Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.1991, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1991 Vogar: Fékk fimm punda lax við húshlið Vogum. ÞAÐ eru ekki allir eins heppnir og hann Olafur Berjólfsson í Hvammi í Vogum, sem fékk 5 punda lax nánast við húshlið á heimili sínu þann 14. ágúst. Þeg- ar aðrir eyða miklu fé og tíma til að veiða lax fer Ólafur aðeins 20-30 metra frá húsinu þar sem laxinn kemur og á enga undan- komuleið. Það hagar þannig til að síki er rétt fyrir sunnan Hamm og á stór- straumsflóði fellur sjór inn í síkið. Laxinn hefur líklega synt inn á flóð- inu, en orðið innlyksa á fjörunni, en þá verður síkið að smáum grunn- um tjömum. Það heyrðist skvamp frá tjörninni sem er næst Hvammi sagði Ólafur f samtali við Morgun- blaðið, og það sást uggi upp úr vatninu þegar laxinn synti um. Heimilisfólkið kom til aðstoðar til VEÐUR Skagafjörður: Héraðsnefnd býður forseta Islands í þriggja daga opinbera heimsókn Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Ólafur Herjólfsson með laxinn sem náðist við Hvamm í Vogum. að ná þessum eftirsótta fiski, og eftir mikinn hamagang og læti tókst það. Það hefur gerst einu sinni áður að lax hefur gengið í síkið, það var fyrir 2-3 árum. - E.G. FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, fer í opinbera heim- sókn í Skagafjarðarsýslu og Sauðárkrókskaupstað 23.-25. þ.m. í boði Héraðsnefndar Skag- firðinga. Heimsoknin hefst kl. 9 að morgni föstudags með móttökuathöfn á Alexandersflugvelli. Þar flytur odd- viti héraðsnefndar, Þorsteinn Ás- grímsson ávarp, og karlakórinn Heimir syngur. Þá verður ekið að tónlistarskólanum þar sem snæddur verður morgunverður, sem mat- vælaframleiðendur í Skagafirði bera fram hlaðborð. Þaðan er farið upp á Nafir, tré gróðursett í Sauð- árgili og farið í Safnahús Skagfirð- inga, þar sem opnuð verður sýning á málverkum skagfirskra lista- mannna. í hádeginu á föstudag taka íbúar Lýtingsstaðahrepgs á móti forseta í félagsheimilinu Árgarði, en þaðan verður ekið að Amarstapa, sem er I/EÐURHORFUR I DAG, 21. AGUST YFIRLIT: Um 200 km suður af Hornafirði er heldur vaxandi 989 mb lægð á hreyfingu norðaustur. SPÁ Rigning eða súldarhraglandi við norðurströndina og suður með Austurlandi, en bjart sunnan lands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Suðlæg átt og heldur hlýnandi veður. JRigning eða skúrír víða um land, einkum sunnan og vestan lands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestan- eða norðvestan átt og lítið eitt svalara. Bjart með köflum á Suðaustur- og Austurlandi en skúrir í öðrum landshlutum. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. s, Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma # * # -f o Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður JKr VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísi tíma hiti voður Akureyrl 12 hálfskýjað Reykjavík 9 úrkoma I grennd Bergen 14 skýjað Helsinki 18 skúr Kaupmannahöfn 16 rigning Narssarssuag 8 skýjað Nuuk 7 alskýjað Osló 21 léttskýjað Stokkhölmur 20 skruggur Þórshöfn 13 skúr Algarve 31 hálfskýjað Amsterdam 19 skýjað Barcelona 27 heiðskirt Berlín 15 rigning Chlcago 21 léttskýjað Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 24 skýjað Qlasgow 16 skýjað Hamborg 18 skúr London 22 skýjað LosAngeles 23 mistur Lúxemborg 23 helðskírt Madrid 34 mistur Malaga 26 mistur Mallorca 30 léttskýjað Montreal 21 skýjað NewYork 27 alskýjað Orlando 32 alskýjað Paría 25 léttskýjað Madeira 25 léttskýjað Róm 28 léttskýjað Vln 20 skýjað Washíngton 33 þokumóða Winnipeg 28 skýjað minnismerki um skáldið Stephan G. Stephansson. Eftir stutta við- komu þar verða skátar heimsóttir í skála þeirra skammt frá og gróð- ursett tré. Þá verður kirkjan á Víði- mýri skoðuð og ioks verður sam- sæti í félagsheimilinu Miðgarði fyr- ir íbúa Staðar-, Seylu og Akra- hrepps. Um kvöldið býður bæjar- stjórn Sauðárkróks til kvöldverðar í Hótel Mælifelli. Að morgni laugardags verður ekið að Sólgörðum og þaðan að félagsheimilinu Ketilási þar sem Fljótamenn bjóða til morgunverðar með íbúum sveitarinnar. Ur Fljótum verður ekið að Hofsósi, skoðað bjálkahús, sem nú er í endurbygg- ingu og farið í Staðarbjargavík þar sem eru sérkennilegar klettamynd- anir. í hádeginu bjóða Hofshrepp- ingar til hádegisverðar í félags- heimilinu Höfðaborg. . Frá Hofsósi verður ekið að Hól- um í Hjaltadal. Þar verður helgi- stund í Hóladómkirkju, tré gróður- sett á skógræktarsvæði, og síðan farið í kaffisamsæti með íbúum Hóla- og Viðvíkurhrepps í barna- skólanum. Að lokinni heimsókn að Hólum verður ekið að Glaumbæ og bærinn skoðaður. Um kvöldið býður Héraðsnefnd Skagfirðinga til kvöld- verðar í félagsheimilinu Miðagarði í Varmahlíð. Á sunnudagsmorgni 25. ágúst verður ekið út á Skaga, en þar taka íbúar Skefilsstaðahrepps á móti for- seta í félagsheimilinu Skagaseli. Þaðan ekið til Sauðárkróks þar sem forseti þiggur hádegisverð hjá bæj- arfógetahjónum. Klukkan hálf tvö er helgistund í Sauðárkrókskirkju en að henni lokinni verður skoðuð kirkjan á Sjávarborg og gróðursett tré við félagsheimili Skarðshrepp- inga. Þá verður farið á íþróttavöll- inn á Sauðárkróki, þar sem forseti afhendir verðlaun á Króksmóti. Því næst verður heimsókn á öldrunar- heimilið á Sauðárkróki og að lokum verður kaffisamsæti í íþróttahúsinu fyrir Sauðkrækinga og íbúa Skarðs- og Rípurhrepps. Heimsókninni lýkur með kveðju-. athöfn á Alexandersflugvelli kl. 18.30 á sunnudag. Hálendið: Ný Gæsavatnaleið kortlögð næsta sumar SAMKVÆMT upplýsingum frá Vegagerð Ríkisins, var „Nýja- Gæsavatnaleiðin" opnuð 25. júní í vor, en hún var rudd í fyrrasum- ar. Leiðin liggur 200 metrum neðar en gamla leiðin, og opnast því mánuði fyrr en ella, eða um leið og Sprengisandur. Leiðin er enn ókortlögð, en úr því verður bætt á sumri komandi. Slóðinn er fær jeppum en ófær fólksbíi- um. Sigurður Hauksson vegaeftirlits- maður hjá Vegagerð rikisins, segir að jeppavegur sá er nefnd hefur verið „Ný-Gæsavatnaleið“, hafí ver- ið ruddur í fyrrasumar til að hægt væri að opna fyrr, en leiðin liggur um 200 metrum lægra en Gæsa- vatnaleið og opnast þar af leiðandi 3-4 vikum fyrr, eða samtímis Sprengisandi. I sumar opnaðist hún 25. júní. Nýja-Gæsavatnaleið liggur frá Tómasarhaga, og austur að Skjálfanda, en við brúna þar grein- ast leiðirnar. Eldri leiðin liggur rak- leiðis að Gæsavötnum en nýja leiðin fer norður fyrir Þríhyrning, þær koma síðan saman fyrir sunnan Öskju. Að sögn Sigurðar hyggst Vegagerðin halda nýja slóðanum við eins og öðrum fjallvegum, og verður leiðin merkt inn á kort um leið og Landmælingar íslands hafi tekið loftmynd af slóðanum og gert nauðsynlegar mælingar, en sam- kvæmt upplýsingum frá Landmæl- ingum íslands, verður Nýja-Gæsa- vatnaleiðin á aðalkorti því sem prentað verður fyrir næsta sumar. „Menn verða þó að gæta þess að aka veginn ekki á fólksbílum," seg- ir Sigurður, „leiðin er illfær og að- eins opin jeppum og stærri bílum.“ 1700 manns að með- altali atvinnulausir I júlímánuði sl. voru skráðir 36.400 atvinnuleysisdagar á landinu öllu, 19 þúsund hjá kon- um en 16 þúsund bjá körlum. Þetta jafngildir því að 1.700 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum en það svarar til 1,2% af áætluð- um manuafla á vinnumarkaði 6.600 frá mánuðinum á undan eða um 22% en fækkað um 7.700 miðað við sama tíma í fyrra. Skráðum atvinnuleysisdögum fjölgaði í júl- ímánuði á öllum skráningarsvæð- um, mest á landsbyggðinni þar sem hlutfallslegt atvinnuleysi nam 1,6% á móti 0,9% á höfuðborgarsvæðinu. samkvæmt spá Þjóðhagsstofnun- í heild var skipting skráðs at- ar. vinnuleysis í júlímánuði sl. sem hér Samkvæmt þessu hefur skráðum segir, flokkað eftir landshlutum og atvinnuleysisdögum fjölgað um kyni: Svæði: Konur Karlar Alls Höfuðborgarsvæðið 1,0% 0,8% 0,9% Vesturland 3,1% 1,4% 2,1% Vestfírðir 0,2% 0,3% 0,2% Norðurland vestra 2,3% 1,2% 1,7% Norðurland eystra 3,3% 1,4% 2,2% Austurland 1,5% 1,1% 1,3% Suðurland 2,6% 0,9% 1,5% Suðurnes 1,7% 1,1% 1,3% Landið allt 1,5% 0,9% 1,2% Höfuðborgarsvæðið Landsbyggðin 1,0% 2,3% M O 'i-* oo 0,9% 1,6%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.