkaland sameiningarþróun- inni í Evrópu svo traustum böndum, að hið nýja Þýzkaland verði evrópskt Þýzka- land, eins og utanríkisráðherrann orðar það í samtali við Morgunblaðið en að Evr- ópa verði ekki þýzk Evrópa, m.ö.o., að nýtt og öflugt Þýzkaland ráði ekki yfir öllum nágrönnum sínum. Þetta era ekki ný viðhorf í Evrópu. Þau era gömul, eins og allir vita. Jafnframt er ljóst, að Evrópubanda- lagsríkin huga mjög að því, sem er að gerast meðal hinna nýfijálsu ríkja Austur- Evrópu og telja sér skylt að veita þeim margvíslegan stuðning, þ. á m. að veita þeim aðgang að mörkuðum bandalagsins. Ef marka má ummæli Uffe Elleman-Jen- sens vilja Danir taka þátt í því en jafn- framt er þeim ljóst, að þar eru á ferðinni keppinautar um sölu á landbúnaðarvörum. Þótt allar umræður hér á landi og að nokkru leyti í öðrum aðildarríkjum EFTA snúist um EES-viðræðurnar fer því fjarri, að þær séu eitthvert aðalmál í Brassel. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því og það auðveldar okkur að ná áttum, þeg- ar við metum viðræður okkar við EB-ríkin og stöðu þeirra. Hér er vafalaust um að ræða flóknustu viðræður um alþjóðamál, sem við íslendingar höfum tekið þátt í. Við hveija eram við að semja? Embættis- menn í Brussel og ef svo er hvaða embætt- ismenn? Stjórnmálamenn í Evrópubanda- lagsríkjunum og ef svo er við hvaða stjórn- málamenn? Æðstu menn þessara ríkja hafa hver á fætur öðrum komið hingað til íslands og fullvissað okkur um skilning þeirra á sérstöðu okkar og að við yrðum ekki skildir eftir í þessum viðræðum. Nú er komið að því, að þeir standi við þessar yfirlýsingar. En standa þeir við þær? Hvað gera Mitterand og Kohl, sem stjórna Evr- ópubandalaginu? Hvað gerir ítalski ut- anríkisráðherrann, sem hér var á ferð í vor og talaði á þann veg við íslenzka ráða- menn að vakti mikla bjartsýni? Við íslend- ingar bindum ekki sízt vonir við þær yfir- lýsingar, sem Mitterand gaf hér á landi á ÞAÐ ER GAGN- legt að íhuga sam- skipti okkar íslend- inga og Dana í tengslum við þessar viðræður. Vegna allrar sögu okkar og menningar era Danir og Norðmenn þær erlendu þjóðir, sem við teljum standa okkur næst og má ekki á milli sjá, hvor þeirra er okkur hjartfólgn- ari. Afstaða okkar til Dana var lengi mót- sagnakennd. í áratugi var saga samskipta þessara tveggja þjóða kennd í íslenzkum skólum með þeim hætti, að hún stuðlaði fremur að andúð íslenzkra ungmenna á Dönum en um leið var horft til Danmerk- ur um flesta hluti og þá ekki sízt, þegar ungt fólk fyrir og eftir stríð leitaði háskóla- náms erlendis. Þetta mótsagnakennda við- horf einkenndi þá kynslóð, sem nú er á miðjum aldri en unga fólkið í dag skilur ekki hvað við er átt, þegar talað er um andúð fyrri kynslóða á Dönum og er það vel. Sterk tengsl okkar og Dana um aldir hafa áreiðanlega átt þátt í því, að við ís- lendingar höfum lengi litið svo á, að við sínum tíma. Samskipti Islands og Danmerkur Laugardagur 27. júlí Svipmynd úr Reykjafirði á Ströndum. Morgunblaðið/Þorkell gætum ætlast til ýmissa hluta af Dönum og sjálfsagt höfum við stundum verið haldnir minnimáttarkennd gagnvart þeim. Okkur hefur verið illa við að tapa fyrir þeim í knattspymu og höfum bölvað þeim í hljóði fyrir að greiða okkur ekki atkvæði í Evrópusöngvakeppnum! En fyrst og fremst höfum við þó verið þeirrar skoðun- ar, að við ættum hauk í horni, þar sem Danir og raunar aðrar Norðurlandaþjóðir kæmu við sögu, t.d. í Vestmannaeyjagos- inu. Af þessum ástæðum m.a. höfum við haft tilhneigingu til þess að gera þá kröfu til Dana, að þeir stæðu með okkur í EES- viðræðum, þótt þeir séu hinum megin við borðið og þess vegna hafa upplýsingar af því tagi, sem utanríkisráðherra íslands fékk í Brassel sl. þriðjudagskvöld um af- stöðu Dana komið illa við okkur. Um þessar hugleiðingar segir Uffe Elle- man-Jensen í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag: „Við munum alltaf byggja á sameiginlegri sögu og menningu. En það hafa orðið breytingar á síðustu tveimur áratugum. Þær hafa ekki orðið til í minni ráðherratíð eða af mínum völdum, heldur vegna þess, að þær kynslóðir, sem komu við sögu fyrr á áram eru horfnar af vett- vangi. Ég lít til íslendinga sem þjóðar, sem ég ber hlýjar tilfínningar til en sem sjálf- stæðrar þjóðar, sem ég finn til tengsla við, en ég skulda ekki neitt og þið skuldið okkur Dönum ekki neitt. Þetta er eðlileg þróun eftir að þær kynslóðir eru horfnar af sjónarsviðinu, sem áttu þátt í samskipt- um ríkjanna fyrr á árum.“ Sjálfsagt er það rétt hjá danska utanrík- isráðherranum, að kynslóðaskipti eiga þátt í því, að samskipti þessara tveggja þjóða eru með nokkuð öðrum hætti en áður var og í því ljósi hljótum við að meta afstöðu Dana m.a. í EES-viðræðunum. En stund- um þurfa menn á gömlum vinum að halda. Nú þurfum við íslendingar á Dönum að halda. Vonandi fer Uffe Elleman-Jensen með það veganesti til Brussel. Frjáls að- gangur að markaði og höfnum? TIL ÞESS AÐ sýna íslendingum fram á og sannfæra okkur um góðan vilja Dana í EES- viðræðunum lýsti Uffe Elleman-Jen- sen því yfir á blaða- mannafundi á föstudag, að Danir væru tilbúnir til að styðja tollfrjálsan aðgang fyrir íslenzkar sjávarafurðir að mörkuðum Evrópubandalagsins en jafnframt litu þeir svo á, að með ætti að fylgja jöfnun sam- keppnisskilyrða en í því felst, að við opnum íslenzkar hafnir fyrir fískiskipum frá EB- ríkjunum þannig að þau geti sótt hingað varahluti, viðgerðarþjónustu, vistir og veiðarfæri og landað fiski hér ýmist til flutnings áfram til Evrópu eða til sölu á fiskmörkuðum hér. Hvað felst í þessu? Annars vegar er hægt að líta á þetta jákvæðum augum: Með því að opna hafn- ir okkar svo að erlend fiskiskip, sem eru að veiðum, t.d. við Grænland, geti fengið hér margvíslega þjónustu erum við að efla ýmiss konar viðskipti. Vélaverkstæði og skipasmíðastöðvar, sem annast viðgerðir geta fengið aukin verkefni. Varahlutasalar selja meira af varahlutum. Veiðarfærasal- ar selja meira af veiðarfærum. Það skap- ast vinna við landanir á fiski úr þessum skipum og íslenzk skipafélög fá hugsan- lega aukin viðskipti vegna flutninga á þessum fiski til Evrópu. Hugsanlegt er, að íslenzkar fiskvinnslustöðvar gætu feng- ið meira hráefni til vinnslu, þótt það sé hæpið vegna verðmunar á mörkuðum hér og erlendis. Við getum því séð fyrir okkur lífleg viðskipti, aukna atvinnustarfsemi og auknar tekjur með því að gera Island að þjónustumiðstöð fyrir erlend fiskiskip, sem væru þá fyrst og fremst að stunda fiskveið- ar í grænlenzkri fiskveiðilögsögu. Á móti kemur þetta: Þessi fiskiskip eru að veiða fisk úr fiskistofnum, sem ganga á milli okkar lögsögu og Grænlendinga. Því meira, sem þeir veiða, þeim mun minna fáum við. Því betri aðstöðu, sem þeir hafa, þeim mun meira geta þeir veitt. Evrópu- bandalagið borgar Grænlendingum nú fyr- ir karfakvóta, sem nemur 55 þúsund tonn- um en þeir veiða ekki nema 5.000 tonn m.a. vegna aðstöðuleysis. Hvaða vit er í því fyrir okkur, að auðvelda þeim að veiða þennan fisk ef afleiðingin verður sú, að við fáum minna af honum? Þá segja menn: það er í lagi að opna íslenzkar hafnir fyrir þessum erlendu fiski- skipum með því skilyrði, að við náum samningum við Grænlendinga um skipt- ingu þessara fiskistofna milli okkar og þeirra. Ef við náum slíkum samningum er í lagi að opna hafnir okkar fyrir erlendum skipum. En er hægt að ná samningum við Grænlendinga? Uffe Elleman-Jensen segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, laugar- dag, að hann geti ekki þvingað Grænlend- inga til samninga við okkur um þessa fiski- stofna, en bætir því við, að hann hafi ástæðu til að ætla, að þeir geti verið já- kvæðir. Þeir íslendingar, sem bezt þekkja til telja afar erfitt og jafnvel ómögulegt að ná samningum við Grænlendinga um þessi málefni. En jafnvel þótt samningar náist við Grænlendinga vaknar sú spurning, hvort hægt sé að treysta fiskiskipum frá Evrópu- bandalagsríkjunum. EB-ríkin eru þekkt fyrir að bijóta alla samninga. Fiskiskip frá þessum ríkjum eru þekkt fyrir að svindla á kvótum, eins og þau framast geta eins og Kanadamenn þekkja og jafnvel fyrir ofbeldi á fiskimiðunum, eins og írar hafa kynnzt af hendi Spánveija. Hvaða trygg- ingu höfum við fyrir því, að þeir veiði 55 þúsund tonn af karfa en ekki 100 þúsund tonn, ef við auðveldum þeim það með því að hleypa þeim inn í okkar hafnir? Það eru sjónarmið af þessu tagi, sem hljóta að koma til skoðunar í sambandi við þá yfirlýsingu, sem danski utanríkisráðherr- ann gaf á blaðamannafundinum á föstu- dag. „ Af þessum ástæðum m.a. höfum við haft til- hneigingu til þess að gera þá kröfu til Dana, að þeir stæðu með okkur í EES-viðræðum, þótt þeir séu hin- um megin við borðið... Sjálfsagt er það rétt hjá danska utanríkis- ráðherranum, að kynslóðaskipti eiga þátt í því, að samskipti þessara tveggja þjóða eru með nokkuð öðr- um hætti en áður var og í því ljósi hljótum við að meta afstöðu Dana m.a. í EES- viðræðunum. En stundum þurfa menn á gömlum vinum að halda. Nú þurfum við Is- lendingar á Dön- um að halda. Von- andi fer Uffe Elle- man-Jensen með það veganesti til Brussel.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.